Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
Sinni karlmaður húsmóður störf-
um á að kalla hann húsmóður
Rætt við Ingnnni Birkeland formann Norska húsmæðrasambandsins
Ingxinn Birkeland heitir norsk
kona sem var stödd hér á landi
í tilefni af ráðstefiiu Bandalags
kvenna sem haldin var fyrir
nokkru á Hótel Loftleiðum. Ing-
unn Birkeland er formaður
Norska húsmæðrasambandsins
og fjallaði fyrirlestur hennar á
fyrrnefiidri ráðstefiiu um störf
þess sambands og stefiiu. Blaða-
maður Morgunblaðsins hitti Ing-
unni að máli í húsakynnum
Bandalags kvenna. Hún sagði í
upphafí samtalsins að Norska
húsmæðrasambandið bæri mjög
fyrir bijósti málefiii Qölskyld-
unnar í norsku samfélagi og
berðist fyrir hagsmunum hennar
m.a. með þvi að reyna að hafa
áhrif á stjóramálamenn. Eitt af
aðalbaráttumálum sambandsins
er að fá samningsrétt til þess að
geta samið fyrir hönd heimavinn-
andi fólks. Sambandið vill vera
samningsaðili gagnvart stjóra-
völdum þegar Qallað er m.a. um
fæðingarstyrk, sjúkrapeninga og
afleysingar fyrir þá sem annast
þungbæra gæslu sjúklinga og
gamalmenna i heimahúsum svo
eitthvað sé nefiit.
Norska húsmæðrasambandið
samanstendur að 850 kvenfélögum
sem starfa vfðsvegar um Noreg.
Sambandið var stofnað árið 1915
og hefur innan sinna vébanda 30
þúsund konur á öllum aldri. Ingunn
sagði að í blaðaviðtölum og við
opinber tækifæri væri gjaman tekið
svo til orða að það væru engar
húsmæður í Noregi, allar konur
tælqu þátt í atvinnulífínu. Eigi að
síður væri staðreyndin sú að heimil-
ið væri aðalvinnustaður um einnar
og hálfrar milljónar kvenna á aldr-
inum 16 ára til rösklega sjötugs.
Norskar konur teljast vinna utan
heimilis ef þær vinna launavinnu í
eina klukkustund á dag eða meira.
Allar fullorðnar manneskjur eiga
að vera flárhagslega sjálfstæðar í
Noregi, en að sögn Ingunnar fer
því §arri að sá hópur kvenna sem
er heimavinnandi að miklum hluta
eða alveg sé það. Þær konur séu
margar algerlega háðar tekjum eig-
inmanna sinna. Aðeins 28 prósent
norskra kvenna sinna fullu starfí
utan heimilis Allflestar þeirrar
kvenna eru jafnframt húsmæður,
en þær sinna heimilsstörfum og
bamagæslu mikinn hluta þess tíma
sem þær eiga frí frá launavinnu og
em því undir miklu vinnuálagi.
Mikið vantar á að allar konur hafí
sama rétt í Noregi að sögn Ingunn-
ar. Heimavinnandi konur hafa t.d
miklu lægri fæðingarstyrk en þær
sem vinna úti. Þær fá lægri ellilíf-
eyri og þær fá lægri sjúkradag-
peninga ef þær veikjast.
Mörgnm böraum líður
ekki vel í Noregi
Samkvæmt upplýsingum Ing-
unnar þá fer því líka fjarri að öll
norsk böm hafí sama rétt. Aðeins
lítill hluti þeirra 356 þúsund bama
sem era á forskólaaldri í Noregi
hafa t.d. möguleika á að komast á
bamaheimili eða leikskóla. Norska
húsmæðrasambandið hefur lagt til
að þeim fjármunum sem norsk jrfír-
völd veija til bamagæslustofnana
sé skipt þannig að hluti af því fé
renni til þeirra foreldra sem óska
að vera heima með böm sín, en
þeir foreldrar sem vilja hafa böm
sín á bamaheimilum borgi raunvirði
fyrir þá gæslu, en þannig er það
ekki núna. Yfírvöld borga 50 til 60
þúsund norskar krónur fyrir gæslu
bams á ári en foreldramir um 20
þúsund. Væri sá háttur hafður á
sem húsmæðrasambandið leggur til
ættu ungir foreldrar val í þessum
efnum. Að sögn Ingunnar er það
ekki svo í reynd í dag, því yngra
fólk sem er að byggja upp heimili
telur sig yfírleitt ekki geta verið
án launa beggja hjónanna. Eigi fólk
eitt bam getur það yfirleitt komið
málum þannig fyrir að konan geti
snúið aftur til vinnu sinnar að af-
loknu fæðingarorlofí, sem er 24
vikur í Noregi. Verði bömin tvö
verður strax erfíðara um vik fyrir
konuna að snúa út í atvinnulífíð og
mjög fáar norskar konur fara út
að vinna frá þremur ungum böm-
um. Hins vegar sagði Ingunn að
norskar konur ættu yfírleitt fá böm.
