Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 10
10_________ Hæstiréttur MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Fæðingarorlof skerði ekki laun í veikindum HÆSTIREÝTUR hefur staðfest dóm undirréttar um að feeðingaror- lofsfé konu komi ekki til frádráttar veikindalaunum frá vinnuveit- enda. Málsatvik voru þau að konan, Margrét Eygló Birgisdóttir, sem um árabil hafði unnið hjá Vinnslustöðinni h/f í Vestmannaeyjum, hætti störfum að læknisráði á 27 viku meðgöngu vegna fæðingareitr- unar. Hún gerði kröfu til vinnuveitandans um Iaun í forföllum sínum, samkvæmt áunnum rétti, fram að fæðingu en frá þeim tíma tæki hún fæðingarorlof. Vinnuveitandinn hafnaði kröfu konunnar og taldi fæðingareitrun ekki sjúkdóm í skilningi lagaá- kvæða um rétt launafólks til launa vegna sjúkraforfalla enda giltu sér- stakar reglur um fæðingarorlof. Þá taldi vinnuveitandinn að jafnvel þótt fallist yrði á að um sjúkdóm væri að ræða hefði konan ekki veirð óvinnufær og benti á að hún hefði sinnti öllum venjulegum störfum á heimili sínu. Læknaráð fjallaði um málið við meðferð á lægra dómstigi og komst að þeirri niðurstöðu að konunni hefði verið nauðsynlegt að vera frá vinnu vegna fæðingareitrunarinnar. Meirihluti Hæstaréttar, hæsta- réttardómaramir Benedikt Blöndal, Guðrún Erlendsdóttir og Haraldur Henrysson, staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með sérfróðum með- dómsmönnum um að konan hefði verið óvinnufær vegna fæðinga- reitrunarinnar og að réttur hennar til launa í veikindum ætti við um þann sjúkdóm. Þá taldi Hæstiréttur að það, að konan hefði við þær aðstæður sem sköpuðust í máli þessu, neytt réttar síns til að hefja töku fæðingarorlofs fyrr en ella, skerti ekki rétt hennar til veikindalauna úr hendi vinnuveit- enda eins og krafíst hafði verið. Hæstaréttardómaramir Guð- mundur Jónsson og Bjami K. Bjamason skiluðu sératkvæði og töldu að þar sem konan hefði tekið fæðingarorlof mánuði fyrir fæðingu bamsins væri ekki unnt að skylda vinnuveitandann til að greiða henni veikindalaun fyrir þann tíma. SUS og SUJ halda ráð stefiiu um „vara- flugvallarmálið “ UNGIR sjálfstæðismenn og ungir jafíiaðarmenn munu halda sameig- inlegan fund um „varaflugvallarmálið“ á Holiday Inn í dag, laugar- daginn 18. febrúar, klukkan 15.00 til 17.00. Fyrst verða flutt fjögur 10-15 mínútna framsöguerindi, en síðan verða pallborðsumræður. Fram- sögumenn: Jóhann Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri flugvalladeildar Flugmálastjómar, sem ræðir spum- inguna „Hvað er varaflugvölllur og hveiju á hann að þjóna?“; Ámi Gunnarsson, alþingismaður, um þýðingu varaflugvallar sem „út- flutningshafnar" og fyrir samgöng- ur á landsbyggðinni; Karl Steinar Guðnason, alþingismaður: „Bygg- ing varaflugvallar með þátttöku Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbanda- lagsins — viðhorf Alþýðuflokksins"; Matthías Á. Mathiesen, alþingis- maðun „Bygging varaflugvallar með þátttöku Mannvirkjasjóðs Atl- antshafsbandalagsins — viðhorf Sjálfstæðisflokksins". Að framsöguerindum loknum mun Geir H. Haarde, alþingismað- ur, stjóma pallborðsumræðum. Ráðstefnustjóri er Magnús Ámi Magnússon, formaður utanríkis- nefndar Sambands ungra jafnaðar- manna. OÍICfl LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJ0P.I L II JU " L I 0 / W LARUS BJARNASON HDL. L0GG. FASTEIGN ASALI Nýkomnar á fasteignamarkaðinn m.a. þessar eignir: í þríbýlishúsi við Nökkvavog Aðalhœð nú stofa með þremur svefnherb. Ekki stór. Vel skipulögð. Nýtt eldh. Nýtt sturtubað. Húsið er nýl. klætt að utan. Gluggar og gler endurn. Trjágarður. Verð kr. 6,6 mlllj. í Heimunum helst í skiptum 4ra herb. gleesll. íb. við Ljósheima i austurenda á 3. hæð 111,2 fm nettó. Hentar fötluöum. Sameign í endurn. Sklptl æsklleg á 2ja-3ja herb. íb. I Laugarneshverfi eða nágr. Stór og góð 5 herb. Ib. f norðurbmnum í Hafnarfirði 139,6 fm nettó. 