Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 56
Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! SAGA CLASS í heimi hraða og athafna FLUGLEIÐIR £* FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Álftafellið nær sokkið «»MIKILL leki kom að skuttogar- anum Álftafelli SU 100 frá Stöðvarfirði í gærkvöldi, þegar skipið var á leið frá Fáskrúðs- firði til Norðfjarðar. Um mið- nætti var skipið komið fyrir Norðfjarðarhorn og á sléttan sjó. Loðnuskipið Pétur Jónsson var þá komið að skipinu með loðnu- dælu og sömuleiðis Gullfaxi frá Neskaupsstað, með björgunar- sveitarmenn og aukadælur inn- anborðs. Álftafellið strandaði í mynni Fáskrúðsfjarðar á mánudagskvöld og skemmdist þá mikið, en um klukkan 18 í gær lagði það af stað til Norðfjarðar í fylgd Kambarast- “Arinnar að lokinni bráðabirgðavið- gerð. Um klukkan 22 kom mikill leki að því, en það var þá statt við Norðfjarðarhom. Álftafellið var þá farið að hallast mikið og mikill sjór kominn í lestar skipsins. Áhöfn tog- arans var ekki talin í neinni hættu. Söluskattur af snjónum Sveitarstjómarmenn víða um land hafa af því áhyggjur að í fjárlögum þessa árs er ekki heimild til að endurgreiða sölu- skatt vegna snjómoksturs. Slík heimild hefur verið fyrir hendi undanfarin ár. Sveitarfélög þurfa að greiða sölu- skatt vegna vinnu snjóruðnings- tækja og gildir þá einu hvort tækin eru í þeirra eigu eða verktaka. Nú skortir heimild í fjárlögum til endur- greiðslu þess söluskatts, sem greiddur var á síðasta ári. - Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði að sveitar- stjómarmenn hefðu vakið athygli á því síðasta haust að þessi heimild til endurgreiðslu hefði verið felld niður. „Undanfarin ár hefur endur- greiðslan verið bundin við 12 millj- ónir og þær hafa dugað, vegna þess hversu snjólétt var þá,“ sagði hann. „Frá síðustu áramótum hefur hins vegar snjóað mikið um allt land og sveitarfélög þurft að leggja háar upphæðir í snjómokstur. Það kæmi sér því vel fýrir þau ef þau fengju söluskatt síðasta árs endur- greiddan." Morgunblaðið/Ámi Sæberg Það var þröngt setinn bekkurinn á bjórkram í miðborg Reykjavikur í gærkvöldi og unga fólkið í miklum meirihluta, eins og sjá jná á stærri myndinni. Á minni myndinni má sjá fúlltrúa innlendra og erlendra fjölmiðla fylgjast með sölu fyrstu bjórglasanna á hádegi í gær. Morgunblaðið/RAX Ein og hálf dós á mann UM 340.000 dósir af bjór seldust í verslunum ÁTVR í gær eða tæplega ein og hálf dós á hvern landsmann. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar ríkti víða helgarstemning í bæjum og einhverj- ir brugðu sér bæjarleið til að ná sér í veigamar. Fjöldi erlendra fréttamanna fylgdist með fyrsta degi bjórsins og m.a. sendu bandarísku sjónvarpsstöðvamar ABC og NBC út beint héðan í gærkvöldi. Frétt ABC um bjórinn var stjómað af Peter Lauren- ce, fréttastjóra ABC í Evrópu, og send út á besta tíma í einum vinsæl- asta fréttaþætti Bandaríkjanna. Fréttin var mjög jákvæð í garð lands og þjóðar og sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri, sem hefur aðstoðað ABC-menn hér á landi, að ef litið væri á þessar þijár mínút- ur, sem fréttin tæki, sem auglýsingu, hefði verð slíkrar auglýsingar verið 3.286.000 dollarar á þessum tíma eða um 170 milljónir. Sjá nánar á miðopnu. Miklar aunir vegna fyr- irspuma um hækkanir Framfærsluvísitala hækkar um 1,8% vegna fram kominna hækkana MIKIÐ hefúr verið um fyrir- spumir frá fyrirtækjum og stofnunum til Verðlagsstofúunar um hvemig beri að standa að verðhækkunum og hvemig eftir- liti með þeim sé háttað. Fargjöld Strætisvagna Reykjavíkur hækk- uðu í gær um 25,9% að jafiiaði. Verðlagsráð gerir ekki athuga- semdir við þá hækkun