Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FBBRÖAR'1989 Mokveiði á loðnu austan við Eyjar MOKVEIÐI er nú af loðnu rétt austan Vestmannaeyja. Skipin byijuðu að kasta þar i gærmorgun og fengu ágætis loðnu. Hrogna- fylling úr Gígju VE mældist 20% Hornbj argsviti: Sjónvarpið klikkarætíðí miðju morði - segir Ólafiir Þ. Jónsson vitavörður „HÉR ERU léleg sjónvarps- skilyrði og sjónvarpið kiikkar ætið i miðju morði. Við höfum engan sima en erum með tal- stöð og heyrum i Gömlu guf- unni,“ sagði Ólafur Þ. Jóns- son, vitavörður á Hombjargs- vita, f samtali við Morgun- blaðið. „Það hefur aldrei verið mjög kalt í vetur en stöðug snjókoma. Hér er allt á svarta kafi og snjó- dýptin 1,30 metrar. Hafisinn var hér landfastur í eina nótt og það er skrítið hvað hann er fljótur að koma og fara,“ sagði Ólafur Þ. Jónsson. Plastpok- ar seldir ft’á l.marz VERÐLAGSRÁÐ hefur sam- þykkt að Ieyfa sölu plastpoka í verzlunum frá og með 1. marz næstkomandi. Umsókn Kaup- mannasamtakanna um undan- þágu frá verðlagslögum til þess að fá að hafa samráð um verð- lagningu pokanna, var einnig samþykkt. Pokarnir verða seldir á fimm krónur. Þar af renna tvær til kaupmannsins, tvær til Landvemdar og ein í söluskatt til rikisins. Minni pokar kosta og 46 stykki f kflói. Frysting er því hafin frá Austfjörðum og suð- ur um á Faxaflóahafnir. Verð- lagsráð sjávarútvegsins hefiir samþykkt frjálsa verðlagningu á loðnu til frystingar, beitu og skepnufóðurs á yfirstandandi vertíð. Ákvörðun um verðlagn- ingu á loðnuhrognum hefur ekki verið tekin. Mikil veiði var á fimmtudag, en þá tilkynntu skipin um samtals 12.680 tonna afla. Nokkuð dregur úr afköstum við veiðamar, að skipin takmarka farmana í einhveijum til- fellum með tilliti til vinnslugetu í fiystingu. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á fimmtudag: Hilmir SU 1.100, Víkingur AK 600 og Höfrungur AK 930 til Akraness, Rauðsey AK 620 til Neskaupstaðar, Þórshamar GK 580, Kap II VE 400, Huginn VE 150, Gullberg VE 300, Þórður Jón- asson EA 300 og Björg Jónsdóttir ÞH 270 til Vestmannaeyja, Albert GK 750 til Þórshafnar, Erling KE 300 og Guðrún Þorkelsdóttir SU 400 til Eskifjarðar, Sjávarborg GK 800 til ReyðarQarðar, Keflvíkingur KE 450 til Njarðvíkur, Helga II RE 1.000, Harpa RE 540, Skarðsvík SH 650 og Jón Finnsson RE 1.030 til Seyðisflarðar. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Börkur NK 600 til Neskaupstaðar, Guðmundur VE 800, Gígja VE 450 og Kap II VE 640 til Vestmannaeyja, Júpíter RE 1.300 til Reykjavíkur og á aust- urleið voru Fífíll GK með 650 og Björg Jónsdóttir ÞH með 500 tonn. Morgunblaðið/Þorkell Balasjof og Helgi skfldu jafiiir í gærkvöldi. Margeir efstur á Fjarkamótinu: Hannes Hlífar vann Hodgson MARGEIR Pétursson er efstur á Fjarkamóti Skáksambands íslands, með 3 vinninga eftir 4 umferðir. Þrír skákmenn komu næstir með 2*/2 vinning, þar á meðal Hannes Hlífar Stefáns- son sem vann breska stórmeist- arann Hodgson i gær. Úrslit 4. umferðar urðu þau, að Margeir vann Sævar Bjama- son, Hannes vann Hodgson, Jón L. Ámason vann Karl Þorsteins og Þröstur Þórhallsson vann Sig- urð Daða Sigfússon. Helgi Ólafs- son og Baiasjof gerðu jafntefli og einnig Tisdall og Watson. Skák Eingoms og Björgvins Jónssonar fór í bið. Margeir er efstur með 3 vinn- inga, en Helgi, Hannes og Balasj- of komu næstir með 2V2 vinning. Eingom var með 2 vinninga og biðskák. 