Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 31
08(?I XflAM .S flUOAQUTMMiq QIQAJflMUDflOM 08 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2.' MARZ W........ * 31 Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Rauða Ijóninu. Walter Ridel og Sigurður Guðmundsson, matreiðslu- menn og Róbert Fragapanne, þjónn. Nýr vínveitinga- staður á Eiðistorgi Veitingastaðurinn Rauða ljón- ið var opnað á Eiðistorgi í gær, miðvikudag. Rauða ljónið er til húsa í kjallara verzlunarmið- stöðvarinnar undir Selbitanum og er í eigu samnefiids hlutafé- lags. Rauða Ijónið hefiir vínveit- ingaleyfi og býður upp á fjöl- breyttan matseðil að sögn eig- enda. Eigendur Rauða ljónsins hófu framkvæmdir við húsnæðið fyrir mánuði síðan og var allt til reiðu í gær, þegar leyfilegt var að selja áfengan bjór á Islandi að nýju. Stað- urinn verður opinn á milli klukkan Skýrslutæknifélag íslands boð- ar í dag til fúndar um ólöglega afritun hugbúnaðar. Verður reynt að svara þeirri spurningu hvort ólögleg afritun og dreifing á hug- búnaði sé alvarlegt vandamál hér á landi. Fundurinn er haldinn í Norræna húsinu og hefst klukkan 16.00. í leiðara nýjasta heftis Tölvumáia, sem Skýrslutæknifélag íslands gefur út, er vitnað í grein í bandarísku timariti, þar sem þeirri fullyrðingu er varpað fram, að fyrir hvert og eitt selt forrit séu níu ólögleg afrit í notkun. í Tölvumálum segir: „Einn hugbúnaðarinnflytjandi fullyrðir að hann viti um ólögleg afrit af þeim hugbúnaði sem hann flytur inn að verðmæti um 100 m.kr. Annar seg- ist hafa selt 80 eintök af hugbúnaði 12.00 og 15.00 á daginn og frá 18.00 á kvöldin til 1.00 á nóttunni nema föstudaga og laugardaga, en þá verður opið til 3.00. Þegar opnað var í fyrsta sinn skemmti eftir- herman Jóhannes Kristjánsson gestum, en ætlunin er að flutningur tónlistar og uppákomur af ýmsu tagi verði reglulega í Rauða ljóninu. Rauða ljónið tekur rúmlega 100 manns í sæti og býður upp á rétti af matseðli auk léttmetis í hádeginu svo sem salatbar og súpu og smá- réttir verða fáanlegir fram eftir nóttu. Rauða ljónið er eini vínveit- ingastaðurinn á Seltjarnamesi. sem sé í notkun hjá nær öllum þeim sem eiga ákveðna tölvutegund. Hann telur verðmæti ólöglega afritaðra eintaka af þessu eina forriti vera nálægt þtjátíu milljónum. Jafnframt segir hann ástandið síst betra varð- andi aðra titla sem hann selur, en þeir fylla á þriðja tugipn. Þó að þetta sé erfitt að staðfesta fer ekki hjá því að spurningar vakni við fyllyrðingar þessara manna. Get- ur það verið að verðmæti ólöglegra afritaðra forrita hér á landi megi telja í hundruðum milljóna króna?" Framsögumenn á fundinum í dag eru Hjörtur Hjartar, varformaður Skýrslutæknifélags íslands, Lúðvík Friðriksson, verkfræðingur, og Haukur Nikulásson, sölustjóri. Fund- arstjóri er Halldór Kristjánsson, formaður SÍ. Ráðist á íslendinga í París: Sendiherr- ann krefst skaðabóta TVEIR íslendingar urðu fyrir árás öryggisvarða í íþróttahöll- inni, þar sem úrslitaleikurinn í B-keppninni í handknattleik fór fram. Flytja varð annan manninn á sjúkrahús. Haraldur Kröyer sendiherra íslands í París hefúr borið fi-am mót- mæli við Handknattleikssam- band Frakka, framkvæmda- stjóra íþróttahallarinnar þar sem úrslitaleikurinn fór fram og við franska utanríkisráðu- neytið vegna árásarinnar. Sendiherrann mótmælir harð- lega framkomu öryggisvarð- anna og krefst skaðabóta og að árásarmönnunum verði refs- að. Frönsk blöð hafa skrifað um málið og lýst hneykslan sinni á framkomu varðanna, að sögn Haraldar. „Forsvarsmaður franska hand- knattleikssambandsins hringdi á mánudag og baðst afsökunar á þessum atburðum. Hann hefur mótmælt við framkvæmdastjóra íþróttahallarinnar," sagði Harald- ur í samtali við Morgunbiaðið. „Sendiráðið hefur sent bréf til framkvæmdastjóra þessarar íþróttahallar og mótmælt fram- komu öryggisvarðanna, farið fram á bætur til handa íslending- unum sem fyrir árásunum urðu