Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 13 Islandssýning á ítalíu í stærsta fjallasafni í heimi: Almennur áhugí og forvitni Yfirmaður mennta- og menningarmála Piemonte-héraðs væntanlegur til tslands Morgunblaðið/Bryi\ja Tomer Þeir hafa undirbúið íslandssýningnna í Tóríno. Frá vinstri: Alberto Vanelli skrifstofustjóri, Enrico Nerviani yfirmaður mennta- og menningarmála Piemonte-héraðs, sem kemur til landsins um helg- ina, og Aldo Audisio framkvæmdastjóri Qallasafnsins. íslandssýning verður opnuð í Tórino á Ítalíu 18. april nk., en undirbúningsstarf hefur staðið yfir í nærri þijú ár. Safiiið er hið stærsta sinnar tegundar i heimi, og er eitt mest sótta og virtasta safii Tóríno-borgar. Það hefiir spurst út i Tóríno að innan skamms verði opnuð ís- landssýning og er almennur áhugi á sýningunni. Þvi má gera ráð fyrir að hún veki mikla at- hygli og þó ekki sé lögð áhersla á Island sem ferðamannaland, er lfldegt að ítölskum ferða- mönnum fjölgi i kjölfarið. Enrico Nerviani er yfirmaður mennta- og menningarmála i Pie- monte-héraði. Hann er væntanleg- ur til íslands um helgina til að ræða við Svavar Gestsson mennta- málaráðherra og íslenska sam- starfsaðila. Nerviani tók við starf- inu fyrr í vetur og var íslandssýn- ingin eitt af fyrstu verkefnum hans. Þess má geta að í Piemonte- héraði búa um sex milljón manns og er það eitt ríkasta hérað Ítalíu. „Það liggur mikil vinna að baki sýningar sem þessarar," segir Enrico Nerviani. „íslendingar hafa átt gott samstarf við fjallasafnið og ég er stoltur að taka á móti þeim dýrmætu og merku munum sem sendir verða á sýninguna. Það segir mikið um þjóðina sjálfa að hún skuli lána þýðingarmikla muni á sýningu erlendis, og ég vona að með þessu móti verði sýningin tii þess að kynna sem best þetta land, sem virðist svo fjarlægt. Á undan- fömum árum hefur áhugi ítala vaknað á íslandi, þó almenn þekk- ing sé takmörkuð. Menningarsaga Ítalíu og íslands er frábrugðin, en tvær ólíkar þjóð- ir nálgast sennilega mest þegar menningartengsl þeirra aukast og að því viljum við stuðla." Álberto Vanelli er aðstoðarmað- ur Nervianis og hefur frá upphafi unnið að undirbúningi íslandssýn- ingarinnar. „Við eigum ýmislegt sameiginlegt með Islendingum," segir hann. „Ég þekki íslenskar bókmenntir litillega og þær hafa alla tíð heillað mig. Sýning sem þessi getur kynnt vel áður lítt þekkta þjóð. Hér eru það íbúamir sjálfir sem koma sögu sinni til skila. í íslenskum bókmenntum og þjóðháttum kemur hið dularfulla og yfimáttúrulega mikið við sögu. Tóríno er einmitt í hinum svokall- aða yfimáttúmlega þríhymingi og margir halda því fram að hún sé undir dulrænum og yfimáttúmleg- um áhrifum." Aldo Audisio er framkvæmda- stjóri fjallasafnsins í Tóríno. „Und- irbúningsstarfið hefur verið af- skaplega líflegt," segir hann. „Það hefur gengið á ýmsu á þessum tíma og oft hefur útlit verið fyrir að hlutimir myndu ekki ganga upp. Á endanum hefur hins vegar allt gengið eins og í sögu og ég hlakka mikið til að sjá árangurinn, Safnið skipuleggur eina stóra sýn- ing^u á ári, þar sem tiltölulega óþekkt lönd em tekin til umfjöllun- ar. 1989 verður tileinkað íslandi, en að auki skipuleggjum við nokkr- ar minni sýningar á hveriu ári. Ég kem nú í þriðja sinn til Islands vegna undirbúningsstarfsins og mér finnst ég orðið eiga svolítið í þessu fallega og óspillta landi." Sýningin verður haldin í níu sölum þar sem hver salur verður tileinkaður ákveðnu þema. Þá verða myndbönd í gangi allan dag- inn í sérstökum sal, en Ríkissjón- varpið hefur lánað 10 klukku- stunda sjónvarpsefni um land og þjóð. Þess má geta að fjallasafnið opnar innan skamms „litla" sýn- ingu um auglýsingar, þar sem fjöll era notuð í auglýsingaskyni, og var auglýsingaspjald islensku ilm- vatnanna Mont Bleus valið frá ís- landi á sýninguna. Fjallasafnið í Tóríno er í hæðum borgarinnar, þar sem áður var aðsetur Cappucini-munka. Kirkja munkanna er við hlið safnsins, og í sölunum þar sem íslandssýningin verður, voru áður svefnherbergi munkanna. ítalski Alpaklúbburinn stofnaði safnið árið 1874, en nú annast Piemonte-hérað rekstur þess. Texti: Bryqja Tomer 7 Einstakttilboð! Seljum næstu daga útlitsgallaða skápa og húsgögn á stórlækkuðu verði. Komið á Smiðjuveg 9 í Kópa- vogi og gerið hagstæð kauo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.