Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 20
20
Dé Longhi Momento
Combi er hvort
tveggja í senn
_______MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2, MARZ 1989_
Fj ármál sjúkrahúsa
örbylgjuofn og grillofn
Loksins er kominn á markaöinn ofn,
sem er hvort tveggja í senn,
örbylgjuofn og grillofn. Þetta er
nýjung sem lengi hefur verið beöiö
eftir.
Ofnlnn sameinar kosti beggja aðferða,
örbylgjanna sem varöveita best
næringargildi matarins - og grillsteik-
ingarinnar, sem gefur hina eftirsóttu
stökku skorpu.
7 mismunandi
matreiöslumöguleykar:
1 örbylgjur 30% atl
2 örbylgjur 70% all
3 örbylgjur 100% all
örbylgjur 30% all
4 + grill 1100 w
örbylgjur 70% all
5 + grlll 1100 u
örbylgjur 100% all
6 + grill 1100 w
7 grill eingöngu 1100M/
Dé Longhi Momento Combi er
enginn venjulegur
örbylgjuofn, heldur gjörsam-
tega nýtt tceki sem býöur upp
á mismunandi aöferöir viö
nútíma matreiöslu.
iFOnix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
eftir Sigiirð
Björnsson
Lífskjör á íslandi hafa á undan-
fömum áratugum tekið miklum
breytingum til batnaðar og era nú
óvíða betri. Þessu til stuðnings má
nefna ýmis efnaleg þægindi svo sem
stærð húsnæðis, sem er meiri fyrir
hvem íbúa en annars staðar á Norð-
urlöndum, bílaeign, sem er næst-
mest í heimi miðað við höfðatölu
og að að fullur helmingur lands-
manna bregður sér til útlanda ár
hvert. Þessi árangur hefur náðst
með miklum dugnaði fólksins í
landinu, skynsamlegri nýtingu auð-
linda lands og sjávar, bættri mennt-
un þjóðarinnar og hæfni til að til-
einka sér nýjungar á sviði vísinda
og tækni, hvaðanæva að.
Ein meginforsenda fyrir farsælu
lífi í landinu er virkt heilbrigðis-
kerfi, aðgengilegt öllum lands-
mönnum. Nú er meira en hálf öld
liðin síðan stofnuð voru sjúkrasam-
lög, sem landsmenn greiddu iðgjöld
eftir efnum og ætlað var að tryggja
öllum jafnan aðgang að læknishjálp
þegar á þurfti að halda. Raunar var
síðar kveðið á um það í lögum að
sérhver landsmaður skuli eiga kost
á beztu læknisþjónustu, sem völ er
á hveiju sinni.
Fyrir nokkrum árum varð sú
breyting á að iðgjöld til sjúkrasam-
laga voru lögð niður en skattar
lagðir á landsmenn í staðinn og
renna þeir í ríkissjóð. Við það náðu
stjómmálamenn og embættismenn
ríkisins meiri tökum á ráðstöfun
þess sameiginlega sjóðs, sem
sjúkratryggingar eru. Til skamms
tíma voru greiðslur til sjúkrahúsa
í formi dagpeninga. Þau fengu
þannig greidda ákveðna upphæð
fyrir hvém dag, sem sjúklingur
dvaldi á sjúkrahúsinu og var þá
tekið tillit til hins beina kostnaðar
við meðferð, viðhald og endumýjun
tækja, húsnæðis o.s.frv. Daggjaldið
breyttist sfðan í samræmi við vísi-
tölu og var auk þess í stöðugri end-
urskoðun hjá daggjaldanefnd.
Þegar aðeinsþað
besta er nógu goll
/panix
HÁ7ÚNI 6A SÍMI (91)24420
ðYUNM &ABIN rnt Mí
HVORTSEM VSUN 2S.
Srensku Cylinda þvottavélamar
hafa fengidfrábœradóma í
neytendaprófum á kröfuhördustu
mörkuöum Evróþu.
