Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 Fiskveiðasjóður frestar enn umsókn Samherja hf.: Getum ekki farið fram á traust samningsaðila - segir Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóður hefur enn ekki afgreitt umsókn Samherja um smiði nýs togara og óvíst er hvenær umsóknin verður rædd hjá sjóðnum. Búist hafði verið við að umsóknin yrði afgreidd í lok janúar, en af því varð ekki. Málinu var einfaldlega frestað hjá sjóðnum, að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, fram- kvæmdastjóra Samherja hf. „Segja má að gangur alls þessa máls sé að verða heldur furðulegur, þó ekki sé sterkara að orði kveðið. Nú eru liðnir tíu mánuðir síðan við lentum í óhappinu með Þorstein EA. Hann hefur legið skemmdur við bryggju síðan og höfum við orð- ið fyrir tapi vegna þeirrar tregðu, sem virðist rikja í opinbera geiran- um," sagði Þorsteinn Már. „Við óskuðum í vor eftir viðræðum við Fiskveiðasjóð um okkar mál, en þá var þeim hafnað alfarið þar sem við höfðum ekki sótt um til sjóðsins fyrir áramótin 1987-1988. I fram- haldi af því ákváðum við að athuga aðrar leiðir og fórum að kanna möguleika á erlendri fjármögnun, en til þess þurfum við svokallað langlánaleyfi frá viðskiptaráðu- neytinu og heimild til að veðsetja skipið. Viðskiptaráðherra tjáði okk- ur að hann skildi athuga málið að uppfylltum vissum skilyrðum, sem voru í því fólgin að fá veiðiheimild- ir færðar frá Þorsteini EA yfir á nýsmíðina. Sjávarútvegsráðuneytið samþykkti strax yfirfærslu veiði- heimildar. Þá ræddum við á ný við viðskiptaráðherra og skrifuðum honum bréf í framhaldi af þvi, en þrátt fyrir að fjórir mánuðir séu nú liðnir, hefur ráðuneytið ekki séð sér fært um að svara," sagði Þor- steinn Már. „Málið datt hreinlega upp fyrir þegar við náðum ekki svörum út úr viðskiptaráðuneytinu og þá var ákveðið að biðla til Fiskveiðasjóðs á ný skömmu fyrir áramót. Við erum með nýsmíðasamning í hönd- unum við spænska aðila, en getum ekki staðfest hann nema að fengnu samþykki Fiskveiðasjóðs. Við höf- um ekki lengur leyfi til að fara fram á að erlendu samningsaðilarnir treysti okkur enda hafa þær vænt- ingar, sem við höfum haft, aldrei gengið eftir. I fyrsta lagi afgreiddi viðskiptaráðuneytið inálið aldrei frá sér. í öðru lagi var okkur ekki heim- ilt að staðfesta samninginn nema að fenginni blessun Fiskveiðasjóðs, ef við ætlum að fá fyrirgreiðslu úr sjóðnum. Þeir menn, sem sitja við Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Þorsteinn EA hefur legið mikið skemmdur við Torfunesbryggju í rúma tíu mánuði, en togarinn lenti í ís við Reykjafjarðarál í marsmán- uði á siðasta ári. Ekki þótti borga sig þá að gera við skipið, heldur tók Samherji hf. þá ákvörðun að fara út í nýsmíði, sem hvorki hef- ur fengið stuðning viðskiptaráðuneytis né Fiskveiðasjóðs. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur þó samþykkt nýsmiðina af sinni hálfu með því að færa veiðiheimild Þorsteins EA yfir á „væntanlega" nýsmíði. Minni bátinn, Þorlák Helga, keypti Samherji á síðasta ári frá Siglu- firði. Hann hefur legið við hlið Þorsteins síðan kaupin fóru fram og hafa togarar Samherja verið látnir veiða kvóta hans. stjórnvölinn, vita greinilega ekki hvað tíminn getur skipt miklu máli." Þorsteinn Már sagði að líklega hefði verið farið út í viðgerð á Þorsteini EA, ef vitað hefði verið fyrirfram hversu erfitt málið yrði í framkvæmd. Viðgerð færi hinsveg- ar ekki fram héðan af. Rekstur KEA 1988: Steftiir í 150 milljóna tap - segir Valur Arnþórsson, sem lét af starfi kaupfélagsstjóra um mánaðamótin Hljómsveitin „Ail Arounds" skemmtir Sjallagestum. Alpakvöld í Sjallanum Ferðaskrifstofa Reykjavíkur í samvinnu við Flugleiðir býður til sérstakrar kynningar á vetrar- ferðum um Alpana um helgina. Svissneski kokkurinn Erwin Der- ungs útbýr hlaðborð að hætti helstu skíðahðtela Alpanna. Tírolatríóið „All Arounds", sem hingað kemur frá Ölpunum, skemmtir gestum. Útifatnaður fyrir vetraríþróttafólk verður sýndur svo sem vélsleðabún- ingar og skíðafatnaður. Vetrar- iþróttatæki verða jafnframt sýnd svo sem vélsleðar, skíði og skautar. Þá flytja fegurðardrottningar Norð- urlandanna eigin skemmtidagskrá, sýna förðun og tísku, koma fram í kvöldklæðnaði og sundbolum og syngja. Auk þess luma þær á ýmsu öðru sprelli, segir í fréttatilkynn- ingu frá Ólafi Laufdal hf. Akur- eyrska hljómsveitin „Karakter" leikur fyrir dansi til kl. 3.00. Á virkum dögum á þessu tíma- bili verður hljómsveitin „All Aro- unds" í kjallara Sjallans. Sjallinn verður opnaður gestum kl. 19.30. Miðaverð á Alpahátíðina með mat er 2.800 krónur. Eftir fyrstu helg- ina í febrúar verður Alpahátíðinni fram haldið á Hótel Borg í Reykjavík. „STAÐA Kaupfélags Eyfirðinga er mjög sterk um þessar mundir. Félagið stendur föstum fótum fjárhagslega með hlutfallslega meira eigið fé heldur en mjög mörg fyrirtæki í landinu. Á undanförnum árum hefur það nánast aldrei þurft að skila ársreikningi með halla- rekstri til aðalfundar. Til dæmis var rúmlega 50 milljóna króna hagnaður af rekstrinum árið 1987 þegar mörg fyrirtæki í landinu voru farin að tapa miklum fjármunum. Hinsvegar þegar kemur að árinu 1988, riður ySr okkur langversta rekstursár, sem við höfum séð áratugum saman og kannski það versta sem félagið hefur nokk- urn tíma séð frá því á kreppuárunum upp úr 1930," sagði Val'ur Arnþórsson i samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudagskvöld. Þá hafði hann látið af starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga og hafið sitt nýja starf sem bankastjóri Landsbanka Islands. Valur sagði að á fyrstu níu mán- ir allt til þess að félagið verði með uðum ársins hefðu brúttó-vaxtaút- gjöld félagsins hækkað um 300 milljónir króna. „Mér sýnist allar líkur benda til þess að reksturinn á síðasta ári verði með mjög miklum halla, allt að 150 milljónir kr. Síðustu þrír mánuðirnir voru mun betri vegna vaxtalækkana í þjóð- félaginu og býst ég jafnvel við að félagið hafi þá verið komið yfir í hagnaðarrekstur þannig að hallinn verði einhverju minni heldur en fyrstu níu mánuðir ársins sýndu." Valur sagði að fjármagnskostn- aður væri megin ástæða þessa hallareksturs. „Sem betur fer bend- jákvæða fjármunamyndun þrátt fyrir mikinn bókhaldslegan halla- rekstur. Kaupfélag Eyfirðinga fór sérstaklega illa út úr verkfalli versl- unarmanna í maímánuði á síðasta ári og í kjölfarið skall á yfirvinnu- bann verslunarfólks allt sumarið. Vegna yfirvinnubannsins misstum við stóran hluta af