Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989
M Um 12% fleiri á aldrinum 15 til 24 ára horfa
á fréttir Stöðvar 2 en Sjónvarps og um 8% fleiri
á aldrinum 25—40 ára, samkvæmt fjölmiðlakönnun
Félagsvísindastofhunar Háskóla íslands
Keppnin um
kynslóðirnar
ALLT frá því að Stöð 2 hóf útsendingar og fréttastofur sjón-
varpsstöðvanna fóru að beijast um augu og eyru eyjarskeggja
hefur verið til sú trú á Sjónvarpið horfi frekar eldri hluti þjóðar-
innar en sá yngri. Fjölmiðlakannanir Félagsvísindastofiiunar
Háskóla íslands hafa á margan hátt staðfest þessa trú. í síðustu
könnun sem var unnin 3. til 5. desember kemur í þ'ós að um 38%
landsmanna horfir að meðaltali á fréttir Sjónvarps en um 30% á
fréttir Stöðvar 2. Um 63% þeirra sem horfði á sjónvarp þessa
daga voru fertugir eða yngri. í þessum aldurshópum voru frétt-
ir Stöðvar 2 talsvert vinsælli, — einn af hveijum tíu á þessum
aldri horfði frekar á einkafréttastofima.
essar niðurstöður geta svo
sem þýtt það að Stöð 2 eldist
af fólki og að eftir því sem fólk
þroskist því líklegra sé að það
horfi á ríkisskjáinn. Leyfi RUV-
menn sér að hugsa á þennan hátt
þá verður það að
teljast ósk-
hyggja. Þegar
talað er um ald-
urshópa er rétt-
ara að tala um
kynslóðir. Með því móti er það
undirstrikað að viðhorf, stíll og
hugmyndafræði sé eitthvað sem
fylgir fólki og þróast samhliða
því, frekar en að við ákveðinn
aldur skipti fólk um hugmynda-
fræðilegt og menningarlegt um-
hverfi. Þar sem sjónvarpsefni er
menningarleg afurð og reyndar
um leið áburður, þá hafa mismun-
andi kynslóðir samsvarandi af-
stöðu til þess. Þeir sem eru nú á
aldrinum 40 til 60 ára og horfa
flestir á Sjónvarpið tilheyrðu yngri
kynslóðunum um það leyti sem
íslenskt sjónvarp hóf göngu sína.
Þeir hafa haldið tryggð sinni við
Sjónvarpið. Því er eins líklegt að
Stöð 2 takist að halda í kynslóð-
imar sem fæddar eru eftir seinni
heimsstyijöld, amk. þarf Sjón-
varpið að vinna þær yfir. Sú ímynd
hraða, nútíma, léttleika og breyti-
leika sem Stöð 2 hefur náð að
skapa á rætur sínar að rekja til
þeirrar hugmyndafræði sem hefur
sett mikinn svip á umræddar kyn-
slóðir. Sjónvarpið byggir frekar á
klassískari gildum og fastheldni.
í síðari fréttum Sjónvarps kveður
við annan tón. Þar er augljóslega
verið að reyna aðra ímynd og
annað yfirbragð. Þar sem þær eru
nýbyijaðar og könnun Félagsví-
sindastofnunar náði einungis til
eins slíks fréttatíma er erfitt að
segja eitthvað til um áhorf þeirra.
Þó kom fram í könnuninni að eldri
kynslóðir horfðu hlutfallslega
meira á þær en yngri kynslóðir.
Eldri kynslóð-
ir hlusta meira á
fréttir Útvarps-
ins en þær yngri.
Því er akkúrat
öfugt farið hvað
varðar fréttir Bylgjunnar og
Stjörnunnar. Mikill meirihluti
hlustenda frétta þeirra em undir
fertugsaldri. 17% aðspurðra á
aldrinum 15—24 ára hlýddu á
sex-fréttir á Bylgunni og Stjöm-
unni en 11% sama aldurshópar á
sjö-fréttir á samtengdum rásum
Útvarps, samkvæmt margnefndri
könnun. Einungis 5% fleiri á aldr-
inum 25—40 ára hlýða á kvöld-
fréttir Útvarps á samtengdum
rásum en samanlagt á sex-fréttir
Bylgjunnar og Stjömunnar. Það
er því tjóst að þrátt fyrir margyí-
slega yfirburði fréttastofu Út-
varps þá á hún í mjög harðri sam-
keppni við litlu einkafréttastof-
umar um eym kynslóðanna sem
í heiminn komu eftir stríð. Vandi
Útvarps er því sömu náttúm og
Sjónvarps, þó svo hann sé ekki
eins áþreifanlegur.