og krafíst þess að þeim sekaverði refsað. “ Annar íslendinganna sem ráð- ist var á var fluttur á sjúkrahús. „Það var sparkað svo illilega í hann að hann hlaut opin sár og lá meðvitundarlaus í blóði sínu,“ sagði Haraldur. Hinn slapp nokkru betur og fór heim með hópnum sem hann kom með til Parísar, þó hlaut hann slæmt mar eftir spörk í kvið og síðu. RKÍ er meðal annars með nám- skeið fyrir foreldra ungra barna. StarfFræðslu- miðstöðvar Rauða krossins NÝVERIÐ var komið á fót Fræðslumiðstöð Rauða kross ís- lands. Komin er út námsskrá vorannar 1989. Boðið er upp á margs konar námskeið, sum æt- luð almenningi og sjálfboðalið- um Rauða krossins, en önnur eingöngu ætluð sjálfboðaliðum RKI. Fræðslumiðstöðvar sem þessi eru starfandi víða um lönd á vegum Rauða krossins. Fyrir almenning eru í boði fjögur mismunandi námskeið. Margar RKÍ deildir halda skyndihjálp- arnámskeið. Námskeið í umönnun bama eða svokölluð barnfóstru- námskeið verða haldin víða um land og eru þau einkum ætluð börnum og unglingum 11 ára og eldri. For- eldranámskeið verða haldin í Reykjavík. Fræðslumiðstöðin skipuleggur einnig námskeið í að- hlynningu aldraðra. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Með ferða- mannahópa í vélsleðaferðir Selfossi. „VIÐ FÖRUM í lengri og styttri ferðir með fólk allt eftir því hvað það vill,“ sagði Sigurður Sigurðsson eigandi Ásvéla sf. á Laugarvatni sem leigir út vél- sleða og fer með ferðamanna- hópa í vélsleðaferðir. Vinsælustu hópferðimar á vél- sleðunum eru til Þingvalla og inn á Skjaldbreið. Einnig er vinsælt að fara inn á Langjökul en það eru lengstu ferðimar sem famar erU' c- I' - Sig. Jons. Kvikmynda- klúbburinn sýnir „Karbnenn“ Kvikmyndaklúbbur íslands sýnir fimmtudag og laugardag, vestur-þýsku myndina „Karl- menn“, (Mánner), frá árinu 1986, eftir þýska leikstjórann Doris Dörrie. Myndin er sýnd í kvikmynda- húsinu Regnboganum við Hverfis- götu klukkan 21.00 og 23.00 á fímmtudag og á laugardag klukk- an 15.00. Miðaverð krónur 200 fyrir klúbbsmeðlimi. GrundarQörður: Ungrnennafé- lagið skipulegg- ur skíðakennslu Grundarfirði. MIKLUM snjó hefúr kyngt niður á Grundarfirði á síðustu vikum. Færð hefúr verið slæm innan bæjar og enn erfiðara hefur verið að komast suður yfir fjöll- in. Fólk hefúr lent í miklum erf- iðleikum á Kerlingarskarði og jafiivel orðið að yfirgefa vel út- búna bíla. En ýmsir em þó ánægðir með snjóinn því á Grundarfirði er góð skíðalyfta rétt ofan við bæinn. Ungmennafélag Gmndarfjarðar á og rekur skíðalyftuna og hefur nú skipulagt skíðakennslu sem er mjög vinsæl af bömunum. - Ragnheiður Fatasala og bæk- ur kristni- boðsfélaga SAMBAND íslenskra kristni- boðsfélaga, Kristniboðsfélag kvenna og Kristniboðsfélag karla í Reykjavík standa að sölu á margskonar fatnaði, skóm og fleiru, sem kristniboð- inu hefúr verið gefið, laugar- daginn 4. mars. nk. klukkan 14.00 á Háaleitisbraut 58—60, 3. hæð. Ágóðinn rennur í hús- sjóð félaganna. Þá verður Kristniboðsfélag kvenna með kökubazar á staðnum til styrktar kristniboðsstarfinu. Allir sem koma, eiga líka kost á því að kaupa sér kaffi og með- læti á lágu verði. Erindi um endur- skoðun laga- ákvæða um farmsamninga HIÐ íslenska sjóréttarfélag efii- ir til fræðafúndar laugardaginn 4. mars. nk. Verður fúndurinn haldinn í stofú 103 í Lögbergi og hefst klukkan 14.00. Fundarefni: Dr. Kurt Grönfors, prófessor við háskólann í Gauta- borg, flytur erindi er hann nefnir: „The Scandinavian Law Reform Concerning Carriage of Goods by Sea“. Að erindinu loknu verða kaffiveitingar og síðan verða fyrir- spurnir og umræður. I erindi sínu, sem verður flutt á ensku, mun dr. Kurt Grönfors fjalla um norræna samvinnu við endur- skoðun núgildandi ákvæða hinna norrænu siglingalaga um farm- flutninga á sjó, en mikið hefur ver- ið unnið að því verkefni hin síðustu árin og mun því endurskoðunar- starfi brátt verða lokið. Flokkur mannsins: Fundur Lands- ráðs1989 Landsráðsfúndur