Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 C 39 SÍMTALIÐ... ER VIÐ MARGRÉTIHAUKSDÓTTUR DEILDAR- STJÓRA í UPPL ÝSINGADEILD FL UGLEIÐA Flughræðsla 690100 Flugleiðir, góðan dag. — Einhver hjá ykkur hlýtur að geta hjálpað mér. Eg er flughrædd- ur! Já. Flughræðsla. Ætlarðu að hinkra augnablik. Bryndís. — Góðan daginn. Páll Lúðvík Einarssón heiti ég. Ég er í vanda; ég þjáist af flughræðslu! Æ, Æ. — Mér datt einna helst í hug að hringja í ykkur. Þetta er nú vanda- mál ykkar líka með vissum hætti. Já. Ertu að fara að ferðast núna? — Nei, en það vofir alltaf yfir. Um leið og ég heyri minnst á flugferð verð ég óró- legur. Já þetta hrjáir marga, eru algjör vandræði. Ég hef heyrt um einhver námskeið... — Endilega! Þó ekki væri nema einhveijar hughreyst- andi bókmenntir. Best að hafa samband við Margréti Hauksdóttir á upplýsinga- deildinni. Upplýsingadeild, góðan dag. Margrét Hauksdóttir? hún var héma rétt áðan. Viltu bíða? — Já takk. Margrét — Góðan daginn. Páll Lúðvík Einarsson heiti ég. Ég er flug- hræddur! Eru þið með einhver nám- skeið eða bæklinga, eitthvað? Það er reyndar ekki alveg búið að ákveða það. — En það er verið að tala um að halda námskeið fýrir fólk sem er haldið flughræðslu. Og námskeiðið verður þá trúlega haldið snemma á árinu. Sennilega verður fenginn einhver utanaðkomandi aðili sem hefur haldið slík námskeið áður. En ég held ég megi segja að við séum ekki núna í augnablikinu með nein plögg eða neitt skrifað um flug- hræðslu. — Þetta er alveg voðalegt. Já, ég veit það. Það eru margir í sömu sporum og þú. Það er búið að ræða þetta mál fram og aftur en það er ekki fyrr en núna nýlega að það var farið að ræða þetta af fullri alvöru um að bjóða fólki uppá námskeið til að sigrast á hræðsl- unni. — Og ef af verður, sem ég vona, er meiningin að halda nám- skeið á næsta ári. — Þakka þér kærlega fyrir upp- lýsingamar! Gætur þú haft sam- band við mig á næsta ári? Ég skal gera það. Síminn hjá þér er? — 691100, það er Morgunbláðið. A Já, já! — Fyrirgefðu en er ekki í lagi að birtum þetta sem „símtalið“; aftast í C- blaðinu á sunnudeginum. Jú það er í lagi en við viljum ekki gefa of miklar væntingar en við stefnum samt að þessu á næsta ári. Flughræðsla er vandamál hjá miklu fleiri en við gerum okkur grein fyrir. — Þakka þér kærlega fyrir og vertu blessuð. Blessaður. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar í sjónvarpssal 1970. Talið frá vinstri: Þuríður Sigurðardóttir, Pálmi Gunnarsson, Birgir Karlsson, Einar Hólm og Magnús Ingimarsson. Engir bakþankar Magnús Ingimarsson var lengi einn af þess- um föstu mönnum í „tónlistarbransanum“, hann var þarna alltaf einhvers staðar. En hvar er hann nú? Magnús er yfirverkstjóri í prent- smiðjunni Eddu og er kvæntur Ingibjörgu Bjömsdóttur deildar- stjóra í fjármálaráðuneytinu. Magnús Ingimarsson fór í prent- nám árið 1949. „Ég lærði snemma á ýmis hljóðfæri en á unglingsárun- um sat harmonikan í fyrirrúmi. Og haustið 1952 fór ég að spila á böll- um meðfram prentnáminu og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Og næstu þrjátíu árin hafði ég músík að atvinnu meira og minna, — þar af átján ár eingöngu sem tónlistar- maður. Ég starfaði sem píanóleikari -og útsetjari í ýmsum hljómsveitum í ein sextán ár, m.a. með Svavari Gests 1960-65 og með eigin hljóm- sveit 1966-72.“ HVAR ER1I ÞAP WÚ? MAGNÚS INGIMARSSON TÓNLISTARMAÐUR En Magnús kom víða við á löng- um ferli. Hann var einn þekktasti útsetjari landsins í rúma tvo ára- tugi, hafði umsjón með og samdi tónlist fyrir sjónvarpsþætti og leik- hús og stjómaði upptökum á mikl- um fjölda hljómplatna, svo eitthvað sé nefnt. Árið 1978 fór Magnús aftur að starfa við prentverk í prentsmiðj- unni Eddu en þar hafði hann reynd- ar lært iðnina áður. 1981 varð hann yfirverkstjóri þar og því starfi gegn- ir hann nú. „Þá var ekki að sökum að spyija, Þetta starf er það krefj- andi að maður gerir ekki mikið annað. Allavega er hljóðfæraleikur sem atvinna úr sögunni þótt maður grípi auðvitað við og við í hljóðfæri. Hvers vegna ég söðlaði um? Ég var aðallega í milli- og léttari músík sem er alltaf að breytast. Ég sá ekki fram á að maður gæti háldið áfram að breytast og eldast með þessu. — Svo ég fór í prentið aftur. Svona í og með til að koma meira jafnvægi á tilveruna. Kannski var ég búinn að fá nóg af músík. Ég hef alla tíð verið mjög sáttur við prentverkið. Nei, ég hef ekki séð eftir því að hafa hætt. Ekki fengið neina bak- þanka. Eins og ég sagði, maður grípur í hljóðfæri í góðra vina hópi og auðvitað er píanó heima. En atvinnumaður ætla ég ekki aftur að verða." — Hvernig líst þér á dægurlaga- músíkina í dag? „Ja, hvað skal segja? Fyrir mitt eyra hefur það verið óheillaþróun að heilu hljómplötumar skuli vera búnar til í hljóðgervlum og tölvum. Ég veit ekki hvort fólk almennt heyrir svo mikinn mun en ég kann ekki að meta þetta. Þótt þetta sé mjög vel gert, þá er þetta alltof fullkomið; mjög ópersónulegur hljómur. Það er ekki óeðlilegt að ég hafi meiri smekk fyrir eldri tónlist en mér finnst koma fram fá góð lög. Svo ég tali nú ekki um textana. Þeir eru margir hveijir þvílíkur leir- burður að maður roðnar." — En þeir em nú þó á íslensku? „Meðan þeir gera almennt ekki betri texta á íslensku, þá ættu þeir bara að semja þá á ensku. Ég geri ekki endilega kröfu um stuðla og rím en textamir era alltof margir hreinasta bull.“ í dag er Magn ús Ingimars- son yfirwerk- stjóri í prent- smiðjunni Eddu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.