Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 27
.MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR, 2; MAHZ 19,89
27
Pólland:
Ráðherra sér leikrit Havels
Varsjá. Reuter.
MIECZYSLAW Rakowski, for-
sætísráðherra Póllands, fór á
laugardag á sýningu á tveimur
ádeiluleikritum eftír tékkneska
andófsmanninn Vaclav Havel og
er talið að þannig hafi Rakowski
viljað mótmæla fangelsisdómi
Prag-stjórnarinnar yfir Havel í
síðustu viku.
Powszechy-leikhúsið sýndi tvo
einþáttunga eftir Havel, er nefnast
„Áhorfendumir" og „Mótmælin".
Þeir vom bannaðir í Póllandi eftir
fyrstu og einu sýninguna í nóvem-
ber árið 1981. Tékknesk stjómvöld
hafa bannað öll verk Havels og var
hann dæmdur í níu mánaða fang-
elsi í síðustu viku fyrir þátttöku í
mótmælum i Prag í janúar. Pólska
stjómin hefur ekki gefið út neina
yfirlýsingu um fangelsisdóminn.
Mikil fagnaðarlæti bmtust út í
lok sýningarinnar í Varsjá og tók
forsætisráðherrann þátt í þeim.
Hann yfirgaf hins vegar leikhúsið
þegar pólski andófsmaðurinn Ad-
am Michnik stökk upp á sviðið og
las upp mótmæli gegn fangelsun
Havels. „Við sem emm stödd í
Powszechny-leikhúsinu mótmælum
fangelsun Havels og kreíjumst þess
að viðkomandi stjómvöld bindi
enda á kúgunina," sagði Michnik.
„Havel er stolt tekkneskrar menn-
ingar,“ sagði Michnik ennfremur
og líkti rithöfundinum við sovéska
mannréttindafrömuðinn Andrej
Sakharov og Lech Walesa, leiðtoga
Samstöðu, hins bannaða verkalýðs-
sambands í Póllandi.
„Mótmæli“ Qallar um tékknesk-
an rithöfund, sem vinnur með
stjómvöldum og neitar að skrifa
undir bréf til stuðnings andófs-
manni, sem dæmdur hefur verið í
fangelsi.
Reuter
Mengun: Niður fæðukeðjuna
ísrael:
Líkúdflokk-
ur vinnur 6
aflOstærstu
borgunum
Tel Aviv. Jerúsalem. Reuter.
LÍKÚDFLOKKURINN náði völd-
um í sex af tíu stærstu borgum
ísraels í bæjarstj órnarkosningum
sem fóru fram á þriðjudag. Yitz-
hak Shamir, forsætísráðherra
landsins, sagði f gær að hægri-
sveiflan í bæjarstj órnarkosning-
unurn bæri vott um stuðning kjós-
enda við stefhumið Líkúdflokks-
ins sem andvígur er viðræðum við
Palestínumenn.
„Þetta er hvorki þjóðaratkvæðis-
greiðsla né skoðanakönnun en það
er engum vafa undirorpið að bæjar-
stjómarkosningamar á þriðjudag
sýna að Líkúdflokkurinn nýtur æ
meira fylgis," sagði Shamir aðspurð-
ur um hvort kosningaúrslit í bæjar-
stjómarkosningum endurspegluðu
stuðning við harðlínustefnu Líkúd-
flokksins gagnvart Palestinumönn-
um.
Moshe Shahal, orkumálaráðherra
ísraels, hvatti flokksbræður sína í
Verkamannaflokki til að gera gagn-
gerar breytingar innan flokksins í
kjölfar annars kosningaósigurs á
síðastliðnum fjórum mánuðum.
Teddy Kollek, bæjarstjóri Jerúsal-
em, náði endurkjöri í borginni en
flokkur hans, Ein Jerúsalem, náði
ekki meirihluta í bæjarstjóm sökum
fylgisaukningar vinstri flokkanna og
vegna þess að Palestínumenn í Aust-
ur-Jerúsalem hundsuðu kosningam-
ar. Af 80.000 aröbum í borginni
kusu einungis 3.000 manns, saman-
borið við 12.000 manns fyrir fimm
árum.
RAFMÓIQRAR
Til á lager.
Rafmótorar frá EVACEC
í Portúgal, 0,37 kw til 50 kw.
Mjög hagstætt verð!
&
Viðgerðar og
varahlutaþjónusta.
SMIÐJUVEGI66, KÓPAVOGI. SlMI: 76600
ÚTIBÚ: GRANDAGARÐI 11, REYKJAVÍK.
SlMI: 623977
Gamla I ,
f fullu gikli
BÓKAMARKAÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA
BÓKAÚTGEFENDA í KRINGLUNNI
Þúsunclir bóka
CDdýrir bókapak
Dæmi um bókapakka:
Nr. 1 íslenskt mannlíf, fjórar bækur...Samtals kr. 4.480,-
Nr. 2 Heimurinn okkar, fimm bækur......Samtals kr. 998,-
Nr. 3 Ritsafn, Göngur og réttir........Samtals kr. 9.990,-
Nr. 4 Bækur Thorkild Hansen um þrælahald..Samtals kr. 1.999,-
Nr. 5 Heimur þekkingar, sex bækur í pakka.Samtals kr. 2.990,-
Nr. 6 Þrjár bækur í pakka eftir Régine Deforges.Samtals kr. 4.100,-
Nr. 7 Fimm bækur eftir Snjólaugu Bragadóttur....Samtals kr. 1.990,-
Nr. 8 Norræn ævintýri, fjórar bækur..........Samtals kr. 4.950,-
Nr. 9 Tvær matreiðslubækur......................Samtals kr. 1.450,-
Nr. 10 Heimsbókmenntir í vasabroti, tíubækur.Samtals kr. 1.980,-
• Pöntunarþjónusta fyrir
alla landsmenn til sjós og lands
í síma 91 -678011 allan sólarhringinn
• Veitingahúsin opin alla helgina
• Helgarstemmning í Kringlunni
• Greiðslukortaþjónusta
verði.
bækur,
Nr. 11 Barnabækur, fimm i pakka.....................Samtals kr. 790,-
Nr. 12 Barnabækur, sjö í pakka.....................Samtals kr. 1.980,-
Nr. 13 Barnabækur, sexípakka.......................Samtals kr. 999,-
Nr. 14 Menn og minjar, þrjárbækur..................Samtals kr. 1.500,-
Nr. 15 Laxveiðibókapokki, þrjórbækur...............Samtals kr. 999,-
Nr. 16 Með reistan makka, sex bækur um hesta.......Samtals kr. 2.499,-
Nr. 17 Unglingabækur, fimm í pakka.................Samtals kr. 790,-
Nr. 18 Spennusögupakki, fimm bækur.................Samtals kr. 1.199,-
Nr. 19 Ástarsögupakki, þrjárbækur...................Samtak kr. 898,-
Nr. 20 Árbækur islenskrar knattspymu, fimm bækur....Samtals kr. 1.999,-
SA G/VIVIU GOÐI
— EIIMI SAIMIMI
Aðeins fjórir dagar
Bókamarkaðurinn er á 3. hæð í Kringlunni
Opnunartími: Fimmtudaginn 2. mars frá kl. i0 til 19
Föstudaginn 3. mars frá'kl. 10 íil 20
Laugardaginn 4. mars frá kl. 10 til 18
Sunnudaginn 5. mars frá kl. 12 til 18