Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Tálknafiörður: Eldur laus í báti ELDUR kom upp í Mána BA 166 aðfáranótt föstudags, þegar báturinn iá við bryggju á Pauk og Got- honi leika í Operunni UNGVERSKI fiðliileikarinn György Pauk og finnski píanó- leikarinn Ralf Gothoni munu halda tónleika í íslensku ópe- runni laugardaginn 18. febrúar klukkan 14.30 á vegum Tónlist- arfélagsins. A tónleikunum leika þeir verk eftir Beethoven, Schubert, Janac- ek og Lutoslavsky. Miðasala verð- ur við innnganginn. Tálknafirði. Maður, sem var sofandi um borð, vaknaði við hljóð frá aðvörunarkerfi. Hon- um varð ekki meint af reyk eða eldi. Um kl. 3.45 um nóttina sáu menn að reyk lagði upp um lúkar- inn á Mána. Þegar slökkvilið koma á staðinn var reykkafari sendur niður í lúkar, þar sem óttast var að maður væri þar sofandi. Svo reyndist ekki vera og var eldurinn fljótslökktur. Ekki urðu miklar skemmdir á bátnum, en talið er að kviknað hafi í út frá olíukynd- ingu. Einn maður var sofandi frammí bátnum. Hann vaknaði hins vegar við viðvörunarkerfí og kenndi sér einkis meins. Ekki er talið að Máni, sem er 71 brúttólesta tré- bátur í eigu Þórsbergs hf. á Tálk- nafírði, verði lengi frá veiðum vegna þessa óhapps. Hreinsunardeild: Abendingar til húseigenda TAFIR hafa orðið á sorphreins- un vegna ófærðar á götum og gangstígum og annarra erfið- leika af völdum mikilla snjó- komu og hálku, sem dregið hef- ur mikið úr afköstum við hreinsunina. Vill hreinsunar- deild gatnamálastjórans í Reykjavík benda fólki á eftir- farandi: Húseigendur eru vinsamlega minntir á að moka frá sorpílátum og hafa að þeim greiðan aðgang. Benda má á að ef hreinsun hefur dregist og menn eru í vandræðum INNLENT þá má fá keypta svarta sorppoka í flestum stórmörkuðum og bensínsölum. Borgarbúar eru beðnir að taka tillit til þessara erfíðleika um leið og þakkað er fyrir skilning og umburðarlyndi, sem starfsmönn- um hefur verið sýnt. Leiðsögn á víkinga- sýningunni ÞÓR Magnússon þjóðminja- vörður ætlar að veita gestum leiðsögn um víkingasýninguna á morgun, sunnudaginn 19. febrúar. Leiðsögnin hefst í Þjóðminja- safninu klukkan 14.00 og er gert ráð fyrir að þaðan verði gengið niður í Norræna hús og haldið áfram þar klukkan 15.00. Keflavíkurflugvöllur: Snj óruðningstækin hafa varla stoppað Keflavflc. Snjóruðningstæki á Keflavík- urflugvelli hafa varla stansað á undanfömum dögum og aldrei í þau 13 ár sem deildin hefur ver- ið starfrækt hefur verið unnið jafnmikið fyrstu daga ársins og að þessu sinni að sögn Haraldar Stefánssonar slökkviliðsstjóra, en hann er jafnframt yfirmaður Flugþjónustudeildarinnar sem sér um snjóruðning og ísvarnir á athafiiasvæðum flugvéla. Har- aldur sagði að þrátt fyrir stöðug illviðri að undanförnu hefði sínum mönnum tekist að halda brautarskilyrðunum innan þeirra marka sem krafist væri og völlurinn því aldrei lokast af þeim sökum. Haraldur Stefánsson sagði að snjóruðningsdeildin hefði yfír að ráða ákaflega fullkomnum tækja- kosti og það tæki ekki nema um 12 mínútur að plægja og sópa flug- brautina í lágmarksbreidd. En snjóruðningsdeildin sér um að hreinsa meira