Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 25
24 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Útgefandi r ramkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 70 kr. eintakið. Selir, hvalir og þjóðhöfðingjar Við sem búum hér á norður- slóðum og höfum getað nýtt okkur náttúrugæði án af- skipta þjóða, sem búa við allt aðra lífshætti, eigum erfítt með að sætta okkur við afskipti umhverfísvemdarsinna af veið- um okkar. Norðmenn eiga und- ir högg að sækja vegna sjón- varpsmyndar, sem þykir sýna grimmilega framgöngu þeirra við seladráp. Við stöndum í stríði vegna hvalveiða. Deilur vegna þessa taka á sig hinar furðulegustu myndir. Þannig hefðu líklega fáir átt von á að Karl Gústaf Svíakon- ungur tæki upp á því að senda Norðmönnum neyðarleg skeyti vegna selveiða. Sé litið til sög- unnar má ætla, að fátt þjappi Norðmönnum meira saman, án tillits til þess hver málstaðurinn er, en afskipti Svíakonungs, sem þeir telja óviðeigandi íhlut- un í norsk málefni. Samkvæmt sænsku stjómarskránni er hlutverk Svíakonungs nú lítið annað en táknrænt. Að maður í slíkri stöðu skuli halda þannig á málum, að orð hans- kyndi undir milliríkjadeilur norrænna frænd- og nágrannaþjóða er í einu orði furðulegt. Hvað sem því líður verða Norðmenn að taka til hendi og snúa vöm í sókn í þessu selamáli, sem alls ekki er lokið. Eitthvað segðu íslendingar ef Margrét Dana- drottning sendi þeim svipaða kveðju í hvalamálinu og Norð- menn fengu frá Svíakonungi, en forfeður þessara jijóðhöfð- ingja voru áður yfír Islandi og Noregi. Hvalamál okkar er einnig enn á döfínni. A næstunni ætla Grænfriðungar að efna til mót- mæla gegn okkur um þver og endilöng Bandaríkin. Ekkert þýðir að ræða um þau mót- mæli við bandarísk stjómvöld. Þau geta ekki bannað almenn- ingi að mótmæla því, sem hann vill. Á hinn bóginn höfum við haldið uppi viðræðum við Bandaríkjastjóm um þá hlið, sem að henni snýr vegna bandarískra laga. Ráðherrar landanna hafa oft rætt um málið og um það hefur tekist samkomulag oftar en einu sinni. Á sínum tíma ritaði Þor- steinn Pálsson þáverandi for- sætisráðherra Ronald Reagan þáverandi Bandarílg'aforseta bréf vegna hvalamálsins. Reag- an var aðili að málinu vegna bandarísku stjómarskrárinnar, þar sem framkvæmdavaldið er r höndum forsetans. Fréttir hafa nú borist af því, að frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra, Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra og Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra hafí ritað starfsbræð- rum sínum í Vestur-Þýskalandi bréf vegna hvalamálsins. Var þar meðal annars vísað til við- ræðna, _sem fram fóru þegar forseti íslands var í opinberri heimsókn í Vestur-Þýskalandi á síðasta sumri. Það er ekki á valdi þýskra stjómvalda að stemma stigu við framgöngu Grænfriðunga þar í landi og í raun er hvala- deilan ekki milliríkjamál íslenskra og þýskra stjómvalda eins og íslenskra og banda- rískra. Eftir að Halldór Ásgrímsson hafði skýrt frá því í skýrslu til ríkisstjómarinnar, að forseti íslands hefði ritað fyrrgreint bréf og frétt um það birst í fjöl- miðlum, gerðist atburður, sem er einsdæmi og sýnist ekki styðjast við nein stjómskipuleg ákvæði. Forsetar Alþingis und- ir forystu forseta sameinaðs þings, settust á rökstóla um það, hvort þeir sættu sig við efni bréfs forseta íslands. For- seti sameinaðs þings sagði að þeim fundi loknum, að þingfor- setamir hefðu ekkert við bréfíð að athuga. Hvað hefðu for- svarsmenn Alþingis gert, ef niðurstaða þeirra hefði orðið önnur? Hvaðan kemur þeim vald til að úrskurða um efni bréfa forseta fslands? Vita þeir ekki að ráðherrar bera ábyrgð á gjörðum