Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 2
í2 MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 Lögum um Seðla- bankann breytt? JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra segist hafa á þvi trú að niður- staða fáist í ríkisstjórninni um stefhu í vaxtamálum, sem allir geti sætt sig- við. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er liklegast að samkomulagið byggist á breytingum á lögum um Seðlabanka ís- lands, þannig að hann geti hlutast til um vaxtaákvarðanir, en slík lagaákvæði verði miklum takmörkunum háð. Um ágreining innan ríkisstjórn- vikur rætt um nauðsyn þess að arinnar um stefnu í gengismálum, sagði viðskiptaráðherra einungis: „Það er nú eins með gengið og peningana. Þeir tala mest um gengi, sem hafa það ekki." Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra, sagði þegar hann var spurður um ágreining innan ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum: „Ég orðaþað svo, að það sé áherslu- munur. Eg segi ekki að hann sé úr sögunni, en það dregur stöðugt úr honum." Forsætisráðherra sagði sama máli gegna um gengisstefnu: Mark- mið ríkisstjórnarinnar væri að ná niður raungenginu, en enn greindi menn á um leiðir. Steingrímur hefur undanfarnar breyta lögum um Seðlabankann, þannig að bankinn fái rýmri heim- ild til að ákveða raunvexti. Nú get- ur bankinn lækkað vexti ef þeir eru hærri en í nágrannalöndunum, eða ef vaxtamunur er meiri hér. Steingrímur orðaði þetta m.a. á blaðamannafundi 3. janúar sl. en á sama fundi sagði Jón Sigurðsson, að ekkert benti til þess að núver- andi ákvæði um vaxtaákvarðanir Seðlabanka dygði ekki. Ráðherrarnir sögðu í gær að mikið yrði fundað í dagog um helg- ina. Áætlaður er fundur með full- trúum Borgaraflokks í dag og búist er við að þingflokkar ríkisstjórnar- flokkanna muni funda meira og minna alla helgina. Saltfiskútflutningur til EB: Portúgalir óánægð- ir með tillögur fram- kvæmdastjórnar EB Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni fréttarítara Morgunblaðsins. TILLÖGUR framkvæmda- stjórnar EB um innflutnings- Borgarstjorn: Aðstöðu- gjöldum af fjölmiðlum frestað DAVÍÐ Oddsson borgar- stjóri, lýsti því yfir á fundi borgarstjórnar í gær, að að- stöðugjöld yrðu ekki inn- heimt af fjölmiðlum fyrr en á næsta ári. Fjðlmiðlar hafa haft undanþágu og í fyrra var samþykkt að amema hana á þessu ári, en borgar- stjóri sagði að fram hefði komið að fjölmiðlar hefðu verið óviðbúnir þessari breytingu og þvi hefði þótt ástæða til að fresta henni um eitt ár. Borgarstjóri sagði að sumir teldu lagagrundvöll fyrir und- anþágu fjölmiðla frá aðstöðu- gjöldum hæpinn. Þessu hefði verið komið á sem aðstoð til flokksblaða, en nú væri ástæða til að afnema þetta úrelta fyrir- komulag, enda væru ekki allir fjölmiðlar hrein flokksmálgögn. Hann sagði einnig að flokks- málgögn hefðu verið styrkt með auglýsingum og nefndi sem dæmi að nýverið hefðu verið tólf auglýsingar í Alþýðublað- inu, þar af átta frá Reykjavík- urborg, þrjár frá ríkinu og ein frá Alþýðuflokknum. Venjuíeg- ir auglýsendur hefðu ekki séð ástæðu til að auglýsa á þessum vettvangi og sagði hann að af- nema bæri fortíðarvinnubrögð af þessu tagi og spara borg- arbúum þ'essar upphæðir. Þá sagði Davíð að ríkisút- varpið ætti að sitja við sama borð og aðrir fjölmiðlar og til dæmis látið borga söluskatt af auglýsingatekjum sínum. Eins nefndi hann að honum þætti óeðlilegt að fólk væri neytt til þess að vera áskrifendur að ríkissjónvarpinu og að