4 rúmg. herb. með innb. skápum. Sérþvottah. og búr við eldh. Stór sjónvarpsskáli. Laus 1. júní nk. Þetta er ein stærsta og besta íb. i fjölbýlish. á markaðnum í dag. Austast í Fossvogi Steinhús meö 4ra herb. íb. á hæö og rishæð sem getur verið Iftil sórfb. Endurbótum ekki lokið. Lóð 1150 fm í góðri ræktun með trjá- gróðri. Margskonar eignasklptl möguleg. Bjóðum ennfremur til sölu Góðar 4ragherb. íbúðir við Bugðulæk, Álfheima og Ljósheima. Helst í Mosfellssveit eða Kópavogi sérbýll - einb. eða raðh. - 100-120 fm óskast fyrir traustan kaupanda með góðar greiðslur. Bilskúr eða bílskúrsréttur þarf að fylgja. Opið f dag laugardag kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. ______________________________ L.AUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 AIMENNA FASTEIGNASAUN fiíteCsö dddSD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 475. þáttur í síðasta þætti urðu bagalegar prentvillur og upphafíð þó verst. Þar átti að standa: Steindóri Steindórssyni þótti o.s.frv. í sjöttu lína að ofan í miðdálki stóð „marks“, þar sem átti að vera „mark“. Á þessu og öðru minniháttar er afsökunar beðist. Sr. Hallgrímur Pétursson orti í orðastað konu sem „sagði frá matamautn bónda síns“: Ég gaf honum fisk með flautum og fergjað skyrið óskammtað, átján stykki af ýsum blautum, ellefu hrogn og sviljaspað, og sextán merkur af sullugrautum; hann Sumarliði minn étur það. Umsjónarmanni er ekki alljóst hvemig sviljaspað hefur verið, en vafalaust er það einhver réttur úr sviljum. SvU (hvoragkyn, fleirtala) segir í Orðabók Menningarsjóðs að séu „sæðiskirtlar karlfísks". Þar era gefnar þrjár samsetningar, ein af stofni: svilfískur = karl- fískur, en tvær af eignarfalli: sviljasafi og sviljaskúfur = svil hengd til þerris. Af þessu má ljóst vera að svil er ja-stofn, bætir við j-i í þágufalli og eignarfalli fleir- tölu. Nú, þegar gera skal úr þessu verslunarvöra, er lágmarkskrafan til sjálfra okkar sú, að við kunnum að beygja orðið: svil, um svil, frá sviljum, tii svilja. Þess vegna hyggjum við á sviljasölu og út- flutning svijja til Japans, en ekki svilasölu, eins og umsjónarmaður heyrði um daginn. Ef við ætlum að stunda á „svilasölu" eða út- flutning „svila", þá mættu svilar (kk.) okkar og kannski annað skyldulið fara að vara sig. Svil er víst skylt orðum eins og sveipur, sveimur, svífa, svif, svima (og svimra í sömu merk- ingu), en einkum þó kvenkynsorð- inu svill eða með hljóðvarpi og viðeigandi brottfalli syll, í nútíma- máli sylla. ★ í Þjóðsögum Jóns Ámasonar (III) segir frá skessu í Mjóafírði eystra. Hún hafðist við í Presta- gili og „nam í burtu presta tvisv- ar á jólanótt, sinn í hvert skipti, er hétu Snjólfur og Tómás. Hún kom að kirkjunni þá byijuð var messugjörð og lét öllum illum lát- um kringum kirkjuna með óhljóð- um og harki. Við þetta ærðust prestar og æddu út í greipar henni. Kunna menn þulur eftir þá er þeir bæði tónuðu og mæltu fram af stól, áður út hlupu ...“ Þar á meðal var þetta: Taki þið úr mér vilin og svilin, fram ætla ég í Mjóafjarðargilið; taki þið úr mér langann og svangann, fram ætla ég í gilið að ganga. Vil í vísunni hér á undan (hk., flt.) merkir innyfli, iður, d. ind- volde. Það er ja-stofn eins og svil. í safnriti gamalla kristinna fræða (Khöfn 1878) stendur: „þau vil er fúnat hafa af sællífís krás- um“, og í öðra riti með fomum stöfum, því sem Konráð Gíslason gaf út (Khöfn 1860): „er hann sundraði griðunginn, knýtti hann tvá knúta á viljunum." Nafnorðið svangi merkir m.a. tómur magi, eða nári, „det tynde Kjöd som nærmest Lysken om- slutter Underlivet, Svange", segir Johan Fritzner. Kvenmannsnafnið Katrín er ættað úr grísku og merkir hrein. Katrín var helg mær, og í Heil- agra meyja drápu segir m.a. svo: Burðugt vif fékk bana af sverði, blæða tók þá mjólk úr æðum, hennar luktu holdið sanna hreinir englar marmara-steini. Kátrinam fyrir miskunn mæta mætur leiddi í hæsta sæti guðs unnasti himins og hennar. Hennar nafii er sælt meðal kvenna. Nafnið hefur lengi verið sæít, vinsælt, eins og í vísunni segir. Hér á landi vora Katrínar 378 árið 1703 (nr. 21), 309 árið 1855, 417 árið 1910 (nr. 31; 1%).