Morgunblaðið - 15.01.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989
C 15
utan eins lags þar sem röddin er
notuð eins og hljóðfæri. Það er
bandaríski söngvarinn Roby Duke
sem syngur með Mezzoforte; „stór-
furðulegur náungi", að sögn strák-
anna. „Mannsröddin er mjög sveigj-
anlegt hljóðfæri og býður upp á
ýmsa möguleika. En við erum eng-
ir textahöfundar, teljum okkur ekki
hafa neitt að segja í textum. Við
getum sagt miklu meira með hljóð-
færum. Það eru engar djúpar hug-
leiðingar fólgnar í músíkinni, það á
að vera gaman að hlusta á hana.
Hljóðfæraleikaramir fá að njóta sín,
tónlistin á að gera kröfur til hlust-
andans jafnt sem tónlistarmanns-
ins. Eitt það skemmtilegasta við
að hlusta á svona músík er að heyra
hvað samspilið er úthugsað. Við
höfum sjálfír aidrei sungið á plötu
og til þess kemur ekki. Það er full-
reynt með okkar takmörkuðu söng-
hæfileika."
Svílqum ekki lit
Munuð þið einbeita ykkur að
ákveðnum áheyrendahóp?
„Það hefur reynst erfitt að skil-
greina okkur. Við eram fyrst og
fremst „instramental" hljómsveit
en við höfum náð út fyrir hinn
venjulega áhorfendahóp slíkra
hljómsveita, sem er mestmegnis
tónlistarmenn og „músíkfrík". Við
sjáum alls kyns fólk á tónleikum.
Við fengum bandarískan upptöku-
stjóra m.a. til þess að færa tónlist-
ina nær bandarískum markaði án
þess þó að við séum að svíkja lit.
En við munum auðvitað halda
tryggð við okkar áheyrendahóp.
Platan sýnir það sem við geram
best. Við viljum frekar vera „instra-
mental band“ sem skrarar fram úr
en hafa söng og hverfa í poppið.
Það var okkar eigin hugmynd að
nota söngvara og einnig að hætta
því. Okkur var sagt að þegar söngv-
arinn birtist á sviðinu á tónleikum
breyttumst við í hveija aðra undir-
leikara. Öll einkenni hljómsveitar-
innar hyrfu.
Engin hljómsveit hljómar eins og
við. Auðvitað hefur fjöldi tónlistar-
manna haft áhrif á okkur. en við
höfum dulbúið það mjög vel. Svo
höfum við heyrt í hljómsveitum úti
í heimi, sem era undir greinilegum
áhrifum frá okkur. Fyndnast var
þó að heyra norska lúðrasveit leika
Mezzofortelag á góðgerðarsam-
komu. Þetta er sama gamla sagan
um það að gangi einhveijum vel,
þá reyna svo margir að fylgja í
kjölfarið.
Við eram hættir að beija höfðinu
við steininn og reyna að semja
smelli. Við treystum frekar á stöð-
ugri markaði, eram búnir að gefa
alla „súperstjörnudrauma" upp á
bátinn. Við teljum okkur vera með
fyrsta flokks efni í höndunum þó
að við séum varla dómbærir á ár-
angurinn. Ætli við séum ekki búnir
að heyra hvert lag svona 3000 sinn-
um, svo að í hvert skipti sem ein-
hver nýr kemur inn í stúdíóið,
mænum við á hann í ofvæni til að
sjá viðbrögðin. Þau era góð, sér-
staklega var ánægjulegt að sjá við-
brögð útgefendanna.
Bestu hugmyndirnar
fyrir aðra
Það hefur liðið töluverður tími
milli platna. Bæði vegna þess að
við ákváðum að vanda okkur mjög
við þessa plötu og svo era tónleika-
ferðirnar tímafrekar. En síðast en
ekki síst voram við komnir á kaf í
að spila undir hjá öðram. Það var
erfitt að bijótast út úr þeirri rútínu
og við vorum lengi að hreinsa upp
eftir okkur slóðina af gefnum lof-
orðum. Við eram búnir að fá nóg
af undirleik og vildum gjarnan
minnka hann við okkur. Það er svo
auðvelt að nota allar bestu hug-
myndirnar sínar fyrir aðra. Árið
1988 var fyrir íslenska bransann
en 1989 verður helgað Mezzoforte."
Auk Mezzoforte hafa Sykurmol-
arnir einir íslenskra hljómsveita náð
verulegri athygli erlendis. „Sykur-
molamir og við eram í sitt hvorum
endanum í poppinu. Það segjr okk-
ur að meðalvegurinn sé ekki besta
leiðin til að komast áfram. Það
borgar sig að fara sínar eigin leið-
ir. En þar með erum við ekki að
segja að við opnum einhveija mögu-
leika fyrir Sykurmolana og öfugt.
Til þess er tónlist okkar alltof ólík.