Yngri hluti íslensku þjóðarinnar
borðar ekki kvöldverðinn klukkan
sjö og hlustar andaktugur á frétt-
ir Útvarps, þaðan af síður hendir
hann sér í þægilegan stól og dæs-
ir yfir átta-fréttum sjónvarps.
Lest nýrra kynslóða æðir hjá.
Reikna ríkisfréttastofumar með
henni aftur um síðir? Hafa þær
etv. misst af henni?
BAKSVID
eftir Ásgetr Fridgeinson
Ritstjóm Fréttabúa, Eyþór Ólafs-
son, Sæunn Sigurlaugsdóttir og Jón
Þ. Helgason, og forsíður blaðsins.
á rauða nótt við útgáfuna og stofan
eins og eftir sprengjuárás að vinnu
lokinni, að sögn Eyþórs. „Þetta
væri illmögulegt ef ekki væru svo
jákvæðar undirtektir hjá bróður
mínum sem býr hér með mér félags-
búi, og sambýliskonu minni, en hún
vinnur að þessu af lífí og sál,“ sagði
Eyþór.
Blaðið er unnið á ritvél og síðan
ljósritað, en Eyþór sagði að draum-
urinn væri að'eignast tölvu til að
Blaðaútgáfa með búskapnum
Stöðugt gerast atburðir / öllum sveitum landsins sem stærri blöð
minnast ekki á, en heimamönnum þykja fréttnæmir. Eyþór Ólafsson
bóndi á Skeiðflöt og hreppstjóri í Mýrdalshreppi, ákvað að bæta úr
þessu í sinni sveit, og haustið 1985 ieit fréttabréf hans, „Frétta-
búi“, dagsinsljós. Varþað ífyrstu aðeins einblöðungur afstærðinni
A4, en er nú orðið myndarlegt rit upp á 20 síður.
Hugmyndina að fréttabréfinu
fékk Eyþór þegar stjóm Bún-
aðarfélags Dyrhólahrepps þurfti að
koma orðsendingum til bænda á
svæðinu. Datt Eyþóri þá í hug að
gaman væri að senda út fréttabréf,
og var því svo vel tekið að áskrif-
endur em nú orðnir 300 og fjölgar
stöðugt. Útgáfa blaðsins hefur hvílt
á Eyþóri og sambýliskonu hans,
Sæunni Sigurlaugsdóttur, en Mýr-
dalshreppur hefur veitt þeim dálít-
inn styrk.
Tæp vika fer í vinnu við hvert
blað og tekur því ríflegan tíma frá
búskapnum, en oft er unnið fram
vinna blaðið í. Jólablaðið hefur þó
verið prentað og sá kostnaður verið
greiddur með tekjum af auglýsing-
um.
Meðal efnis í blaðinu em fréttir
úr nærsveitunum, en þar hefur
„Fréttabúi" á flestum stöðum
fréttaritara, ritstjóraspjall, pistill
frá sóknarpresti, félagsmálasíða,
viðtöl, þættir um hollustuhætti,
sagt frá bamsfæðingum og
skímum, minningargreinar og
margt fleira. Auk þess er síða fyrir
yngri kynslóðina, „Barnabúi", sem
Jón Þ. Helgason, sonur Sæunnar
sér um.
Blaðið kemur út mánaðarlega
nema um háannatímann í kringum
sláttinn.„Enda verið unnið sem hug-
sjónastarf en ekki til að hafa út
úr því vinnulaun," sagði Eyþór.
