Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 12
fíliSL lÐIÐ FOSTUDAGUR 3. FEBRUAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ] 1989 Skúli Alexandersson um umræðugrunn sjávarútvegsráðherra: Fyrsta skrefið að auðlindaskatti á landsbyggðina og sjávarútveginn 150 þúsund tonna minni ársafli þorsks en 1950-60 Skúli Alexandersson, 4. þing- maður Vestlendinga, hefur gagnrýnt fiskveiðistefhu sjávar- útvegsráðherra harðar en aðrir stjórnarliðar. Gagnrýni hans á þennan þátt stjórnarstefhunnar hefur verið svo hörð, að sumum stjórnarliðum hefur þótt nóg um. En hver er afstaða Skúla Alex- anderssonar, nýjustu - tillagna sjávarútvegsráðherra um úreld- ingarsjóð o.fl. þætti fiskveiði- stefiaunnar? Hún kemur að hluta til fram i eftirfarandi viðtaii. Er fiskiskipastóllinn of stór, sóknargeta hans of mikil, miðað yið veiðiþol helztu nytjastoftia okkar? „Enginn fræðilegur útreikningur liggur fyrir um það að fískiskipaflot- inn hafi verið of stór. Á síðustu árum skrapdagakerfisins kom það fyrir að sá afli sem leyft var að veiða náðist ekki. Aflasamdráttur áranna 1983 og 1984 átti fremur rætur i ytri áhrifum, eins og sjávarkulda og ónógri fæðuframleiðslu, en stærð fiskiskipastólsins. Deila má um hver stærð flotans eigi að vera til að ná sem mestri hagkvæmni í veiðunum. í því sam- bandi þarf að skoða fleira en hugsan- legt aflamagn hvers skips. Til dæm- is verðmæti skipsins, gæði aflans og aflasamsetningu, nýtingu annarr- ar fjárfestingar og reyndar sitt hvað fleira." Hver er skoðun þín á tilraunum til að hamla gegn stækkun fiotans með stjómvaldsaðgerðum? „Með lögum nr. 97/1985 um stjórn fiskveiða 1986-87 og með regluferð fyrir Fiskveiðasjóð um lánaflokka var mörkuð stefna um endurnýjun flotans. Meginmarkmið reglugerðarinnar var að lánveitingar til nýsmíði, innfiutings eða endur- bóta á fískiskipum ykju ekki af- kastagetu flotans. Flestar þessar til- raunir hafa mistekizt, ekki sízt varð- andi síðast talda markmiðið. Þrátt fyrir úthlutun á einstakl- ingsbundnum og framseljanlegum veiðiheimildum hefur afkastageta flotans aukizt. Trúlega hefur hag- kvæmni við þorskveiðar minnkað töluvert á næstliðnum árum. Þar er ekki við flotastærðina að sakast, heldur það, hvern veg sótt hefur verið í stofninn. Þar hefur átt sér stað ótrúleg kraftasókn bæði báta og togara í ungfisk, sem hefur leitt til þess að á næstu árum má gera ráð fyrir því, ef ekki verður breytt um veiði- aðferðir, að ársafli næstu ára verði innan við 300 þúsund tonn í stað 400 þúsund tonna og þar yfir, en þorskstofninn er talinn eiga að geta staðið undir þeirri meðal ársveiði. Hér breytir engu að mínu mati, hvort lög um stjórn fiskveiða hafa verið sett til lengri eða skemmri tíma í einu nema síður sé. Sú skipulags- breyting sem hefur átt sér stað hef- ur næstum öll verið í óhagkvæmni- sátt, það er að aflaheimildír skipa, sem aðallega hafa stundað veiðar á smáfiski (togarar), hafa verið aukn- ar. Sú þróun hefði máske orðið áleitnari ef giidistími laga um stjórn fiskveiða hefði verið til lengri tíma en verið hefur." Þú hafnar þá staðhæfingum um „umframafkastagetu" fiskveiði- flotans? „Það er skrítin kenning þegar sagt er að umframafkastagetu fiski- skipaflotans sé beint að öðrum