Samkvæmt meðaltalsútreikningi þá
áttu konur í Noregi 1,8 böm sl. ár,
sem er heldur hærra en verið hef-
ur, var 1,6 bam á hveija konu.
Norska húsmæðrasambandið rekur
að sögn Ingunnar ýmsa starfsemi
fyrir böm. M.a. fjölmörg bama-
heimili og bamagæsluvelli og einnig
vinnustofur og félagsmiðstöðvar
fyrir sex ára böm. Einnig gat Ing-
unn þess að húsmæðrasambandið
hefði stungið uppá að yfírvöld legðu
til fjármuni til þess að styrkja
bamafjölskyldur sem ættu í erfíð-
leikum. Hugsanlega mætti nota til
þess eitthvað af þeim fjármunum
sem nú fara í bamavemdarmál.
„Því miður líður mörgum bömum
ekki nógu vel í Noregi," sagði Ing-
unn. „Efnahagslega hafa þau það
gott, fá nóg af fötum og nægilegt
að borða. En umönnun og ástríki
er víða ábótavant. Þau skortir
tengsl við aldrað fólk og foreldram-
ir hafa of mikið að gera við að vinna
fyrir peningum. Ég hef ekki trú á
að hægt sé að snúa aftur til þeirra
tíma þegar amma sat pijónandi I
eldhúskróknum. En ég vona að
ástandið breytist á einhvem hátt
til hins betra.“
Aðstæður gamals fólks
eru bágar í Noregi
Ingunn Birkeland vék síðan tal-
inu að öldraðu fólki. Hún sagði að
í þeim efnum væri ástandið slæmt
í Noregi. Mjög fá rými era þar í
landi fyrir gamalt fólk á elliheimil-
um. Stjómvöld hafa svarað gagn-
rýni á þetta ástand á þann veg að
mikið verði lagt uppúr að styrkja
heimahjálp fyrir aldraða og heima-
hjúkrun. En rétt eins og annars
staðar í hinum vestræna heimi þá
hefur losnað um flölskyldubönd í
Noregi seinni árin. Unga fólkið flyt-
ur meira en það gerði áður og for-
eldramir era oftar einir á báti. Þeir
njóta því í mörgum tilvikum ekki
þeirrar aðstoðar frá bömum sínum
sem eldra fólk bjó við áður, og þrátt
fyrir yfirlýsingar norskra stjóm-
valda þá segir Ingunn að mikið
skorti á að nægileg aðstoð fáist
fyrir eldra fólk. A sama tíma telur
norska húsmæðrasambandið að
tryggingamálum sé í ýmsu áfátt í
Noregi. T.d. nefndi Ingunn að
ekkjubætur hefðu verið afnumdar
að hluta til í Noregi sl. sumar.
Konur undir 60 ára aldri sem verða
ekkjur fá nú aðeins bætur í eitt ár
en verða svo að fara út í atvinnulíf-
ið. Geti þær ekki unnið sér inn
nægilega háar tekjur verða þær að
selja eignir sínar ef einhveijar era
eða segja sig til sveitar. Einnig gat
Ingun þess að ýmsar tiygginga-
greiðslur séu nú ekki lengur verð-
tryggðar og fari því hlutfallslega
lækkandi.
Flestir vilja fræðast um
trölladeig og skattamál
Fyrir réttindum alls þessa fólks
reynir Norska húsmæðrasambandið
að beijast, Ingunn sagði að sam-
bandinu hafi orðið talsvert ágengt
í tilraunum sínum til þess að við-
halda réttindum en miklu erfíðara
væri að ávinna ný réttindi. „Okkur
hefur tekist að halda þeim réttind-
um að við eftirlaun sé miðað við
20 bestu árin á starfsaldri einstakl-
ings. Þessu vildu stjómvöld breyta
í 30 ár, en það mætti of mikilli
mótspymu til þess að það næði fram
að ganga.“ Ýmis önnur baráttumál
hefur húsmæðrasambandið látið til
sín taka. M.a. hefur sambandið tek-
ið þátt í baráttumálum sem tengj-
ast umhverfísvemd. Ingunn nefndi
sem dæmi um árangur slíkrar bar-
áttu að nú yrðu Norðmenn að þvo
þvott sinn með þvottaefni sem væri
laust við „fosföt", sem er eiturefni
sem er hættulegt fyrir lífríkið í ám
og vötnum. Norska húsmæðrasam-
bandið hefur einnig lagt mikið af
mörkum til þess að styrkja þróunar-
Morgunblaðið/Þorkell
Ingunn Birkeland
hjálp í þriðja heiminum. Síðast en
ekki síst rekur norska húsmæðra-
sambandið umfangsmikla starfsemi
í sambandi við ýmiss konar nám-
skeið í Noregi. Ingunn Birkeland
sagði að mest væri aðsóknin að
námskeiðum þar sem kennt væri
að búa til og fara með svokallað
trölladeig, sem er vinsælt núna og
fólk notar til að búa til úr alls kyns
„fígúrar", og svo námskeiðum um
skatta- og tiyggingamál.