Í þjóð- skrá 1982 era Katrínar 1.070 (nr. 32), en skírðar það ár 42 og árið 1985 24. Það er því enn meðal „sælustu" nafna. ★ Oddur Sigurðsson í Reykjavík, upphafsmaður lundarmálsins hér í þættinum, sendir eftirfarandi athugasemd: „Mig langar til að leggja orð í belg um „lundinn" vegna orða Halldórs frá Kirkju- bóli að enginn sé lundur án tijáa. Maður úr Svartárdal í Skagafirði, kona úr Öngulstaðahreppi og maður frá Akureyri ... segja að lundur sé laut og þar séu engin tré eða að minnsta kosti þurfa þau ekki að vera. Kemur mér því ekki á óvart húsnafnið, sem getið var um í Vogum í þætti þínum fyrir áramót. Er nokkuð eðlilegra en að fólk, sem glatað hefur skóg- inum, leiti í laut eftir skjólgóðum áningarstað? Með kærri kveðju." ★ Eggert Loftsson kvað (með afdráttarhætti, erfíðasta bragar- hætti okkar): Svalur geitir, dijúpa dropar, drósir hvarma bleyta. Takið þið svo bara fyrsta staf framan af hveiju orði visunnar, og sjá: seinni partur hennar kem- ur sjálfkrafa. Mikill prent- og pappírssparnaður! Við megum ekki mæða okkur of mikið á i eða y, þegar svona stendur á. ★ í næstsíðasta þætti birtist vísa í lok bréfs Salómons Einarssonar í Kópavogi. Hún er mjög úr lagi færð frá upphaflegri gerð, en eins og hún birtist í vísnasafni Sigurð- ar á Haukagili, rangfeðrað. Nú hefur höfundur gefíð sig fram við umsjónarmann og bent honum á vísuna rétta: Hægt þykja hðggin ’ans falla. Hægt þokast krumlur úr vösum. Hægt. spretta hárin á skalla. Hægt leka dropar af nösum. Höfundi þykir ékki ástæða til að segja til nafns síns né geta tilefnis. Sínfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson J.S. Bach, Tvífiðlukonsert i d-moll Lutoslavsky, Fiðlukonsert „Chain H“ Bruckner, Sinfónía nr. 4 Einleikarar: Guðný Guðmundsdóttir, György Pauk Stjómandi: Petri Sakari Tvífiðlukonsertinn eftir Bach er meistarastykki, sem ekki má of- gera í tilfinningaþranginni túlkun og ekki heldur aðeins leika af glæsileik, því tónmál hans býr yfir þeirri fegurð sem helst má líkja við innilega samræðu, þar sem hvert orð er þrangið af hlýju og ást. Þessi hlýleiki er sérstaklega mikil í mið kaflanum og einnig í samtals- snilld fyrsta kaflans en sá síðasti er hins vegar glettinn og flörlegur samleikur. Leikur Guðnýjar og Pauk var í heild fallegur en það vantaði samræðuna í fyrsta og öðrum þaetti en í þeim þriðja brá hins vegar oft fyrir fallegri glettni. Fiðlukonsertinn eftir Lutoslav- sky er frábær tónsmíð og var af- burða vel leikin af György Pauk, hvort sem hann lék með stuttar og litlar sérkennilega fíngerðar tónfígúrar eða þar tónbálkurinn var átaksmeiri. Það var og áber- andi hversu hljómsveitin lék vel og að Sakari náði góðu samspili við einleikarann, ekki aðeins hljóðfalls- Guðný Guðmundsdóttir lega heldur og í allri mótun blæ- brigða. Sfðasta verkið var sú fíórða eftir Brackner en verkið er til í nokkram útgáfum og mun Brackner ekki hafa sagt til um hvaða gerð henn- ar væri sú endanlega. Ekki veit undirritaður hvaða útgáfa var not- uð á tónleikum sveitarinnar, en þar munaði nokkra við Eulenburg útg- áfu þá er Hans F. Redlich ber ábyrgð á. Hvað sem þessu líður var margt vel gert hjá hljómsveitinni, þó gætti nokkurrar þreytu undir lokin. f raddskránni er tekið fram að básúnur og trompettar eigi að leika György Pauk „forte", þegar fyrir önnur hljóðfæri er ritað „fortissimo". Á köflum voru básúnumar svo sterkar, sem þær væra að leika einleik, og er furðulegt að stjómandinn skuli ekki taka þar í taumana, sem það er algengt að þeir steli senunni. Ekki er það af því að þeir geti ekki leikið veikt, því það sýndu þeir einnig með miklum ágætum í sinfóníunni. Þessi athugasemd á því aðeins við þegar leikið er sterkt. Það sem er sterkt hjá fiðlunum og tréblásurum er meðalsterkt hjá básúnum og við það verður að miða en ekki hvað hægt er að ná út úr básúnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.