Og þegar til lengdar lætur skiptir
það sáralitlu máli fyrir hljómsveitir,
frá hvaða landi þær era. Sykurmol-
arnir þurftu í fyrstu að svara ná-
kvæmlega sömu, oft á tíðum fárán-
legu, spurningunum og við.“
Leitið þið frægðarinnar?
„Ef frægðin felst í því að selja
nógu mikið af plötum og spila á
nógu mörgum tónleikum til að geta
lifað af því, þá leitum við hennar.
Við sjáum betur og betur hvað það
er mikils virði að geta spilað á stór-
um tónleikum, fyrir fólk sem metur
músíkina. Við höfum engan boð-
skap fram að færa, sem gerir okkur
áhugaverða fyrir fjölmiðla, það er
tónlistin sem blívur.
Það er alveg ólýsanleg tilfinning
að spila fyrir 30.000 manns á tón-
leikum, en það er óneitanlega erfitt
að halda athygli fólks í tvo tíma
með leikinni tónlist. Við höfum oft
undrast það hvað við höfum fengið
góðar viðtökur. Og svo berast alltaf
skemmtileg bréf. Víða era starf-
ræktir aðdáendaklúbbar, til dæmis
í litlum bæ í Noregi. Formaður
klúbbsins á fjögur eintök af öllum
Mezzoforte-plötunum og kom hing-
að til að kaupa, ekki aðeins þær
Mezzoforteplötur sem era ófáanleg-
ar úti, heldur allar plötur þar sem
okkar nöfn sjást.“
Ekki popphljómsveit
Hljómsveitarmeðlimir vora bú-
settir í Bretlandi í um eitt og hálft
ár, til að fylgja eftir vinsældum
Garden Party 1983-1984. Það lag
fleytti þeim hærra upp á breska
vinsældalistann en nokkram öðram
íslenskum tónlistarmönnum, í 17.
sæti. „Okkur var sagt að við yrðum
að búa úti, annars þyrftum við að
fljúga utan nokkram sinnum í viku.
Þetta lag var vendipunkturinn á
okkar ferli. En við gerðum okkur
fljótt grein fyrir því að við pössuðum
ekki inn í breska munstrið þar sem
allt gengur út á að vera með lög á
vinsældalista. Við hugsuðum ekki
þannig og geram það ekki enn. Við
hugsum frekar í stóram plötum en
einstökum smellum, svo að þegar
við áttum ekki Iengur neina smelli,
þá hröpuðum við niður í Englandi.
En í Þýskalandi, víðar á megin-
landi Evrópu og á Norðurlöndum
höfum við haldið vinsældum okkar.
Þar snýst markaðurinn um stórar
plötur. Eftir á að hyggja hefði ef
til vill verið réttara að flytja t.d. til
Danmerkur og einbeita sér að þeim
markaði."
Að fenginni þessari reynslu, ætl-
ið þið þá jafnvel að flytjast til
Þýskalands til að fylgja plötunni
eftir?
„Nei það hentar okkur ekki núna.
Við voram alveg grænir þegar við
fóram fyrst út í þetta, vissum ekk-
ert hvað beið okkar. Við reyndum
að spila þetta eftir eyranu og ætluð-
um að sjá hvað kæmi út úr því.
En svo gerðum við okkur grein fyr-,
ir því að til að halda vinsældunum,
yrðum við að gera stórvægilegar
breytingar á tónlistinni og voram
ekki á þeim buxunum. Við voram
hálfmisskildir á þessum tíma. Okk-
ar vinna snýst ekki um popp, við
erum ekki leiðandi popphljómsveit.“
Model uti í kuldanum
Hver er staða Mezzoforte hér
heima, á tónlist ykkar erindi til
landans?
„Það er svo sorglegt, að hljóm-
sveitir sem leika svokallaðan bræð-
ing, selja sáralítið af plötum. Þar
erum við engin undantekning, þó
svo að við seljum alltaf eitthvað
meira vegna þess að við eram ís-
lendingar. Eftir að við komum að
utan, 1984, höfum við sáralítið spil-
að á tónleikum. Síðast var það í
veitingastaðnum Evrópu sumarið
1987. Úti vöndumst við mun meiri
íburði í tónleikahaldi en mögulegur
er hér heima. Við höfum því tak-
markaðan áhuga á því að leika hér.“
En hvað um popphljómsveitina
Model, sem Friðrik og Gunnlaugur
vora í og allir fjórir léku með?
„Það var tilraun til semja og
flytja sungna tónlist. Við sendum
inn lag í söngvakeppnina og þetta
átti ekki að vera neitt meira. Model
átti aldrei að koma í staðinn fyrir
Mezzoforte og Model er úti í kuldan-
um núna. Við höfum allir unnið
með öðram. Við höfum leikið undir
á annarri hverri plötu sem hefur
komið út hérlendis undanfarin ár í
djassi og poppi. Það getur verið
mjög gaman að leika góða popp-
músík rétt eins og góðan djass, við
viljum eiginlega hvoragu sleppa.