Þú getur valið umframhlaðnareða
topphlaðnarCylinda vélar. Þœrtopp-
hlöðnu spara gólfpláss ogekki þarf
áð bogra znð þvottin
Cylinda nafnið er tryggingfyrir
fyrstaflokks vöru ogsannkallaðri
maraþonendingu.
TOPPHLAÐIN
ÞVOTTaVEIAR - UPPÞVOTTAVÉLAR
TAUÞURRKARAR
Kæmi í ljós eftir á að þau nægðu
ekki til rekstursins var mismunur-
inn greiddur í lok ársins, svonefnt
halladaggjald. Þótt ýmsir vankant-
ar væm á þessu fyrirkomulagi þá
tókst með því að tryggja rekstur
sjúkrahúsanna með fullum afköst-
um. Nú hafa sjúkrahúsin eitt af
öðra verið sett á föst fjárlög, sem
era ákveðin fyrirfram. Stjómendur
spítalanna leggja fram áætlun um
rekstur næsta árs og áætla fjárþörf
til að standa undir rekstrinum, við-
haldi og endumýjun tækja og hús-
næðis og samningsbundnum laun-
um starfsfólks. Síðan fara embætt-
ismenn heilbrigðis- og fjármála-
ráðuneytis yfir þessar áætlanir og
senda þær loks til Alþingis, sem
endanlega ákveður upphæð fjár-
veitinga til sjúkrahúsanna með Qár-
lögum. Upphæðin, sem þar er kveð-
ið á um, er jafnan 10-15% lægri
en sjúkrahúsin áætluðu að þyrfti
til að halda fullri starfsemi. Með
þetta veganesti og fyrirmæli um
óbreytta þjónustu leggja sjúkrahús-
in út í starfið á nýja árinu.
í árslok kemur í ljós að spá
sjúkrahúsanna um kostnað var rétt
en stjómsýslunnar röng. Erfiðast
er að kljúfa launagreiðslumar. Þau
sjúkrahús, sem fengið hafa fé tii
endumýjunar tækja og húsnæðis
eða geta skapað sér sértekjur, reyna
að færa fé frá þessum Iiðum yfir á
launagreiðslur og geta þannig
minnkað rekstrarhallann en hin,
sem hafa lítið eða ekkert þánnig
fé, koma út með halla í árslok eða
neyðast til að loka deilum og draga
saman rekstur.
í þessu sambandi má benda á
að embættismönnum stjómsýslunn-
ar skeikar víðar en við fjárlagagerð
fyrir sjúkrahús. Þær era ekki marg-
ar opinbera byggingamar, sem
reistar háfa verið hin síðari ár, þar
sem áætlanagerð hins opinbera hef-
ur staðizt.
Og hvað með rekstur stjómsýsl-
unnar sjálfrar?
Samkvæmt nýlegum upplýsing-
um fara æðstu valdastofnanir þjóð-
arinnar hlutfallslega mun meira út
fyrir ramma ijárlaga en sjúkrahús-
in. Rekstur Alþingis mun árið 1987
hafa farið rúmlega 30% fram yfir
fjárlög. Hvemig hyggjast þirjgmenn
bregðast við því? Neyðast þeir til
að fækka sjálfum sér um 30%,
lækka dagpeninga ráðherra í utan-
landsferðum eða senda færri full-
trúa á fund Norðurlandaráðs?
Ekki dreg ég í efa að nauðsyn
sé á auknu aðhaldi á flestum sviðum
þjóðlífsins. En það er ekki við heil-
brigðiskerfíð að sakast, hvemig nú
er komið efnahagsmálum íslend-
inga. Ég bið stjómmálamenn að líta
sér nær. Þeir benda iðulega á að
mestu útgjöldin séu í heilbrigðis-
og tryggingaráðuneytinu, um 40%
af útgjöldum flárlaga. Hér er þyrlað
upp nokkra ryki þar sem þrír ijórðu
hlutar þess fara til almannatrygg-
Sigurður Björnsson
„Samkvæmt nýlegum
upplýsingnm fara
æðstu valdastofnanir
þjóðarinnar hlutfalls-
lega mun meira út fyrir
ramma ijárlaga en
sjúkrahúsin. Rekstur
Alþingis mun árið 1987
hafa farið rúmlega 30%
fram yfir fjárlög.