5. og 6. umferð verða tefldar í dag og á sunnudag, og heflast klukkan 17 báða dagana. Að sögn Þráins Guðmundssonar forseta Skáksambands íslands hefur mó- tið verið mjög skemmtilegt á að horfa, og oftast barist til þrautar í hverri skák. Krafa Landsbankans í fógetarétti: Hald verði lagt á 450 miUj- óna viðskiptakröfur OLIS I.ANDSBANKINN hefur lagt fram kröfii hjá borgarfógetanum { Reylqavfk um að hald verði lagt á allar útistandandi viðskiptakröfur OLÍS og þær settar i umsjá bankans. Hér er um kröfiir upp á 450 milljónir króna að ræða. Krafan var lögð fram í gærmorgun. Qórar krónur. „Samkvæmt verðlagslögum er óheimilt að hafa samráð um verð- lagningu á vömm, en þar em einn- ig ákvæði um að það megi gefa undanþágu frá þessu ef það sam- rýmist þjóðarhagsmunum. Það hafa verið færð rök fyrir því að það muni þjóna hagsmunum að selja pokana; það muni draga úr notkun þeirra og styrkja Landvemd," sagði Georg Olafsson verðlagsstjóri. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupmannasamtökunum er talið að hérlendis séu árlega notaðar um 60 milljónir plastpoka í verzlunum. Sala pokanna hófst í janúar, en þá bannaði Verðlagsráð hana á gmnd- velli verðstöðvunarlaga. Stefán Pétursson lögfræðingur og aðstoðarbankastjóri Landsbankans segir að hér sé um innsetningar- aðgerð að ræða byggða á yfírlýsingu sem OLÍS gaf út 1985. í þeirri yfir- lýsingu skuldbatt OLÍS sig til að láta af hendi þessar kröfur væri þess óskað af hálfu bankans „Það segir sig sjálft að þetta hefur ekki gengið eftir með góðu og því gripum við til þessa ráðs,“ segir Stefán Pét- ursson. Aðspurður um af hveiju Lands- bankinn vill fá þessar kröfur nú seg- ir Stefán að það geti hann ekki rætt opinberlega. Slíkt myndi vera brot á þagnarskyldu bankans þegar viðskiptavinur hans á í hlut. „Það má hins vegar geta þess, enda opinbert, að bankinn skrifaði Olís bréf í vetur þar sem þess var krafist að fyrirtækið stæði við gerða samninga. Segja má að aðgerð bank- ans nú sé framhald af því máli,“ segir Stefán. Óli Kr. Sigurðsson eigandi OLÍS segir mál þetta allt hið furðulegasta og telur að eitthvað annað en við- skiptavenjur ráði ferðinni í því. Hann segir að hann hafi ekki verið eig- andi OLÍS 1985 þegar fyrrgreind yfirlýsing var gerð. Landsbankinn hafi lagt fram kröfu sína, byggða á yfirlýsingunni, fyrir viku. „Málið er að ég fæ ekki greitt frá útgerðinni og lendi því í vanskilum í bankanum. Bankinn hefur nú frá okkur verðtryggð skuldabréf upp á tæpar 400 milljónir sem tryggingar fyrir þessum ábyrgðum. Hann virð- ist að auki vilja fá allar viðskipta- skuldir okkar. Ef bankinn hefði keypt skuldabréf af okkur fyrir 100 milljónir væm vanskilin úr sögunni. Ég vil benda á að við eigum 800 milljónir í eignum umfram skuldir," segir Óli Kr. Sigurðsson. Óli segir að hann hafi ekki enn leitað skýringa hjá bankanum á þessari aðgerð nú. Málið sé komið í hendur lögfræðinga hans. Lúðan fór á 600 krónur LÚÐA seldist á metverði á Fisk- markaði Suðurnesja i gær. Feng- ust mest 600 krónur fyrir kflóið. Á fiskmarkaðnum i Hafnarfirði fékkst einnig ny'ög gott verð fyrir lúðuna, 565 krónur. Starfsmenn fískmarkaða segja að skort hafi lúðu undanfarið og sá fisk- ur sem selst á þessu háa verði sé allur afbragðs góður línufiskur. Það var fiskvinnslufyrirtækið Vogar hf. í Vogum sem keypti lúðuna á met- verði í gær, 50 kfló á Suðumesjum, eitthvað minna í Hafnarfirði. Sjá fiskmarkaðinn á bls. 26. Arekstrar í úthverftun NOKKRIR árekstrar urðu í höf- uðborginni í gær, líkt og aðra daga i ófáerðinni undanfarið. FFH urðu þó meiðsli á fólki. Samkvæmt upplýsingum lögreglu gekk umferð þokkalega í gær, en var þung sem ávallt á föstudögum. í úthverfum lenda ökumenn stund- um í erfíðleikum vegna ófærðar. Þar er einnig algengt að smáárekstrar verði, þegar menn mætast á þröng- um götum með skafla á báðar hliðar. Þyngd umbúðanna reikn- uð með í verðinu á skinku AÐEINS tveir framleiðendur skinku hérlendis, Ali og íslenzkt- franskt eldhús, hafa fylgt þeirri reglu að verðleggja skinkuna eft- ir nettóþyngd. Flestar tegundir skinku eru vigtaðar með umbúðun- um, þannig að í raun borga menn jafnhátt kflóverð fyrir plastum- búðimar og skinkuna, en þær geta verið allt að 12% af heildar- þyngd skinkubréfs. Samkvæmt lögum um lausaflárkaup frá 1922 ber að selja vöru eftir nettóþyngd, og er þetta þvf ólögmætt, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar hjá Verðlagsstofiiun. I könnun, sem Verðlagsstofnun hefur gert í samvinnu við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, kemur fram að í framleiðslu á fslenzkri skinku er ýmsu ábóta- vant, til dæmis er vatnsmagn oft óeðlilega mikið í skinkunni og í svokallaðri lúxusskinku er of mikil fita í sumum tilfellum. „Á mark- aðnum er fitumagnið í lúxusskinku oft meira en vöðvamagnið. Það er varla hægt að kalla þetta lúxus," sagði Guðjón Þorkelsson, mat- vælafræðingur hjá RALA, á blaða- mannafundi í gær. „Aðrir selja mjög dýra og fína vöðva og læri sem raftaskinku, en þar hefur greinilega verið bætt við mjög miklu vatni líka.“ Guðjón sagði að mörg dæmi væru þess að vatns- magn í skinkunni væri upp undir 80%, en allt yfir 65-70% væri óeðli- lega mikið samkvæmt erlendum stöðlum. Þá væri fita f í mörgum skinkutegundum yfír 15%. „Það er löngu kominn tími til að setja reglur um þessi mál,“ sagði Guðjón. „Við erum að reyna að koma út landbúnaðarframleiðsl- unni með ýmsum hætti, og þáttur í því er að koma gæðunum í lag. Annað, sem að okkur snýr, og er eiginlega mesta áfallið í þessari könnun, er gífurlegur verðmunur á íslenzkri skinku og danskri. Það þarf að leita skýringa á þessu." Guðjón sagði að frumkvæði Verðlagsstofnunar hefði þegar komið hreyfingu á þessi mál og unnið væri að því að bæta úr. „Það eru kjötiðnaðarmennimir sjálfir, sem hafa mestan áhuga á að koma þessu í lag,“ sagði Guðjón. Sjá niðurstöður úr könnun Verðlagsstofiiunar á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.