Ennfremur sagði Ingunn að eitt
af því sem Norska húsmæðrasam-
bandið berðist fyrir væri að karl-
menn sem stunduðu húsmóðurstörf
hefðu starfsheitið húsmóðir. Þetta
er lagt til í framhaldi af starfs-
heitinu Ijósmóðir. Þegar karlmenn
fóru að leggja stund á það starf
var samið framvarp til laga um að
breyta stárfsheitinu í fæðingarað-
stoðarmaður. Samkvæmt lagaleg-
um úrskurði varð niðurstaðan sú
að starfsheitið ljósmóðir hélt velli,
hvers kyns sem sá væri sem starf-
inu sinnti. „Á sama hátt á að kalla
þann mann húsmóður sem sinnir
húsmóðurstörfum," sagði Ingunn.
Hún gat þess að lokum að hún og
baráttufélagar hennar innan
Norska húsmóðursambandsins
hefðu haft orð fyrir að vera bæði
elskulegar og kurteisar. Baráttan
hefði harðnað seinni árin og nú
mætti segja að kurteisin sæti ein
eftir.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
LÉTT OG GOTT
„Rosti“-kart-
öfluréttur.
Grænmetis-„
ragú“.
Heimllishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Það kemur áreiðanlega fyrir
á mörgum heimilum að löngun
er til að matbúa eitthvað létt og
gott. Uppskriftirnar sem hér
koma á eftír falla vel undir þá
skilgreiningu.
Grænmetis-„ragú“
2 kartöflur
2 rauðar paprkur
2 grænar paprikur
2 laukar
5 tómatar
2 msk. olía
2 msk. siRjör
1 hvítlauksrif
Ví tsk. salt
lh tsk. pipar.
Kartöflumar afhýddar hráar og
skornar f teninga, paprikan og lauk-
urinn f sneiðar og tómatarnir í báta.
Olían er hituð á pönnu, smátt brytj-
að hvítlauksrifið sett út í og látið
mýkjast, sfðan er öilu grænmetinu
bætt á og látið sjóða í 10—15 mín.,
bragðbætt með salti og pipar. Borið
fram með brauði og smjöri, ætlað
3-4.
„Rosti“-kartöfluréttur
1 kg kartöflur
4 beikonsneiðar
1 Iftill laukur
1 tsk. salt
*/2 tsk. pipar
5 msk. smjör
steinselja
Kartöflumar afhýddar hráar,
rifnar gróft á jámi. Beikonsneiðam-
ar klipptar í bita og steiktar á
pönnu. Laukurinn er brytjaður
smátt. Blándað er saman kartöfl-
um, beikoni, lauk, salti og pipar og
allt brúnað í smjöri á pönnunni,
snúið svo allt fái lit og jafnað svo
úr verðí kaka. Smjör látið niður
með hliðunum og lok sett á pönn-
una, látið sjóða í ca. 15 mín., en
gæta þarf þess að ekki festist við
botninn. Kartöflukakan sett á fat,
steinselju stráð yfír, borið fram með
brauði. Ætlað fyrir 3—4.
Spaghetti-réttur
500 g spaghetti
1 lítri vatn
1 tsk. salt
lh tsk. pipar
3—4 lárviðarlauf
4 laukar, meðalstærð
2 msk. smjör
200—300 g beikon
niðursoðnar eða frystar grænar
baunir, magn að vild
1 dl vatn
2—3 tsk. sojasóa
Spaghetti soðið samkvæmt leið-
beiningum á pakka, salt, pipar og
lárviðarlauf haft í suðuvatninu.
Laukurinn skorinn í sneiðar og
brúnaður, beikon í bitum sett út á
og látið steikjast með. Síðan er
bætt við brænum baunum, vatni
og sojasósu og allt látið malla sam-
an um stund. Vatnið látið síga vel
af spaghettíinu sem síðan er bland-
að saman við sósuna. Borið fram
nieð brauði, ætlað fyrir 3—4.