Um 76% nememhi lesa
Morgunblaðið duglega
Lestur einstakra greinarflokka var
misjafn samkvæmt könnuninni,
en hvers konar léttmeti reyndist hvað
vinsælast. Engin merkjanlegur munur
var á kynjum eða aldri í þessu sam
bandi, nema hvað piltamir virðast lesa
íþróttir meira en stúlkumar. Mesti
munurinn var á stjörnuspánni, en um
28% sögðust lesa hana, ásamt stjömu
spekidálkum Mbl., og af þeim voru
80% stúlkur, en 20% piltar.
Samkvæmt könnuninni hefur Bylgj-
an mesta hlustun útvarpsstöðvanna
eða um 63%, Stjaman hefur um 34%
hlustun samkvæmt könnuninni og
Útrás, útvarp framhaldsskólanema
um 17%. Aðrar stöðvar höfðu mun
minni hlustun samkvæmt könnuninni.
Hlustun á fréttir eftir stöðvum var þó
misjöfn og sögðust um 63% hlusta
nokkuð oft á fréttir Bylgjunnar, en
um 50% á fréttir Ríkisútvarpsins og
var þar aðallega um eldri nemendur
að ræða. Um 37% sögðust hlusta á
Stjömufréttir.
UM 76% nemenda Menntaskól-
ans við Hamrahlíð les Morgun-
blaðið daglega ef marka má nið-
urstöður skoðanakönnunar, sem
gerð var í skólanum nýlega. Sam-
kvæmt könnuninni lesa 35% nem-
enda DV daglega en önnur blöð
voru lítið lesin samkvæmt könn-
uninni, um 12% sögðust lesa
Tímann eða ÞjóðvHjann einu
sinni til tvisvar í viku.
Myndlyklar eru, samkvæmt könn-
uninni, til á rúmlega helmingi heimila
og af þeim sem höfðu myndlykil sögð-
ust um 70% taka Stöð 2 fram yfir
RÚV, 10% tóku RÚV framyfir, en 20%
horfðu jafnt á báðar stöðvar. Fréttir
stöðvanna komu nokkuð jafnt út.
Kvikmyndir em lagnvinsælasta efnið
í sjónvarpinu og einnig em skemmti-
þættir, íþróttir og tónlistarþættir vin-
sælir. Um 70% nemenda MH sögðust
hafa myndbandstæki á sínu heimili
og um 72% horfa á myndband einu
sinni til þrisvar í mánuði. Um 5% sögð-
ust horfa á myndbönd daglega. Mest
er horft á gamanmyndir.
Könnunin var gerð í lok október
síðastliðinn og að henni stóðu nokkrir
nemendur skólans sem leggja stund á
fjölmiðlun, undir leiðsögn kennara
síns, Adolfs H. Petersen. Ekki reynd-
ist unnt að spyija alla nemendur skól-
ans heldur var spumingalistum dreift
meðal nokkurra námshópa þannig að
aldurs- og kynskipting yrði sem sem
jöfnust. Úrtakið varð því um 20% af
öllum nemendum skólans, eða samtals
um 130 manns.
„Þoð sem fólkið vill“(?!)
OKSINS! LOKSINS!
Ég leyfí mér að taka
mér í munn þessi
frægu orð á þessum tíma-
mótum. Nú um helgina verða
jólaplötur útvarpsstöðvanna
loksins teknar og þeim pakk-
að niður í geymslu til næstu
jólahrotu. Hinar svokölluðu
jólaplötur, ætti ef til vill að
segja. Þeir eru að minnsta
kosti margir sem reyta hár
jitt og skegg þegar jólatón-
list nútímans skellur yfír, og
það jafnvel í nóvember. Arg-
ir og reiðir yfír því að út-
varpsstöðvamar skuli allar
keppast við að dæla yfir
landslýð þessu endalausa
jóladiskói. Ef ekki diskói, þá
einhverri framleiðslu svo-
kallaðra skemmtikrafta, þar
sem þeir spilla anda jólanna
með útúrsnúningi og fífla-
gangi. Það var ekki furða
þótt fyrir þessi jól væri aug-
lýst plata með jólalögunum
„eins og þau eiga að vera“!
