Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Oskjuhlíð - perla Reykjavíkur eftirPál Gíslason Fyrir tæplega 50 árum, þegar Hitaveita Reykjavíkur varð til, var ákveðið að hún fengi. lóð á toppi Öskjuhlíðar hér við Reykjavík. Skilyrði voru þar hin heppilegustu til að reisa vatnsgeyma til geymslu og miðlunar fyrir heita vatnið, sem þá kom allt frá Reylqum í Mosfells- sveit. Ekki voru þessir vatnsgeymar beinlínis augnayndi en ég held að flestum hafi fundist þeir „hlýlegir" og skilið nauðsyn þess að þeir væru staðsettir þama. Síðan liðu árin og hitaveitugeymar og varakyndistöðvar voru byggðir annars staðar, en eftir 40 ár kom að því að þurfti að endumýja geym- ana. Það hefur nú verið gert á síðustu ámm á myndarlegan hátt. Það hefur lengi verið á huga for- ráðamanna Hitaveitu Reykjavíkur að gera skal við Öskjuhlíðina, sem svo vel hefur reynst og skapað stöðug- leika í rekstri og öryggi á erfiðari tímum. Á liðnum ámm hefur Hitaveitan veitt fé til skógræktar og aukins gróðurs í Öskjuhlíðinni. Oft hafa komið fram hugmyndir um að byggja veglegt hús ofan á vatnsgeymana — útsýnishús á Öskjuhlíð. Liggja fyrir nokkrar teikningar af slíkum húsum, en ekkert varð úr þessu. Þegar svo ljóst varð að byggja þyrfti nýja geyma með traustari gmnni og veggjum, þótti rétt að reisa í framhaldi og samhengi við vatns- geymana byggingu ofan á þá sem væri myndarlegt útsýnishús með veitinga-aðstöðu. Var Ingimundi Sveinssyni arkitekt Nú kynnum við nýja Magnamín belgi sem eru minni en áður en innihalda sömu bætiefni. Nýju belgirnir hafa þann kost að það er mjög auðvelt að kyngja þeim og þar við bætist að fleiri belgir eru í hverju glasi. Magnamín, íslensku bætiefnabelgirnir, eru sérstaklega saman settir með þarfir íslend- inga í huga. í þeim er að finna flest þau bætiefni sem nauðsynleg eru til að halda heilsu í nútímaþjóðfélagi. Magnamín inniheldur 24 nauðsynleg víta- mín og steinefni sem íslendingar á öllum aldri þarfnast. Betri kaup! Hvert glas inniheldur nú 100 belgi í stað 70. Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík. o „Hitaveitan hefur haft þennan fallega útsýnisstað, sem er mest áberandi stað- ur í borginni til notkunar I upp undir 50 ár. Henni ber skylda til að láta hann til sin taka og gera hann svo úr garði að hann sé bæði henni og borginni til sóma.“ falið ásamt sínum mönnum að teikna slíkt hús. Er ekki að orðlengja það að ölium, sem séð hafa, lýst vel á hvemig til hefur tekist. Eru menn sammála um að þetta hús muni, þegar upp er komið, verða prýði Óskjuhlíðar — ef til vill mætti segja — „Perla Reykjavíkur" —, sem mun verða eitt af þvi, sem allir verða að sjá og njóta. Bæði verður húsið augnayndi að horfa á víðast hvar úr Reykjavík og nágrenni og þar verður hægt að njóta útsýnis hins besta yfir sömu hverfi borgarinnar og nágrannabyggða auk hinnar 'glæsilegustu flallasýnar, sem býðst hér um slóðir. í húsinu verður myndarlegt gróð- urhús — Vetrargarður — þar sem sýnt er hvað hægt er að rækta við heita vatnið okkar. Þar verður gott rými fyrir listsýningar, sérstaklega höggmyndir, en líka fyrir hljómleika, samkomur o.fl. f kjallara verða salir til ráðstefnuhalds. Ofan á geymunum kemur stór opinn útsýnispallur, en líka pallur í slq'óli. Þar er tækifæri til að kynna Reykjavík og þá sérstaklega Hita- veitu Reykjavíkur, en ekki síður ferðamál í höfuðborginni. Undir glæsilegum glerhjálmi verður svo veitingastofa, þar sem menn geta líka notið útsýnis á meðan þeir njóta veitinga. En nú spyija menn: „Af hveiju á Hitaveitan að gera þetta?" Það er nokkuð augljóst. Hitaveitan hefur haft þennan fallega útsýnis- stað, sem er mest áberandi staður í borginni, til notkunar í upp undir 50 ár. Henni ber skylda til að láta hann til sín taka og gera hann svo úr garði að hann sé bæði henni og borg- inni til sóma. Því var ákveðið að fara út í þessa framkvæmd um leið og vatnsgeymamir væru endumýjaðir. Nú em þessar framkvæmdir komnar vel á veg og allir samningar um að gera húsið fokhelt gerðir fyr- ir all-löngu, enda sérstæð bygging og mikla forsjálni þarf þar til. „En hefur Hitaveitan ráð á þessu?" Hitaveitan er nú í miklum fram- kvæmdum á Nesjavöllum, sem kosta um 3 milljarða króna. Unnið hefur verið að þessum virkjunarfram- kvæmdum í mörg ár en svo vel hef- ur verið haldið á þeim málum undir ömggri stjóm Jóhannesar Zoega hitaveitustjóra og hans manna, að Hitaveitan hefur getað unnið þetta allt af eigin fé og það eina sem á að taka að láni em 270 milljónir króna í ár, sem greiðist væntanlega aftur að ári. Hér er allur munur að flármagnskostnaður hefur ekki hlað- ist upp gegnum árin. Það er augljóst að Hitaveita Reylq'avíkur mun áfram geta veitt ömggan og ódýran hita í hús Reyk- víkinga og nágranna þeirra, en jafn- framt séð um að mannvirki hennar séu öllum til sóma. Við getum séð fyrir í næstu framtíð að borgarbúar og gestir þeirra geti fyrst gengið um miðbæinn okkar í Kvosinni. Farið síðan og skoðað hið nýja Ráðhús Reykjavíkur og notið listaverka sem þar em sýnd við Tjömina að bakgrunni. Síðan liggur leiðin upp á Öskjuhlíð, þar sem þeir skoða hvemig list og gróður, í skjóli Vetrargarðsins, nýtur sín, en ofar í húsinu er hægt að sjá vítt um borgina, nágrennið og skoða fjalla- hringinn. Eftir að hafa notið máls- verðar í yndislegu umhverfi, er farið niður að Sundahöfn og siglt út í Viðey þar sem hægt er að njóta út- ilífsins og skoða virðuleg mannvirki til kvölds. Við skulum ekki láta úrtölumenn, sem alltaf em til þegar eitthvað myndarlegt á að gera, telja úr okkur lq'ark og dug til að halda áfram með mannvirki, sem verða okkur til sóma og enginn vill vera án síðar. Minnumst þess að Öskjuhlíðin á að verða perla Reykjavíkur. Höfíwdur er einn borgarfíilltrúa SjálfstseðiaOokksins ÍRevkwvik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.