Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 37
37 ícíi c K’C'M íi ► T r.'>í.rr'TÁíilT A f í íf \ If VI U .‘í MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Minning: Þorvaldur Elísson Fœddur 29. júní 1948 Dáinn 5. febrúar 1989 Ég fel í forsjá þína Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Þegar mér barst sú voðafregn að saknað væri frænda míns og náins vinar, Þorvaldar Elíssonar á Stokkseyri, setti mann hljóðan og sárar voru tilfinningamar sem bærðust í hugskoti manns. Dauða- haldi var gripið í vonina, sem því miður varð að engu. Á slíkri stundu verður manni auðvitað hugsað til fjölskyldunnar og annarra nánustu aðstandenda. Eiskuleg eiginkona og bömin ungu. Og maður spyr sjálfan sig, af hveiju? Af hverju hann, í blóma lífsins, aðeins fertugur að aldri? Enn einu sinni blasir við sú stað- reynd að vegir Guðs em órannsak- anlegir. Hugleiðingar um tilgang lífsins og annað líf verða sjaldan áleitnari en þegar góður vinur hverfur af sjónarsviðinu. Tilvera okkar í jarðneskri vist sýnist f fljótu bragði séð hálf handahófskennt fyr- irbrigði þar sem einstaklingurinn er sífellt að þroskast í mótlæti og meðbyr jöfnum höndum. Kannske vill það stundum gleym- ast of oft, það sem mestu skiptir S daglegu fari og samskiptum okkar á milli, það olnbogarými sem við teljum okkur þurfa til að svala metorðagimd okkar um lífsins gæði er oft á kostnað náungakærleika og umhyggju. Og hégómagimdinni viljum við oft fá svalað á einhvem hátt. Það var svo þægileg tilfínning að eiga Valda að nánum vini og félaga. Oft sátum við á rökstólum og ræddum um allt og ekkert. Hann var fróður, lestur bóka og að sinna veiðiskap vom meðal annars áhuga- mál hans. Að hann skuli vera allur er svo beiskur vemleiki að höndin sem stýrir þessum penna við að setja þessi fátæklegu orð á blað verður svo ólýsanlega þung. Ég kveð frænda minn og vin með miklum trega og þakklæti fyrir ánægjulegar samverustundir. Elsku Edda mín og bömin ykk- ar, Elís á Lækjarbakka og systkini hins látna, aðrir vinir og aðstand- endur, við hjónin sendum ykkur okkar bestu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð gefa ykkur styrk. Þráinn Þorvaldsson „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Þessi orð úr spámanninum komu mér í hug þegar ég fór að átta mig á því að það væri raunvemleiki að Valdi mágur væri dáinn. Að manni þyrpast minningamar um öll atvik- in og samtölin í gegnum árin 19 sem við þekktumst. Okkar kynni hófust þegar ég giftist eldri bróður hans, Guðjóni. Fljótlega eftir við fómm að búa flutti Valdi til okkar og fór að vinna hér fyrir sunnan. Milli okkar skapaðist strax traust vinátta, sem hélst óbreytt allt til síðasta dags. Margt var brallað á þessum ámm. Stjómmál vom t.d. mikið rædd og við vomm á mjög öndverðum meiði. Sérstaklega hafði ég gaman af því að koma honum í ham og hlægja svo að öllu saman. Hélst þetta svona í mörg ár. Hann var heimagangur hjá okkur af og til. Var það mér oft ómetanlegur stuðningur, því Guðjón var oft mik- ið að heiman á þessum ámm. Til dæmis var einu sinni hringt í mig á þessum tíma og ég spurð, hvort maðurinn væri heima. Eg spurði til baka hvort það væri átt við þennan sem ég væri gift, eða þann sem ég byggi með. Fyrir rúmum tíu ámm kynntist Valdi konunni sinni, Eddu Hjörleifs- dóttur. Strax var auðsætt á öllu hve vænt honum þótti um hana og bömin hennar tvö, Hjörleif og Júlí- önnu. Ég veit að