Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 28
2S MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá afhendingu lífgunarborðsins í gær, frá vinstri eru lionessurnar Sigrún Skarphéðinsdóttir, Gunndis Skarphéðinsdóttir, Björg Pétursdóttir, Kristlaug Svavarsdóttir og Erla Hólmsteinsdóttir. Henni næstur er Halldór Jónsson forstjóri FSA, Baldur Jónsson bamalæknir, Friðrikka Árnadótt- ir ljósmóðir, Bjarni Rafnar yfirlæknir fæðinga- og kvensjúkdómadeildar og Hulda Eggertsdóttir formaður Aspar. Fæðingardeildin feer lífgnnarborð & ## Agóði af plastpokasölu lionessa í Osp Lionessuklúbburinn Ösp á Akureyri hefiir afhent feeðing- ardeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar lífgunarborð fyrir nýbura. Lionessur gengu hús úr húsi síðastUðið haust og seldu plastpoka fyrir sláturtíð- ina og fékkst borðið fyrir ágóð- ann af þeirri sölu. Hulda Eggertsdóttir, formaður Aspar, sagði við afhendinguna að gjöfínni fylgdi merkileg ósk, lion- essur vonuðust til að sem allra sjaldnast þyrfti að nota nýja tæk- ið. Hinsvegar væri mikil stoð af nýja tækinu ef grípa þyrfti til þess eftir fæðingar. Hulda sagði það misskilning að lionessur væru að gefa borðið. Það væru fyrst og fremst bæjarbúar, sem legðu til Qármagnið, með því að kaupa plastpokana. Lionessuklúbburinn væri aðeins framkvæmdaaðilinn og vissulega þyrfti einhver að taka að sér vinnuna í sambandi við slíka söfnun. Lífgunarborðið kost- ar um 250.000 krónur eftir að söluskattur er felldur niður, en samtök sem þessi þurfa ekki að greiða söluskatt af þeim tækjum, sem þau gefa. Með því spöruðust allt að 100.000 krónur. Leikfélag Akureyrar: Leikhússtjóri segir upp ARNÓR Benónýsson hefur sagt upp störfiun leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar. Arnór hættir endanlega hjá LA þann 1. mai nk., en hann sagði upp | jjþann 1. febrúar sl. Amór sagði ástæður fyrir upp- sögninni persónulegs eðlis. Sá ágreiningur, sem verið hefur á milli leikstjóra og leikara í sýningunni „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“, ætti ekkert skylt við þessa ákvörðun hans. Arnór var ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar síðastliðið sumar, þá til þriggja ára, með gagn- kvæmum þriggja mánaða uppsagn- arfresti. Amór sagði að sér hefði líkað norðandvölin ágætlega og fengið út úr henni mikla reynslu. Amór segist vera óráðinn í hvað taki við eftir að hann hættir störfum á Akureyri. Hinsvegar væri ýmis- legt í sigtinu. Leikhúsráð auglýsir innan skamms eftir nýjum leikhússtjóra í stað Amórs fyrir næsta leikár. „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?" var frumsýnt í gærkvöldi og æfingar á síðasta verki leikárs- ins, Sólarferð eftir Guðmund Steinsson, heflast á mánudag. Stefiit er að fmmsýningu á því 7. apríl. Leikstjóri verður Hlíf Agnars- dóttir. Hönnuðir leikmynda og bún- inga em Gylfi Gíslason og Freyja Gylfadóttir. Leikarar verða Theódór Júlíusson, Þráinn Karlsson, Marinó Þorsteinsson, Anna S. Einarsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Sunna Borg, Margrét Pétursdóttir og Ingólfur Bjömsson. Háskólabíó: Sýningar á „I dul- argerfi“ HÁSKÓLABÍÓ hefiir tekið til sýningar myndina „í dulargervi" með Arliss Howard, George Wendt og Suzy Amis í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Martha CooUdge. Hver framdi afbrotið er spum- ingin sem leynilögreglumaðurinn Nick Dunbar verður að svara, til að finna morðingja ungs mennta- skólakennara. Nick læst vera nem- andi og hann verður því fyrir sama álagi skólafélaganna og skrif- finnsku sem hann átti við að fást á námsámm sínum, þar á meðal ýmsa hegðun sem ekki samrýmist málinu á nokkum hátt. i. J4# n ta Ui M Í4nU44 s B ffi m a 1 ék ^þf44= Kri juai m í i Alþýðuhúsið Skipagötul4, Akureyri Veitingarekstur Til leigu er húsnæði og búnaðurtil veitingareksturs í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, Akureyri. Skriflegum umsóknum skal skila fyrir 23. febrúar nk. Nánari upplýsingar veita Valmundur Einarsson í síma ~2 75 05 og Jóna Steinbergsdóttir í síma 2 16 35. Opnir dagar í Verkmenntaskólanum: Leikverk, útvarp, kaffihús og fleira Verkmenntaskólinn heldur í næstu viku svokallaða opna daga og er þetta annað árið í röð sem slíkir dagar eru haldnir. Opnir dagar eru alfarið skipulagðir af skólafélaginu, en formaður þess er Vignir Sigurðsson. Hann sagði að það kenndi ýmissa grasa að þessu sinni og eftirvænting væri mikil hjá nemendum. Öll hefð- bundin kennsla fellur niður frá mánudegi til fimmtudags, að báðum dögum meðtöldum. Það þýddi þó ekki að nemendur gætu slegið slöku við mætinguna, enda virkt eftirUt haft með henni. Leikklúbbur Verkmenntaskól— ans„Stælt og stolið" frumflytur ærslaleikinn „Erpingham-búðimar" eftir enska leikritaskáldið Joe Orton í Freyvangi á mánudagskvöld undir leikstjóm Péturs Eggerz. Níu nem- endur taka þátt í leiknum og fara sýningar fram á kvöldin fram til fímmtudagskvölds. Þær eru ein- ungis ætlaðar nemendum VMA, en að opnum dögum loknum eru ráð- gerðar sýningar fyrir almenning. Útvarp VMA sendir út á FM- tíðni 104,9 þessa ijóra daga frá kl. 8.00 á morgnana til kl. 1.00 um nætur. Opnir dagar verða settir kl. 9.00 á mánudagsmorgun. Þann sama dag mun vamarliðið á Keflavíkurflugvelli sýna þyrlu á Eyrarlandsholti og Friðþór Eydal heldur fyrirlestur um vamarliðið og hlutverk þess. Námskeið verða haldin í samkvæmisdönsum, mat- reiðslu, blómaskreytingum og snyrtifræði svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í útreiðartúra, skíða- og skautaferðir og kl. 20.30 á mánudagskvöld mun Valgeir Guð- jónsson halda tónleika í skólanum. Fjöldinn allur af ferðum er á dag- skránni sem nemendur geta valið um. Farið verður í heimsókn að Bændaskólanum á Hólum, í dorg- veiði á Mývatni, sjúkrahúsferð til Sauðárkróks, matarveislu f Hrísey, skoðunarferðir f fyrirtæki og sögu- staðir í Eyjafirði heimsóttir undir leiðsögn séra Bolla Gústafssonar í Laufási. Sigmundur Emir Rúnarsson, fréttamaður á Stöð 2, kemur norður og fjallar um fréttamennsku í fjöl- miðlafári. Þá munu fulltrúar allra stjómmálaflokkanna standa fyrir flokkakynningu. Fréttablaðið „Jón Kmkkur" verður gefið út fimm sinnum og er það blaðaútgáfufélag skólans sem stendur að því og að lokum má geta þess að kaffihús verður starfrækt í skólanum alia opnu dagana þar sem jafnvel má búast við einhverjum uppákomum. Tónlistarskólinn: Fjöldi kenn- ara og nem- enda á styrkt- ar tónleikum Styrktartónleikar fyrir Minn- ingarsjóð Þorgerðar S. Eiríks- dóttur verða haldnir í sal Gagn- fræðaskóla Akureyrar á morg- un, sunnudag, og heQast þeir klukkan 17.00. Fjöldi kennara og nemenda Tón- listarskólans á Akureyri kemur fram og flytur fjölbreytta efnisskrá. Meðal efiiis má nefna einleiks- og tvíleiksverk fyrir pfanó eftir Chopin, Kabalevsky, Mozart og Schubert, sönglög og dúetta eftir Brahms og Dvorák, verk fyrir fiðlu eftir Kreisl- er og tríó fyrir klarinett, lágfiðlu og píanó eftir Mozart. Úr hópi nemenda koma fram á tónleikunum Ásta Óskarsdóttir fiðlunemi, Helena Guðlaug Bjama- dóttir. Hólmgeir Sturla Þorsteins- son, Óskar Einarsson, Sigrún Jóns- dóttir píanónemar, Auður Ámadótt- ir, Dagný Pétursdóttir, Jón Áma- son, Sigrún Jónsdóttir og Sigur- björg Hlöðversdóttir söngnemar. Þeir kennarar, sem verða á meðal flytjenda, em Christopher Thomton klarinett, Guðrún A. Kristinsdóttir, Kristinn Öm Kristinsson, Liza og Nigel Lillicrap pfanóleikarar, Þuríð- ur Baldursdóttir söngkona og Guð- rún Þórarinsdóttir lágfiðluleikari. Minningarsjóður Þorgerðar S. Eiríksdóttur var stofnaður árið 1973 og hefur hann að markmiði að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms. Háskólabíó hefur tekið til sýninga myndina „í dulargervi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.