Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 39
1 aei HAOflifiHM ?! SlVlUAClílA.í'IIAJ IIUUJ^VMöStOII _____ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 39 fclk f fréttum Léttúð og lausung með Elsu Lund S-|j6smyndir Agli Ólafesyni virðist ekki lítast allt of vel á Magnús bónda. Skemmtanir Ragnhildur Sverrisdóttir Hvar er Elsa? heitir ný skemmtisýning, sem nú er í Þórscafé. í nafni sýningarinnar er vísað til léttúðardrósarinnar Elsu Lund, sem hefur glatt land- ann í sjónvarpsþáttum Hemma Gunn í vetur. Auk Elsu sjálfrar kemur fram hópur skemmtikrafta í sýningunni, sem stendur í u.þ.b. IV2 klukkustund. Áður en sýningin í Þórscafé hefst snæða gestir hinn ágætasta kvöldverð. Sviðsmyndin er blanda af skóverkstæði og bjórstofu og strax í upphafí sýningar kemur skýringin á því. Smári skóari Sjutt, sem Egill Ólafsson leikur, ákvað nefnilega að græða dálítið á bjómum og skellti upp barborði á skóvinnustofunni. Nú er fyrir- tæki hans veitingaverkstaeðið Skór og bjór. Sýningin hófst með því að Nadía Banine og Egill sýndu óvenjulega útgáfu fatahönnuðar- ins Elsu Lund á íslenska þjóð- búningnum. Búningurinn var vægast sagt ólíkur þeim hefð- bundna, enda vill Elsa ekki hafa neitt „púkó“. Egill söng þekkta slagara milli atriða sýningarinnar og gerði það vel að v.anda. Nadía var lengst af í hlutverki þjónustu- stúlku á bamum og stóð sig með prýði. Vikið var að bjómum og þeirri miklu umræðu, sem varð um hann á Alþingi. Þrír þingmenn stigu í pontu og ræddu bölið. Þegar þeir hurfii af vettvangi hringdi síminn hjá Smára skóara og þá heyrðu gestir í Elsu Lund, sem var stödd { utlöndum að „þræða kræmar". Hún var á flakki milli Parísar, London og hinna Norðurlandanna, að eigin sögn, til að kynna sér bjórmenningu. Smári skóari var uggandi vegna veitingaverkstæð- is síns, en Elsa kvaðst vera búin að útvega skemmtikrafta fyrir hann. Skemmtikraftamir, sem Elsa hafði lofað, sýndu Smára skóara hvað þeir höfðu fram að færa. Laddi fór m.a. á kostum í hlut- verki tveggja bræðra, sem vom með örstutt skemmtiatriði, svo stutt að Smára varð um og ó. Magnús bóndi ranglaði líka inn á barinn. Orðaleikir og útúrsnún- ingar hans virðast alltaf vekja jafti mikla kátínu. í síðasta hluta sýningarinnar birtist loks Elsa Lund, þreytt eftir ferðalög um útlönd. Hún lét það þó ekki á sig fá og brást ekki vonum manna um góða skemmt- un. Maðurinn, sem sat ásamt konu sinni við sviðið, var orðinn ansi vandræðalegur þegar Elsa riijaði Nadía Banine, Haraldur Sigurðsson og Eisa Lund í sveiflu. S-ljósmyndir Olgeir íbbsen, bjóreftirlitsmað- ur. upp liðnar ánægjustundir þeirra saman, en aðrir gestir skemmtu sér konunglega á hans kostnað. Sýningunni lauk með því að sungnir vom ýmsir slagarar, sem fólk kyrjar gjaman í góðum hópi á veitingahúsum. Gestir tóku vel undir og kunnu greinilega danska braginn um manninn sem fór út að kaupa bjór, auk ýmissa ann- arra söngva. Ekki er hér talið nema brot af þeim skemmtiatriðum, sem Þórs- café býður upp á um þessar mund- ir. Skemmtikraftar stóðu sig allir með prýði og sýningin „Hvar er Elsa?“ er hin besta skemmtun. Auk þeirra Ladda, Egils og Nadlu tekur þátt í sýningunni Haraldur Sigurðsson, sem kemst ágætlega frá sínu. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar sér um undirieik, en leikstjóri sýningarinnar er Eg- ill Eðvarðsson. Morgunblaðið/Bjarai Foreldrar Qölmenntu á kynningnna með börnum sínum. FRAMFARIR Dós með kælikerfi Japanir eru annálaðir hugvitsmenn og oftar en ekki beinist fram- farahugurinn að því að bæta líf alþýðu manna. Nýverið hóf jap- anskt fyrirtæki að tappa hrisgrjónavíni eða „sake“ á dósir með innbyggðum kælibúnaði. Nú getur almenningur þar í landi fengið sér kalt hrísgrjónavín hvenær sem þorstinn sækir að á heitum sumardögum. Áðeins þarf að þrýsta á botn dósarinnar og hrista hana kröfuglega. Við þetta losnar kæliefni úr læðingi og hitastig vökvans fellur um 15 gráður á svipstundu. Sex „galdra-dósir“ af hrísgrjónavíni kosta 1.560 jen eða rúmar 390 krónur. Uppfinning- in þykir þó ekki gallalaus. Áhugamenn um „sake“-drykkju hafa kvartað undan því að hver 330 millítra dós geymir aðeins rúma 140 millítra af víni þar eð kælikerfið er nokkuð plássfrekt. ÆFINGASKÓLINN COSPER Foreldrunum boðið í þorramat Kynning var nýlega fyrir foreldra og aðra gesti á verkefni, sem 7. bekkur í Æfingaskóla Kennaraháskólans hafði unnið að vikumar á undan. Verkefnið var um unglinga hér og þar og var fjallað um málefnið frá ýmsum hliðum. Eftir kynninguna var haldið smá þorrablót fyrir gestina og lögðu nemendur til matinn. Undir borðum vora sungin nokkur þorralög við undirleik tveggja nemenda. Foreldramir lýstu yfir ánægju með kynn- inguna og kunnu vel að meta framtak nemendanna. Nemendumir unnu að verkefninu og kynningunni undir stjóm umsjónarkennara sinna, Lilju Jónsdóttur og Páls Ólafssonar. — Ég hef það á tilfinningiumi að hveitibrauðsdögum okkar sé senn lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.