Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 17 ÞIIMGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Rétturinn til heilbrigð- is í óspilltu umhverfí Frumvarp sjálfstæðismanna um samræmda stjórn umhverfísmála „Markmið umhverfisverndar er að tryggja íbúum jarðar þau gæði láðs og lagar, sem gefa þeim möguleika á sem beztum lifsskil- yrðum. Er þá átt við ástand mála eins og það er á hveijum tíma, og ekki síður þegar til framtíðar er litið. Er hér um að ræða alla þætti lífríkisins. Umhverfismálalöggjöf er forsenda allrar stjórnunar á þessu sviði. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að skipa fyrir um, hvernig taka beri tillit til eiginleika umhverfisins með hliðsjón af lífríkinu. Þótt umhverfisvandamál séu fyrst og fremst leyst á tæknilegan hátt, er umhverfismálaréttur löngu viðurkenndur innan fræðikerfis lögfiræðinnar . . . Rétturinn til heilbrigðis f tengslum við óspillt umhverfi er viður- kenndur sem grundvallarréttur, og telst því til sjálfsagðra mannrétt- inda, og er því megin markmið umhverfismálalöggjafar . . .“ Framangreind orð eru tekin úr greinargerð með frumvarpi nokk- urra þingmanna Sjálfstæðisflokksins til laga um samræmda stjóm umhverfismála. Fyrsti flutningsmaður er Matthfas Á. Mathiesen. I II íslenzk skógrækt. Frumvarp sjálfstæðismanna til laga um samræmda stjóm um- hverfísmála spannar mengunar- mál, skipulagsmál og náttúru- vemd, þar með talið vemdun nátt- úmlegs skóglendis og friðun villtra dýra. Það nær ekki til vemdunar auðlinda hafsins, vejðihlunninda, vinnuvemdar, geislavama né ann- arra þátta, sem kunna með sérlög- gjöf að vera undanþegin lögunum. Tilgangur frumvarpsins er að sam- ræma stjóm umhverfismála í landinu öllu og lögsögu þeirra með skipulegu samstarfi viðkomandi aðila. Stefnt er að löggjöf sem „efl- ir vamir gegn hvers konar mengun og öðrum skaðlegum umhverfís- áhrifum og vinnur að vemdun nátt- úmgæða landsins". Samkvæmt fmmvarpinu skulu umhverfismál heyra undir þijú ráðuneyti: félagsmálaráðuneyti, sem fer með skipulagsmál, heil- brigðisráðuneyti, sem fer með mengunarvamir, aðrar en vamir gegn mengun sjávar, og sam- gönguráðuneytið, sem ’fer með vamir gegn mengun sjávar, alhliða náttumvemd og friðun villtra dýra. Samgönguráðuneytið fari einnig með stjóm þeirra umhverfismála, sem önnur ráðuneyti fara ekki með, og skal það heita samgöngu- og umhverfísráðuneyti. Þetta ráðu- neyti á einnig að fara með erlend samskipti á sviði umhverfismála í samráði við stjómamefnd um- hverfismála (sjá síðar). Ráðuneytið hafi sérstakt samstarf við ráðu- neyti landbúnaðarmála um vemdun og eflingu gróðurs utan hefðbund- inna ræktunarsvæða landbúnaðar- ins. Umhverfísmálaskrifstofa innan samgöngu- og umhverfismálaráðu- neytis skal annast samræmda yfir- stjóm umhverfísmála. Sérstakur skrifstofustjóri skal skipaður til að veita skrifstofunni forstöðu. Hlut- verk hennar skal vera að annast framkvæmd umhverfismála í um- boði stjómamefndar, svo og fram- kvæmd þeirra umhverfismála, er samgöngu- og umhverfisráðuneyt- ið fer með sérstaklega. Eftir hveijar Alþingiskosningar skulu viðkomandi ráðherrar (ráð- herrar samgöngu-, heilbrigðis-, fé- lags- og iðnaðarmála) tilnefna einn fulltrúa hver í stjómamefnd um- hverfismála. Auk þess tilnefna Samband íslenzkra sveitarfélaga og Náttúruvemdarþing einn full- trúa, hver aðili, í stjómamefndina. Varafulltrúar era skipaðir