Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 Ástandið í Júgóslavíu: Heiftúðug valdabarátta og ftillur fjandskapur Belgrað. Reuter. Júgóslavneski kommúnistaflokkurinn hefur ákveðið, að þingið verði kvatt saman fyrr en til stóð vegna valdabaráttu og heiftar- legra deilna milli frammámanna í einstökum lýðveldum. Er ástandið orðið svo alvarlegt í Júgóslavíu, að herinn hefur hótað að skerast í leikinn til að koma í veg fyrir uppiausn í landinu. Á fundi miðstjórnarinnar, sem þess, að Suvar yrði rekinn frá. Kró- Reuter einkenndist af fjandskap og hnútukasti milli Stipe Suvars, for- manns júgóslavneska kommúnista- flokksins og leiðtoga hans í Kró- atíu, og Slobodans Milosevic, for- manns flokksins í Serbíu, var ákveðið að kveðja þingið saman á þessu ári, að minnsta kosti misseri fyrr en ætlað hafði verið. Fundar- dagur var ekki ákveðinn og ekki heldur hvort um yrði að ræða svo- kailað neyðarþing en það kæmi sér betur fyrir Milosevic. Til slíks þings eru sendir fulltrúar í samræmi við fjölda flokksfélaga á hverjum stað en þeir eru flestir í Serbíu, fjölmenn- asta lýðveldinu. Deilurnar milli Suvars og Mil- osevic einkenndust af óvild og fjandskap og krafðist Milosevic atarnir svöruðu fullum hálsi og kölluðu Milosevic nýstalínista og líktu honum við alræmdan jítsend- ara rannsóknarréttarins á miðöld- um. Stane Brovet aðstoðarvarna- málaráðherra sagði á fundinum, að herinn væri tilbúinn til að grípa í taumana, ekki til að verja hags- muni einstakra manna eða hópa, heldur til að koma í veg fyrir, að ríkið leystist upp. MBFR-viðræðun- um í Vín lokið Andrei Sakharov á útifundi um tvöþúsund sovézkra visindamanna í gær. Fundarmenn mótmæltu vinnubrögðum sovézku vísindaakade- miunnar við val þingframbjóðenda og að Sakharov skyidi ekki verða í hópi þeirra. Sovéskir vísindamenn reiðast akademíunni: Mótmæltu því að Sakharov skyldi ekki valinn á þing Moskvu. Reuter. TVO þúsund visindamenn efhdu til útifundar fyrir utan höfuðstöðv- ar sovézku vísindaakademiunnar í miðborg Moskvu i gær þar sem þeir mótmæltu hástöfum vinnubrögðum við val frambjóðenda aka- demiunnar við þingkosningarnar í næsta mánuði. Vísindamennirnir steyttu hnef- ann og kröfðust afsagnar stjórnar akademíunnar fyrir að vilja ekki stilla upp hinum vinsælu umbótas- innum Andrei Sakharov og Roald Sagdjejev, framkvæmdastjóra geimvísindastofnunarinnar. „Segðu af þér og skammastu þín," hrópuðu fundarmenn að Vlad- imír Kúdravtsev, varaforseta aka- demíunnar. Hann stýrði fundi í jan- úar sl. þar sem frambjóðendur aka- demíunnar voru valdir. í fyrstu virí> ist hann ætla að verða við kröfum fundarmanna en sagðist síðar ætla að ráðfæra sig við samverkamenn sína. í kapp við hróp fundarmanna kallaði hann til þeirra að akademían styddi umbótastefnu Míkhaíls Gor- batsjovs og hvatti viðstadda til að fylkja sér um hana. Sakharov var í hópi 121 manns, sem tilnefndur var sem frambjóð- andi akademíunnar til hins nýja þings Sovétríkjanna. Hann hlaut hins vegar ekki stuðning 50% stjórnar akademíunnar þegar hún valdi úr þessum hópi 23 af 25 fram- bjóðendum sínum. Tvö sæti voru