Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B ðl.tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kosovo-hérað 1 Júgóslavíu: Albanir sagðir hafa skipulagt valdarán Beljrrað. Reuter. STJORNVÖLD í Júgóslavíu hertu eftirlitið við landamæri ríkisins og í sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo í gær og einn leiðtoga landsins sakaði albanska íbúa héraðsins um að hafa skipulagt valdarán. Þúsundir Serba efiidu til mótmæla annan daginn í röð fyrir fram- an þinghúsið í Belgrað og kröfðust þess að forsprakkar alls- herjarverkfalls Albana í Kosovo yrðu handteknir. Raif Dizd- arevic, forseti Júgóslavíu, og stjórnmálaráð júgóslavneska komm- únistaflokksins, lýstu yfir stuðningi við Slobodan Milosevic, leið- toga kommúnistaflokks Serbíu, og áform hans um að brjóta verk- föllin í Kosovo á bak aftur. Allt að 10.000 manns tóku þátt í mótmælunum fyrir utan þing- húsið í Belgrað í gær. Efnt var til sérstaks fundar á þinginu og sagði Lazar Mojsov, félagi í for- sætisráði Júgóslavíu, þar að ráðið hefði komist yfír nákvæma áætlun varðandi valdarán í Kosovo. Hann sagði og að nöfn forsprakkanna hefðu komið fram í skjalinu. Skriðdrekar og hermenn voru enn á götum Kosovo í gær og hefur viðbúnaður hersins aldrei verið jafn mikill í héraðinu síðan óeirðir brutust þar út meðal náms- manna fyrir átta árum. Lögreglu- og hermenn fylgdust með um- ferðinni á helstu vegum til Pristínu, höfuðborgar Kosovo, og MiG-orrustuþotur flugu reglulega yfír borgina. Janez Zemljaric, að- stoðarforsætisráðherra Júgó- slavíu, sagði á þinginu í Belgrað að hermenn hefðu verið varaðir við því að til átaka kynni að koma og eftirlit hefði verið hert við landamæri Júgóslavíu til að koma í veg fyrir að vopnum yrði smygl- að til landsins. Vestrænir og júgó- slavneskir fréttaskýrendur sögðu að margt benti til þess að herinn myndi brátt loka Kosovo af og handtaka leiðtoga Albana í hérað- inu.- Allt var með kyrrum kjörum í Prestínu en verkföll héldu áfram í kolanámum og verksmiðjum ann- ars staðar í Kosovo. Reuter Pólskur sölumaður situr á götu í Vestur-Berlín hjá matvælum og fatnaði sem hann reynir að selja. Yestur-Berlín: Innrás pólskra sölu- manna veldur usfpf Vestur-Berlín. Reuter. ^ ÞÚSUNDIR Pólverja hafa not- fært sér aukið ferðafrelsi síðan í janúar og ekið yfir landamærin til Vestur-Berlínar til að afla gjaldeyris með þvi að selja nán- ast allt á milli himins jarðar á götum borgarinnar. Um 7.000 Pólverjar komu til borgarinnar um síðustu helgi þrátt fyrir auk- ið eftirlit tollvarða við landa- mærin, sem tóku til að mynda 42 kíló af smjöri, 30 kiló af osti og fjöldann allan af pylsum í sína vörslu af einum hjónum. Embættismenn hafa áhyggjur af þessum ólöglegu viðskiptum Pólveijanna og segja að óinnpökk- uð matvæli, sem Pólvetjamir selja á götunum án þess að nota borð, geti verið heilsuspillandi. Pólver- jamir koma um hveija helgi á Potz- damer-torg, skammt vestan við Berlínarmúrinn, og leggja vörumar á teppi eða eintak af málgagni pólska kommúnistaflokksins, Try- bun a Ludu. Pólveijarnir fá þúsundir zlotya fyrir afrakstur sölunnar. „Þótt ég fái aðeins tíu mörk fyrir söluna jafngjlda þau 20.000 zlotyum," sagði námsmaður frá Gdansk. „Systir mín er tannlæknir og það tekur hana hálfan mánuð að afla svo mikilla tekna," bætti hann við. Hann sagðist geta unnið sér inn 200-300 mörk (5.600-8.400 ísl. kr.) á einum degi. Reuter Serbar, sem_búsettir eru í sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo í Júgó- slavíu, efndu til mótmæla í gær fyrir utan þinghúsið í Belgrað, höfúð- borg landsins. Um 10.000 manns tóku þátt í mótmælunum. Grísk þota: Tólffeit- ustu far- þegunum vísaðádyr Aþenu. Reuter. VÍSA varð tólf feitustu far- þegunum