Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Minning: Daði Magnússon flugflutningamaður Fæddur 21. júní 1929 Dáinn 11. febrúar 1989 Daði Magnússon kom til starfa f slökkviliðinu í júlí 1977 þannig að hann var búinn að vinna hjá okkur í tæp tólf ár þegar hann lést tæplega sextugur. Daði vann við flugfrakt í flugþjónustudeild slökkviliðsins þar sem hann sá um að undirbúa vörur til flutnings með hervélum. Hann vann einnig við að hlaða og afhlaða flutningavélar hersins. Þetta starf sem Daði vann er mikið ábyrgðarstarf sem krefst mikillar þekkingar á hinum ýmsu flugvélum og tækjum sem notuð eru. Svo vel voru þessi störf Daða innt af hendi að flugmenn hersins sem til Keflavíkurflugvallar fljúga hafa ítrekað haft á orði að hvergi annars staðar hafi þeir fengið eins hraða, örugga og áreiðanlega þjón- ustu og einmitt hjá flugfraktinni þar sem Daði vann. Þetta er nú ekkert smá hól fyrir einn mann og var Daði heitinn sæmdur sérstakri •. viðurkenningu og verðlaunum fyrir þessi störf. Daði hafði átt við sjúk- dóm að stríða sem hann hafði feng- ið nokkra bót á fyrir nokkrum árum, þrátt fyrir það var hann sífellt að og vann öðrum betur, svo mikil var eljan og dugnaðurinn að mönnum þótti nóg um og mæltust til að undirritaður tæki að sér að hægja á Daða, en það gengur nú ekki með dugnaðarmenn eins og Daði var og mun alltaf verða minnst. Tveir syn- ir Daða unnu um tíma hér í slökkvi- liðinu þar sem ég kynntist þeim báðum. Synir hans báðir eru mér minnisstaeðir fyrir það hvað þeir voru einstaklega ljúfir, samvinnu- þýðir og samviskusamir eins og Daði var sjálfur alla tíð. Hér á fyrstu árum Daða í liðinu fór fram mikil uppbygging í flugþjónustu- deildinni. Hann Daði átti stóran þátt í þeirri uppbyggingu og eru allir sammála um að vandvirkari iðnaðarmaður væri vandfundinn. Öll hans verk voru öðrum leiðar- ljós, öll hans framkoma til fyrir- myndar. Við munum sakna vinar okkar og félaga, Daða Magnússon- ar, og ávallt minnast hans með djúpri virðingu og þakklæti. Jó- hönnu, eiginkonu Daða, bömum hans og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og óska þeim öllum Guðs blessunar. Haraldur Stefansson slökkviliðsstjóri, Keflavíkurflugvelli. Sú harmafregn barst laugardag- inn 11. febrúar sl. að vinnufélagi okkar, Daði Magnússon, hefði látist þá um nóttina. Menn setur hljóða og það er sem strengur bresti hið innra. Erfitt er að skynja þetta til fulls í fyrstu, en ekki tjáir að efast þegar kallið er komið. Daði fæddist þann 21. júlí 1929 og hefði því orðið sextugur í sum- ar. Hann hóf störf hjá Flugvallar- þjónustu slökkviliðsins á Keflavík- urflugvelli í júlí 1977 og starfaði þar óslitið til dauðadags. Daði vann t Móðir mín og tengdamóðir, HÓLMFRÍÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR fré Hrollaugsstöðum é Langanesi, lést 16. febrúar í sjúkrahúsi Húsavíkur. Vilhjélmur Magnússon, Guðrún Þórðardóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÓLÖF JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Álftamýri 24, andaöist aðfaranótt 17. febrúar á öldrunarlækningadeild Land- spítalans, Hótúni 10. Gunnar Þorkelsson, Jóna Sigurbjartsdóttir, Guðbjörg Lfsa Gunnarsdóttir, Eygló Ida Gunnarsdóttir. t GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR fré Enniskoti, Furugerðl 1, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. þ.m. kl. 13.30. Kristfn Jónsdóttir, Inga Kristjénsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU LÍNDAL, Haukanesl 20, Garöabæ, Haukur Helgason, Óskar Karlsson, Klara G. Karlsdóttlr, Karl Hauksson, Penafrancia L. Hauksson og barnabörn. sér strax traust í starfi og var annálaður fyrir sérstaka samvisku- semi, ósérhlífni og snyrtimennsku. Hann var góður félagi er talaði tæpitungulaust og hafði skoðun á málum. Daði var samvinnuþýður og sanngjam maður, sem aldrei hallaði á neinn. Nú, þegar við kveðjum góðan félaga með sárum söknuði, vottum við eftirlifandi eiginkonu hans, Jó- hönnu Hallgrímsdóttur, bömum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Vinnufélagar Kveðjuorð: Kristjana E. Schmidt Mig langar til að rita hér örfá orð um Kristjönu Einarsdóttur Schmidt, tengdamóður systur minnar. Kristjana lést þann 11. febrúar sl. eftir afar erfíð veikindi undanfama mánuði. Kristjana fæddist árið 1910 á ísafírði og ólst þar upp. Hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Ró- bert Schmidt, árið 1936 og eignuð- ust þau §'óra mannvænlega syni. Kristjana var afskaplega góð kona og vil ég þakka henni hversu elskuleg hún var alla tíð við mig og bömin mín, til dæmis kallaði dóttir mín hana lengi vel „ömmu Sjönu". Kristjana