teg- undum en þorskinum. Hér er ekki um neina umframgetu að ræða held- ur aðeins sókn í aðra fiskistofna en þorskinn. Við vorum ekki að nýta neina umframgetu þegar hafin var stór- veiði á loðnu eða þegar stærstur hluti flotans var á síldveiðum fyrir Norðurlandi yfir sumarmánuðina áður fyrr. Við vorum einfaldlega að nýta tiltæk fiskimið, hvort sem afl- ÞORSKAFLIAISLANDSMIÐUM 460 1950-1989 (10 ára meðaltöl) 393 "384 þús. tonn -400 362 ÁÆTL. 300 1-200 -300 1-100 1950-59 1960-69 1970-79 1980-89 Áastlaö fyrir 1988,360 þús. tonn og 1989,300 þús. tonn. Hoimitd: Rit Hafr.st. nr. 14 og Teikniþjónustan art 1989 inn var rækja, gráltiða, loðna eða sfld.- Við megum þakka þeim sem höfðu forystu um og bjuggu að þeirri „um- framafkastagetu" sem til þurfti til að hefja veiðar á úthafsrækju, loðnu og grálúðu. Það var ekki áhugi stjórnvalda sem ýtti þvi framtaki úr vör." En þarf ekki hamla gegn of- veiði þorsks? „Jú, jú, en þótt nú syrti í álinn í sambandi við stofnstærð þorsksins er það ekkert líkt því sem var með Suðurlandssfldina um 1970. Þá sner- um við vörn í sókn. Ekki með því að eyðileggja fískiskipaflotann, held- ur» með því að stjórna og breyta veiðiháttum. Á svipaðan hátt þurfum við að bregðast við með þorskinn. Við eig- um ekki að gera okkur ánægð með fjórðungs skerðingu á þorskveiði vegna rangra veiðihátta. Við höfúm ekki efni á fískveiðistefnu sem viður- kennir slíka veiðiskerðingu sem stað- reynd, og sem færir þá framtíðarsýn fram sem rök fyrir úreldingu á físki- skipastólnum. Við skulum hinsvegar gera okkur grein fyrir því að það er sitt hvað fleira en aukinn afli sem getur stuðl- að að betri nýtingu fjárfestingar í fiskiskipum, eins og ég vék fyrr að. Þau dæmi eru þó til þar sem hag- kvæmni vex með stærri veiðiheimild. Hin dæmin eru þó örugglega fieiri — og eru reyndar hin almenna regla — að fyrst þarf að huga að bættri meðferð aflans og vinnslu, til að auka verðmæti hans, svo og- að draga úr kraftasókn og minnka þar með veiðarfæra- og viðhaldskostnað. Hinir nýju frystitogarar eru og mjög dýr skip og vekja upp spurning- ar, bæði með þjóðhags- og byggða- sjónarmið í huga. Mörg dýr skip hafa bætzt ( flotan, sem byggja af- komu sína, sum hver, á því að þeim takist að sölsa undir sig aflaheimild- ir. Með þessu er ekki verið auka hagkvæmni, síður en svo. Þessi dýru skip, frystitogarar meðtaldir, auka og sóknina f smáfiskinn. Hver er þá afstaða þfn til til- Iagna sjávarútvegsráðherra um úreldingarsjóð fiskiskipa í tengsl- um við framtíðar-fískveiðistefiiu? „Ef stjórnvöld teija það skyldu sína að grípa til aðgerða til að draga úr stærð veiðiflotans, þurfa þau áður en til þeirra aðgerða kemur, að gera þjóðinni grein fyrir markmiðum, for- sendum og verklagi. Hvaða skipagerðir eiga að sæta takmörkunum af þessu tagi, að hvaða marki og á hve löngum tíma? Hver er óhagkvæmni eða hag- kvæmni hinna ýmsu veiðarfæra, t.d. við þorskveiðar? Hver er stefnu- mörkunin varðandi nýtingu hráefn- isins, hvernig má vinna hráefnið í sem verðmætasta söluvöru, hverning á að stýra þróun í fiskvinnslunni þann veg að hún gefí sem mestan arð? Einnig má spyrja, með hliðsjón af umræðu um þessi mál í seinni tíð: Hverjir eiga að njóta sameignar á veiðiheimildum? Að