Guðjón gleymir seint því sem Valdi sagði þegar hann þurfti að fara heim úr vinnu vegna veikinda Eddu. Guðjón spurði hann hvort hann væri ekki hræddur um að missa vinnuna vegna þessa. Valdi svaraði: Mér þykir vænna um Eddu en einhveijar vélar, svo mér er nú sama um það. Ekki minnkuðu samskiptin við tilkomu Eddu. Þegar þau fóm að búa á Klausturhólum og síðan í Fíflholti byijaði eldri sonur okkar, Gísli, að fara til þeirra í sveit. Við lá að ég yrði afbrýðisöm því strákur vildi hvergi annars staðar vera. „Valdi sagði þetta, Valdi gerði hitt.“ Allt var þetta eins og um æðri máttarvöld væri verið að flalla. Edda eldaði svo góðan mat. Það var alltaf svo gaman hjá þeim. Tengdist strákur þeim mjög sterk- um böndum, ekki síst eftir að segja má að Valdi hafí bjargað lífí hans þega mannýgt naut réðst á strák- inn. Núna var Gísli hjá þeim helgina áður en Valdi dó og vom þeir frænd- ur að skipuleggja hvemig þeir ætl- uðu að innrétta bílskúrinn saman. Hefur Gísli ákveðið að ljúka því verki þegar tími vinnst til. Ekki vom tengslin við yngri son okkar minni. Bæði var hann um tíma hjá þeim í sveit og einnig var hann að passa syni þeirra, Smára og Pálma, síðastliðið sumar á Stokkseyri. Þegar horft er til baka gerir maður sér ljóst að þau hjón bæði vom fyrir okkur ekki eingöngu skyldmenni, heldur líka góðir, nánir og traustir vinir. Það er ljósast af því að heima hjá þeim höfum við verið eins og heima hjá okkur, og gagnkvæmt. Oft var hringt eða skotist í heimsókn. Mikið var talað og hlegið. Eins vom ekki síður mörg alvarleg mál rædd. Mér em t.d. minnisstæð nokkur samtöl um sorgina, dauðann og jarðarfararsiði sem við Valdi áttum eftir dauða ömmu hans. Þar vomm við sam- mála um mörg atriði eins og oft áður. Ekki vom þeir bræður síður sam- rýndir. Þeir grúskuðu saman í vél- um, fóm saman í veiðitúra o.s.frv. Svo nú saknar Guðjón ekki bara bróður heldur ekki síður góðs vinar og félaga. Elsku Edda óg böm. Ykkar miss- ir er mikill, en það er ykkur mikil huggun að geta munað allar góðu stundimar sem þið áttuð saman og þetta trausta samband sem var ykkar á milii. Megi það verða ykkur og okkur öllum styrkur í fram- tíðinni. Mágkona Hilmar Jóhanns- son - Minning Fæddur 29. janúar 1961 Dáinn 21. janúar 1989 Það var óvægin staðreynd að Hilmar frændi okkar væri dáinn. Viku fyrir 28 ára afmælið sitt varð hann bráðkvaddur á heimili sínu. Síðustu 10—11 árin hafði sjúk- dómur gert vart við sig hjá honum, en erfítt var þó að ímynda sér að sá sjúkleiki legði hann að velli svo ungan að aldri. En dauðinn spyr ekki um aldur, þegar hann kallar kaupir enginn sér grið. Hjá okkur sem eftir honum horfum, leita minn- ingamar á. Hilmar fæddist á Ásunn- arstöðum í Breiðdal og ólst þar upp, þriðji yngstur átta systkina. Foreldr- ar hans em Hólmfríður Reimars- dóttir og Jóhann Pétursson. Okkar helstu minningar em frá æskuámm Hilmars. Við minnumst hans sem góðs leikfélaga. Hann var þægilegur í allri umgengni, skap- góður og hress í vinahópi. Hann hafði gaman að allri útivem, fyall- göngu og veiðiskap. í fótbolta var hann og liðtækur. Næmt eyra hafði hann fyrir tónlist og söng síðustu árin með kór Heydalakirkju. Hilmar vann lengst af við landbúnaðarstörf hjá föður sínum. Hann var fjárglögg- ur og duglegur í smalamennsku. Síðustu árin vann hann ýmis störf sem til féllu svo sem við fískvinnslu og í sláturhúsinu á haustin. Fyrstu árin eftir að heilsuleysi fór