sumarverslun- inni — ferðamannaversluninni, sem við venjulega höfum haft." Bygging stórmarkaðar á Akur- eyri á vegum KEA er eitt af þeim stóru óleystu verkefnum, sem Valur segist láta eftir sig. Byggingafram- kvæmdir við stórmarkað KEA hóf- ust á horni Tryggvabrautar og Gler- árgötu í fyrra, en þeim var frestað skömmu síðar þar sem ljóst var að árið yrði félaginu mjög erfitt. Jafn- framt segir Valur að nauðsynlegt sé að efla hráefnisöflun fyrir sjávar- útveginn, sérstaklega fyrir frysti- hús KEA í Hrísey eftir að Snæfell- inu var breytt í frystiskip, af illri nauðsyn. „Þegar ég fór frá, var búið að ná þeim merka áfanga að stofna sameiginlega dreifingarmiðstöð, Samland, sem er í beinu framhaldi af birgðastöð matvörudéildar KEA," sagði Valur. Félögin þrjú, sem eru stofnendur Samlands eru auk KEA, Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík og Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn. Með þessari sameigin- legu dreifingarmiðstöð og samstarfi við verslunardeild SÍS, er gert ráð fyrir að vöruverð geti orðið hag- stæðara en ella. Auk þessa eru kaupfélögin að ræða hugsanlegt samstarf á öðrum sviðum eins og t.d. í mjólkuriðnaði, slátrun, bók- halds- og tölvumálum og fræðslu- og félagsmálum. raðauglýsingar — raðauglýsingar '";.'..:.:".." _____'___:..-,............____,.„.... ¦............L__;______....... ;.:-:,.;'. ¦¦¦¦•.:. .. .'.:..;.¦¦"' raðauglýsingar ' ' ¦ i i ii ni ' in:ir .....................' iiiiiii ¦¦¦¦ -¦<-¦¦¦ [ tttboð — útboð Tilboð - fasteign Óskað er eftir tilboðum í fasteignina Strand- götu 22, Ólafsfirði. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum ber að skila á skrifstofu bæjar- fógeta, Ólafsvegi 1, Ólafsfirði, fyrir 15. febrú- ar nk. Skiptaráðandinn í Ólafsfiröi. Útboð Framkvæmdanefnd átaks um landgræðslu- skóga 1990 býður út framleiðslu á birkiplönt- um er verði afhentar vorið 1990. Ákveðið er að heildarframleiðsla nemi a.m.k. einni milljón plantna. Útboðsgögn verða til afhendingar hjá Skóg- ræktarfélagi íslands, Ránargötu 18, sími 18150. Framkvæmdanefnd. IlHIIIillliIHIIIlHIXOO"""1"""" III I II [ atvinnuhúsnæði „Hús verslunarinnár" Skrifstofuhúsnæði á 11. hæð í Húsi verslun- arinnar er til leigu. Laust nú þegar. Upplýsingar gefur Stefán H. Stefánsson á skrifstofu Húss verslunarinnar í síma 84120. húsnæði óskast \ íbúð með húsgögnum Fræðsluskrifstofa Vestfjarðaumdæmis vill taka á leigu íbúð með húsgögnum í fjóra mánuði frá 1. mars nk. Helst sem næst Kennaraháskóla íslands. Æskileg stærð 4-5 herb. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar gefur fræðslustjóri, Pétur Bjamason, í símum 94-3855 og 94-4684. óskast keypt Netaútbúnaður óskast Upplýsingar í síma 93-61200. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf. [ húsnæði í boði Einbýlishús til leigu á fallegum stað með stórum garði, garð- húsi, sauna og bílskúr. Parket á öllum gólf- um. Leigist með eða án húsgagna í 2-3 ár. Ársfyrirframgreiðsla. Einungis ábyggilegir aðilar með meðmæli koma til greina. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Morgun- blaðsins merkt: „Einbýlishús - 3196" fyrir 10. febrúar. [ I I I í í I i I S I í 1 i H i i I S 3 M * I i 11 I í 1 I * « ! !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.