Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 í grýttri jörð Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Jámgresið („Ironweed“). Sýnd í Laugarásbíói. Bandarisk. Leikstjórí: Hector Babenco. Handrít: William Kennedy eftir samefndri skáld- sögu, sem kom út í isl. þýðingu Guðbergs Bergssonar um siðustu jól. Helstu hlutverk: Jack Nic- holson, Meryl Streep, Tom Waits. Bandarfska bíómyndin Jámgresið („Ironweed"), sem sýnd er í Laugar- ásbíói, segir söguna af rónanum Francis Phelan og samferðafólki, sérstaklega vinkonu hans, Helenu, _í Albany í New York árið 1938. Á ytra borðinu er þetta saga um róna- í innsta hring („The In Crowd“). Sýnd í Regnboganum. Bandarísk. Leikstjóri: Mark Rosenthal. Helstu hlutverk: Donovan Leitch, Joe Pantoliano og Jennifer Runyon. Að vera „f innsta hring" í sam- nefndri unglingamynd, sem sýnd er í Regnboganum, er að vera í dansþætti Perry Parkers í sjón- varpinu í Fíladelfíu á öndverðum sjöunda áratugnum á þeim sak- lausu tímum rétt áður en rokkið fór að flytja mönnum boðskap um annað en ástina. John Waters (Hárlakk) gerði stólpagrín að dansþáttum eins og þeim sem lýst er í þessari mynd lífíð, tötrum klæddar, grútskítugar fyllibyttur skjálfandi úr kulda í myrkum húsasundum að snapa sér sjúss og svefnpláss og kannski snæð- ing. En það fæðist enginn róni og innra með Francis býr sólríkt lífið sem var, gatan sem hann ólst upp við í borginni, húsið sem hann bjó í, fjölskyldan sem hann yfírgaf, sly- sið sem hann hljóp frá fyrir 22 árum, sektarkenndin sem hefur nagað hann síðan, mennimir sem hann hefur drepið, lífíð sem hann hefur alltaf verið á harðahlaupum undan. Raggeitumar flýja, segir félagi hans í strætinu við hann og Francis er raggeit því hann er svo sannarlega á flótta. En það er ekkert skjól að fínna. Hann sjálfur er besti minnis- varðinn um harmsögu æfí sinnar. en það er erfítt að sjá hér hvort um er að ræða skopstælingu eða fúlustu alvöru. Líklega á hið sfðar- nefnda við þótt persónumar virki hlægilegar. Það er léttur blær yfír mynd- inni framan af með tónlist tíma- bilsins og rennilegri kvikmynda- töku en síðan leiðist hún útí ástar- vellu og táningavæmni, sem ætti að gefa hveijum meðalunglingi grænar bólur hafi hann þær ekki fyrir. Ekki lappar lélegur leikurinn uppá myndina en ástfangna parið úr dansþættinum, Donovan Leitch og Jennifer Runýon, eru sviplaus- ir og máttlitlir leikarar. Jámgresið, sem argentfnski leik- stjórinn Hector Babenco leikstýrir eftir handriti bandaríska rithöfund- arins William Kennedys, sem gerði samnefnda Pulitzer-verðlaunabók, er nöturleg en gullfalleg saga um fólk sem lendir í göturæsum ameríska draumsins. Francis (Jack Nicholson) snýr aftur til Albany eft- ir 22 ár á flækingi. Hann er að leita að Helenu (Meryl Streep) og hann ætlar með hálfum huga að heim- sækja Qölskylduna, sem hann hljóp frá fyrir öllum þessum ámm; ekki til að flyija inn til hennar aftur eða ieita fyrirgefningar, hann er löngu kominn yfír það, heldur til að leita sátta. Helena er skjólstæðingur hans og fyirum sambýliskona sem áður var þekkt söngkona og lifír í fomri frægð en er okkur talsvert meiri ráðgáta en Francis. Fortíðin er hans þungi baggi