veita ætti fólki frelsi varðandi val á sjónvarpsstöð. ívilnanir á sjávarafurðum á þessu ári voru á miðvikudag ræddar í nefnd sérfræðinga frá aðildarríkjunum. Á fundinum kom fram óánægja með tillög- urnar um magn og tolla á salt- fiski. Samkvæmt heimildum í Brussel lögðu Spánverjar, Grikkir og Portúgalir til á fundinum að tillögu framkvæmdastjórnarinnar yrði breytt. Framkvæmdastjórnin lagði til að heimilaður yrði innflutningur á 30 þúsund tonnum af saltfiski með 9% tolli en áhugi er fyrir því að inriflutningur verði leyfður á allt að 60 þúsund tonnum með 5% tolli. Vestur-Þjóðverjar gerðu og at- hugasemdir við innflutningsheim- ildir á ýsu og ufsa. Talið er senni- legt að þessar þjóðir sameinist um breytingartillögur. Verði svo hafa þær atkvæðastyrk til þess að knýja fram breytingar. Tillögur framkvæmdastjórnar- innar verða teknar fyrir á fundi fastafulltrúa aðildarríkjanna í næstu viku. Búist er við því að sömu viðhorf komi þar fram. Fari svo er líklegt að ftam- kvæmdastjórnin muni leggja nýjar tillögur fyrir fund sjávarútvegsráð- herra EB sem verður 23. febrúar nk. Ólíklegt er þó talið að heimild- irnar nái því sem þær voru á síðasta ári. Arið 1988: Tveir menn 09 800 minkahvolpar í hrakningum á Steingrímsfjarðarheiði Erfíðleikar í ófærð: Menn og minkar í hrakningum á Stein- grímsfjarðarheiði Laugarhóli, Bjarnarfirði. TVEIR menn úr Önundarfírði á tveimur flutningabílum með um 800 minkahvolpa héldu á Steingrimsfjarðarheiði i fyrra- kvöld. Voru þeir á leið vestur í Önundarfjörð en komust ekki nema upp á Steingrímsfjarðarheiðina þar sem þeir urðu að snúa frá vegna ófærðar og halda tU baka. Þá var komið suð- austan rok og snjókoma. Er þeir komu niður i Norðdal, neðan- til á heiðinni austanverðri, festu þeir bilana alveg. Klukkan hálf tvö í fyrrinótt fóru svo tveir menn á snjóbíl björgunarsveitarinnar á Hólmavík til hjálpar við þá. Bíllinn bilaði hins vegar skömmu eftir að mennirnir fjórir voru lagðir af stað til baka og höfð- ust þeir við í honum yfir nóttina. Kluíckan sex í gærmorgun lögðu tveir menn af stað á dráttarvél og jeppa með fatnað til þeirra þar sem kuldi var farinn að herja á mannskapinn. Eysteinn Gunn- arsson, formaður björgunar- sveitarinnar, fór svo á snjóblás- ara til hjálpar klukkan tíu í gær- morgun. Mætti hann þá mönnun- um, sem komu ofan af heiði við Hrófberg í Steingrímsfírði. Klukkan 14.30 í gær lögðu svo hjálparsveitarmenn og mennirnir tveir úr Önundarfirði af stað frá Hrófbergi með snjóblásara til að losa flutningabílana með minka- hvolpunum úr skaflinum og komu þeir aftur til Hólmavíkur kl. rúmlega 18.00 í gærkvöldi. Hafði þá verið fengin gisting fyrir minkahvolpana í Sláturhúsi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Þeir eru nú geymdir þar í fjárréttinni. Það voru á endanum níu björgunarmenn, auk mannanna tveggja úr Önundarfirði, og 799 minkahvolpar sem komu til Hólmavíkur. Má teljast einstakt að ekki skyldi drepast nema einn hvolpur í þessum hrakningum. Mennirnir gistu á Hótel Hólmavík um nóttina en ætla að halda ferðinni áfram í dag. SHÞ Sláturhús Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Reykhólahreppur: Hjóna leitað Miðhúsum, Reykhólahreppi. LEITAÐ var í fyrrinótt að hjón- unum i Múla i Gilsfirði, en þau voru ókomin heim til sín á mið- nætti. Þau höfðu farið frá bæn- um Seljanesi, innst á Barmahlíð, klukkan tíu. Veður var þá farið að versna og er ekki spurðist til hjónanna var kallað út lið leitar- manna. Hjónin fundust í góðu