Flokks mannsins verður haldinn, sunnudaginn 12. mars nk; klukkan 13.00 á Hótel Sögu. í Landsráði silja 80 manns og eru fiindir í þvi haldnir annað hvert ár. Á þessum tímaótum verður meðal annars fjallað um hvort aðild að EB, framboð til alþingis- kosninga, samflot með öðrum flokkum og nýjar lausnir á at- vinnuleysi. Sérlegir gestir fundarins verða fulltrúar annarra stjórnmála- flokka, verkalýðshreyfinga og er- lendra þjóða. T.d. mun sovéski sendiherrann á íslandi flytja ávarp um „perestroika" og Óg- mundur Jónasson formaður BSRB mun tala um stöðuna í kjarabarát- tunni. Einnig munu fulltrúar frá Þjóðarfiokknum og Samtökum um jafnrétti og félagshyggju halda tölu. Formaður flokksins, Pétur Guðjónsson, mun flytja ávarp. Rangfeðrun í FRÉTT Morgunblaðsins í gær var verkstjóri hjá Stálvík, sem rætt var við, rangfeðraður. Verkstjórinn heitir Ámi Mar- kússon, ekki Marteinsson eins og sagt var. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Enskt and- rúmsloft í Krmglukránni KRINGLUKRÁIN, heitir nýr veitingastaður sem opnaður var í Kringlunni 4 í gær. Að sögn Guðbjörns Gunnarssonar, sem hannaði staðinn, hefúr þar verið reynt að koma á enskri stemmningu. Kringlukráin tek- ur 125 manns í sæti. í Kringlukránni er ætlunin að bjóða upp á einfaldan og ódýran mat í hádeginu og á kvöldin. Bjór- inn sem boðið verður upp á er Egils og Tuborg. Það er smíðastofan Beyki hf. sem hefur séð um að koma þess- um stað á laggirnar og var ákvörðun um það tekin í desem- ber þegar fyrirsjáanlegur var skortur á vinnu fram undan. Ætlunin er að koma rekstrinum af stað en síðan er í deiglunni að selja staðinn. Eigcndur Kringlukránnar eru Hannes Tómasson, Guðbjöm Gunnarsson, Reynir Sigurðsson, Haukur Örn Björnsson og Gísli Jónsson. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 1. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 50,00 39,00 44,27 20,712 916.995 Þorskur(ósl.) 47,00 38,00 44,83 15,207 681.744 Smáþorskur 26,00 26,00 26,00 0,342 8.892 Þorskur(dbl.) 30,00 30,00 30,00 0,654 19.635 Ýsa 60,00 40,00 46,90 12,474 585.039 Ýsa(ósl.) 84,00 47,00 60,36 9,185 554.411 Smáýsa(ósl) 15,00 15,00 15,00 0,101 1.515 Ufsi 21,00 15,00 20,16 6,305 127.136 Steinbítur 40,00 15,00 26,74 1,204 32.217 Steinbítur(óst) 34,00 19,00 19,76 4,536 89.643 Samtals 42,04 75,502 3.173.911 Selt var aðall. úr Náttfara HF, Stakkavík ÁR, Oddeyrinni EA og Gullfara HF. í dag verða m.a. seld 18 tonn af karfa og 18 tonn af ufsa úr Margréti EA, 50 tonn af þorski úr Núpi ÞH og óákv. magn af bl. afla úr Jóa á Nesi, frá Nesveri og Tanga hf. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 55,00 55,00 55,00 9,039 497.145 Þorsk(ósl.l.bl.) 44,00 44,00 44,00 3,542 155.848 Þorskur(dbl-) 49,00 29,00 47,46 1,776 84.297 Þorsk(ósl1-3n) 39,00 28,00 38,06 5.558 212.662 Ýsa 61,00 28,00 46,61 1,252 58.354 Ýsa(ósl.) 64,00 35,00 55,88 0,199 11.120 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,116 2.900 Lúða 190,00 180,00 188,00 0,055 10.340 Rauðmagi 120,00 100,00 108,30 0,742 80.355 Hrogn 120,00 120,00 120,00 0,183 21.960 Samtals 52,02 22,557 1.136.930 Selt var úr Farsæli SH og netab. í dag verða m.a. seld 25 tonn af þorski og fl. teg. úr Jóni Vídalín ÁR og óákveðið magn úr netaþ. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 60,50 42,00 45,86 9,729 446.210 Ýsa 63,00 56,00 60,58 1,554 94.139 Ufsi 23,00 15,00 22,09 9,894 218.555 Karfi 23,50 21,50 22,56 5,436 122.630 Steinbítur 24,00 15,00 15,15 2,077 31.464 Skata 81,00 81,00 81,00 0,124 10.044 Skötuselur 120,00 120,00 120,00 0,019 2.340 Lifur 25,00 25,00 25,00 0,014 350 Hrogn 120,00 120,00 120,00 0,093 ' 11.160 Samtals 32,95 29,207 962.479 Selt var aðallega úr Hrafni Sveinbjarnarsyni GK og Hraunsvík GK. í dag verða m.a. seld 40 tonn af þorski og 2 tonn af steinbít úr Eldeyjar-Hjalta GK og óákveðið magn úr Eldeyjar-Boða GK. Fundur um ólöglega aftítun hugbúnaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.