forseta samkvæmt stjómarskránni? Ef vilji ráðamanna stendur til þess að breyta stjómarhátt- um og fara aðrar leiðir en hing- að til hefur verið talið í sam- ræmi við stjómarskrá lýðveld- isins, fer auðvitað best á því, að tillögur séu gerðar um breyt- ingar á stjómarskránni og þær hljóti síðan afgreiðslu lögum samkvæmt. Þannig hefur Mauno Koivisto, Finnlands- forseti, til dæmis beitt sér fyrir tillögum er miða að því að minnka vald forseta Finnlands meðal annars í utanríkismál- um. Deilur um seli og hvali mega ékki verða til þess að hrófla við undirstöðum stjómskipunar á Norðurlöndunum. Um stjóm- lögin og hlut þjóðhöfðingja á að takast við aðrar aðstæður. Knésettír kratar og kj arasamní ngar eftir Þorstein Pálsson Um nokkum tíma hefur það ver- ið kunnugt að mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins hefði áhuga á að byggja varaflugvöll hér við Norður-Atlantshafið. Það gæti verið góður kostur vegna sameigin- legra hagsmuna íslands og Atlants- hafsbandalagsins að gera slíkan flugvöll hér á landi. En vitað er að bæði Danir og Grænlendingar hafa sýnt því áhuga að slíkur flugvöllur yrði á Grænlandi. Þó að þetta mál hafi verið á döf- inni um nokkum tíma er það fyrst nú upp á síðkastið að almennar umræður hafa farið fram um efnið. Þær hafa verið um margt athyglis- verðar. Efnisrökin með og á móti em sjálfstæður þáttur í þessum umræðum. En hitt hefur ekki vakið minni athygli hvemig Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokkur- inn knésetja Alþýðuflokkinn í sér- hveiju því máli þar sem hann reyn- ir að hafa sérstöðu. V araflugvöllur og mannvirkjasjóður Vegna staðfestu Atlantshafs- bandalagsríkjanna hafa orðið mikl- ar breytingar í alþjóðamálum. Menn eygja nú möguleika á verulegri fækkun kjamorkuvopna og sam- drætti í hefðbundnum heralfa. Aug- ljóst er að nýr tími kallar á ný við- horf og í stað hefðbundinnar hem- aðarlegrar uppbyggingar og aukins heralfa verður í framtíðinni meiri áhersla lögð á hverskonar eftirlit og öryggisráðstafanir. Nýr vara- flugvöllur sem reistur yrði af mann- virkjasjóði Atlantshafsbandalagsins er því í einu og öllu í takt við þær breytingar sem nú eru að verða í alþjóðamálum. Gerð nýs varaflugvallar af þessu tagi er því bæði í fullu samræmi við grundvallarstefnu íslands í ut- anríkis- og vamarmálum svo sem hún hefur verið framkvæmd undan- fama fjóra áratugi og þau nýju við- horf sem em að skapast á alþjóða- vettvangi. íslensk stjómvöld hafa frá upphafi sett þau skilyrði að engin hemaðammsvif yrðu á flug- velli sem þessum á friðartímum. í tíð fyrrverandi ríkisstjómar gerði ég til að mynda bandarískum stjómvöldum og hemaðaryfirvöld- um grein fýrir þessari afstöðu og þeim augljósu skilyrðum sem slík framkvæmd yrði bundin af okkar hálfu. Á þau var fallist af hálfu bandarískra yfírvalda og nú hefur það verið bréflega staðfest af hálfu framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins að í einu og öllu em þau skilyrði sem við höfum sett virt af hálfu Atlantshafsbandalags- ins. Þannig liggur alveg ljóst fyrir að varaflugvöllurinn yrði starfrækt- ur af almennum borgurum, þar yrðu engin hemaðarleg umsvif og engir hermenn á friðartímum. Þetta er kjami málsins. Og auðvitað eiga íslendingar ekki við aðstæður sem þessar að hika við að framkvæmda þá könnun á slíkri flugvallargerð sem mannvirkjasjóðurinn er nú til- búinn að kosta. Þröngsýni Alþýðubandalagsins Ákvarðanir sem þessar hljótum við að taka fyrst og fremst á gmnd- velli afstöðu okkar í vamar- og öryggismálum. En á hitt er líka rétt að líta að flugvallargerð af þessu tagi nýtist íslendingum að þvl er varðar allt flug bæði innan lands