Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 24
24 (I i l’M ■. 13 Cíl(LAJSMIJ OÍIQM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989 Breskir afbrotaunglingar: Verða foreldrarnir látnir sæta ábyrgð? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TILLAGA um að breyta hegning- arlögunum á þann veg, að for- eldrar ungra afbrotamanna verði látnir sæta ábyrgð vegna afbrota þeirra, er nú til athugun- ar í breska innanrikisráðuneyt- inu. Hegningarlögin ná ekki til bama yngri en tíu ára, því að þau eru ekki talin geta borið ábyrgð á gerð- um sínum. Nú er til athugunar að setja í lög, að foreldrar sæti ábyrgð vegna afbrota bama sinna upp að 17 ára aldri og verði að svara til saka vegna þeirra fyrir dómi. Ástæðumar fyrir þessari breyt- ingu em þær helstar, að afbrot bama og unglinga eru alvarlegt vandamál. Á síðustu fimm ámm hefur slíkum brotum fækkað svolít- ið, en þriðjungur allra innbrota, þjófnaða og skemmdarverka er unninn af bömum og unglingum á aldrinum 10-17 ára. I nýlegri skýrslu kemur fram, að fímm til sex þúsund glæpir em árlega drýgðir af börnum yngri en tíu ára. Einnig hefur ofbeldisverkum ungl- inga ijölgað og mikill fjöldi þessara afbrota virðist eiga rót að rekja til drykkjuskapar. Foreldrar bera ekki lagalega ábyrgð á gerðum bama sinna nú. En dómari getur krafíst þess, að þeir séu viðstaddir réttarhöld yfír bömunum og hefur takmarkaða heimild til að kreija foreldra um greiðslu á sektum vegna afbrota unglinga á aldrinum 10-17 ára. Árið 1986 kröfðust dómarar þess aðeins í rúmlega fimmtungi slíkra mála. Þessi breyting er liður í þeirri áætlun Thatcher-stjómarinnar að reyna að ráðast að rótum þess vanda, sem glæpir unglinga era. Stjómvöld vilja einnig efla vitund þegnanna um eigin ábyrgð á að halda uppi góðu þjóðfélagi. Talsmenn lögreglunnar hafa tek- ið þessum hugmyndum vel. Þeir hafa varað við því, að margir þess- ara unglinga geti auðveldlega orðið að fullgildum glæpamönnum, ef ekki verði tekið á vandanum strax. John Patten aðstoðarinnanríkis- ráðherra segir að foreldrar séu í raun eina von þjóðfélagsins um að efla virðingu og hlýðni við lögin hjá bömum og unglingum. Skyldan hvíli á þeim og þeir verði því að sæta einhverri ábyrgð vegna af- brota barnanna. Stjórnarhermaður í húsarústum í borginni Nueva Concepcion í gær. Skæruliðar vinstrimanna gerðu árás á bæinn og lögðu margar byggingar í rúst. Þrír skæruliðar og einn óbreyttur borgari týndu lífi. í fyrrinótt gekk í gildi vopnahlé í borgarastyrjöldinni í E1 Salvador. Einhliða vopnahlé í borg- arastríðinu í E1 Salvador San Salvador. Reuter. STJÓRNARHERINN í E1 Salva- dor lýsti á miðnætti í fyrrakvöld yfir einhliða vopnahléi í borgara- styijöld, sem staðið hefúr yfir í landinu í níu ár. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðust í gær óttast að enn harðari bardagar brytust út ef tilraunir til að stilla til friðar færu út um þúfúr. Það var að tillögu Bandaríkja- stjómar að stjómarherinn í E1 Salvador ákvað að hætta aðgerðum Eyðing regnskóga í Brasilíu: Bíindarílxjastjóni sökuð rnn íhlutun í innanríkismál Brasilíumanna Sao Paulo. Reuter. JOSE Samey, forseti Brasilíu, gagnrýndi á þriðjudag Alþjóðaban- kann og Bandaríkjastjóm fyrir íhlutun í innanríkismál Brasiliu vegna afskipta þeirra af umhverfismálum í landinu, einkum eyðingu Amaz- on-regnskóganna. Forsetinn hafði rætt við James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í Japan og að sögn brasilískra blaða var hart deilt I þeim viðræðum. „Brasilíumenn sjálfir eiga að sjá um að vernda náttúm sína. Við getum ekki liðið neins konar íhlutun annarra ríiqa í innanríkismál okk- ar,“ sagði Jose Samey, er hann kom til Brasilíu frá Japan, þar sem hann var viðstaddur útför Híróhítós Jap- anskeisara. Dagblöð í Brasilíu skýrðu frá því að hart hefði verið deilt i viðræðum Sameys og Bakers í Japan og for- setinn hefði hafnað tilboði Bakers um að skuldir Brasilíumanna yrðu felldar niður hæfu þeir skipulegar aðgerðir til vemdar náttúmnni. Samey sagði við fréttamenn í Bras- ilíu að í hönd færi erfítt tímabil í samskiptum Brasilíumanna og Bandaríkjamanna. Forsetinn gagn- rýndi einnig Alþjóðabankann, sem hefur dregið að veita Brasilíumönn- um lán til að reisa orkuver, en nátt- úmverndarsinnar hafa barist gegn því að Brasilíumenn fái lánið vegna ótta um að það geri þeim kleift að reisa stíflur í Amazon-fljótinu. Hann kvaðst undrandi á því að Brasilíumenn væm gagnrýndir er- lendis fyrir náttúmspjöll og