Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIRIAUGARDÁGUR 18.rFEBRÚAR 1989 íÞRfmt FOLK KNATTSPYRNA KR á sex liða mót í Frakklandi KR-ingar hafa þekkst boð um að taka þátt í sex liða knatt- spymumóti, sem fram fer í Gran- villiers í Frakklandi um hvítasunn- una. Auk KR-inga taka þátt fjög- ur frönsk lið og eitt frá Belgíu, en eftir helgi verður Ijóst hvaða lið það verða. Leikið verður í tveimur riðlum og síðan um sæti. Lið KR fer út 12. maí, ieikur 13., 14. og 15. maí og kemur heim daginn eftir, en áætlað er að keppni í 1. deild hefjist 21. maí. „Frakkamir borga fæði og gist- ingu fyrir 22 manna hóp og auk þess greiða þeir ferðir til og frá flugvelli, hvort sem fljúgum til Amsterdam eða Lúxemborg. Því verður þessi ferð ekki dýr og tíma- setningin er góð með íslandsmótið í huga,“ sagði Stefán Haraldsson, formaður knattspymudeildar KR, við Morgunblaðið. SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ASPEN Girardelli annar en sigraði samt! Svisslendingurinn Karl Alpiger fyrstur í bruni KARL Alpiger frá Sviss sigraði íbruni í heimsbikarkeppninni, sem fram fór í Aspen í Banda- víkjunum í gœr. Marc Girardelli frá Lúxemborg hafnaði í öðru sœti og það nœgði honum til að sigra samanlagt í brun- keppni vetrarins. Alpiger fór á 1:44.02 og sigraði í fyrsta sinn í heimsbikamum í vetur, en í síðustu tveimur mótum fékk hann bronsverðlaun. Girardelli fékk tímann 1:44.12 og er með 134 stig, þegar ein keppni er eftir, en Austurríkismaðurinn Helmut Hoeflehner, sem varð í fímmta ^“feeti í gær, er næstur með 100 stig. 25 stig eru gefín fyrir sigur. Daniel Mahrer frá Sviss fékk þriðja besta tfmann, 1:44.40, en landi hans, Pirmin Zurbriggen, kom á óvart og náði aðeins 15. sæti. Rnnsku stúlkumar sigurssalar Finnskar stúlkur fengu öll verð- launin í 10 km skfðagöngu á fyrsta degi HM í norrænum greinum, en keppni hófst í Lahti í Finnlandi í gær. Hin kunna Maija-Liisa Kir- vesniemi sigraði á 29:19.0, Pirkko Maatta hafnaði í öðru sæti á 30:12.2 og Maijo Matikainen varð þriðja á 30:12.9. „Þegar hálfur annar kílómeter var eftir var ég örugg með sigur, en ég var hissa hvað munurinn var mikill," sagði Kirvesniemi, sem er 33 ára og fékk sín fyrstu gullverð- laun í HM á sama stað fyrir 11 árum. ■ MAGNÚS Brandsson, mark- vörður, hefur skipt úr ÍA í Þrótt, Neskaupstað og einnig félagi hans, Hörður Rafíisson. Kristinn Guð- mundsson þjálfar liðið áfram, en það fer í æfíngaferð til Esbjerg í Danmörku um páskana. ■ GRAEME Souness, fram- kvæmdastjóri Rangers, bauð 750.000 pund í Mel Sterland hjá Sheffield Wednesday. Tilboði hans var hafnað af Frá Bob nýja framkvæmda- Hennessy stjóra Sheffield, /Englandi Ron Atkinson. „Ég "■ ætla ekki að byija á því að selja bestu leikmenn mína," sagði Atkinson. I WIMBLEDON mætir Grims- by í 5. umferð ensku bikarkeppn- innar í knattspymu í dag. Tveir leikmenn liðsins eru í leikbanni, Vinnie Jones og Eric Young. Það verður hins vegar ungur Pólveiji, Detzi Kruszynski, sem Wimble- don keypti í sumar frá Homburg, sem leikur sinn fyrsta Ieik með Wimbledon. „Bobby Gould, fram- kvæmdastjóri Wimbledon var spurður að því hvort hann væri grófur. „Hann er grófari en Vinnie Jones,“ svaraði Gould að bragði. ■ PETER Barnes hefur komið víða við. Hann er 31 árs og lék 22 landsleiki fyrir England. Hann hef- ur hins vegar leikið með fleiri liðum en gengur og gerist. Nú hefur hann skrifað undir samning við Sunder- land og mun leika með liðinu út keppnistímabilið. Ferill Barnes er annars býsna skrautlegur. Hann byijaði hjá Man. City fór svo til WBA, Leeds, Real Betis á Spáni og aftur til Leeds, Coventry, Man. United, aftur til Man. City, Hull, Bolton, Port Vale, Farense í Portúgal og svo til Bolton aftur. Nú er hann loks kominn til Sunder- land. Þetta er vist kallað „að renna eins og vatn á milli liða!