Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Ozonlagið yfir norður- skautssvæðinu þynnist Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓZONLAGIÐ hefiir þynnzt veru- höfiim. Fyrir lega á nokkrum svæðum yfir norðurskautssvæðinu, en þó er hvergi gat á því. Er það niður- staða nýlokinna rannsókna 80 vísindamanna frá mörgum lönd- um á ózonlaginu yfir Norður- skömmu fundu kanadískir visindamenn lítið gat á laginu vestur af Grænlandi. Við rannsóknimar var notuð há- fleyg flugvél, sem fór 28 könnunar- ferðir til svæða norður af og í ná- grenni Svalbarða. Prófessor Ivar Is- Atlantshafsbandalagið: Þrjátíu ár frá upp- hafi vísindasamstarfe Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, firéttaritara Morgunblaðsins. VÍSINDAMENN frá öllum aðild- arríkjum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) komu saman f höfuð- stöðvum bandalagsins í gær til að minnast þess að á síðasta ári voru þijátíu ár liðin frá því að ákveðið var að efla skipulega tifverðir Willie Mandela: Bendlaðir við hvarf tveggja blökkumanna Jóhannesarborg. Reuter. Lögregluyfir- völd í Suður- Afríku skýrðu frá því í gær að verið væri að rannsaka hvort lífverðir Winnie Mandela, eigin- konu blökku- mannaleiðtog- ans Nelsons Mandela, væru viðriðnir hvarf tveggja ungra blökkumanna. Aður höfðu lífverðimir verið sak- aðir um að hafa myrt ungling eftir að hafa rænt honum af heimili prests í Soweto. Stærsta dagblað blökkumanna í Suður-Afríku, The Sowetan, lýsti því yfír í gær að stjómmálaferli Winnie Mandela væri lokið. Óstaðfestar fregnir herma að Mandela, sem suð- ur-afrískir blökkumenn hafa veg- samað sem „móður þjóðarinnar", myndi bráðlega reyna að flýja land. samstarf aðildarrikjanna á sviði vísinda og menningar. Vísindaráð NATO hefiir yfirumsjón með þessu umfangsmikla samstarfi sem óformlega er stærsti háskóli í veröldinni. Fulltrúi íslands í ráðinu er dr. Sturla Friðriksson. Fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við hann í höfuðstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins í gær. Sturla sagði að til vísindasamstarfsins hefði verið stofnað til að styrkja framgang vísinda meðal aðildarríkja banda- lagsins. Vísindaráðið fengi fjárveit- ingar frá aðildarríkjunum og þetta fé væri síðan notað til að stuðla að vísindalegri samvinnu á milli vest- rænna ríkja. „Þessi þáttur hefur verið sérstaklega þýðingarmikill fyr- ir okkur íslendinga", sagði Sturla, „við höfum ekki haft aðgang að neinum öðrum alþjóðastyrkjum til framhaldsnáms í vísindum. _ Þetta hefur verið vísindaþekkingu íslend- inga mikil lyftistöng og orðið til þess að veita aukinni þekkingu inn í landið." Sturla Friðriksson sagði að jafnframt námsstyrkjum veitti vísindasjóðurinn styrki til vísinda- legra verkefna sem unnin væru í samvinnu rannsóknaraðila í hinum ýmsu aðildarríkjum. Með þessum hætti hefðu íslenskir vísindamenn fengið tækifæri til að starfa með erlendum rannsóknarstofum, m.a. við íslensk verkefni. „Vísindasam- starfíð hefur haft mikla þýðingu í þróun vísinda á Vesturlöndum og heiminum öllum," sagði Sturla, „þessi starfsemi skiptir miklu máli í samstarfí aðildarþjóða bandalags- ins og er tvímælalaust einn áf hom- steinum þess." aksen, sem tók þátt í þeim, sagði í gær að á sumum stöðum hefði_ ózon- lagið þynnzt um helming. Ástand lofthjúpsins hefði víða reynzt svipað og yfir suðurskautslandinu, en talið hefur verið að gat væri komið á ózonlagið þar um slóðir. Að sögn Isaksens fannst klórgas í svipuðum mæli í heiðhvolfinu yfír norðurskautssvæðunum og yfir suð- urskautslandinu. Efnasamsetning lofthjúpsins hefði tekið breytingum, sem ekki væri séð fyrir endann á. Efni sem