vegna þess hve mikið niðurgreidd þjón- usta SVR er, að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra. Hann segir miklar annir hafa verið hjá Verðlagsstofiiun, einkum við að meta umsóknir um verðhækkan- ir frá opinbemm fyrirtækjum og á landbúnaðarafúrðum. Verð- hækkanir opinberra fyrirtækja miðast almennt við 8%. Fram- færsluvísitalan hækkar um 1,8% vegna verðhækkana sem þegar em komnar fram. „Við erum ekki famir að átta Ríkissjóður eykur endurgreiðslu söluskatts um 100 milljónir: Vonii’ um hækkun fiskaflirða EITT hundrað milljóna króna aukning á endurgreiðslum á uppsöfn- uðum söluskatti til fískvinnslunnar, til þess að bæta henni fiskverðs- hækkun þá sem ákveðin var í fyrradag, verður greidd úr ríkis- sjóði, samkvæmt upplýsingum Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að það hefði komið berlega fram í sam- tölum hans við sjávarútvegsráðherra Noregs og Paul Schluter, forsætisráðherra Danmerkur, á Norðurlandaráðsþinginu að almennt gerðu menn sér vonir um vemlega hækkun á fiskafúrðum á næst- unni, þar sem nú myndi draga úr framboði. „Það eru mjög margir sem spá hækkunum á sjávarafurðum erlend- is, þeirra á meðal sjávarútvegsráð- herra Noregs og forsætisráðherra Danmerkur," sagði Steingrímur. Hann sagðist hafa rætt þessi mál við þessa menn á Norðurlandaráðs- þinginu og þeir væru sammála um að á næstunni yrði skortur á fiskaf- urðum. Því hlyti verð að hækka. „Það er gert ráð fyrir því að verð hækki nægilega mikið til þess að vega upp á móti því að greiðslur úr verðjöfnunarsjóði hætta í lok maímánaðar," sagði forsætisráð- herra. „Uppsafnaði söluskatturinn er ekki endurgreiddur að fullu. Þessar 100 milljónir verða endurgreiddar úr ríkissjóði, og eru umfram það sem stendur á fjárlögum,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Halldór var spurður hvað yrði í maílok, þegar þessum endurgreiðsl- um og verðbótagreiðslum lyki: „Það sem gerist í maílok verður ekki ljóst fyrr en þá,“ sagði Halldór og bætti síðan við: „Það er ekki stefnt að því að halda áfram þessum greiðsl- um út árið. Menn eru meðal annars að vonast eftir verðhækkunum á okkar afurðum erlendis, en það er nægur tími til að huga betur að því þegar kemur fram í maí.“ Ráðherra var loks spurður hvað hann teldi að þyrfti að fella gengið um marga hundraðshluta ef verð- hækkun á erlendum mörkuðum á íslenskum fiskafurðum næðist ekki á þessu tímabili: „Við skulum ekk- ert segja um það að svo stöddu. Það er ekki tímabært að vera með vangaveltur um slíkt nú,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Sjá bls.22. okkur á heildarmyndinni ennþá, fyrirtæki tilkynna hækkanir núna til okkar eftir að verðstöðvun lýkur og við skoðum hvort ástæða er til athugasemda við þær hækkanir. Það hefur verið mjög mikið að gera hér, einkum við að fjalla um um- sóknir opinberra fyrirtækja og land- búnaðarins. Verðstöðvunin er fram- lengd um sex mánuði hvað varðar orkuveitur samkvæmt lagabreyt- ingu sem gerð var, í síðustu viku,“ sagði Georg Ólafsson verðlags- stjóri. Verðlagsstofnun heimilar 8% hækkanir á taxta orkuveitna og skoðar hvert tilvik fyrir sig þegar sótt er um meiri hækkun. Á meðal fyrirtækja sem hafa sótt um hækk- un er Semer.tsverksmiðjan sem sækir um 9,5% hækkun. Þær heimildir sem veittar hafa verið, þar á meðal til verðhækkana á bensíni, tryggingagjöldum, land- búnaðarvörum og orku, munu fyrir- sjáanlega hækka framfærsluvísi- tölu um 1,7%-1,8%, að sögn Hallgríms Snorrasonar Hagstofu- stjóra. Hann segir að á næstu viku muni þó eiga eftir að koma í ljós hver hækkunin verður. „Niðurstað- an verður vafalítið hærri," segir hann. Sjá einnig bls. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.