yfirlæti á bænum Mýratungu, en þau höfðu yfírgefíð bíl sinn skammt frá bænum. Þar var síminn hins vegar bilaður og hjónin gátu ekki látið vita af sér. Á annan tug manna tók þátt í leitinni að hjónunum, en hún hófst um klukkan fjögur um nóttina við Múla. Leitarflokkurinn varð að hætta leitinni vegna veðurs og ófærðar, er komið var að Bæ í Króksfírði. Frá Reykhólum fóru átta björgunarsveitarmenn, og gekk þeim illa að berjast áfram í myrkri og blindbyl. Bifreið björgun- arsveitarinnar stöðvaðist vegna bleytu og varð að halda leitinni áfram á tveimur Land-Roverjepp- um. Það tók leitarmenn fimm tíma að komast 20 kílómetra leið að Mýrartungu, þar sem hjónin fund- ust. Reykhólahreppur er nú algjör- lega einangraður. Læknir, sem situr í Búðardal, hefur til dæmis ekki komizt til tveggja kvenna, sem hafa handleggsbrotnað að undanförnu. Rafmagnslaust er á einstaka bæ og hefur sums staðar þurft að hand- mjólka. Sveinn Framhaldsskólar: Heimilis- störfmetin til eininga HEIMILISSTÖRF og reynslu á vinnumarkaði ma nú meta til námseininga hjá fólki, sem flyzt miUi framhaldsskóla eða tekur stöðupróf. Þetta á þð fyrst og fremst við um þá framhaldsskóla, sem hafa einingakerfi og öldunga- deíldir, enda er miðað við 7 ára starfsreynslu, sem getur metizt til allt að 16 eininga. Reglurnar taka gildi skólaárið 1989-1990. „Matshæft nám telst: Nám er byggir á grunnskólaprófi, hefur skilgreint markmið og lýkur með námsmati og fullnægjandi ár- angri. Getur þar verið um að ræða allt viðurkennt framhaldsskólanám, nám sem veitir starfsréttindi, viður- kennd námskeið og hliðstætt nám erlendis o.fl." segir í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. „Nám að loknu grunnskólaprófi, sem ekki er skilgreint í námsáfanga í námskrá menntamálaráðuneytisins eða einhvers skóla, verður metið til eininga sem ótilgreint val. Reynsla á vinnumarkaði eða við heimilisstörf er jafnframt metin sem ótilgreint val og getur mest gefið sextán einíng- ar," segir einnig í tilkynningunni. Halli á ríkissjóði 7,2 milljarðar Útgjöld 4 milljarða fram úr fjárlögum, tekjur 3 milljörðum minni en áætlað RÍKISSJÓÐUR var rekinn með 7,2 milljarða króna halla á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum sem fjármálaráðuneytið birti í gær. Samkvæmt fiárlögum átti rekstur ríkissjóðs að vera hallalaus, en útgjöld fóru 4 milljarða fram úr fjárlögum og tekjur voru 3 muljörðum minni en áætlað var. Útgjðld rikisins hækkuðu um 38V2% frá árinu 1987, sem er 15% umfram almennar verðlagshækkanir. Niðurstöðutölur verðuppfærðra fjárlaga voru 67,4 milljarðar. Reyndin varð sú að tekjur urðu 64,4 milljarðar og gjöld 71,6 millj- arðar. Á tekjuhlið var innheimta óbeinna skatta mun minni en áætl- að var. Þannig vantaði 3 milljarða upp á að söluskattur skilaði áætluð- um tekjum og einnig voru tekjur af aðflutningsgjöldum og vörugjöld- um um 1,5 milljörðum minni en áætlað var. Hins vegar var inn- heimta beinna skatta um 900 millj- ónum meiri en áætlað var. Ástæður minni innheimtu óbeinna skatta eru fyrst og fremst mikill samdráttur í innlendri eftirspurn vegna breyttra efnahagsaðstæðna, að sögn fjár- málaráðuneytisins, en einnig hefur innheimta söluskatts slaknað í lok ársins. Aukningu útgjalda má rekja til aukinna vaxtagjalda, sem jukust um 1,75 milljarða, aukafjárveitinga og hækkana vegna ákvarðana stjórnvalda um 2,68 milljarða og síðan fóru almenn rekstrargjöld 800 milljónum fram úr áætlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.