sagði að iðnvæddu ríkin ættu sök á mun alvarlegri náttúmspjöllum en Bras- ilíumenn. í fyrrinótt. Er talið að þar með sé rutt úr vegi helztu hindrun fyrir friðarviðræðum við skæmíiða vinstrimanna. Gífurlega harðir bar- dagar vom háðir á þriðjudag allt þar til vopnahléð gekk í gildi. Er- lendir stjómarerindrekar sögðu í gær að svo virtist sem stjómar- herinn væri að missa tökin á þjóð- inni og sögðust þeir óttast að enn meira blóðbað hæfist ef ekki yrði samið um frið. Talið er að um 70.000 manns hafí týnt lífi í borg- arastyrjöldinni í E1 Salvador. Talsmenn skæmliða sögðu í gær að þeir settust ekki að samninga- borði fyrr en samkomulag hefði tekizt um fyrirkomulag vopnahlés- ins. Talið er að nýjar kröfur skæm- liða muni torvelda friðarsamninga. Þeir sögðust í gær reiðubúnir að bjóða fram við forsetakosningar ef þeim yrði frestað þar til í septem- ber, en þær eru fyrirhugaðar 19. marz. Einnig kröfðust þeir þess að fækkað yrði í stjórnarhernum úr 56.000 mönnum í 12.000, eða í sama ijölda hermanna og áður en borgarastríðið braust út. Ennfremur kröfðust skæruliðar þess að friðarviðræður fæm fram í San Salvador, höfuðborg E1 Salvador, en ekki í Guatemala, eins og Jose Napoleon Duarte, forseti, hefur lagt til. Marshalleyjar: Vegabréfá boðstólum Míyuro. Reuter. NÝ LÖG á Marshalleyjum í Kyrra- hafinu heimila útlendingum að kaupa vegabréf af ríkisstjórn landsins og þurfa þeir að greiða fyrir það 250.000 dollara, um 12,7 miHjónir ísl. krónur. Talsmenn ríkisstjómarinnar sögðu að tilboðið væri aðallega ætlað fjár- festingaraðilum í Asíu og væri það hugsað sem tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð. Einn þingmanna landsins, sem andvígur var fyrirhugaðri sölu, sagði að verðlagningin myndi ekki aftra hryðjuverkamönnum frá því að festa kaup á vegabréfum. Minnkandi flotaumsvif Sovétmanna á Atlantshafi: Eáða yfir langdrægari ger- eyðingarvopnum en áður Fifling Norðurflotans undrunarefni, segir yfirmaður varnarliðsins SAMKVÆMT upplýsingum, sem leyniþjónusta breska flotans hefúr aflað, hafa flotaumsvif Sovétmanna á Atlantshafi farið minnkandi á undanfömum þremur ámm, _að því er segir í frétt breska dag- blaðsins The Daily Telegraph. Ónefndir heimildarmenn innan leyni- þjónustunnar segja að ekki sé hlaupið að þvi að finna skýringar á þessari þróun en benda á að kafbátar Sovétmanna séu nú vopnaðir langdrægari kjamorkueldflaugum en áður sem geri það að verkum að að þeir þurfi síður að sigla inn á Atlantshaf til að ná til hugsan- legra skotmarka I Bandaríkjunum. Eric McVadon, flotaforingi og yfirmaður vamarliðsins á íslandi, sagði í samtali við Morgunblaðið að lítillega hefði dregið úr ferðum sovéskra kafbáta og flugvéla hér við land og kvaðst taka undir þá skoðun að Sovétmenn þyrftu ekki að senda kafbáta sína inn á Atlantshaf í sama mæli og áður þar eð þeir réðu yfir öflugri vopnabúnaði. í frétt breska dagblaðsins segir kjamorkueldflaugum yfír Atlants- að sovéskir kafbátar af „Delta“ og hafíð frá Barentshafí og hafsvæð- „Typhoon“-gerð geti nú skotið um austur af íslandi. Heimildar- menn blaðsins segja að einnig komi til greina að dregið hafi verið úr umsvifum flotans á Atlantshafi í spamaðarskyni og vitna í því sam- hengi til umbóta þeirra sem Míkhaíl S. Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, hefur boðað í Sovétríkjunum. Á hinn bóginn er bent á að þessi skýring sé ekki fulinægjandi og er í fréttinni bent á umtalsverða uppbyggingu Norð- urflota Sovétmanna að undanfömu. Nýjum tundurspilli af Sovre- menníj-gerð hafi verið hleypt af stokkúnum á ári hveiju auk þess sem Sovétmenn ráði nú yfír kjam- orkuknúnum orrastubeitiskipum af Sovéskur kafbátur af „Typhoon“-gerð. Kafbáturinn er kjarnorku- knúinn og búinn eldflaugum sem draga um 9.000 kílómetra. Kírov-gerð og hraðskreiðum „Alfa“-kafbátum, sem einnig em kjamorkuknúnir. Eric McVadon, yfirmaður vam- arliðsins, sagði greinilegt að dregið hefði lítillega úr kafbátaferðum í nágrenni landsins. „Ég tel að skýr- ingin sé a.m.k. að hluta til sú að Sovétmenn þurfa ekki lengur að senda kafbáta sína framhjá Islandi inn á vestanvert Atlantshaf í sama mæli og áður vegna þess að þeir em nú búnir langdrægari eldflaug- um sem draga alla leið til Norður- Ameríku,“ sagði McVadon. „Við höfum hins vegar af því áhyggjur að á þessum tíma hafa Sovétmenn aukið styrk Norðurflotans til muna,“ sagði hann og benti á að nýtt flugmóðurskip og ormstubeiti-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.