hverju er stefnt um framtíðar eignarhald á flotanum. Og alls ekki er hægt að komast undan því að svara þeirri spurningu, hvort við ætlum að sætta okkur við framtíðar þorskafla um eða innan við 300 þúsund tonn á ári og að stór hluti hefðbundinna þorskfiski- miða verði ördeyða — eða hvort við eigum og þá hvernig að stefna að því að sækja um og yfir 400 þúsund tonna ársafla í þorskstofninn. Ég get ekki fellt mig við þá framt- íðarsýn að meðalársafli af þorski verði um og undir 300 þús. tonnum. Aðalþáttur fískveiðistefhunnar snýr að þorskveiðinni. Þar hefur veiði- stofninn minnkað, eins og ég hefí áður sagt, þrátt fyrir mikla nýliðun í stofninum árin 1983, 1984 og 1985. Áratuginn 1950-60 var ársmeðal- aflinn af þorski á íslandsmiðum 460 þúsund tonn, 1960-70 390 þúsund tonn, 1970-80 380 þús. tonn og verð- ur 360 þús. tonn 1980-90. Þótt það verði 100 þúsund tonna minni árs- afli á yfírstandandi áratug en var árin 1950-60 og mörgum þyki nóg um, blasir enn verra ástand við. I ár miðast leyfí til þorskveiða við 285 þús. tonna afla (aflinn gæti orðið rúm 300 þús. tonn). Fiskirannsóknir benda til þess að ekki verði hægt að auka afla næstu árin. Þetta er mjög alvarleg staða fyrir útgerð og fískvinnslu og þjóðar- búið. Mikilsvert er að um þessa stöðu verði rætt og menn geri sér grein fyrir ástandinu. Það eru til ýmsar leiðir tii_ að snúa stöðunni til betri vegar. Ég tel að aðalatriðið sé að minnka smáfiskaveiðina, bæta með- ferð aflans og auka verðmæti hans. En hvert er álit þitt á stærð fiskyeiðiflotans? „Ég ætla ekki að slá fram fullyrð- ingum um það, hvort fískiskipastóll- inn sé of stór eða of lítill. Sumir skipaflokkar virðast fyrirferðarmikl- ir á miðunum, aðrir jafnvel of litlir og sumir hættulega úreltir. Ég hafna allri umræðu um stærð og minnkun fiskiskipaflotans á þeim umræðugrunni sem sjávarútvegs- ráðuneytið heldur sig. Eg tel að sá málflutingur sé eingöngu til þess ætlaður að fá samþykkt fyrsta skref auðlindaskatts á landsbyggðina og sjávarútveginn. Þeirri skattheimtu snýzt ég gegn. Ný og eldri lánskjaravísitala eftirBjörn Matthíasson Þeim til glöggvunar sem velta því fyrir sér hvernig nýr og eldri lánskjaravísitölugrundvöllur kemur út, hef ég gert eftirfarandi útreikn- ing sem nær allt aftur til ársins 1980. Tölur fyrir árin 1980-87 eru meðaltöl en vísitölurnar eru sýndar mánaðarlega árið 1988. Báðar vísi- tölurnar eru settar á sömu tölu 1980, 164, sem var meðaltal eldri vísitölunnar það ár. Eftirfarandi tvö línurit sýna þró- un þessara tveggja vísitalna frá 1980. Höfíiadur er hagú-æðingw við Fjárlaga- oghagsýslustofhun. Björn Matthíasson Gamla Nýja vísitalan vísitalan 1980 164 164 1981 249 248 1982 373 382 1983 669 645 1984 895 808 1985 1169 1073 1986 1457 1335 1987 1711 1626 1988: jan. 1913 1807 feb. 1958 1838 mars 1968 1848 aprfl 1989 1868 maí 2020 1894 júní 2051 1924 júlí 2154 2021 ágúst 2217 2100 sept. 2254 2119 okt. 2264 2125 nóv. 2272 2129 des. 2274 2135 1900 jan feb mar apr mal Jun agu sep okt nóv des ~la Eldri vfsitala Ný vfsitala -------1-----------¦-----------1-----------1----------1-----------¦-----------1----------¦— 19820 19840 19860 19880 1'J'joI Í i i I «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.