út úr Boeing 737- þotu gríska flugfélagsins Olympic Airways til þess að hún kæmist í loftið frá eynni Samos í fyrrakvöld. Þegar þotan átti að leggja af stað til Aþenu kom í ljós að hún var ofhlaðin. Var grip- ið til þess ráðs að lýsa eftir sjálfboðaliðum úr röðum far- þega til þess að verða eftir og koma með næstu vél. Upphóf- ust miklar deilur milli farþega um hveijir þeirra skyldu fara frá borði. Að lokum varð áhöfn þotunnar að úrskurða hveijir skyldu sitja eftir og voru 12 feitustu farþegamir fyrir val- inu. Þeir fóm á endanum frá borði en tveggja tíma seinkun varð á brottför flugvélarinnar vegna ágreiningsins um hveij- ir skyldu bíða næstu ferðar. Norræn efhahagsáætlun samþykkt í Stokkhólmi Vinstrisinnar andvígir frelsi í flármagnsflutningum Stokkhólmi. Frá Ólafi Stephensen, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞING Norðurlandaráðs í Stokkhólmi samþykkti í gær Efiiahagsá- ætlun Norðurlanda fyrir árin 1989 til 1992 undir kjörorðinu „Sterk- ari Norðurlönd.“ Aætlunin er að margra áliti mikilvægasta málið sem fjallað verður um á þessu 37. þingi ráðsins. Hún var sam- þykkt með miklum meirihluta atkvæða en vinstrisinnar, m.a. und- ir forystu Hjörleifs Guttormssonar alþingismanns, settu sig upp á móti henni og sátu þjá við atkvæðagreiðslu um áætlunina. Markmiðið með áætluninni er að auka hagvöxt og efnahagslega samþættingu á Norðurlöndunum og styrkja efnahagslega stöðu þeirra meðal ríkja heims. Létta skal hömlum af flæði vöru, þjón- ustu og fjármagns milli Norður- landanna innbyrðis og gera reglur vinnumarkaðarins sveigjanlegri. Sérstök áhersla er einnig lögð á íjármagnsmarkaðir landanna verða opnaðir fyrir utanaðkomandi samkeppni. Ríkisstjóm íslands gerði fyrirvara á ákvæðum um ijármagnsflæði milli landa og Hjörleifur Guttormsson sagði að þetta ákvæði nægði til að hann sæti hjá. Samstarf í vísindum verður stóraukið og sama gildir um nem- endaskipti. Norræni iðnlánasjóð- urinn verður enn styrktur, einnig ný verkefni á sviði líftækni og efnafræði. Þá er hvatt til frekari rannsókna á sviði umhverfísmála og loks að sangöngunetið á Norð- urlöndum verði bætt til að auð- velda tengsl við önnur Evrópulönd. Hið síðasttalda á einkum við önnur Norðurlönd en ísland af land- fræðilegum ástæðum. Sjá fréttir af Norðurlanda- þinginu á bls.22. Venezúela: 119 manns hafa fallið í óeirðunum Caracas. Reuter. TIL átaka kom milli hermanna að gera umbætur sem létta munu Norðurlöndunum að aðlaga sig nýjum aðstæðum í evrópsku efna- hagslífí. Veija skal sem svarar tæpum tveim milljörðum ísl. kr. til þess að framkvæma áætlunina. Þar er bæði um að ræða framlög á fjár- lögum Norðurlandanna og fé frá fyrirtækjum. Efnahagsáætlunin gerir ráð fyr- ir ýmsum róttækum breytingum í efnahagslífi aðildarríkjanna. Hraðað verður afnámi viðskipta- hindrana og gert er ráð fyrir því að ríkin samræmi ýmsar reglur og staðla þeim sem gilda munu á fyrirhuguðum innri markaði Evr- ópubandalagsins. Aflétta skal hömlum á gjaldeyrisverslun og og mótmælenda í fátækrahverf- um Caracas, höfúðborg Venezú- ela, í gær og hafa að minnsta kosti 119 manns hafi fallið í bar- dögunum undanfarna þrjá daga. Italo Valle del Alliegro, vamar- málaráðherra Venezúela, sagði fréttamönnum í gær að herinn hefði stillt til friðar í borginni. Yfírvöld skýrðu hins vegar frá því að 13 manns hefðu fallið í skotbardögum í borginni í gær. Sjónarvottur sagði að skotið hefði verið á lögreglu- og hermenn við eftirlitsstörf í þremur fátækrahverfum borgarinnar. Skólar voru lokaðir um allt land og samgöngur lágu niðri. Langar biðraðir mynduðust við þær fáu verslanir sem opnuðu á ný eftir rán og gripdeildir undanfarinna daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.