Þessi jólatónlist er trúlega
meðal þess sem Qölmiðlafólk
nútímans fullyrðir — ogjafn-
vel trúir sjálft — að sé það
sem fólkið vill. En þetta
sama fjölmiðlafólk gleymir
því — eða þegir yfír því —
að það getur hæglega ráðið
því hvað fólkið vill. Um það
eru fjölmörg dæmi. Þannig
hafa til dæmis útvarpsmenn
víða um heim getað stýrt
vinsældavali. Hér á landi
hefur komið fyrir að tiltekin
dægurlög hafa verið ræki-
lega kynnt líkleg til vin-
sælda og leikin aftur og aft-
ur uns hlustendur hafa tekið
að trúa því að um vinsælt
verk og merkilegt sé að
ræða. Er þá furða þótt spurt
sé hver vill hvað, eða efast
um þann vilja fólksins, sem
útvarpsmönnum verður
tíðrætt um? Máttur útvarps
er mikill og ábyrgð þeirra
sem þar eru við störf er stór.
Á okkar tímum ræður
tíska miklu. Fjölmiðlar fara
ekki varhluta af þessu. Það
hefur orðið deginum ljósara
eftir að útvarps- og sjón-
varpsstöðvum fjölgaði. Áður
skipti efni miklu máli en nú
er það orðið hálfgert aukaat-
riði. Mestu máli skiptir
stíllinn. Hann er á undan-
haldi sá fréttastíll að segja
á greinargóðan hátt allýtar-
lega frá því sem um er að
ræða. Þess í stað eru fréttir
stuttar og margar, lesnar
hátt og lesnar hratt og allar
á sama veg. Og það litla sem
eftir stendur í huga hlustan-
dans og áhorfandans er að
nú eru íslenskir fréttamenn
farnir að hanga eins og
amerískir slúðurberar yfir
hveiju fótmáli stjórnmála-
stjarnanna. Alvaran dvín og
virðing fyrir viðmælandan-
um hverfur. Kurteisi gamal-
dags. Það er jafnvel orðið
flott að sýna hvað fréttamað-
ur er klár að rífast við við-
mælanda sinn! Og einhveijir
trúa því að hér sé verið að
birta það sem fólkið vill. Eru
hvatir íslendinga svona lág-
ar? Eða virðing fyrir áheyr-
andanum þorrin?
Viðtals- og skemmtiþættir
eru líka fjötraðir í tísku hrað-
ans. Alltof sjaldan gefur
spyijandi viðmælanda tæki-
færi til að segja frá. Viðtals-
þættir eru keyrðir svo hratt
áfram að þar spinnst lítil frá-
sögn og engar samræður.
Fyrirfram ákveðnum spurn-
ingum er skotið á viðmæ-
landa — og svo er tími okkar
því miður á þrotum, rétt um
það bil sem hann er að kom-
ast í gang að segja frá. Þeg-
ar upp er staðið hefur spyij-
andinn jafnvel haft orðið
lengur en sá sem átti að tala!
Tískan er að hafa mörg at-
riði og stutt en alls ekki fá
og löng. Þar að auki er hið
fjölþætta skemmtiefni í flest-
um tilfellum duldar auglýs-
ingar, um nýja plötu, nýja
bók, fyrirtækið sem gefur
verðlaunin og svo framvegis.
Áhrif útvarps og sjónvarps
eru mikil og ábyrgðin stór.
Ef til vill er ábyrgðin á með-
ferð íslensks máls stærst og
brotalamir þar flestar. Það
mundi æra óstöðugan að tina
hér til allar málvillur sem ég
hef skráð hjá mér í jóladag-
skrá. Á Rás 2 sagði maður
sem fjallaði um það að
skemmta sér: ...hversu mér
kveið fyrir... í Sjónvarpinu
var í hroðvirknislegum ungl-
ingaþætti sagt frá styttum
sem krefðust ríkisborgara-
rétts, og líka: Mér er farið
að hlakka tii, og síðar: ...óska
ykkur gleðilegra jóla og far-
sælt komandi árs. Og á
gömlu Gufunni var tíðinda-
maður á tali við vígslubiskup
á Hólum: Hér er mikið
skímarsár. Hvað getur þú
sagt mér um það(!)
Ég vona að mér hafi
stundum misheyrst, og þetta
sé í það minnsta ekki það
sem fólkið vill.
Sverrir Páll
Erlendsson