ynnu á ózonlaginu hefðu fundizt í neðri hluta heiðhvolfsins, sem er á milli veðrahvolfsins og miðhvolfsins, í mun meiri mæli en búist hefði verið við. Ástæða væri til að ætla að magn þeirra ætti frek- ar eftir að aukast. Gat hafí þó ekki fundizt á ózonlaginu og hafí það í sjálfu sér ekki verið tilgangur rann- sóknanna að leiða í ljós hvort svo væri, en í fyrradag sögðust kanadí- skir vísindamenn hafa fundið gat á ózonlaginu yfir Baffínslandi, vestur af Grænlandi. í niðurstöðum sínum segja vísindamennimir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af breytingum á ózonlaginu yfír norðurskautssvæð- inu þar sem meirihluti jarðarbúa búi norðan miðbaugs. Efnum, sem ynnu á laginu, væri sleppt út í andrúms- loftið í mun meira magni þar. Karl Gústaf Svíakonungur sést hér sýna hrifiium þegnum sinum árangurinn af veiðiferð í Svíþjóð. Norðmenn lítt hrifiiir af Karli Gústaf XVI: Svíakonungrir sak- aður um kjánaskap Deilan talin verða helsta málið á væntanlegnm fundi N orðurlandaráðs Ósló, Stokkhóbni. Frá NJ. Bruun og Erik Liden, fréttariturum Morgunblaðsins. NTB. HEIFTARLEGAR deilur Norðmanna og Svía vegna selveiða hinna fyrr- nefhdu eru nú taldar verða helsta málið á fiindi Norðurlandaráðs sem verður í Stokkhólmi í lok mánaðarins. Vitað er að danskir, grænlensk- ir og sænskir þingmenn munu taka málið upp á þeim vettvangi. Það eru einkum ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem fara fyrir bijóstið á Norðmönnum, en konungur gaf í skyn að Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, væri slakur stjórnmálamaður ef hún stöðv- aði ekki veiðarnar. Danska blaðið Jyllands-Posten hefur eftir Sten Andersson, utanrík- isráðherra Svíþjóðar, að konungur Fjöldamorðin í Katyn-skógi: Pólskt vikurit bendlar Sovétmenn við glæpinn Varsjá. Reuter. 'OPINBERIR fiölmiðlar í Póllandi hafa í fyrsta sinn gefið i skyn að Sovétmenn hafi verið ábyrgir fyrir morðum á meira en 4.000 foringjum í pólska hemum á striðsárunum. Þjóðveijar fimdu fjölda- gröf í Katyn-skógi i Sovétríkjunum 1943 en Sovétmenn og pólskir valdhafar hafa ávallt kennt Þjóðveijum sjálfiim glæpinn. Nefiid pólskra Rauðakrossmanna, er Þjóðveijar kölluðu á vettvang, kann- aði málið 1943 og komst að þeirri niðurstöðu að mennimir hefðu verið drepnir árið 1940, áður en herir Hitlers tóku landsvæðið af Sovétmönnum. Haustið 1939 skiptu Þjóðveijar og Sovétmenn Pól- landi á milli sín og þá náðu herir Sovétmanna 15.000 pólskum her- foringjum á sitt vald. Ekkert er vitað um afdrif 11.000 pólskra herforingja. Vikuritið Odrozenie, sem gefið er út af opinberum, kommúnískum „ regnhlífarsamtökum“, birtir ítar- lega skýrslu um málið, þ.á m. kafla úr dagbók eins herforingjanna, Solskis majórs. Bókina fundu Rauðakrossmennimir 1943. Skýrsla þeirra um málið lá hins vegar óhreyfð í hirslum breska ut- anríkisráðuneytisins ásamt öðrum afar leynilegum skjölum. Að sögn pólsks sagnfræðings, Wlodzimierz Kowalskis, sem fann skýrsluna í Bretlandi héldu Bretar þessum upplýsingum leyndum á stríðsárun- um fyrir pólsku útlagastjóminni, þar sem borgaraleg öfl voru í meiri- hluta, og telur hann að breska stjómin hafí álitið skýrsluna geta skaðað „tengsl ríkisins við önnur lönd." Sagnfræðingurinn krefst þess nú að skjalasafn sovésku leyniþjónustunnar verði opnað til að sannleikurinn komi í ljós. Opin- ber nefnd sovéskra og pólskra sagnfræðinga kannar nú Katyn- morðin og er starf hennar liður í yfirlýstri tilraun ríkjanna beggja til að fylla „auðar síður“ í sam- skiptasögu þeirra. Blaðamenn Odrozenie segja að ritskoðunar- menn yfírvalda hafi verið sex mán- uði að ákveða hvort þeir ættu að leyfa birtingu skýrslunnar f ritinu. Dagbók Solskis lýkur 9. apríl 1940. Hann skrifar að snemma morguns hafí hann, ásamt hóp annarra foringja, verið fluttur til borgarinnar Smolensk. „Rétt fyrir fímm um morguninn vöktu þeir okkur, ráku okkur um borð í vöru- bfla sem voru hlutaðir niður í klefa er var vandlega gætt. Við komum í dálítinn skóg þar sem allt minnti á sumarleyfisbúðir. Þar tóku þeir af okkur úr, hringa,...mittisólar og hnífa. Hvað verður gert við okk- ur?