Við höfum verið atvinnumenn frá
því fyrir 1982 og það er nærri úti-
lokað að lifa af spilamennskunni
án þess að vera með puttana í nán-
ast öllu, því miður. Það er slæmt
að þurfa að tvístra sér svona.“
Neðanjarðarhljómsveit
Fyrir tæpu ári komu félagamir
á fót hljóðveri í Súðavogi; Mezz-
musik. „Upphaflega var hugmyndin
að nota það fyrst og fremst fyrir
okkur sjálfa en það varð dýrara og
veglegra en við ætluðum okkur í
upphafi. Við þurftum því að grípa
til annarra ráða til að fá pening í.
kassann. Það hefur verið nóg að
gera þetta ár sem stúdíóið hefur
starfað, við höfum jafnvel þurft að
hliðra til fyrir öðrum.
Við tókum þá ákvörðun, að láta
vinnu við nýju plötuna ganga fyrir
og ætlum að reyna að fylgja henni
vel eftir. Það hefur ekki heyrst í
hljómsveitinni lengi og við höfum
orðið töluvert varir við að fólk held-
ur að við séum hættir. Mezzoforte
er eiginlega orðin neðanjarðar-
hljómsveit. Það hefur aldrei komið
til tals að hætta en við fengum nóg
af tónleikaferðum eftir árið úti,
’83-’84, þá héldum við t.d. 47 tón-
leika á 49 dögum í Englandi einu
saman. Okkur væri í lófa lagið að
spila á tónleikum allt árið.“
Eins konar þjóðflokkur
Strákarnir hafa spilað víða, m.a.
í Japan, „sællar minningar". Þeir
ségjast hafa tapað nokkra af vin-
sældum sínum þar, eins og víða
annars staðar, þó þeir séu síður en
svo gleymdir og grafnir. „Reyndar
er Japan geysilega sterkur markað-
ur fyrir leikna tónlist. Þar eru leik-
in lög oft í efstu sætum vinsælda-
lista og þess era dæmi að snúið
hafi verið við baki við instrament-
í Mama Joe’s
Frá upptöku og hljóðblöndun Play-
ing for time í Mama Joe’s hljóðver-
inu í Los Angeles. Fjöldi valin-
kunnra hljóðfæraleikara lék með á
plötunni, þeirra á meðal saxónfón-
leikaramir Larry Williams, Steve
Tavaglione og Emie Watts sem er
án efa þekktastur þeirra. Hann ber
hér saman bækur sínar við Friðrik
og Eyþór. Og ekki vora upptöku-
stjóramir færri. Hér er skálað fyrir
þeim Erik Persing upptökustjóra
og Erik Zobler hljóðstjóra.
al-hljómsveitum sem hafi verið með
einhveijar popppælingar. Því von-
um við að Japanarnir taki vel í
nýju plötuna okkar, þeir vora ekki
hrifnir af plötunum sem var sungið
á.
Við höfum reynt að haga ferða-
lögum þannig að við séum ekki of
lengi í einu í burtu. Þetta er eins
og að skreppa á vertíð. Tónleika-
ferðalög henta okkur illa, við eram
allir fjölskyldumenn. Frissi á tvo
fiska, við' hinir eigum böm. Þetta
er stór vinahópur, einhverskonar
þjóðflokkur. Ég held að það sé mjög
óvenjulegt að menn haldi saman í
tíu ár, án þess að hata hvern annan
meira eða minna. Við höfum þolað
hvem annan tiltölulega vel.“
Ekki hægt að hætta
Frissi skýtur því inn í að hann
sjái tilverana ekki fyrir sér án
Mezzoforte. Segist einu sinni hafa
ætlað að hætta en ekki getað það.
Og þó að félagar hans geri grín að
ummælum hans, geta þeir ekki
annað en samþykkt þau. „Þetta er
eins og hjónaband, það var erfitt í
kringum sjöunda árið og 21. árið
verður kannski strembið. Það kæmi
okkur ekki á óvart þó að við gætum
haldið áfram í tíu ár í viðbót.
Við tímum ekki að sleppa þessu
tækifæri sem við höfum til að spila
og gefa út plötur. Að hafa verið í
lausamennskunni hér heima eykur
skilning okkar á því hvað svona
samningur erlendis er mikils virði.
Allur peningurinn sem hefur verið
lagður í þetta, öll ferðalögin, öll
vinnan, hefur skapað okkur svo
sterkan grann, sem hljómsveitin
stendur á. Þar sem við viljum búa
heima, verðum við að spila með
hinum og þessum. En það væri
hreint ekki freistandi að stofna
popphljómsveit hérlendis eins og
ástandið er nú. Söluhæstu plötumar
era að meija 5-6000 eintök en flest-
ar mun minna. Og að þurfa að eyða
flestum helgum í að spila. Við erum
því óskaplega þakklátir fyrir að fá
tækifæri til að gera plötur eftir eig-
in höfði.“
Skvaldrið og glasaglaumurinn
hefúr náð hámarki og lögreglan er
farin með slagsmálahundana.
: