Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Biskupskosningar: Fjórir hafa kært sig inn á kjörskrá KJÖRSKRÁ vegna biskupskosninga hefiir nú legið frammi í mánuð og hafa fjórir guðfræðingar kært sig inn á hana. Kjör- nefind hefúr nú kærurnar til umQöllunar og að sögn séra Valgeirs Ástráðssonar nefhdarmanns bjóst hann við þeirri umfjöllun yrði lokið á laugardag. Þá tekur við viku firestur sem unnt er að áfirýja til ráðherra ef menn sætta sig ekki við úrskurð nefhdarinnar. Efitir það eru kjörgögn send út. Skila- dagur er síðan ákveðinn, en ha vikna frá því að kjörgögn eru Á kjörskrá sem birt var eru 160 manns. Lögin kveða mjög nákv- emlega á um hverjir hafa kosning- arétt og eru það meðal annars allir þjónandi prestar, guðfræðing- ar sem gegna sérstökum embætt- um, guðfræðingar í guðfræðideild Háskólans o.s.frv. En aðstoðar- prestar sem vinna í hlutastörfum hjá nokkrum söfnuðum hafa t.d. ekki rétt til að kjósa. Prestar sem eru í leyfí á launum hafa kosningarrétt, en þeir sem þjóna í þeirra stað ekki. Aftur á þarf að vera ínnan qögurra send út. móti hafa þeir prestar sem eru í launalausu leyfi ekki kosningarétt, en þeir sem þjóna starfi þeirra á meðan fá að kjósa. Að sögn séra Valgeirs er mjög skýrt tekið fram í lögunum að aðeins eitt atkvæði sé á hvert embætti. Allir guðfræðingar eru hins vegar kjörgengir. Ef einhver fær meirihluta atkvæða í fyrstu um- ferð er kosningunni lokið. Fái hins vegar enginn meirihluta verður að kjósa aftur með sama hætti um þá þrjá sem fá flest atkvæði. Morgunblaðið/Þorkell Tveir verðlaunahafar Norðurlandaráðs, þeir Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Atli Heimir Sveins- son tónskáld með Svavari Gestssyni menntamálaráðherra í samsætinu í gærkvöldi. THOR VILHJÁLMSSONHEIÐRAÐUR THOR Vilhjálmssyni rithöfundi var haldið heiðurss- I að heiðra Thor fyrr en nú. Það voru menntamála- amsæti í Borgartúni 6 í gærkvöldi í tilefni bók- I ráðuneytið, Bandalag íslenskra listamanna og Rit- menntaverðlauna Norðurlandaráðs, sem hann hlaut I höfundasamband íslands sem héldu samsætið, en á síðasta ári. Af ýmsum ástæðum var ekki hægt | um 200 manns var boðið til þess. VEÐUR v / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 18. FEBRUAR YFIRLIT f QÆR: Á Grænlandshafi er 965 mb kyrrstæð lægð, en 1.000 km suðsuövestur í hafi er 980 mb vaxandi lægð sem hreyf- ist austur og síðar norðnorðaustur í stefnu á Færeyjar. SPÁ:Norðan- eða norðaustanátt, víðast kaldi, en heldur vaxandi vindur austast á landinu þegar líður á daginn. Él norðaustanlands og á annesjum fyrir norðan, og ef til vill einnig við Suðurströndina, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Frost um allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A SUNNUDAG OG MÁNUDAG:Norðvestanátt, fremur hæg sunnan- og vestanlands, en mun hvassari norðaustantil á landinu. Él verða norðan- og norðaustanlands, en úrkomulaust að mestu annars staðar. Frost 6-10 stig. x Norðan, 4 vindstig: r vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * f * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -|Q° Hrtastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur _Skafrenningur Þrumuveður xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hHI veAur Akureyri +7 léttskýjað Reyfcjavlk 1 úrfcoma Björgvln vantar Helslnkl 0 skýjað Kaupmannah. 