skilin eftir handa annarri vfsinda- stofnun. Hafnaði akademían kröfu Sakharovs um að óbreyttir félagar í akademíunni fengju að velja í þau. Sakhaiov var útnefndur sem frambjóðandi borgarhverfis í Moskvu og hefur möguleika á að verða kosinn á þing. Jelena Bonner, eiginkona Sak- harovs, vísaði í gær á bug ásökun- um Izvestíu, málgagns sovézku stjórnarinnar um að maður hennar reyndi að gera lítið umbótum stjórn- arinnar. Vitnaði blaðið til ummæla í viðtali sem birtist í síðustu viku í franska blaðinu Le Figaro og sex öðrum blöðum á Vesturlöndum. Sagði hún að ummæli, sem hún hefði látið falla í viðtalinu, hefðu verið tekin úr samhengi. I viðtalinu sagðist hún þeirrar skoðunar að Gorbatsjov yrði senn settur af og umbótastefnu hans varpað fyrir róða. Vin. Reuter. Lokafundur MBFR-viðræðn- anna um jafha og gagnkvæma fækkun herja fór fram í Vínar- borg í gær. Fulltrúar 19 ríkja Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, sem tekið hafa þátt i viðræðunum frá ár- inu 1973, sögðu að viðræðurnar myndu reynast gagnlegur grundvöllur i viðræðum um jafhvægi og niðurskurð hefð- bundins vigbúnaðar í Evrópu sem hefjast í Vín í byrjun næsta mánaðar. Á þeim 15 árum sem liðin eru frá því að MBFR-viðræðurnar hóf- ust hafa fulltrúarnir komið 493 sinnum saman til fundar. Viðræð- urnar hafa engum árangri skilað en allt frá því þær hófust hefur ákaft verið deilt um hvernig skil- greina beri ákveðnar tegundir vopna og hvaða reglum skuli beitt við talningu þeirra auk þess enn liggur ekki fyrir hversu fjölmennur herafli austurs og vesturs er í Mið-Eyrópu. „Okkur hefur ekki tekist að ná samkomulagi en við á Vesturlönd- um teljum að viðræðurnar hafí ekki reynst gagnslausar," sagði Lambert Veenendaal, formaður sendinefndar Hollendinga. Valeri- an Míkhaílov, aðalsamningamaður Sovétstjórnarinnar kvaðst líta svo á að sú vinna sem Iögð hefði verið í viðræðurnar myndi skila sér er tekið yrði til við að ræða fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu. Viðræður um stöðugleika og niðurskurð hefðbundins vígbúnað- ar frá Atlantshafí til Úralfjalla hefjast 6. mars og munu öll 23 ríki Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins taka þátt í þeim. Presta- skortur á Grænlandi Kaupmaimahöfn. Frá Nils Jfirgen Bruun, frétt&ritara Morgunblaðsins. MIKLUM erfíðleikum er bundið að útvega presta til starfa i grænlensku þjóðkirkjunni. í þremur sóknum af 31 eru engir prestar. I sex embættum eru prestar á eftirlaunaaldri. Nú eru þrír nemendur í grænlenska prestaskólanum í Nuuk. Þeir þrír sem eru að læra til prests í Nuuk útskrifast næsta sumar. Hafa engir nýir nemendur innritað sig í skólann á næsta vetri, en námið þar tekur fimm ár. Henrik Wilhjelm, forstöðumað- ur prestaskólans, sem einnigkenn- ir guðfræði, segir, að áhugaleysi unga fólksins á trúarlegum fræð- um megi ef til vill rekja til þess, að umræður á Grænlandi hafí snú- ist að mestu um nýlendutímann og það sem honum fylgdi. Hafí menn fundið því flestu allt til for- áttu. Þeirri sögu allri tengist trú- boð og kristni, sem kom til landins á nýlendutímanum með Hans Egede árið 