að gera vart við sig hjá honum gekk hann í gegnum erfítt tímabil. Hann varð ráðvilltur og leitandi. En hann náði áttum á ný og síðustu árin vom honum ljúf og góð. Hann kynntist enskri konu Jayne Slater að nafni. Þau þjuggu saman á Breiðdalsvík og eignuðust dreng, Daníel Óðinn, sem er á öðm aldursári. Fyrir átti Hilmar 6 ára gamlan son sem heitir Skúli Már. Drengimir sjá nú að baki góðum foður. Hilmar var bamgóður og synimir vom honum mjög kærir. Það er erfítt að skilja hvers vegna Hilmar var hrifínn á brott núna, ein- mitt þegar hann stóð í blóma lífsins og hamingjan brosti við honum. Hann var á fömm út til London ásamt sambýliskonu sinni og syni þeirra. Þau höfðu fyrirhugað að dvelja á heimaslóðum Jayne um tíma og gifta sig þar 1. maí næstkom- andi. Það er sárt að á þessa fyrirætl- an var klippt svo snögglega. En þó er nokkur huggun, að vita hann núna á æðri stað í eilífri hvíld. Guð styrki og huggi sambýliskonu hans, synina ungu, foreldra og systkini. Þökk sé minningunum um frænda okkar, þær varðveitast með okkur þegar hann er genginn á eilífðarbraut. Eilíft líf ver oss huggun, vöm og hlíf, líf í oss, svo ávailt eygjum æðra lífið þó að deyjum. Hvar er allt, þá endar kif? Eilíft líf. (Matt. Joch.) Systkinin i Ásgarði. Þessa köku má bera fram í heilu lagi eins og tertu, en svo má einnig skera hana niður og bera fram eins og snittur, sbr. mynd. í hana fen V2 dl kakó, 2V3 dl vatn (230 g), 150 g smjörlíki, 53/4 dl hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 1 tesk. salt, 1 tesk. kanill, 4V2 dl sykur, 2 egg, 1 dl mjólk, 1 tesk. vanillusykur. Ofan á: 100 g grófsaxaðar heslihnetur, IV4 dl sykur, 100 g smjörlíki, 2 matsk. hveiti, Um V2 dl kaffiijómi. Stillið ofninn á 200 gráður. Smyijið langform og stráið hveiti í það. Blandið saman f skaftpott kakó og vatni, setjið smjörlíkið út í og hitið að suðu. Látið þetta síðan kólna aðeins. Blandið saman hveiti, ljrfti- dufti, kanil og salti. Hrærið lítil- lega saman í annarri skál eggin og sykurinn, ekki þeyta, og setjið kakómassann út í þetta, síðan þurrefnin, og bleytið í með mjólk- inni. Hrærið saman þar til deigið er jafnt og slétt og látið að síðustu vanillusykurinn út í. Hellið deig- inu í stórt stórt ferkantað eða ílangt form og bakið í um 15-20 mínútur, skemur í blástursofni. Blandið saman í lítinn pott öllu sem á að fara í jukkið ofan á, hitið varlega upp og hrærið í á meðan þar til aJlt hefur bráðnað. Má ekki sjóða. Bætið það miklum kaffiijóma í jukkið að það verði- mátulega þykkt til að smuija yfír kökuna. Látið svo kólna vel. (mynd nr. 2) Kókosmjölskaka Safarík og ódýr. Þetta notum við f kökuna: 2 egg, 2 dl sykur, IV2 dl kókosmjöl, 2 dl hveiti, 1 tesk. lyftiduft, V2 dl vatn, 50 g smjörlíki. Hrærið saman egg og sykur þar til ljóst og létt. Bræðið smjörlíkið ásamt vatninu, látið suðuna koma aðeins upp og kælið svo. Blandið lyftiduftinu saman við hveitið og hrærið út í eggjam- assann, og einnig kókosmjölinu. Að lokum hrærum við smjörlíkis- vatninu út í. Hellið deiginu í smurt kringlótt tertuform og bakið í um 180 gráðu heitum ofni (160 gráðu blástursofni) í 25-30 mínútur. Auðvelt er að gera skreytingu ofan á kökuna. Látið laufblað, hjörtu eða stjömur ofan á kökuna þegar hún er vel köld og sigtið svo flórsykur yfír. Fjarlægið svo munstrin og út kemur þessi fína skreyting. Verði ykkur að góðu. Jórunn *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.