Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Tvíburi og BogmaÖur Tvíburi (21. maí til 20. júní) og Bogmaður (22. nóv. til 21. des.) eru andstæð merki en eigi að síður um margt lík. Þau eru algeng í samböndum því andstæðir pólar dragast saman. Ein- kennandi fyrir samband þeirra er hreyfanleiki, fjöl- breytni, félagslíf og ferða- lög. Tvíburinn Hinn dæmigerði Tvíburi er jákvæður og hress per- sónuleiki. Hann hefur ríka tjáningarþörf og er oft létt- ur í lund og stríðinn. Hann er félagslyndur en jafn- framt fjölhæfur og oft eirð- arlaus. Tvíburinn þarf að taka virkan þátt í félags- störfum eða vinna þar sem margt fólk er í nánasta umhverfi. BogmaÖurinn Bogmaðurinn þarf að fást við lifandi og fjölbreytt mál, stunda íþróttir eða ferðast og vera á hreyfíngu í daglegu lífí. Hann þarf að vera fíjáls til að geta víkkað sjóndeildarhring sinn. Hinn dæmigerði Bog- maður er jákvæður í skapi og að öllu jöfnu léttur og hress. Hann er forvitinn og leitandi ogþví oft víðsýnn. Rökhyggja oginnsœi Það líka við merkin er að bæði þurfa fjölbreytni og hreyfíngu í lífsstíl sinn og eru að upplagi jákvæð. Hið ólíka er að Tvíburinn er hugmyndalegt merki sem lætur stjómast af skynsemi og rökhyggju, en Bogmað- urinn er síður gefínn fyrir rök og orðræðu, heldur byggir á tilfínningalegu innsæi. Þola ekki vana Mesta hættan sem steðjar að sambandi Tvíbura og Bogmanns er sú að þau eru bæði fljót að missa áhug- ann þegar viðfangsefni þeirra verða kunnugleg. Samband þeirra getur orð- ið óstöðugt ef umhverfi þeirra og lífsmynstur er á einhvem hátt einhæft. Þá er hætt við að þau verði leið og brjóti sambandið upp eða leiti annað. Frelsisþörf # Þar sem orka þessara merkja liggur á hugsjóna- og hugmyndasviðum þurfa þau að varast að gleyma hagnýtari hliðum tilver- unnar. Þau þurfa að varast að magna upp kæruleysi og fljótfæmi hvort hjá öðru. OfjákvœÖ Að lokum má geta þess, hvað varðar mögulegar hættur, að þessi jákvæðu merki þurfa að gæta þess að flýja ekki neikvæðari mál sem kunna að koma upp. Þau þurfa að ferðast og taka þátt í félagslífi, sækja námskeið, stunda menningarlíf og almennt víkka sjóndeildarhring sinn, en varast að festast í einhæfum lífsstíl. Þau þurfa einnig að gefa hvort öðru svigrúm til að rækta eigin garð og áhugamál. Frelsi skiptir bæði merkin miklu. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR AF tWEfZJO E8 gUPEH A9 TAHA- >\/I /wmf jxL BllZTlSTS\Sö I GEEINlUþlN UM HIUN 1 V/EXVÆMA OGT/ZYGG- LyNDA MANP/ZBD Erne A£>éG HEr Ue/msott HE/MA- 8/e þ/HH ■ HVAÐ HDLD- U8B>U AÐ ÞCxSET/e EiG/N - n lega \FUNPI£> ÞAts? ■ ‘ ■ X f /MVI 1-Zl p LJOSKA imr «r-/= ii iunu’ _ " ■ - '!»"• SMÁFÓLK Þetta tónskáld átti sorgarævi, var það ekki? Jú, en það var rómantfskt. Rómantískt? Sorglegt líf er rómantískt þegar það hend- ir einhvem annan ... BRIDS Með níuna hæsta verður suð- ur sagnhafi í geimsamningi eftir táktíska hindrun andstæðing- anna. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁKD2 y G105 ♦ ÁK103 ♦ Á7 Áustur ... IcT2 ♦ K9432 Suður ♦ 987643 ▼ 963 ♦ 964 ♦ 8 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Dobl 4 lauf Pass Pass Dobl Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: hjartakóngur. Vestur tekur tvo slagi á hjarta og skiptir svo yfir í laufdrottn- ingu. Eftir þessa byrjun liggur ljóst fyrir að vestur á ekki fleiri hjörtu. Austur á því fímm, og að öllum líkindum 5-6 lauf fyrir stökkinu kröftuga. Ef vestur hefði spilað laufkóng hefði kom- ið til greina að dúkka, henda tígli niður í laufás og trompa út tígulinn. En það er ekki þor- andi að gefa á drottninguna, því austur gæti yfírdrepið og tekið hjartaslaginn. En hvernig á þá að halda honum úti í kuldanum! Fyrst er tromp tekið þrisvar og þá sannast að hann á 2-3 tígla. Nú væri ágætt að geta spilað tígli tvívegis að blindum, en samgangurinn leyfír það ekki. Því er nauðsynlegt að leggja niður tígulás strax. Hendi vestur drottningunni í, má trompa lauf og tryggja samning- inn með því að spila austri inn á hjarta. Komi ekkert bitastætt í ásinn verður að taka ákvörðun hvort spila eigi austur upp á 0-5-3-5 eða 0-5-2-6. Vestur hefði kannski sagt fimm lauf með sexlitinn og því er fyrmefnda skiptingin heldur líklegri. Sagn- hafí trompar því Iauf heim og spilar tígli. Stingi vestur upp drottningunni, fær hann að eiga þann slag, annars fær hann á drottninguna í næsta slag á eft- ir. Vestur ♦ G105 ▼ ÁK ♦ D72 ♦DG1065 í undanrásum næsta Skákþings Sovétríkjanna kom þessi staða upp ! skák meistaranna Kras- enkov, sem hafði hvítt og átti leik, og Muratov. 24. Dffi! - Bxf6, 25. gxffi - Ke8, 26. Bf5! (Það eykur enn glæsileik drottningarfómar hvíts að hann má ekki tefla beint af augum: 26. Hh8+? — Kd7, 27. Bf5+ — He6, 28. Hxa8? er auðvit- að svarað með 28. — Ddl mát!) 26. - Kd8, 27. fee7+ - Kxe7, 28. Hel+ - Kd8 (28. - Kf8, 29. Be6 var einnig vonlaust) 29. Hg3 - c6, 30. Hg8+ - Kc7, 31. Hxa8 og með mann yfir vann hvítur auðveldlega. (Svartur gaf eftir 31. - cxd5, 32. Hxa7+! - Dxa7, 33. He7+ - Kb6, 34. Hxa7 - Kxa7, 35. Bh7 - d4, 36. Bg8 - Kb6, 37. Bxf7 - Kc5, 38. g4 - d3, 39. g5 - d5, 40. g6 - d4, 41. g7 — d2, 42. Bh5) Þetta fléttu- stef hefur oft áður sézt í þessum þætti, en ekki í svo flókinni mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.