og milli landa. Fæstum bland- ast hugur um að verkefni á þessu sviði em mjög mikilvæg og við „Eftir að Möðruvalla- liðið lýsti því yfir að Alþýðuflokkurinn kæmist ekki upp með framgang þessa máls hefiir formaður Al- þýðuflokksins gripið til þess ráðs að segjast vilja sem minnst um það tala vegna vina sinna í Alþýðubandalaginu, en sennilega kæmist það til framkvæmda í fyll- ingu tímans. Og Al- þýðubandalagsráðherr- arnir hafa skilgreint fyllingu tímans á þann veg að hún komi ekki til fyrr en eftir daga þessarar ríkisstjórnar. Auðmýking utanríkis- ráðherrans virðist því vera algjör.“ þurfum reyndar fleiri en einn og fleiri en tvo flugvelli sem þjónað geta sem varaflugvellir. Allt hnígur þetta að þeirri niðurstöðu að við eigum að taka þátt í þessari fram- kvæmd. Mótrök Alþýðubandalagsins byggjast á gömlum fordómum og kreddufestu. Aðildin að Atlants- hafsbandalaginu er nú óumdeildari en nokkru sinni fyrr. Þröngsýni Alþýðubandalagsins í þessu máli kemur e.t.v. ekki á óvart en hún bendir til þess að flokkurinn hafi lítið lært og I fáu aðlagað sig að nýjum tímum. Þorsteinn Pálsson Þingmenn Alþýðuflokksins brotnir á bak aftur Hin hlið málsins varðar það hvaða augum Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn líta Alþýðu- flokkinn í núverandi stjómarsam- starfí. Að vísu hefur forysta Al- þýðuflokksins lagt á það mikla áherslu upp á síðkastið að söguleg- um ágreiningi við Alþýðubandalag og Framsóknarflokk væri lokið. En I einstökum atriðum hefur forysta Alþýðuflokksins þó reynt að við- halda ákveðnum sérkennum. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa á hinn bóginn verið brotnir niður í nær öllum málum þar sem þeir hafa reynt að sýna einhverja sér- stöðu gagnvart Álþýðubandalagi og Framsókn. Atburðarásin er yfírleitt mjög svipuð. Hún byijar á því að ein- hveijir af þingmönnum eða forystu- mönnum Alþýðuflokksins lýsa yfir skoðun á tilteknu máli. Framsókn- arforystan bíður þar til að Alþýðu- bandalagsforystan hefur talað. Síðan lýsir forysta Alþýðubanda- lagsins sínum skoðunum. Og þá kveður Framsóknarforystan upp úrskurð um það að ekkert verði gert sem ágreiningur er um innan ríkisstjómarinnar og Alþýðuflokk- urinn verður að sætta sig við niður- stöðuna. Í þessu máli koma mjög augljós- lega fram gömlu Möðruvallatengsl- in í Framsókn og núverandi foiystu Alþýðubandalagsins. Þeir sem þar ráða ferðinni telja sig hafa styrk og afl til þess að skipa Alþýðu- flokknum að sitja og standa eins og þeim sýnist. Uppgjöf á öllum sviðum Eftir að Möðruvallaliðið lýsti því yfir að Alþýðuflokkurinn kæmist ekki upp með framgang þessa máls hefur formaður Alþýðuflokksins gripið til þess ráðs að segjast vilja sem minnst um það tala vegna vina sinna í Alþýðubandalaginu, en sennilega kæmist það til fram- kvæmda í fyllingu tímans. Og al- þýðubandalagsráðherramir hafa skilgreint fyllingu tímans á þann veg að hún komi ekki til fyrr en eftir daga þessarar ríkisstjómar. Auðmýking utanríkisráðherrans virðist því vera algjör. í byijun þessa stjómarsamstarfs tók Framsóknarflokkurinn þá af- stöðu að Alþýðubandalagið skyldi hafa neitunarvald um hugsanlega samvinnu við erlenda aðila varðandi áframhaldandi uppbyggingu stór- iðju og stórvirkjana. Þessu kyngdi Alþýðufiokkurinn. Síðan hefur Al- þýðuflokkurinn verið knésettur I nær öllum málum þar sem hann hafði áður sérstöðu gagnvart öðmm vinstri flokkum. Nú er verið að gera tilraunir til þess að gera bankaráð ríkisbank- anna að einskonar pólitískum kom- missarastjómum. Það er verið að auka miðstýringu á öllum sviðum fjármagnsmarkaðarins. Niður- greiðslur og uppbætur til atvinnu- fyrirtækja úr ríkissjóði