bar aldur sinn vel, var alla tíð mjög ungleg í útliti og allt- af var hún vel klædd og snyrtileg. Hún var sterkur persónuleiki og bar hag annarra fyrir bijósti. Margar gleði- og ánægjustundir höfum við átt saman í gegnum árin og alltaf var jafn gott og skemmtilegt að hitta Kristjönu og Róbert í af- mælisveislum og boðum hjá Bryndísi systur minni og Reyni. Kristjana hafði mikla ánægju af að spila bingó og fékk oft vinninga. Þegar móðir mín var á lífí fóru þær mikið saman og spiluðu bingó og áttu margar góðar stundir saman. En það voru ekki bara þær tvær, sem áttu vel saman, því gott sam- band var á milli allra í fjölskyldun- um. Nú er lífi Kristjönu lokið hér á jörðu, hennar verður sárt saknað, megi góður Guð varðveita hana um alla eilífð. Róbert minn, synir og fjölskyld- ur, ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Blessuð sé minning Kristjönu. Halla Gisladóttir Sigurður Helgason - Minningarorð Nú er Sigurður Helgason allur. Hann fæddist í Reykjavík þann 8. júlí 1904, sonur hjónanna Oddrúnar Sigurðardóttur og Helga Magnús- sonar kaupmanns. Sigurður lést þann 13. janúar sl. í mörg ár hef ég ætlað að heim- sækja Sigurð en aldrei orðið neitt úr neinu. Kannski vegna þess að sá sem tengdi okkur saman var horfinn. Að rita minningarorð um látna menn er venjulega síðasta tækifærið til að sýna þeim sóma. Þetta tækifæri gríp ég nú. Ég kynntist Sigurði Helgasyni fyrir hartnær 20 árum, þegar hann gerðist leigjandi hjá föður mínum í Templarasundi 3 í Reykjavík. Þar bjó faðir minn um árabil og rak lögfræðiskrifstofu, þar sem nú er Veitingahúsið við Tjörnina. Þar sem fólk situr nú yfir dýrum krásum sátu þeir saman á síðkvöldum, pabbi og Sigurður, og rýndu í biblí- una. Trúaráhugi beggja var mikill og biblían, bók bókanna, var sann- arlega þeirra bók. Ég kom oft í Templarasundið til þeirra og ævin- lega fann ég til þess með þakklæti hversu góðan vin forsjónin hafði útvalið pabba mínum í Sigurði. Umhyggja hans og velvild til föður míns og okkar, barna hans, lá allt- af í loftinu og kom líka fram í ýmsum áþreifanlegum myndum. Mér er t.d. minnisstætt þegar Sigurður seldi mér bláa kaffistellið sem Guðrún Bfldal kona hans, annáluð myndar- og smekkkona, hafði smám saman keypt sér í búið. Ég hafði verið lasin um tíma og eitt sinn sem oftar komu þeir í heim- sókn, pabbi og Sigurður. Ég hafði fótavist og fór að reiða fram kaffi fyrir þá í stórum skipsföntum. Upp- úr 1970 lagði fólk af minni kynslóð ekki mikið uppúr ytri lífsgæðum, öreigablærinn þótt eftirsóknarverð- ari. En Sigurður Helgason var ekki sama sinnis. Hönum blöskraði al- gerlega að sjá reitt fram kaffi á þennan hátt, það gekk yfir smekk- vísi hans að sjá unga konu skella stórum, þykkum glerkönnum á ódúkað borð. Kaffíð drakk hann samt og lét sem ekkert væri. En daginn eftir kom hann aftur í heim- sókn með útsaumaðan dúk og silf- urteskeiðar og nokkra bolla úr dönsku postulfni, skreytta með hinni margfrægu jólarós. Hann lagði hart að mér að kaupa gegn vægu gjaldi þetta fallega kaffístell fyrir 14 manns, og sagði í því sam- bandi að ég yrði að gá að því að bömin mín stækkuðu og þau yrðu að fá að umgangast fallega hluti, það væri sálargöfgandi. Þannig eignaðist ég fyrir lítið fé þetta und- urfallega kaffistell og kunni satt best að segja ekki að meta það sem skyldi framan af. En það er langt síðan ég fór að meta hið fagurfræði- lega og hagnýta gildi þess og einn- ig þann mikla vináttuhug sem á bak við þessa gjörð Sigurðar lá. Fór að skynja þá virðingu sem hann sýndi mér með þvi að trúa mér fyrir dýr- mætri eign þeirrar konu sem hann mat hvað mest á lífsleiðinni. í hvert sinn sem ég legg bláa stetlið á borð fyrir góða gesti hugsa ég til Sigurðar og er þakklát fyrir að hafa átt vináttu hans, þó svo að tengslin milli okkar hafi rofnað eftir að faðir minn dó. Ég á bágt með að trúa öðru en Sigurður Helgason eigi vísa vist við veislu- borð hinum megin, sé um slíkt að ræða. Það þætti mér að minnsta kosti sanngjöm umbun fyrir þann hlýleika sem ég veit að hann auð- sýndi samferðafólki sínu. Hvfli hann í guðsfriði. Guðrún Guðlaugsdóttir + Eiginmaður minn, EIRlKUR briem verkfrasðlngur, lést á heimili sínu 17. febrúar. Mœja Greta Briem. Í Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÞORGRÍMS EINARSSONAR frá Sfðumúlaveggjum, HvftársfAu. GuAmundur Þorgrfmsson, Svanbjörg Eirfksdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall og útför móður okkar, tengdamóöur og systur minnar, PETRÍNU HALLDÓRSDÓTTUR KOHLBERG. Katla og Peter M. Bush, Vlvlan og Dóri Sam Kohlberg, HafllAI Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.