4 léttskýjað Narssarssuaq +20 léttskýjað Nuuk +9 skýjað Ósló vantar Stokkhólmur 2 léttskýjað Þórshöfn 6 skúr Algarve 18 hétfskýjað Amsterdam S mistur Barcelona 15 mistur Beriln 5 léttskýjað Chicago +10 hðlfskýjað Feneyjar 9 skýjað Frankfurt 7 skýjað Glasgow 4 rignlng Hamborg 4 léttskýjað Las Palmas 19 skýjað Lundúnir 7 rignlngogsúld Los Angeles 7 skýjað Lúxemborg S skýjað Madríd 11 skýjað Malaga 18 hálfskýjað Mallorca 17 skýjað Montreal +21 heiðsklrt New York 7 alskýjað Oriando 17 léttskýjað Parls vantar Róm -13 skýjað San Dlego 8 þokumóða Vln 6 léttskýjað Washington +2 heiðsklrt Winnipeg +30 helðsklrt Ráðherra til Þýzka- lands í byrjun apríl HALLDÓR Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra mun halda í opinbera heimsókn til Vestur-Þýzkalands í byrjun april. Að sögn talsmanns vestur-þýzka sjávarútvegsráðuneytisins er von á Halldóri 6.-8. apríl. Sjálfúr vildi ráðherra ekki staðfesta annað en að hann færi fyrir miðjan mánuðinn. Aðspurður sagðist Halldór telja fremur ólíklegt að hann færi í einkaheimsókn til Þýzkalands áður en opinbera heimsóknin hæfist. Hann sagðist h'afa hug á að. ræða við helztu kaupendur íslenzkra sjáv- arútvegsafurða. „Það fer þó eftir því hver staða mála verður á þeim tíma,“ sagði ráðherra. „Ég hef ekki nægilega góðar upplýsingar ennþá um hver staðan í sölumálum okkar í Þýzkalandi er. Ég held að menn séu nokkuð fljótir að dæma um hver staðan er,“ sagði sjávarútvegsráðherra. „Ég er ekki að gera lítið úr þeim vandamálum, sem uppi eru, en ég hef trú á því að það takist að selja okkar vörur.“ Seltjarnarneskirkja vígð Seltjamarneskirlga verður vígð á morgun, sunnudag. He&t athöfnin kl. 16. Biskup Islands, hr. Pétur Sigurgeirsson, vígir kirkjuna, en sr. Ólafúr Skúlason, vigslubiskup, annast altarisþjón- ustu ásamt honum. Sóknarprest- ur er sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir, en sr. Guðmundur Óskar Óla&son, sóknarprestur Neskirkju, aðstoðar. Safiiaðarkór Seltjamameskirkju syngur við athöfnina, en organisti er Sighvatur Jónasson. Hljóðfæra- leikarar verða Skarphéðinn Einars- son, trompet, Björgvin Sigurðsson, trompet, Anna Sigurbjömsdóttir, hom, Össur Geirsson, básúna, Sig- urður Smári Gylfason, túba og Reynir Jónasson, orgel. Elísabet F. Eiríksdóttir syngur einsöng. Lesarar verða Kristín Friðbjam- ardóttir, formaður sóknamefndar, Þórður Búason, varaformaður sóknamefndar, Eimý Ásgeirsdótt- ir, starfsmaður bámastarfs, Sig- hvatur Jónasson, organisti, Sigrún Ólafsdóttir og Þórir Guðbergsson. EiríkurBriem látinn EIRÍKUR Briem verkfræðingur lést á heimili sínu í Reykjavík í gærdag 64 ára að aldri. Eiríkur fæddist 3. nóvember 1915, sonur hjónanna Eggerts Briem óðalsbónda í Viðey og Katrín- ar Pétursdóttur Thorsteinsson. Eiríkur varð stúdent frá MR 1934 en tók síðan próf í raforkufræðum frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi 1939. Hann starfaði fyrst sem verkfræðingur hjá Statens Vattenfallsverk í Svíþjóð en varð verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1943-45. Síðan varð hann yfirverkfræðingur hjá Raf- magnseftirliti ríkisins 1945-46 og Rafmagnsveitustjóri ríkisins árin 1947-65. Á þessu tímabili kom hann við sögu í öllum helstu virkjana- og vatnsorrkuframkvæmdum þjóðar- innar. Eiríkur varð framkvæmdastjóri Landsvirkjunar 1965 og gegndi hann því starfi til 1983. A því tíma- bili gegndi hann trúnaðarstörfum á sviði raforkumála bæði innanlands og erlendis. Má í þvi sambandi nefna að hann var í stóriðjunefnd frá 1961 og tók m.a. þátt í samningum um Eiríkur Bricm álverið í Straumsvík. Þá var hann fulltrúi íslands í NORDELfrá 1965. Eiginkona Eiríks, Maja-Greta, lif- ir mann sinn ásamt tveimur bömum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.