em auknar meira en dæmi er um í annan tíma. Skattar em hækkaðir á almennum launatekjum og nú síðast er Al- þýðuflokkurinn knésettur í vara- flugvallarmálinu. Því meir sem forystumenn Al- þýðubandalagsins traðka á þing- mönnum Alþýðuflokksins með þess- um hætti virðast kratamir missa trúna á sjálfan sig og leggja meira upp úr en áður að sameinast Al- þýðubandalaginu. Og Alþýðu- bandalagið sýnist ætla að nota sömu aðferðir við sameininguna og Sovétstjómin á sínum tíma gagn- vart Eystrasaltsríkjunum. Það er sannarlega bágt hlutskipti. Ábyrg verkalýðsforysta Umræður um kjaramál em nú að hefjast. Svo sem jafnan áður verður uppgjörið á vinnumarkaðn- um erfitt og vandasamt. En það er órækur vitnisburður um vinstri- stefnu og forystu Alþýðubandalags- ins í ríkisstjóm að verkalýðshreyf- ingin telur sig ævinlega vera I erfið- ari stöðu til þess að ná bættum kjömm þegar afleiðingar slíkrar stefnu em famar að koma fram í dagsljósið. Sagan virðist vera að endurtaka sigi að þessu leyti um þessar mundir. Fæstum blandast hugur um að afleiðingar stjómarstefnunnar munu koma með miklum þunga niður á atvinnuvegum landsmanna og því em blikur á lofti ekki síst í sjávarplássunum víða um land. Og eðlilega gætir ótta hjá starfsfólki iðnfyrirtækjanna ekki síst með til- liti til þess hversu hatrammlega ríkisstjómin hefur veist að atvinnu- öryggi þess með rangri skatta- stefnu. Við erfíðar aðstæður sem þessar er ánægjulegt til þess að vita að forystumenn f verkalýðshreyfing- unni virðast hafa skilning á stöðu atvinnufyrirtækjanna. Þetta hefur komið fram hjá formanni Verka- mannasambandsins og Dagsbrúnar og hinum nýja formanni BSRB. Af þeirra hálfu em engar almennar kauphækkunarkröfur uppi á borð- inu að því er virðist. Þess em allt of mörg dæmi að verkalýðsfélög hafa í engu skeytt um afstöðu atvinnulífsins í landinu. Það er því sérstakt fagnaðarefni að ýmsir helstu forystumenn laun- þegasamtakanna virðast ætla að koma fram af miklúm skilningi gagnvart atvinnufyrirtækjunum í þeim kjarasamningum sem nú fara í hönd. Forseti Alþýðusambandsins hef- ur á hinn bóginn lagt meiri áherslu á kaupmáttaraukningu en flestir aðrir forystumenn verkalýðsfélag- anna. Vonandi er það ekki vfsbend- ing um að Alþýðusambandið ætli að fara fram með óraunhæfar kröf- ur í kjarasamningunum. Þó að væntanlega sé of mikið gert úr yfirvofandi atvinnuleysi fyr- ir þá sök að hinar gífurlegu erlendu lántökur sem ríkisstjómin stefnir að munu sennilega valda nokkurri þenslu í byggingariðnaði og þjón- ustugreinum, er ærin ástæða til þess að fara með gát í þeim kjara- samningum sem framundan eru. Enga gamaldags félagsmálapakka Það hefur oft borið við að for- ystumenn verkalýðshreyfíngarinn- ar hafa reynt að finna afsakanir fyrir hógværum kjarasamningum. Slíkar afsakanir hafa gjaman verið færðar í búning margskonar félags- málapakka. En í raun og veru er með öllu óþarft að færa fram afsak- anir fyrir hófsömum kjarasamning- um. Eigi samningar að halda og vera raunhæfir verða þeir alltaf að taka mið af verðmætasköpun þjóð- arbúsins og möguleikum atvjnnu- fyrirtækjanna. Þetta skilur fólk al- mennt. Núverandi ríkisstjóm fylgir þeirri meginstefnu að höfuðframleiðslu- greinar þjóðfélagsins verði reknar með viðvarandi tapi. Það þrengir svigrúm launafólksins. Kjaraskerð- ing með skattahækkunum var því óhyggilegur aðdragandi kjara- samninga. Það væri á hinn bóginn mjög varasamt við þessar aðstæður að búa til umfangsmikla félagsmála- tT pakka að hefðbundinni gerð. Það verður einungis afsökun fyrir rfkis- stjómina til þess að hefja nýia her- ferð fyrir skattahækkunum. I reynd ætti að snúa þessu hugtaki við og