“ ■ PAT van den Hauwe vill fara frá Everton. Hann á eftir þijú ár af samningi sínum við liðið en vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Því ósk- aði hann eftir frekari framlengingu. Colin Harvey, framkvæmdastjóri liðsins, tók það ekki í mál og því vill van den Hauwe fara. Heyrst hefur að Terry Venables, fram- kvæmdastjóri Tottenham, gæti vel hugsað sér að hafa hann í liði sínu. ■ PÉTUR Guðmundsson, kúlu- varpari úr HSK, keppir á Evrópu- meistaramótinu innanhúss sem fram fer í Haag í Hollandi á morg- un. Pétur hefur kastað lengst 19,14 metra í vetur, sem er hans besti árangur innanhúss frá upphafí, en hann hefur lengst varpað kúlunni utanhúss 20,03 metra. Fararstjóri og þálfari í ferðinni er Erlendur Valdimarsson, íslandsmethafí í sleggjukasti og fyrrverandi íslands- methafí í kringlukasti. ■ PATRIK Sjöberg, sænski hástökkvarinn, mun líklega ekki veija Evrópumeistaratitil sinn í há- stökki innanhúss á Evrópumótinu í Haag. Sjöberg hefur átt við meiðsli að stríða í baki og segist ekki vera tilbúinn í slaginn. Besti árangur Sjöbergs á þessu ári er 2,25 metrar er hann sigraði á móti í Osaka í Japan um síðustu helgi. Heimsmeistaramótið innanhúss fer fram í Búdapest í byijun mars. „Sjöberg fer þangað aðeins ef hann heldur sig geta stokkið yfir 2,35 metra," sagði Viljo Nousiainen, þjálfari hans. ■ SEPP Messner, formaður alpagreinanefndar ítalska skíða- sambandsins, segist ætla að hætta sem formaður eftir þetta keppn- istímabil. Honum hefur verið boðið að starfa fyrir alþjóða skiðasam- bandinu (FIS). Messner, sem er 49 ára, hefur verið formaður italska sambandsins síðan 1980. Hann tók þessa ákvörðun í kjölfar lélegs árangurs ítalska alpagreina- liðsins á þessu keppnistímabili. KNATTSPYRNA Lerftur gegn lands- liði Trinidads? Landsliðsþjálfari Trinidad hef- ur mikinn áhuga að fá Leiftur frá Ólafsfírði til að leika æfínga- leik gegn landsliði sínu. Trinidad- menn vilja að Leiftursmenn skjót- ist til þeirra þegar þeir verða í æfíngabúðum í Miami um páskana. Þó nokkur knattspymufélög fara í æfíngaferðir um páskana og seinna. FH-ingar fara í ævin- týraferð til Caymaneyja. Fylkismenn og Vestmannaey- ingar fara til Stuttgart og leik- menn Selfoss verða fyrir utan Frankfurt. Einheijamenn frá Vopnafírði hafa hug á að fara til Skotlands og Valsmenn fara annað hvort til Hollands eða Sviss. Stjömumenn fara til Hollands. Sala getraunaseðla með ensku knattspyrnunni lokar á laugardögum kl. 14.45. 7, LEIKVIKA- 18. FEBR0AR 1989 11 1É 1! Leikur 1 Barnsley - Everton Leikur 2 Blackburn - Brentford Leikur 3 IIBöurnemötith * Man. Utd. Leikur 4 Charlton - West Ham Leikur 5 Hull - Liverpool Leikur 6 Luton - Middlesbro Leikur 7 Q.P.R. - Arsenal Leikur 8 Sheff. Wed. - Southampton Leikur 9 Bradford - W.B.A. Leikur 10 Leicester - Leeds Leikur 11 Plymouth - Chelsea Leikur 12 Swindon - Sunderland Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 17:15 er 91-84590 og -84464. Ath. SPRENGIVIKA HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN Bjarki gisliá sjúkra- húsií nótt BJARKI Sigurðsson gisti á sjúkrahúsi hér í Cherbourg f nótt — aðfararnótt laugardags- ins. / Bjarkl Slgurðsson Bjarki fór í skoðunarferðina í