Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Filmuskeytinga-
maður -
offsetljósmyndari
óskast nú þegar.
Nafn og upplýsingar sendist auglýsingadeild
Mbl. merkt: „F - 8465“ fyrir 7. mars nk:
Heilsuræktin
Glæsibæ
óskar eftir starfskrafti til móttökustarfa
ásamt öðrum störfum við stofnunina.
Sjúkraliði eða starfskraftur vanur ámóta
störfum gengur fyrir.
Upplýsingar í síma 685655 fyrir hádegi.
Iðnskólinn á ísafirði óskar að ráða .
nú þegar
rafmagnstækni-
fræðing
eða rafeindavirkja til að kenna rafeindafræði-
greinar. Aðstoðum við að útvega húsnæði.
Upplýsingar gefur formaður skólanefndar,-
Sigurjón Sigurjónsson, í vinnusíma 94-3711
og heimasíma 94-4084.
Lögfræðingur
óskar eftir hálfsdagsstarfi. Reynsla m.a. af
innheimtustörfum.
Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 9. mars merkt: G - 9723“.
Starfskraftur
óskast
við uppvask.
Upplýsingar á staðnum á milli kl. 13.00-15.00
daglega.
Tollstjórinn í
Reykjavík auglýsir
Starfskraft vantartil afgreiðslu- og skrifstofu-
starfa. Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins.
Frekari upplýsingar gefur starfsmannastjóri
í síma 600447.
Umsóknarfrestur er til 7. mars 1989.
Fóstrur
Óskum að ráða fóstrur til eftirfarandi starfa
hjá Hafnarfjarðarbæ:
1. Forstöðumann á leikskólann Álfaberg frá
1. maí.
2. Forstöðumann á leikskólann Norðurberg
frá 1. maí.
Einnig vantar fóstrur strax eða eftir sam-
komulagi á flest dagvistarheimilin í Hafnar-
firði í heilar eða hlutastöður.
Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi í síma
53444.
Félagsmálastjórinn.
Ræstingarkona
óskast nú þegar. Um allt að hálfsstarfsígildi
er að ræða.
Nafn og upplýsingar sendist auglýsingadeild
Mbl. merkt: „R - 2655“ fyrir 7. mars nk.
i
Vanur tölvusetjari
(Compugraphic)
óskast nú þegar.
Til greina kemur að skipta starfinu í tvö hálfs-
dagsstörf.
Áhugasamir leggi nöfn sín í umslag merkt:
„T - 8464“ á auglýsingadeild Mbl. fyrir 3.
mars nk.
tilkynningar
i
Auglýsing
frá Menntamálaráði íslands um
styrkveitingar árið 1989
Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1989
verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr
Menningarsjóði íslands:
Útgáfa tónverka
Til útgáfu íslenskra tónverka verða veittir
einn eða fleiri styrkir en heildarupphæð er
kr. 160.000. Umsóknum skulu fylgja upplýs-
ingar um tónverk þau sem áformað er að
gefa út.
Dvalarstyrkir listamanna
Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 110.000
hver. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum
sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k.
tveggja mánaða skeið og vinna þar að list-
grein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem ná-
kvæmastar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl.
Þeir sem ekki hafa fengið sams konar styrk
frá Menningarmálaráði síðastliðin 5 ár,
ganga að öðru jöfnu fyrir við úthlutun.
Umsóknir um framangreinda styrki skulu
hafa borist Menntamálaráði íslands, Skál-
holtsstíg 7, 101 Reykjavík, fyrir 5. mars 1989.
Nauðsynlegt er að kennitala umsækjanda
fylgi umsókninni.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Menningarsjóðs á Skálholtsstíg 7, Reykjavík.
| fundir •— mannfagnaðir |
Hjúkrunarfræðingar
Félagsfundur um kjaramál verður haldinn á
Suðurlandsbraut 22 fimmtudaginn 2. mars
kl. 20.30.
Hjúkrunarfélag íslands.
Opið hús
föstudaginn 3. mars í félagsheimili SVFR.
Húsið opnað kl. 20.30.
Dagskrá:
★ Óður til veiðigyðjunnar. Rafn Hafnfjörð í
máli og myndum.
★ Veiðistaðagetraun.
★ Glæsilegt happdrætti.
Félagar mætið vel og takið með ykkur gesti.
Skemmtinefnd SVFR.
''X,
' I? A''/ JrCfo:,
SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR
Lionsfélagar
Sjöundi samfundur á starfsárinu verður hald-
inn í Lionsheimilinu, Sigtúni 9, Reykjavík í
hádeginu á morgun, föstudaginn 3. mars.
Fjölbreytt dagskrá. Fjölmennið.
Samfundir eru opnir öllum Lionsfélögum,
Lionessum og Leo-félögum.
Fjölumdæmisráð.
|~ til sölu
Lítil prentsmiðja
í fullum rekstri og með gnægð verkefna til
sölu nú þegar af sérstökum ástæðum.
Tilboð merkt: „S - 2654“ sendist á auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 10. mars nk.
Dieselstöð til sölu
Cummings 3x380x100 kw. Dráttarvagn getur
fylgt.
Upplýsingar í síma 92-13683.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ájsjöum Moggans! y