Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Saga til næsta bæjar TU Velvakanda. Það var núna í frosti á þorranum, þegar ofan gaf snjó á snjó, að ég brá undir mig betri fætinum, og lagði leið mína í eina kjötvinnslu- stöð borgarinnar, til að biðja fyrir smáfuglinn. Það er eins með dýrin, til að mynda smáfuglinn, að hann getur orðið leiður á einhliða fæðu líkt og mannfólkið, væri neyddur oní það endalaus plokkfiskur. Fugl- unum mínum þykir semsagt gott feitmeti, kjötsag. Ég segi, fuglamir mínir, enda farin að þekkja þá gegnum árin. Þetta eru allrahanda eftirlegukindur, starrar, þrestir og snjótittlingar. Eg sakna spáfuglsins — hrafnsins. Einn blindur á öðru auga, annan vantar stélið, sá þriðji hefur misst part af goggnum, sá fjórði flýgur á einum og hálfum væng, og sá fímmti lifði af þrjá vetur einfættur. Um vorið, þriðja veturinn, náði hann í elskuna sína, lagði hart að sér við hreiðurgerð og söng, náttúru sinni til dýrðar, en valt þá niður og dó, líkt og hver annar íslenzkur vinnu- þræll dettur niður af svölum á ný- byggðu húsi. Nú og svo eru það allir heilbrigðu íslandsvinimir, sem hreyfa sig ekki spönn frá rassi fremur en Útsýnarfólk í sólarferð án Ingólfs Guðbrandssonar. Og þama sem ég arka að venju eftir ómokaðri gangstétt, biðjandi fyrir mér í hljóði, að ég brotni nú ekki í þriðja sinn í atvinnubótavinnunni á vegum Borgarfuglsins, mæti ég öldnum heiðursmanni á heilsubótar- göngu. Nú hvað er að sjá, segi ég. Ég ætlaði einmitt að sníkja hjá þér í pokann minn. Það er búið að reka mig, svarar hann. Ég kem af fjöllum — hvað ertu að segja? Já, ég er búinn að ná aldurstak- markinu, anzar hann. Ojæja, segi ég, vertu kátur, þú þarft hvorki að sakna húsbónda né færibands og svo heldurðu ellilaun- unum óskertum — minnug þess, að þegar ég eldaði ofan í meðferðar- heimili um sex mánaða skeið, mátti einn öryrkinn þar ekki vinna fyrir hærri upphæð en fimm þúsund krónum á mánuði — Það er að segja, hann mátti bera út Mogg- ann, því annars var klipið af — ekki biðlaununum, heldur örorku- styrknum hans. Svo kvöddumst við. Ég hélt áleið- is til kjötvinnslunnar og hann áfram heilsubótargöngunni, þungt hugsi yfír blómakörfunni sem hann fékk á fímmtíu ára starfsafmælinu, máske fyrir að hafa mætt presís til vinnu flesta daga sem Guð gaf. Ja nú var aldeilis kominn köttur í ból bjamar. Hviss, hviss frussaði kjötsögin, og hver lærasneiðin af annarri féll oní dall svo hratt sem auga á festi. Til Velvakanda. Fáein orð um ráðherra og þing- menn. Ég undirritaður þekkti marga ráðherra og þingmenn en engan eins þjóðhollan fulltrúa þjóð- arinnar og Sverri Hermannsson. Vil ég minnast þess að þegar hann var iðnaðarráðherra flutti hann á Alþingi athyglisvert frumvarp, þeg- ar hann vildi semja við útlendinga um að byggja hér á landi verksmiðj- ur, eða eina í hverjum landsfjórð- ungi, og sagði á þingi að það hefði ekkert að segja þó að útlendingar ættu 60 prósent í þeim vegna þess að þær yrðu aldrei teknar af stöðun- um og útlendingar kæmu aldrei til með að vinna í þeim. Þetta fannst mér skynsamleg ályktun. Hvar var nú Steingrímur með sína pompála, framsóknarflokkurinn sem hefur setið allra flokka lengst í ríkis- stjórn. Hann hefði ekki þurft að væla um atvinnuleysi eins og hann Við lqötstokkinn stóð nú nýsleginn vinnuþræll með samanbitinn munn, og yfír honum roskinn rekstrar- stjóri svo skyldurækinn í verk- stjóminni, að ugglaust hefur hann ekki leitt að því hugann, að hann er á leiðinni að fjúka líka... Allt þetta sjónarspil minnti á Nútíma Chaplins. Og strákur var svo