segja sem svo: Besti félagsmála- pakkinn væri aðhald í ríkisrekstri og loforð um að stöðva skattahækk- anastefnuna. Meðan ríkisstjómin neyðir fram- leiðslu- og útflutningsfyrirtækin til viðvarandi hallareksturs eykst við- skiptahallinn, verðbólgan fer upp aftur og vextir hækka í raun, hvað sem gerviákvörðunum líður. Það gæti því einnig verið félagsmála- pakki með nýju sniði að knýja ríkis- stjómina til raunhæfra almennra aðgerða í þágu atvinnuveganna. Hlifundur er formaður Sjálfstæð- isOokksins. Reykjavík: Matvælasýning og sj ávar r éttaveizla UNDIRBÚNINGUR að alþjóðlegri matvælasýningu í Laugardalshöll er nú vel á veg kominn. Jafhframt verður i tengslum við sýninguna „sjávarréttaveizla“ á um 10 hótelum og veitingahúsum. Sýningin spannar mat og drykk af ýmsu tagi og varaing sem hvorutveggja tengist. Fyrir sýningunni stendur brezka fyrirtækið ITFI i samvinnu við Alþjóðlegar vörusýningar hf hér á landi, en „sjávarréttaveizluna“ skipuleggur Útflutningsráð íslands í samvinnu við viðkomandi veit- ingahús og hótel. Bima Sigurðardóttir, sölustjóri Alþjóðlegra vörusýninga hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að gert væri ráð fyrir nokkurri aðsókn út- lendinga að sýningunni og þátttöku einhverra erlendra fyrirtækja, en sýningin væri fyrst og fremst fslenzk. Að sögn Bimu verður mik- il áherzla lögð á möguleika til að efla viðskiptatengsl og möguleika á samningum um kaup og sölu á sýn- ingunni. í því augnamiði meðal annars verður sýningin eingöngu opin viðskiptaaðilum milli klukkan 14.00 og 16.00 á daginn og verða Flugleiðir með pakkaferðir fyrir kaupmenn utan af landi. Jafnframt verður sett upp sérstök aðstaða við sýningarsvæðið fyrir þá, sem hugs- anlega vilja ræða þar einhver við- skipti. Klukkan 16.00 verður opnað fyr- ir almenning. „Þar verður margt á boðstólum," segir Bima. „Mikið að smakka og möguleikar á að kaupa vaminginn á kynningarverði. Áð auki hefur Hilmar B. Jónsson, mat- reiðslumeistari, fengið nokkra heimskunna matreiðslumenn til að koma á sýninguna og kynna listir sínar. Ýmis fyrirtæki hér á landi hafa unnið að þróun tilbúinna rétta til að kynna við þetta tækifæri, svo við bindum miklar vonir við árang- ursríka sýningu, bæði fyrir fram- leiðendur, kaupmenn og neytend- ur.“ Benedikt Höskuldsson, markaðs- stjóri matvæla hjá Útflutningsráði íslands, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að sýningardagana væri ákveðið að efna til „sjávarrétta- veizlu", „Iceland Seafood Festival". Veizlan verður dag hvem á um 10 hótelum og veitingastöðum og er ætlunin að ná þannig til erlendra sýningargesta auk okkar sjálfra. „Við erum þekkt fyrir góðar, ferskar sjávarafurðir, en ekki fyrir matreiðslu þeirra. Með þessu von- umst við að geta aukið áhuga íslenzkra matreiðslu manna og al- mennings á þéim möguleikum, sem fiskmetið býryfir," sagði Benedikt. Sýningin verður í Laugardags- höll dagana 6. til 15. maí næstkom- andi. Morgunblaðið/Sverrir Tæplega 3.300 undirskriftir Tæplega 3.300 eða 76% þeirra íbúa, sem greiða. mega atkvæði í Árbæjar- og Seláshverfi, skrif- uðu undir mótmæli gegn staðsetningu sorp- böggunarstöðvar í Hádegismóum ofan við hverf- ið. Benedikt Bogason, formaður stjómar Fram- farafélags Seláss- og Árbæjarhverfís, afhenti í gær Davíð Oddssyni, borgarstjóra, undirskrift- imar. Auk Benedikts voru viðstaddir þeir Guðni F. Gunnarsson, Róbert Jónsson, Jóhann Hólm og Gísli Karel Halldórsson. Eyjólfíir Konráð Jónsson: Sýnum varkámi í samskipt- um við Evrópubandalagið EVRÓPUNEFND Alþingis er nýkomin úr ferð til Bruxelles og Genfar þar sem rætt var við ýmsa ráðamenn Evrópubandalagsins og EFTA. Eyjólfúr Konráð