Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 23
' MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Kaupmannahöfii: Allt með Mði og spekt í Kristjaníu Friður ríkti að nýju í „fríríkinu" Kristjaníu i Kaupmannahöfii i gær eftir átökin, sem urðu á þriðju- dag, þegar lögreglan lokaði öllum veitingastöðunum þar. Lögreglan réðst þá inn á 13 veitingastaði, sem fengið höfðu frest til 1. febrú- Frakkland: Fatahönn- uðurinnLa- roche allur París. Reuter. FRANSKI fatahönnuðurinn Guy Laroche lést i gær, 66 ára að aldri, eftir langvarandi veik- indi. Laroche, sem var einn af fræg- ustu fatahönnuðum heims, var þekktur fyrir tískufatnað sem fyr- irtæki hans bauð konum á tiltölu- lega lágu verði. Síðast var hann verðlaunaður fyrir besta vorfatn- aðinn fyrir þremur vikum. Hann lést á heimili sínu í París eftir að hafa átt við krabbamein að stríða í eitt og hálft ár. ar til að sækja um vínveitinga- leyfí, en ekki hirt um að verða við kröfum hins opinbera, áður en fresturinn rann út. Fríríkið hefur verið fleiim í holdi stjórn- valda allt frá því að til þess var stofhað, skömmu eftir að danski herinn rýmdi byggingarnar þar fyrir sautján árum. Fjöldi hústökufólks, hvaðanæva að úr Kaupmannahöfn, dreif að, þeg- ar fréttist um aðgerðir lögreglunnar. Kastaði fólkið steinum og bensín- sprengjum, en lögreglan beitti tárag- asi og kylfum. Flestir af íbúm Kristjaníu héldu sig í hæfilegri ijarlægð og fylgdist með átökunum. „Við færðum lög- reglunni kaffí og blóm,“ sagði Jorgen Tulipan, sem á sæti í stóm fríríkis- ins. íbúamir hafa hummað fram af sér allar tilraunir til að koma Kristj- aníu undir umsjón hins opinbera. í aðgerðunum á þriðjudag, hreins- aði lögreglan allt úr kæligeymslum veitingahúsanna og flarlægði drykkj- arfong. Að sögn dómsmálaráðuneyt- isins meiddust fimm lögreglumenn í átökunum, en enginn þeirra alvar- lega. Átta vom handteknir. Jergen Tulipan sagði, að veitinga- húsin hefðu opnað aftur strax og lögreglan hefði horfið af vettvangi. „Hér er allt komið í eðlilegt horf aftur,“ sagði hann. Arabaríkin: Aukið efhahagssamstarf Ba^dað, Marrakesh. Reuter. TVO ný bandalög sáu dagsins ljós í arabaríkjunum í fyrradag og er það markmið beggja að auka samvinnuna í efiiahagsmálum og koma á sameiginlegum markaði. Er annars vegar um að ræða ír- ak, Egyptaland, Jórdaníu og Norður-Jemen, sem standa að Arabísku samstarfestofiiuninni, ACC, og hins vegar Norður-Afríkuríkin Ma- rokkó, Alsfr, Lfbýu, Túnis og Máritanfu, sem hafa myndað Magreb- bandalagið. Undirrótin að áhuga arabaríkj- anna á aukinni efnahagssamvinnu er fyrst og fremst Evrópubandalag- ið og væntanlegur innri markaður þess árið 1992. Embættismaður eins ACC-ríkisins sagði, að banda- lagið tæki aðeins til efnahagsmála en margir telja, að nái það mark- miðum sfnum í þeim efnum geti það haft mikil pólitísk áhrif. Fyrsti forseti þess er Saddam Hussein íraksforseti en skipt verður um í embættinu árlega. Aðalstöðvar þess verða í Amman í Jórdaníu. Aðildarríki Magreb-bandalags- ins hafa unnið að stofnun þess í átta mánuði og er það sniðið í flestu eftir skipulagi