“ Þetta eru síðustu orðin í dag- bókinni. Rauðakrossnefndin pólska lét grafa upp rúmlega 4.200 lík áður en Þjóðvetjar sögðu þeim að hætta og er mögulegt að nokkur hundruð í viðbót hafi verið í gröfinni. Her- foringjarnir höfðu allir verið skotn- ir í hnakkann. hljóti að hafa verið „mjög æstur" er hann sagði þetta. Sænskur almenn- ingur fylkir sér hins vegar að baki konungi og kom það skýrt fram í símatíma sænska blaðsins KvÁlls- posten á fímmtudagskvöld. Grænlenski þingmaðurinn Otto Steenholdt hefur lýst andstyggð sinni á veiðum Norðmanna. Segist hann ætla að hefja undirskriftasöfnun meðal Grænlendinga þar sem „illri meðferð" Norðmanna á selum verði mótmælt. Blöð stjómarflokks jafnaðar- manna í Svíþjóð telja að vísu óheppi- legt að konungur skyldi hnjóða í Brundtland forsætisráðherra, sem hefur haft sig mjög í ffammi í um- hverfísvemdarmálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Á hinn bóginn segja blöðin að konungur hafi rétt til þess sem mannvera og formaður Svíþjóðardeildar Alþjóðanáttúm- vemdarráðsins að gagnrýna slæma meðferð á dýmm og ólöglegar veið- iaðferðir á sel. Afskipti konungs hafa fengið væg- ast sagt slæmar móttökur í Noregi. Dagbladet segir að það sé einróma álit í norska Stórþinginu að Svíakon- ungur hafi hagað sér eins og lq'áni. Hann hafi tekið þátt í viðkvæmu, pólitísku innanlandsmáli í Noregi með álíka yndisþokka og naut í postulínsverslun. Þingmenn viti ekki fyllilega hvort þeir eigi að velta vöng- um yfir afskiptum hans, sem ekki eigi sér fordæmi hjá nútímakonung- um, eða einfaldlega hlæja að þessu. Konungur hafi sýnt lélega dómgreind og málið sé fyrst og fremst vand- ræðalegt fyrir sænsku þjóðina. Það bæti ekki úr skák áð sagðar séu frægðarsögur af elgdýraveiðum sænsku konungsflölskyldunnar og sænsku umhverfísvemdarstofnun- inni hafí auk þess borist kæra vegna framferðis konungs í sænska skeija- garðinum. Hann hafi siglt hraðbát sínum á 110 km hraða - rétt fram hjá selalátri. „Það fáránlega er að hann tekur undir áróðurinn gegn Norðmönnum án þess að hafa séð myndina [mynd Odds Lindbergs um selveiðar Norðmanna sem valdið hef- ur deilunum]...En Karl Gústaf er enginn raunvemlegur konungur og óþarfí fyrir norsk yfirvöld að bregð- ast við ummælum hans,“ segir norski þingmaðurinn Hanna Kvanmo, sem hefur annars gagnrýnt selveiðamar. Loks má geta þess að Dagbladet- birti í gær tvær síður sem helgaðar vom kímnisögum af Svíum og aula- skap þeirra. Leiðrétting Á forsíðu Morgunblaðsins mið- vikudaginn 15. febrúar birtist frétt frá fréttaritara breska dag- blaðsins The Daily Telegraph í Moskvu þar sem sagði að um- bótasinnaðir menntamenn hefðu komið saman þar í borg til að minnast þess að 25 ár væm lið- in frá því sovéski nóbelsverð- launahöfundurinn Alexander Solzhenítsyn var sendur í útlegð. Frétt þessi birtist einnig með þessum hætti í The Daily Te- legraph en Morgunblaðið er áskrifandi að fréttaþjónustu blaðsins. , Áraijöldinn í fréttinni er rang- ur átti að vera 15 í stað 25. Solzhenítsyn var sendur í útlegð í febrúar árið 1974 og hefur því dvalist í 15 ár utan Sovétríkj- anna. Morgunblaðið biður lesendur sína velvirðingar á þessum mis- tökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.