1721. Eistneskir ráðherrar i heimsókn: Vilja auka efhahágs- tengsl við í slendinga SENDINEFND frá Sovétlýðveldinu Eistlandi er nú hér á landi og er markmiðið með íorinni hingað til lands að koma á fót beinum viðskiptatengslum og samstarfi við fsland. í sendinefhd- inni eru m.a. Viktor Rajevski, aðstoðarforsætisráðherra, og Valt- er Khaliiamjagi, ráðherra þjónustugreina. Á blaðamannafundi með ráðherrunum kom fram að einstök fyrirtæki og hvert Sovét- lýðveldi hefði nú leyfi til að stunda sjálfstæð viðskipti við útlönd og teldu þeir möguleika góða á náinni samvinnu við íslendinga á vissum sviðum, ekki síst í ullaríðnaði. Kæmi þá tii greina að stofha sameiginleg fyrirtæki. Ráðamennirnir voru spurðir um framvindu umbótastefhunnar, perestrojku, í Eistlandi, sjálfstæðis- baráttu landsmanna gagnvart Moskvuvaldinu og þjóðernisdeilur. Ráðherrarnir sögðu miklar til framdráttar perestrqjku. Er breytingar hafa orðið í Eistlandi síðastliðin ár. Sjálfræði lands- manna í efnahagsmálum hefði verið stóraukið, menningar- og stjórnmálalíf væri fjörugt. Nefna mætti samtök græningja sém vakið hefðu athygli á miklum mengunarvandamálum og ekki mætti gleyma Þjóðarhreyfíngunni ráðherrarnir voru spurðir um bar- áttu Eistlendinga fyrir eigin menningu og tungu kom fram að þeir töldu eistnesku nú ótvírætt ríkismál í landinu. Þetta mætti þó ekki skilja þannig að rússn- eskumælandi fólk eða önnur þjóðabrot væru réttláus. í almenn- um þjónustugreinum gæti fólk að sjálfsögðu notað það tungumál sem því hentaði. Rússar eru nú nær helmingur íbúa í Eistlandi. Ráðherrarnir sögðu að eftir stríð hefði það ver- ið brýnt fyrir landið að fá vinnu- afl frá öðrum hlutum Sovétríkj- anna til að þróa iðnað og aðra atvinnuvegi. Hins vegar hefði óheftur innflutningur fólks mörg félagsleg vandamál í för með sér. Nú hefðu verið sett lög sem banna fyrirtækjum að færa út kvíarnar með því að ráða til sín starfsmenn frá öðrum Sovétlýðveldum. Rajevskí taldi að misklíð vegna tungumáladeilna sprytti eingöngu upp meðal ómenntaðs fólks með þröngan sjóndeildarhring. Ljóst væri að rússneska væri nauðsyn- leg um öll Sovétríkin sem sam- skiptamál allra þjóða sambands- Morgunblaðið/Árni Sæberjr Viktor Rajevski (t.v.), aðstoðarforsætisráðherra Eistlands, og Valter Klialliamjagi, ráðherra þjónustugreina, á blaðamannafundi í sovéska sendiráðinu i gær. ríkisins. Ráðherrarnir voru spurðir um þá samþykkt eistneska þingsins að lög sem sett væru á þingi allra Sovétríkjanna" í Moskvu skyldu réttlægri en lög Eistlands ef þau stónguðust á. Túlkur á' blaða- mannafundinum sagði þá að eist- nesku þingmennirnir hefðu ekki samþykkt slíka ályktun heldur sagt að lög frá Moskvu myndu ekki öðlast gildi fyrr en búið væri að fjalla um þau á eistneska þing- inu. Ráðherrarnir tveir sögðu deil- una snúast um túlkun á stjórnar- skrárákvæðum um réttindi ein- stakra lýðvelda. Afstaða ráða- manna í Moskvu væri skiljanleg en Eistiendingar legðu áherslu á að nauðsynlegt væri að taka tillit til ólíkra aðstæðna í hinum 15 lýðveldum landsins við lagasetn- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.