gærmorgun með landsliðs- hópnum, en á Utah-ströndinni fékk hann mikinn magaverk og var flutt- ur í sjúkrahús — í Skapti sjúkrabíl. Að sögn Hallgrímsson Gunnars Þórs Jóns- ír sonar, læknis liðsins og formanns lands- liðsnefndar, em það magabólgur sem hijá Bjarka. „Hann gistir þama í nótt en verður útskrifaður snemma í fyrramálið," sagði Gunnar Þór í samtali við Morgunblaðið eftir að hann kom frá Bjarka um kvöldmat- arleytið í gær. „Honum líður ágæt- lega. Það er vel mögulegt að hann geti leikið gegn Rúmenum á morg- un (í kvöld)" sagði Gunnar Þór. Norðmenn halda í vonina „NORÐMENN halda enn í vonina um að verða a-þjóð og þeir leggja allt f sölurnar til að sigra Hollendinga," sagði Ólafur Jónsson, stjórn- armaður HSÍ, við Morgun- blaðið, en Ólafur fylgist með leikjum D-riðflsins f Belfort eins og greint hefur verið frá. m Olafur sagði að Norðmenn gerðu sér grein fyrir að mun erfíðara yrði að komast í hóp A-þjóða eftir þessa keppni, en þeir hefðu vanmetið Svisslendinga og yrðu því að sigra Hollendinga í dag til að komast í milliriðil. „Þeir hafa ekkert fylgst með leikj- unum í Cherbourg og eru því óán- ægðir með að íslenska liðið fái upptökur af leikjum þeirra," sagði Ólafur, en 30 manna hópur kemur frá Noregi í dag til að styðja við bakið á sínum mönnum. Að sögn Ólafs eru menn al- mennt á því að Vestur-Þjóðveijar séu sigurstranglegastir í keppn- inni, en Kurt Wadmark, formaður tæknineftidar alþjóða handknatt- leikssambandsins, IHF, segir að Danir, íslendingar, Rúmenar og Pólvetjar standi þeim ekki langt að baki. Guðjón hættir Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri landsliðsins, sagðist í gær ákveðinn í því að taka sér frí frá handknattleik þegar B-keppninni lýkur hér í Frakklandi. Öruggt væri að hann hyrfí ekki á vit nýrra verkefna ásamt Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfara, eða kæmi nálægt handknattleiks- þjálfun á næstunni. „Ég hef ekki verið í sumarfríi með fjölskyldunni í sex ár, handboltinn hefur tekið allan minn tíma. Ég er búinn að starfa með Bogdan í ellefu ár, og fínnst þetta orðið ágætt," sagði Guðjón. BADMINTON Sjö keppendur til Bandaríkjanna ÍSLENDINGAR og Bandaríkja- menn eigast viö í landsleik í badminton f New York 21. febr- úar n.k. Auk þess verður tekið þátt í móti í Montreal f Kanada í byrjun mars. mr Íslenska landsliðið sem fer utan til Bandaríkjana á þriðjudag var valið eftir íslandsmótið og er það þannig skipað: Broddi Kristjánsson, Þorsteinn Páll Hængsson, Guð- mundur Adólfsson, Armann Þor- valdsson, Ámi Þór Hallgrímsson, Þórdís Edwald og Guðrún Júlíus- dóttir. Guðrún gaf síðan ekki kost á sér og var Kristín Magnúsdóttir valin í hennar stað. Landsleikur íslands og Banda- ríkjanna fer fram á fímmtudags- kvöld. Daginn eftir tekur íslenska liðið þátt í alþjóðlegu móti sem fram fer í Boston. 27. febrúar verður spilaður vináttuleikur við Banda- ríkin. Broddi, Ámi Þór og Þórdís fara sfðan yfir til Kanada og taka þátt í alþjóðlegu móti í Montreal helgina 3. til 5. mars. Bandaríska badmintonsamband- ið borgar allar ferðir innan Banda- ríkjanna, gistingu, fæði og móts- gjöld. Áuk þess munu Þórdís, Broddi og Ámi Þór dvelja við æfing- ar í boði þeirra fram að mótinu í Kanada. NBA-úrslit: Dallas - Miami Heat...........93:80 Chicago - Milwaukee.........117:116 Utah Jazz - Boston Celtics..129:114 LA. Lakere - Portland.......110:101 Detroit - Sacramento..........95:84 Golden State - L.A. Clippere..148:138

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.