Evrópubanda- lagsins. Vildi Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi, að bandalagið næði einnig til annarra ríkja í norðan- verðri Afríku, t.d. Chads, Malís, Nígers og Súdans, en aðrir tóku þunglega undir það. Hátt á þriðja hundrað lögreglumenn tóku veitingahús í „frfrfkinu Kristjaníu“ síðastliðinn þriðjudag með áhlaupi, lokuðu þeim og gerðu m.a. birgðir matar og drykkjar upptækar. Barst leikurinn niður í Kristjánshöfh, áður en lögreglan hvarf á braut úr hverfinu. Myndin var tekin er átökin stóðu sem hæst en andstæðingar lögreglu notuðu m.a. grjót og bensinsprengjur. Lögreglumenn svöruðu fyrir sig með kylfuhöggum og táragasi. Palme-málið: Var embættisskrifstofh saksóknarans hleruð? Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR níu daga eru þrjú ár liðin, frá því að Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, var myrtur á götu úti í miðborg Stokkhólms. Allt bendir til þess, að rannsókn morðsins sé nú aftur komin í sjálf- heldu, enda þótt 41 árs gamall maður sé í gæsluvarðhaldi vegna gruns um, að hann sé morðinginn. Stjómarskrámefnd sænska þingsins heldur áfram rannsókn sinni á íhlutun ríkisstjómarinnar í lögreglurannsóknina á morðinu. í gær komu K. G. Sveinsson saksókn- ari og P. G. Næss, fyrrum næst- æðsti vfírmaður öryggislögreglunn- ar, SAPO, fyrir nefndina. Báðir veittu þeir nefndinni upplýsingar, sem komu á óvart og vöktu at- hygli og undrun. K. G. Sveinsson hélt því fram, að embættisskrifstofan, sem hann hafði til afnota sem saksóknari í Palme-málinu, hefði verið hleruð, og það hefði að öllum líkindum ver- ið fyrrum lögreglustjóri og jfirmað- ur morðrannsóknarinnar, Hans Holmer, sem gefið hefði skipun um þá aðgerð. „Enginn annar hefði getað gert það,“ sagði Sveinsson frammi fyrir furðu lostnum nefnd- armönnunum. P. G. Næss staðhæfði, að Sten Wickbom, fyrrum dómsmálaráð- herra, hefði veitt þegjandi sam- þykki sitt við hlerununum strax í marsbyijun 1986, þ. e. aðeins fáum dögum eftir að morðið var framið, og þar með dregið ríkisstjómina inn í málið. Næss sagði, að ríkisstjóm- inni hefði borið skylda til að taka ákvörðun um hleranir af þessu tæi, en Holmer hefði talið samþykki af hálfu SÁPO fullnægjandi. Næss sagði enn fremur, að Hol- mer hefði reynt að koma því fram með samþykki ríkisstjómarinnar, að hann tæki að sér jfirstjóm SÁPO, meðan á rannsókninni stæði, en Holger Romander, fyrrum ríkis- lögreglustjóri, hefði hlutast til um, að af því varð ekki. Næss sagði einnig, að Holmer • hefði gefið fyrirskipanir um, að heimili Kúrda í Svíþjóð væm hler- uð, sem hefði verið allsendis ólög- legt — án heimilda frá ríkisstjóm, saksóknara eða þingi. „Enginn gat slegið í borðið og mótmælt," sagði Næss. „Holmer fór algjörlega sínu fram.“ Það hefur áður komið berlega fram, að þann tíma, sem Holmer stjómaði rannsókninni, sagði hann dómsmálaráðunejrtinu og stómm hluta ríkisstjómarinnar algjörlega fyrir verkum. eitt tvö þrjú . það varst þú! Þú getur notað sömu tölurnar aftur og aftur - með því að kaupa tveggja, fimm, eða tíu vikna miða, Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511 SAMEINADA/SlA I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.