Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 45
esei xííam ,s hudauutmmím qiqAjaMUDaoM_ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989 ::: 45 skólann og hlaðinn verðlaunum. Á þessum árum var mikil hús- næðisekla í Reykjavík og var hver kytra fullsetin. Þannig var ástatt hjá okkur Engilbert báðum, að við bjuggum mjög þröngt. Nutum við þá gestrisni Sigurðar, en hann bjó vel í húsi foreldra sinna. Höfðum ; við því góða aðstöðu til að stunda nám okkar. Þó Engilbert gæti verið seintek- inn til náinna kynna, var hann fé- lagslyndur og naut sín vel meðal vina og kunningja, og þá átti hann marga beggja megin hafs. Þó hygg ég að þeir sem áttu trúnað hans allan hafí ekki verið margir. Hann var mjög vinsæll af öllum er honum kynhtust. Þori ég að fullyrða, að hann átti sér enga öfundar- eða óvildarmenn. Sé það rétt, sem haft er eftir einhveijum spekingum, að slíkir menn séu lítt áhugaverðir, þá sannaði hann með breytni sinni, að sú fullyrðing er alröng. í daglegu fari var Engilbert fremur fámáll um eigin hag, jafn- vel við sína bestu vini, og ekki gef- inn fyrir að hnýsast í málefni ná- ungans og vel frómur til munnsins. Vissi að töluð orð verða ekki aftur tekin. Hann reyndi aldrei að draga það fram, sem miður fór, heldur var reynt að bæta úr því, væri það á hans valdi, sem vel kemur fram í atviki því, sem nú skal greint frá: Morgun nokkum er Engilbert kom að bíl sínum, sá hann að brot- ist hafði verið inn í bílinn og reynt að taka hann ófijálsri hendi, en það tókst ekki, sem betur fer. Þeim er þama var að verki varð það á að missa veski sitt á gólf bílsins, þar sem Engilbert fann það. í veskinu voru peningar og skilríki þess er þama var á ferð. Því var hægur vandi fyrir Engilbert að hafa sam- band við næturgestinn og skila veskinu, sem hann gerði. Víst er um það, að þessi viðbrögð féllu báðum betur en ákæra og bára annan og betri árangur. Ríkt í fari Engilberts var áreiðan- leiki hans í öllu er hann tók sér fyrir hendur í smáu sem stóra og var orðheldni hans viðbragðið. Skipti þá engu við hverju hafði ver- ið gengist. Þegar hann varð þrítugur héldum við þrír upp á það. Við það tæki- færi þótti mér við hæfí að nefna við hann, að þrítugur maður ætti að vera búinn að festa sér konu. Skemmtum við okkur við að ræða það nánar. Þar kom í umræðunni, að ég bauð Engilbert veðmál upp á 100 krónur, að hann væri ekki í hnappheldunni fertugur. Hann tók því. Áð sjálfsögðu gleymdi ég þessu fljótt, en tíu áram síðar sendi hann mér frá Kalifomíu silfurdollar (sem ég á enn) og minnti mig á veðmál- ið, sem hann hafði nú tapað. Orð skulu standa. Hann kvæntist aldrei og var bamlaus. Er Engilbert fór fyrst til Kanada og síðar Bandaríkjanna, mun það ekki hafa verið ætlun hans að setj- ast þar að til frambúðar, en það fór svo, að hann bjó þar hátt á fjórða áratug. Réð þar mestu um að hon- um féll veðurfarið þar vel, en íslensk vetrarveðrátta átti illa við hann. Hann hafði samt alltaf hugsað sér að eyða ævilcvöldinu heima, en helst hefði hann kosið að geta verið hér á sumrin en í Los Angeles á vetram. Leitiö til okkar: SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Hann kom oft í heimsókn til ís- lands. Fyrst í stað reyndi hann að koma a.m.k. á fimm ára fresti, en á seinni áram urðu heimsóknimar tíðari, enda fór efnahagur hans batnandi þegar líða tók á ævina; Sumarið 1987 kom hann til ís- lands að heimsækja skyldulið sitt, vini og kunningja, og öðram þræði til að undirbúa komu sína alkom- inn, enda hélt hann alla tíð íslensk- um ríkisborgararétti. Þá kenndi hann sjúkdóms, er við greiningu reyndist krabbamein, komið á það stig að allar tilraunir til lækninga vora árangurslausar. Er ég ræddi við hann eitt sinn á sjúkrabeði, vakti hann máls á því, hvað hann hefði verið lánsamur, að sjúkdómurinn skyldi greinast hér, því sambærilega læknismeðferð og hjúkran alla hefði hann ekki fengið í Los Angeles, nema géta lagt fram þær greiðslur, sem fjárhagsgeta hans leyfði ekki. Meðan hann barðist við sjúkdóm sinn, bjó hann á heimili systur sinnar Unnar og manns hennar milli þess er hann dvaldi á sjúkra- húsi. Reyndust þau honum vel og gerðu hvað þau gátu til að létta honum baráttuna. Var það Engil- bert ómetanlegur styrkur að fá að vera meðal systkina sinna og vina síðustu missirin sem hann lifði. I dag kveðjum við vel gerðan mann og góðan dreng, sem mann- bætandi var að eiga að vini. Við hjónin sendurn venslafólki hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Grétar Eiríksson byrjendanámskeió Fjölbreytt, vanda'ð og skemmtilegt byrj- endanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Tilva- lið námskeið til að losna við alla vanmáttar- kennd gagnvart tölvum. Dagskrá: ★ Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. ★ Stýrikerfið MS-DOS. ★ Ritvinnslukerfið WordPerfect. ★ Töflureiknirinn Multiplan. ★ Umræður og fyrirspurnir. Tími: 7., 9.f 14. og 16. mars kl. 20-23. Innritun í símuni 687S90 o§ 686790. VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu. Tölvufræðslan Borgartúni 28. Lansn fyrir breytta tætnr Ertu þreytt(ur) í fótunum eftir langan vinnudag? Mættu í vinn- una á morgun í Romika inniskóm og athugaðu hvort þér líði ekki betur eftir daginn. Romika skórnir eru mjúkir og ilegir. Eftir að þú hefur gengið í þeim í smástund hafa þeir aðlagast fótunum og eftir það vinna þeir með þér. Gerðu fótunum þínum greiða - gangtu í Romika skóm. ________________________________ROM.kA ROMIKA SKÓR FÁST MEÐAL ANNARS ( EFTIRFARANDI VERSLUNUM: Reykjavík: RR Skór, Kringlunni, S. Waage, Kringlunni, Skóverslunin, Laugavegi 97, Hvannbergsbræður, Laugavegi 71, Skósel, Laugavegi 44, Axel Ó., Laugavegi 11, Gísli Ferdinandsson, Lækjargötu, Skóbúð Kópavogs, Kópavogi, Skóhöllin, Hafnarfirði, Skóstofan, Eiðistorgi. Landið: Skóbúðin Keflavík hf., Keflavík, Axel Ó. Lárusson, Vestmannaeyjum, Skóbúð Selfoss, Selfossi, Krummafótur, Egilsstöðum, Skóbúð Húsavíkur, Húsavík, Skótískan, Akureyri, Staðarfell, Akranesi, Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki, KASK, Höfn í Hornafirði. Dreifing: Portó, Langholtsvegi 109, Simi 68 73 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.