á sama hátt. Fulltrúi samgöngu- og um- hverfisráðuneytis skal vera form- aður nefndarinnar. Hlutverk stjómamefndar skal vera: 1) að gera tillögur til ráð- herra og ríkisstjómar um stefnu- mótun í umhverfismálum og sam- ræmingu þeirra, 2) ákveða aðgerð- ir í sköranartilvikum og vinna að samnýtingu starfskrafta, 3) úr- skurða í ágreiningsmálum um að- gerðir (visa má úrskurði nefndar- innar til ráðherra), 4) fjalla um lagaframvörp og reglugerðir á sviði umhverfismála, 5) veita umsögn um ' starfsleyfi fyrir stórfram- kvæmdir og starfsemi, sem getur valdið veralegri mengun, 6) fylgj- ast með framkvæmd einstakra þátta umhverfísmála, 7) hafa fram- kvæði að rannsóknar-, fræðslu- og útgáfustarfsemi, 8) afgreiða ein- stök mál, sem ríkisstjórn eða ráð- herrar, sem fara með umhverfís- mál, fela henni. Samgöngu- og umhverfisráð- herra skipar og sérstakt umhverfis- málaráð, skipað 7 mönnum, til umsagnar og ráðgjafar fyrir ríkis- stjóm og stjómamefnd umhverfis- mála. Ráðsmenn hafi sérþekkingu á hinum ýmsu sviðum umhverfís- mála, eins og nánar er kveðið á um í framvarpinu. Formaður ráðsins skal skipaður að fengnum tillögum Háskóla íslands. Um stjóm þeirra umhverfismála í héraði, sem þetta framvarp spannar, skal fara samkvæmt skipulagslögum, lögum um nátt- úravemd og lögum um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit, svo og reglugerðum settum samkvæmt þessum lögum. III Framvarp það sem hér um ræð- ir er það viðamikið að engin leið er að fara ofan í alla sauma á því í stuttri frásögn. Hér era aðeins tínd til örfá ný- mæli af mörgum: 1) Hugtakið umhverfismál er nánar skilgreint, þ.e. sem mengun- armál og náttúravemd, þ.m.t. frið- un lands og dýra, vemdun náttúra- legra skóga, svo og skipulagsmál. 2) Eitt ráðuneyti fer með ábyrgð á samræmingu umhverfismála, samgöngu- og umhverfisráðuneyti. Umhverfismálaskrif8tofa verður i ráðuneytinu. Þijú ráðuneyti — í stað átta nú — fara með einstaka umhverfismálaþætti. Sérstök stjómamefnd umhverfismála er stofnsett, þar sem eiga sæti fulltrú- ar ráðherranna þriggja, auk full- trúa Sambands íslenzkra sveitarfé- laga og Náttúravemdarþings. 3) Umhverfismálaráð verður skipað í stað náttúruvemdarráðs. 4) Samgöngu- og heilbrigðis- málaráðuneyti verður heimilað að setja gjaldskrá vegna notkunar ein- nota umbúða í þeim tilgangi að stuðla að viðurkenndri förgun þeirra eða endurvinnslu. Stofnaður verði svonefndur umhverfisvemd- arsjóður, sem m.a. styrki sveitarfé- lög til lausnar á dýrari umverfis- vandamálum og standi fyrir rann- sóknum á skaðlegum þáttum í umhverfínu. IV í 10. kafla frumvarpsins era nokkur ákvæði til bráðabirgða. Meðal_ þeirra eru: * Ákvæði um endurskoðun lag- anna innan fjögurra ára, m.a. með það í huga að sameina öll um- hverfismál í einu ráðuneyti. * Stöðuheimildir Náttúravemd- arráðs skal flytja til umhverfis- málaskrifstofu samgönguráðu- neytis, frá og með gildistöku lag- anna. * Landvemd og vemdun nátt- úralegp skóglendis verði starfrækt óbreytt innan Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins út árið 1990. Fyrir þann tíma skulu liggja fyrir endurskoðuð lög um starfsemi þessara stofnana. * Ríkisstjómin skal, í samvinnu við sveitarfélögin, gera áætlun um frágang skolp- og frárennslislagna, í þeim tilgangi að draga sem mögu- legt er um mengun láðs og lagar. Stefnt skal að því að leysa vanda- mál af þessum toga innan tíu