Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 48
Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Aukin þægindi ofar skýjum FLUGLEIÐIR LAUGARDAGUR 18. FEBRUAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Eyrún ÁR náðist á flot lítið skemmd Keflavík. VÉLBÁTURINN Eyrún ÁR 66 sem strandaði við Keflavíkurslipp á fimmtu- daginn náðist á flot síðdegis í gœr. Björgunarskipið Goð- inn dró Eyrúnu út á síðdegis- flóðinu og naut til þess að- stoðar jarðýtu og vélskóflu sem höfðu rutt mesta stór- grýtinu frá. Eyrún var strax tekin upp i slipp þar sem skemmdir verða kannaðar og viðgerð fer fram. Eyrún er 24 tonna eikarbát- ur og var verið að sjósetja bát- inn þegar óhappið varð. Að sögn Erlings Ævars Jónssonar skipstjóra bar strand bátsins með þeim hætti að stýri bátsins fór í skrúfuna við sjósetninguna með þeim afleiðingum að vélin stöðvaðist og bátinn rak á land. Auk Erlings Ævars var Tómas Gíslason vélstjóri um borð þeg- ar Eyrún strandaði og sakaði þá ekki. Hætt var við að ná bátnum af standstað í fyrrinótt vegna veðurs og sagði Erling Ævar Jónsson skipstóri að hann hefði næstum verið búinn að gefa upp vonina um að hægt yrði að ná bátnum af strandstaðn- um. Sér virtist sem skemmdim- ar væru furðu litlar miðað við þau högg sem báturinn hefði fengið í fjörunni. BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Björgunarskipið Goðinn náði Eyrúnu ÁR 66 af strandstað i gær með hjálp öflugra vinnuvéla. TaJsverður Qöldi fólks fylgdist með þegar báturinn var dreginn af strandstað og klappaði það fyrir björgunarmönnunum þegar Eyrún flaut út. Sigurvík VE tekin með ólögleg veiðarfæri: 7 7% aflans var undirmálsýsa VARÐSKIPIÐ Týr stóð í gær- dag Sigurvík VE-555 að því að nota veiðarfæri með 135 milli- metra möskvastærð. Leyfileg möskvastærð er 155 millimetr- ar. í ljós kom, að 77% af afla skipsins var undirmálsýsa. Fyrir skömmu kom í ljós að undirmálsýsa var stór hluti þess fiskjar sem fluttur var í gámum á Bretlandsmarkað. Urðu ýmsir til að lýsa áhyggjum sínum vegna • þesk, og töldu að ekki væri hægt að veiða smæstu ýsuna nema með ólöglegum veiðarfærum. Sigurvík er 66 lesta eikarbátur. Mál Sigurvíkur hefur verið kært til bæjarfógetans í Vestmannaeyj- um. Búist er við að málið verði tekið þar fyrir í dag. Skipherra á Tý er Sigurður Ámason. Hafiiargörður: Sorpflokkunarstöð- in í Hellnahraun? FORMLEG beiðni frá Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins um land undir sorpflokkunarstöð hefur enn ekki borist bæjarstjórn Hafnar- Ijarðar en að sögn Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarstjóra, hafa átt sér stað lauslegar umræður um að stöðin gæti risið í iðnaðar- hverfinu i Hellnahrauni. Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins hefur hins vegar fengið leyfi bæjaryfirvalda til jarðvegsrannsókna á hugs- anlegum urðunarstað við Tröllhóla í Krísuvik. „Engin formleg beiðni hefur bor- ist til okkar ennþá um land undir flokkunar- og böggunarstöð en við höfum fylgst með hvemig hún hef- ur hrakist úr einum stað í annan,“ sagði Guðmundur Ámi. „Við sjáum að hér eru prýðilegir staðir fyrir hana og við getum komið henni fyrir ef til þess kæmi en það hefur Varaflugvöllur í Aðaldal: Landeigendafélag Lax- ár og Mývatns mótmælir STJÓRN FÉLAGS landeigenda við Laxá i Aðaldal og Mývatn ákvað á fiindi í gær að mótmæla fyrirætlunum um að leggja al- þjóðlegan varaflugvöll á vegum NÁTO í Aðaldal. Húsavíkurflug- völlur er í Aðaldal og er við bakka Laxár. Sá staður hefiir verið ■Aalinn einna líklegastur undir alþjóðlegan varaflugvöll. Einnig hefur verið til umræðu að lengja núverandi flugvöll í Aðaldal. í ályktun fundarins er mótmælt „harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið varðandi bygg- ingu flugvallar á vegum NATO í Aðaldal". Síðan segir: „Við minn- um á að þessi flugvöllur yrði mjög nærri bökkum Laxár og ógnar því tvímælalaust lífríki árinnar og umhverfí hennar, til dæmis Skjálf- andaflóa. Olíubirgðastöð er ein sér nægileg ástæða auk slysahættu og margvíslegra náttúruspjalla. Laxá og bakkar hennar er vemdað svæði samkvæmt lögum frá 1974. Landeigendafélag Laxár og Mývatns mun hér eftir sem hingað til standa vörð um þetta svæði. Því skorum við á ráðamenn þjóðarinnar að taka þegar af allan vafa um að hér verði flugvöllur ^m þessi ekki byggður." Fundinn sátu Vigfús B. Jónsson formaður, Eysteinn Sigurðsson, Amarvatni, Mývatnssveit, Jón Jónasson, Þverá Laxárdal, Ámi Halldórsson, Garði, Mývatnssveit, og Þorgrímur Starri Björgvinsson, Garði, Mývatnssveit. Þorgrímur er varamaðyr fyrir Völund Her- móðsson í Ámesi í Aðaldal. Ríkisstjómin hefur nú til af- greiðslu flugmálaáætlun sem gerir ráð fyrir að varaflugvellir fyrir millilandaflug innlendra flugfé- laga verði á Egilsstöðum og á Akureyri. Ennfremur er til um- ræðu í ríkisstjóminni gerð alþjóð- legs varaflugvallar sem kostaður yrði af Mannvirkjasjóði Atlants- hafsbandalagsins. Sá flugvöllur yrði 3.000 metra langur og er áætlað að framkvæmdimar í heild kosti um 11 milljarða króna. End- urbætur á Egilsstaðaflugvelli munu kosta nálægt 300 milljónum króna og verða kostaðar af íslend- ingum. Sjá innlendan vettvang á bls. 20-21. ekki reynt á það ennþá. Ég veit þó að stjóm félagsins hefur verið að líta í kring um sig hér hjá okkur. Það má segja að staðsetning slíkrar stöðvar hér á suðursvæðinu sé ekki óheppileg þegar og ef af því verður að urða sorpið fyrir sunn- an Krísuvík, þó það hangi ekki endi- lega saman. Þá má benda á að þó svo að stöðin rísi í Reykjavík er nauðsynleg að hafa aðra minni móttökustöð á suðursvæðinu. Það væri heimskulegt fyrir okkur Hafn- fírðinga að aka öllu sorpi til Reykjavíkur til að fá það baggað og aka því síðan sömu leið til baka að Krísuvíkurbergi. Mönnum hefur komið í hug að stöðin gæti hugsanlega verið á lóð nálægt Stálfélaginu hf. á skipu- lögðu iðnaðarsvæði ofan Reykja- nesbrautar í Hellnahrauni. Þetta er stóriðnaðarsvæði og ekki langt frá Álverinu. Ef við sjáum fram á að öllum mengunarvömum verði fram- fylgt þá viljum við takast á hendur þá ábyrgð og skyldur að hafa stöð- ina því einhverstaðar verða vondir að vera,“ sagði Guðmundur Ámi. Lífeyrissjóður verslunarmanna: Vextir lána hafa ver- ið lækkaðir úr 8 í 7% STJÓRN Lífeyrissjóðs verslunar- manna hefiir ákveðið að lækka vexti af lánum til sjóðfélaga úr 8% í 7% eða um 1%. Ákvörðunin tekur gildi 20. febrúar. Auk þess hefiir stjórnin ákveðið að hækka lán til sjóðfélaga úr 500 þúsund í 800 þúsund og lengja lánstím- ann, þannig að hann verði allt að 15 árum. „Tilgangurinn er að reyna að stuðla að breytingum á vöxtum til lækkunar almennt og minnka þar með greiðslubyrði sjóðfélaga okkar vegna eldri lána,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson, varaformaður stjómar Lífeyrissjóðs verslunar- manna, í samtali við Morgunblaðið. „Vonandi getur þetta verið upphaf- ið að frekari þróun til lækkunar raunvaxta, en það veltur á svo mörgum öðmm þáttum." Hann sagði aðspurður að vissu- lega vænti stjómin þess að aðrir lífeyrissjóðir fylgdu í kjölfarið. „Við emm þeirrar skoðunar að það sé mjög þýðingarmikið að koma vöxt- um eins mikið niður og unnt er, en auðvitað með eðlilegum hætti.“ Til Lífeyrissjóðs verslunarmanna greiða tæplega 23 þúsund manns og er hann stærsti lífeyrissjóður á landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.