sannarlega nýttur til hins ýtrasta. Ég fékk reikning fyrir kjötsagið. Og nú er ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að láta reikning- inn í frádráttarliðinn í skattskýrsl- unni minni, minnug bóndans sem tvísteig niður á skattstofu um dag- inn, var vísað frá manni til manns, því enginn vissi hvar hann átti að láta afrakstur af einni kind. gerir ef þetta hefði verið fram- kvæmt. Verksmiðjumar hefðu skaffað fleiri þúsund manns vinnu og ekkert atvinnuleysi verið í landinu, en hvað segja ráðamenn þjóðarinnar, nú horfa þeir bara upp á atvinnuleysi. Ég færi Sverri þakk- læti fyrir hugulsemina gagnvart þjóðinni, af þessu ættu ráðherrar og þingmenn að læra betur að allir fulltrúar þjóðarinnar væru eins hugulsamir við þjóðina og Sverrir Hermannsson, þá væri ástandið betra. Virðingarfyllst, Jóhann Þórólfsson Bamasaga útvarpsins Kæri Velvakandi. Ég er sammála þeim, sem skrifar um bamasögu Guðna Kolbeinsson- ar og ekki er sú næsta betri, „Sitji guðs englar", eftir Guðrúnu Helga- dóttur. Hver er það sem velur þenn- an óþverra? Ef viðkomandi aðili les þetta þá óska ég eftir svari til Vel- vakanda. Elín Eyjólfsdóttir Þakkir til bílsljóra Kona hringdi: Ég taþaði veski um síðustu helgi og það var bílstjóri nr. 71 á Hreyfli sem fann það. Hann hafði mikið fyrir því að koma því til mín og það endaði með því að hann keyrði með það upp að dyrum hjá mér. Eg vil bara koma á framfæri þakklæti. Það er gaman að vita til þess að það skuli vera tii svona heiðarlegt fólk. Guðrún Jacobsen Sverrir þjóðhollur LEIKFÉLA.G REYKJAYÍKUR Leikfélag Reykjavíkur þakkaröllum þeim höfundum sem sendu verk í leikritasamkeppni félagsins í tilefni af opnun Borgarleikhússins. Nú, þegar úrslit liggja fyrir og hafa verið kynnt.-viljum við benda höfundum á að handrita geta þeir vitjað eða látið vitja á skrifstofu Leikfélagsins á Fríkirkjuvegi 11, (sími 10760) frá kl. 10-12 til marsloka. Dagurkonunnar! í tilefni af 10 ára afmæli Félags íslenskra snyrtifræð- inga verður haldinn fræðslu- og skemmtifundur á Hótel Sögu sunnudaginn 19. febrúar nk. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Ávarp formanns. 2. Tískusýning. Félagskonur sýna. 3. Guðni í World Class talar um ræktun líkama og sálar. 4. Kaffihlé. 5. Hugvekja um konur. Flosi Ólafsson flytur. 6. Úrslit í hugmyndaförðun. Verðlaunaafhending. Snyrtivörukynningar frá 12 fyrirtækjum. Kynnir verður Heiðar Jónsson. Allir velkomnir. Félag íslenzkra snyrtifrœðinga ENDURHOiDGUN ÖNNUR LÍF MIÐILSFUNDIR Helgamámskeið 13.114. maí og 20.121. maí Á námskeiðunum verður meðal annars fjallað um: 7 gerðir sálna * þroskaferli frá lífi til lífs * fýrri líf og val á núverandi Qölskyldu * val markmiðs í lífinu «sálkjarnatvíbura * fyrri tengsl við samferðamenn * sálnasamstarf * tengslakerfi * og fleira. Innan ramma námskeiðanna fer fram miðilsstarf og einnig er gert ráð fyrir umræðum þátttakenda. Námskeiðin byggja á fræðslu frá MICHAEL, leiðbeinanda á öðru tilverustigi, en bækurnar með boðsbp hans hafa vakið mikla athygli. Leiðbeinandi á námskeiðunum verður José L. Stevens Ph.D. annar höfunda handbóbr um fyrmefndan boðsbp. Einnig gefst kostur á miðilsfundum hjá J. L. Stevens fyrir hópa eða einstaklinga. Takmarbður fúndafjöldi. Mjög nauðsynlegt er að væntanlegir þátttakendur skrái sig hið allra fyrsta Námskeiðin verða haldin á Hótel Lind við Rauðarárstíg og standa frá 09:30-17:00 báða dagana með stuttum matarhléum. Nánari upplýsingar og skráning frá kl. 15:00-22:00 í dag og á morgun í síma 28330.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.