og draugar hennar sælg'a að honum í sektarkenndinni. Saga Kennedys, ein sú áhrifarík- asta sem komið hefur frá Banda- ríkjunum sfðasta áratuginn eða svo, er ekki eins og skrifuð fyrir kvik- myndaformið og hlýtur að teljast mjög erfið til kvikmyndunar. Hún orkar mjög sterkt á mann í gegnum huglægan stíl og orðsnilld Kenned- ys, gullfallegan texta sem leiðist stundum út í trega ljóðsins. Sagan gerist öll á mörkum draums og veru- leika, í heimi lifandi og dauðra, ímyndunarinnar og alvömnnar og hún gerist í minningumj í aftur- hvarfí eftir afturhvarfí. Hun er jafn- mikið saga um lífshlaup sem var og lífið sem er. Fortíðin eltir Francis á röndum og hann getur talað til henn- ar og hún til hans. Babenco og Kennedy hefur tekist ágætlega að skapa úr þessu heilsteypta mynd enda sýndi Babenco það í Kossi kóngulóarkonunnar að honum fer vel að þræða á milli ímyndunar og vemleika. En þeir hafa auðvitað þurft að setja sér takmörk. í byijun bókarinn- ar t.d., þegar Francis krýpur fram- anvið legstein sonar síns, sem hann missti 13 daga gamlan í eldhús- gólfið með þeim afleiðingum að hann lést, og biður fyrirgefningar eiga þeir samtal; 13 daga gamli drengur- inn talar til hans úr gröfínni. í mynd- inni verður það að stuttri einræðu Francis, sem getur varla gefíð full- nægjandi lýsingu á sálarkvölum hans og missi í lífínu. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi um hvemig Babenco og Kennedy hafa talið sig þurfa að sniða sögunni, sem þeir fylgja annars fast eftir, stakk eftir kvikmyndamiðlinum og er þá ekki minnst á þau hughrif sem Kennedy tekst að skapa með stíl sínum og verða aldrei fílmuð. Þeir komast líklega næst því í einu besta atriði myndarinnar þegar Helena syngur uppá sviði í illa lýstum næt- urklúbbi og ímyndar sér að gengnir dýrðardagar séu komnir aftur þegar hún heillaði áhorfendur sína með söng (William Kennedy bregður fyr- ir í atriðinu). Innan takmarka bíósins hefur tek- ist að gera mynd úr Jámgresinu, sem hrífur. Hún er í senn ljúfsár og grimm, kuldaleg og myrk en líka einkar manneskjuleg og stórkostlega vel leikin. Líklega þurfa áhorfendur að þekkja svolítið til þeirra Francis og Helenu til að átta sig almennilega á örlögum þeirra eh báðar stórstjöm- umar, Nicholson og Streep, vekja persónur sínar eftirminnilega til lífsins með mögnuðum leik. Streep tekst sérlega vel að lýsa sorglegri eymd Helenu með snert af fomri reisn í náköldu andlitinu og Nic- holson, í sínu alvarlegasta hlutverki í langati tíma, sýnir heitar tilfínning- ar í beygðum en ekki brotnum Fran- cis sem 22 ár í ræsinu hafa ekki megnað að þurrka út. Ef best er að vera ástfanginn þegar maður fer á Óbærilega létt- leikann og saddur þegar maður fer á Gestaboð Babettes, er líklega best að vera svolítið mjúkur þegar maður sér Jámgresið. Innstí koppur ^PDtfMSLMkUB! MICHAEL JACKSON HÁTÍD MED PETER rfJACKS0N" FRÁ HOLLANDI í KVÖLD OG Á MORGUN BORGIN VERÐURIÐANDIAF LÍFIUM HELGINA Sunnudagurkl. 15.00-17.00 BARNA- OG FJÖLSKYLDUBALL MEÐ PETER „JACKSON" Ekkert aldurstakmark - Kr. 400,- r" CUBA ikvöldopnumviðkl 22 Metsölublað á hverjum degi! 1 ■■ ■" .....................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.