Jónsson, alþingismaður og varaformaður nefndarinn- ar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi mikilvægt að íslend- ingar sýndu varkárni í samskiptum við EB til dæmis hvað varðaði stór- orðar yfirlýsingar um að EB vildi veiðiheimildir. Slflct væri ekki á dag- skrá hjá bandalaginu og gætu yfirlýsingar af þessu tagi haft afdrifarík- ar afleiðingar f för með sér. Eýjólfur Konráð sagði að þetta hefði verið mjög nytsamleg ferð og nefndarmenn orðið margs vísari þó þeir hefðu ekki haft aðgang að helstu ráðamönnum í Evrópusamstarfinu á sama hátt og í ferð utanríkisnefndar til Strasbourg og Bruxelles í septem- ber 1987. Taldi hann að nefndin hefði unnið vel en hver árangurinn yrði kæmi í ljós þegar nefndin birti skýrslu sína. „Ég er sannfærður um það eftir þessa ferð að það sé ekki önnur leið út úr efnahagsöng- þveitinu hér en að aflétta öllum höft- um á fjármagns- og gjaldeyrisvið- skiptum. Nefndin hefur ekki enn tek- ið afstöðu til þessa en þetta er mfn persónulega skoðun og nokkurra annarra nefndarmanna," sagði Ey- jólfur Konráð. „Þar með er ekki sagt að útlendingar geti komið hér inn í landið og keypt hvaða fyrirtæki sem er. Það eru í gildi ýmis lög í landinu sem koma í veg fyrir það og við getum með ýmsum aðferðum séð til þess að undirstöðuatvinnuvegimir, landréttindi og landhelgi verði áfram í höndum íslendinga," sagði Eyjólfur Konráð. Hann sagði að þróunin í heiminum nú' væri í átt að nokkurs konar alheimsopnun ijármagns- markaðarins. Ejg'ólfur Konráð lagði líka áherslu á að Islendingar færu með gát í sam- skiptum við bandalagið. Sá embætt- ismaður innan EB sem hefði með ísland að gera sagðist hafa heyrt orðróm þess efnis að íslendingar vildu versla með vamir og fiskveiði- réttindi. Kvaðst embættismaðurinn vera furðu lostinn yfír þessu - þetta væri ekkert til umræðu innan EB. Eyjólfur Konráð sagði að hann hefði aldrei heyrt nokkum mann minnast á það innan Evrópubandalagsins að krefjast ætti veiðiheimilda f fslenskri efnahagslögsögu. Þvert á móti viður- kenndu menn rétt íslands til físki- miðanna. Það eina sem EB færi fram á væru tvíhliða viðræður um sam- skipti íslands og EB. Það ætti að hans mati að forðast allar umræður af þessu tagi, við ættum ekki að kalla yfir okkur kröfugerð af hálfu EB. Svo virtist líka sem von væri á því að fríverslun með fisk yrði loks samþykkt innan EFTA. Svíar væru að mýkjast í afstöðu sinni og Finnar yrðu áreiðanlega að bakka líka. Þetta yrði mjög mikilvægur áfangi fyrir Islendinga þegar kæmi að viðræðum EFTA við EB. Kjartan Jóhannsson: EB snýst wn fleira en fisk Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HEIMSÓKN nefiidar Alþingis um stefiiu íslands gagnvart EB til höfúð- stöðva Evrópubandalagsins í Brussel lauk á mánudag. Nefiidin átti við- ræður við starfsmenn íslenska sendiráðsins, við EB og hlýddi á fyrir- lestra um helstu viðfangsefiii bandalagsins. Kjartan Jóhannsson, formaður neftidarinnar, sagði að ekki hefði þótt ástæða til að ræða sérstaklega við fulltrúa úr fískimáladeild EB f þetta sinn. Utanríkismálanefnd Al- þingis hefði átt ítarlegar viðræður við fulltrúa þaðan haustið 1987 þeg- ar nefndin heimsótti stofnanir banda- lagsins. „Ev’ópubandalagið snýst um fleira en fisk,“ sagði Kjartan. „Til- gangur þessarar ferðar var að kynn- ast starfsemi þess og fá yfirsýn yfir viðfangsefni bandalagsins. Það tókst bærilega." Kjartan sagði að það væri ljóst að til mikils væri að vinna með sam- starfi við EB á flestum sviðum. Að því yrði að vinna, annars vegar í gegnum aðildina að EFTA og hins í vegar með beinum viðræðum við bandalagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.