en flugbrautimar, þar má nefna akstursbrautir, flug- hlöð og önnur svæði sem spanna um 1,5 milljón fermetra. Veðurfar á Keflavíkurflugvelli er ákaflega lysjótt og sama má segja um árferð- ið. Í fyrra var unnið við snjó- og ísvamir í 63 daga, en árið 1979 í 115 daga og nú stefnir í metár ef ekkert lát verður á illviðrunum. ís- ing er mjög algeng á Keflavíkur- flugvelli og í janúar var búið að nota um 900 tonn af Urea sem er notað til að bræða ísinn og vinnur líkt og salt. Mestar kröfur um bremsuskilyrði eru gerðar á flugbrautunum og er sérútbúin bifreið af tegundinni Saab notuð til þeirra mælinga. Tækin í bílnum vinna líkt og tæki flugvél- anna og eftir því sem tækið gefur upp hærri tölu því betri eru bremsu- skilyrðin. Starfsmenn Flugþjón- ustudeildarinnar em allir íslenskir, þeir em 61 og vinnur hluti þeir á vöktum allan sólarhringinn. Tækin em flest knúin díselvélum og var eldsneytiseyðslan í janúar einum um 100 tonn. BB Bæjarstjómin, frá vinstri tabð: Amaldur Bjamason, bæjarstjóri, Sigurður Einarsson, Helga Jóns- dóttir, Bragi I. Olafsson, Sólveig Adolfsdóttir, Sigurður Jónsson, Ragnar Óskarsson, Guðmundur Þ. B. Olafsson, Guðmunda Steingnmsdóttir, Andrés Sigmundsson og Páll Einarsson, bæjarritari. V estmannaeyjar: Bæjarstjórnin 70 ára ÞRIÐJUDAGINN 14. febrúar vom liðin 70 ár frá því fyrsti fiindur bæjarstjómar _ Vest- mannaeyja var haldinn. í tilefni af þessu var haldinn hátíðar- fundur bæjarstjórnar þar sem hátíðartillaga var samþykkt. Hátíðarfundurinn var haldinn í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum og var talsverður fjöldi gesta mættur til að fylgjast með fundin- um. Ragnar Óskarsson forseti bæjarstjómar setti fundinn og las upp kveðjur og heillaóskir sem höfðu borist í tilefni dagsins. Því næst flutti hann ávarp þar sem hann stiklaði á stóra í 70 ára sögu kaupstaðarins. Að loknu ávarpi forseta var borin upp hátíðartillaga sem sam- þykkt var samhljóða. Með sam- þykkt tillögunnar var ákveðið að heljast handa við stækkun þjón- usturýmis Hraunbúða, dvalar- heimilis aldraðra í Eyjum, og verja til þess 5 milljónum á árinu 1989. Þá var einnig samþykkt að láta gera heildarskipulag um málefni aldraðra í Eyjum. Að lokinni samþykkt þessarar Frá hátíðarfiundi bæjarstjómar Vestmannaeyja. Ragnar Óskars- son forseti bæjarstjórnar er í ræðustól. Á myndinni er einnig Páll Einarsson bæjarritari tillögu var dagskrá fundarins tæmd og sleit því forseti fundi. 70 ára afmælis kaupstaðarins mun verða minnst frekar með miklum hátíðarhöldum, sem verða munu dagana 24. júní til 1. júlí í sumar. — Grímur Þessir snjóplógar sem draga á eftir sér kústa em afkastamikil tæki og það tekur þá ekki nema um 12 minútur að plægja og sópa flugbrautina í lágmarksbreidd. Þessi tæki era kölluð sameyki og era 8 slik á Keflavíkurflug- velli. Snjóplógarnir em banda- rískir, en kústarnir og tennumar á plógunum koma frá Danmörku og Vestur-Þýskalandi. Á innfelldu myndinni má sjá Róbert Ólafsson verkstjóra, Har- ald Stefánsson slökkviliðsstjóra og Magnús Ólafsson deildar- stjóra Flugþjónustudeildar. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.