ára. * Notkun á benzíni, sem í er blý, skal vera óheimil eftir 1995, til að koma í veg fyrir skaðlega mengun vegna útblásturs frá bif- reiðum. Bifreiðar og tæki, sem flutt verða hingað eftir 1991, skulu geta nýtt blýfrítt eldsneyti. * Dregið skal úr notkun efna og efnasambanda, sem valdið geta eyðingu á ósonlaginu. Skal stefnt að þvf að notkun þeirra minnki um a.m.k. 25% fyrir 1991, miðað við notkun 1986, og um a.m.k. 50% fyrir 1994. V Framvarp þetta byggir að lang- mestu leyti á frumvarpi, sem unnið var fyrir ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar. Nokkrar efnislegar 'breyt- ingar hafa þó verið gerðar á upp- runalega framvarpinu, auk minni- háttar orðalagsbreytinga. Það er framlag nokkurra þing- manna Sjálfstæðisflokksins til málasviðs, sem vaxandi áhugi er fyrir í landinu, og meir en tíma- bært er að taka fastari tökum. Umhverfísmál og réttur fólks til heilbrigðis í óspilltu umhverfi verða mál málanna í næstu framtíð, með og ásamt varðveizlu auðlinda þjóð- arinnar til lands og sjávar og þeirri þegnskyldu að hamla gegn áfram- haldandi uppblæstri og rýmun landgæða og klæða landið gróðri. Frásögn þessi er hvergi nærri tæmandi. Tilgangur hennar er sá einn að vekja athygli á þörfu máli. Þeim sem vilja kynna sér efnisat- riði framvarpsins nánar er bent á að verða sér úti um það og til- heyrandi greinargerð hjá viðkom- andi afgreiðslu Alþingis. EyleifurÞ. Gíslason, Neskaupstað - Minning Fæddur 5. janúar 1973 Dáinn 12. febrúar 1989 í dag, laugardaginn 18. febrúar, verður jarðsunginn frá Norðfjarðar- kirkju Eyleifur Þór Gíslason, Urðar- vegi 18, Neskaupstað. Hann var sonur hjónanna Guð- rúnar M. Jóhannsdóttur og Gísla S. Gíslasonar, yngstur fimm bræðra en þeir era Heimir, Jóhann, Gísli og Guðmundur. Hún er ekki löng lífssaga 16 ára drengs, en það er bjart yfir minn- ingunum, sem ég á um hann frænda minn, þennan sviphreina og góða dreng, sem allir bundu svo miklar vonir við. Þó samverustundir okkar væru ekki margar, þar sem við bjuggum sitt á hvoru landshomi, var hans oft getið við mig og ávallt að góðu. Hann lagði sig vel fram við nám sitt og einnig við þau störf sem honum var trúað fyrir og hann var félagslyndur og átti góða vini. Eyleifur lét Sér mjög annt um ömmu sína, móður mína, og svo var reyndar með þá bræður alla, en hún bjó lengi í nágrenni við heimili þeirra og eftir að hún flutti í Breiða- blik, íbúðir aldraðra, gat hann skroppið til hennar í frímínútum og fengið hjá henni bita. Flestar helgar kom hann einnig í heimsókn til ömmu sinnar og ég veit að það mun taka tíma að átta sig á að fótatakið hans er hljóðnað og það minnir okkur á að við ráðum ekki okkar næturstað og vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér, því Guð einn ræður. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég frænda minn og ég bið þess að Guð gefi ijölskyldu hans og ástvinum styrk og varðveiti minninguna um góðan dreng. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung að morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífeins perlu í gullnu augnabliki. (T.G.) Jóna Gísladóttir Barnaföt | Barnaskór TILBOÐSVIKAN hefst í dag Opið kl. lO00- 1600 30-50% afsláttur af öllum vörum í eina viku síðan allt á fullt verð aftur. Póstsendum X & Z BARNAFATAVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B. SÍMI 621682

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.