Hvernig hyggjast þing-
menn bregðast við því?
Neyðast þeir til að
fækka sjálfum sér um
30%; lækka dagpeninga
ráðherra í utanlands-
ferðum eða senda færri
fulltrúa á fund Norður-
landaráðs?“
inga svo sem ellilífeyris, örorku-
bóta, mæðralauna, sjúkradagpen-
inga o.þ.h. Til heilbrigðismála fara
um 10% af útgjöldum fjárlaga en
nálægt 6,9% af vergri þjóðarfram-
leiðslu. Þetta er mun lægra hlutfall
BÆJARSTJÓRN Hafiiarflarðar
hefiir samþykkt eftirfarandi
reglur við álagningu fasteigna-
skatts ellilífeyrisþega fyrir árið
1988.:
Einstaklingar með brúttótekjur
allt að kr. 570 þús. á ári, greiða
ekki fasteignaskatt, einstaklingar
með allt að kr. 678 þús., greiða 30%
en hjá Svíum og Bandaríkjamönn-
um, svipað og hjá Finnum.
Margt mætti betur fara í íslenzka
heilbrigðiskerfinu, einkum er varð-
ar aðstöðu aldraðra, en í heild er
kerfið skilvirkt og aðgengilegt öll-
um landsmönnum. Menntun og
hæfni heilbrigðisstétta er sambæri-
leg við það, sem bezt gerist erlend-
is. Ýtrasta aðhalds hefur verið
gætt í rekstri sjúkrahúsanna og
raunar hefur nauðsynleg endumýj-
un tækjabúnaðar setið á hakanum
svo víða horfir til vandræða.
Tillögur hafa komið fram um
sameiningu tveggja sjúkrahúsa í
Reykjavík. Slíkt þyrfti gaumgæfí-
legan undirbúning, kostar mikla
fjármuni ef vel á að takast til og
mundi ekki leiða til teljandi spam-
aðar í rekstri.
Við þriðju umræðu á Alþingi um
fjárlög ársins 1989 vora framlög
til sjúkrahúsanna lækkuð um 1,5%
frá því, sem lagt hafði verið til.
Nýverið komu síðan boð frá stjóm-
völdum um viðbótar 2,5% niður-
skurð á launaliðum og tilmæli um
að skera niður ýmis samnings-
bundin réttindi starfsfólks sjúkra-
húsa. Eina leiðin til að verða við
þessum fyrirmælum er að loka fleiri
deildum og draga enn frekar saman
rekstur. Er nú fyrirsjáanlegt algert
neyðarástand á komandi mánuðum.
Ríkisstjóm, sem kennir sig við fé-
lagshyggju, virðist reiðubúin að
axla þá ábyrgð að sjúklingum sé
neitað um þjónustu á sjúkrahúsum
meðan rúmin standa auð.
Á undanförnum áram höfum við
í vaxandi mæli fært inn.í landið
ýmsar sérhæfðar rannsóknir og
aðgerðir, sem áður þurfti að vísa
sjúklingum í erlendis. Kostnaður við
slíkt var að jafnaði greiddur af
Tryggingastofnun ríkisins án þess
að þrátta Um upphæðina. Ef til vill
mætti hugsa sér að auka slíkan
útflutning aftur og gera sjúkrahús-
unum þannig kleift að halda sig
innan þeirra fjárveitinga, sem
stjómmálamenn og embættismenn
ráðuneyta úthluta þeim.
Höfundur er sjúkrahúslæknir i
Reykjavík.
af fasteignaskatti og einstaklingar
með allt að kr. 815 þús., greiða 70%
af fasteignaskatti.
Hjón með brúttótekjur allt að kr.
890 þús. á ári, greiða ekki fast-
eignaskatt, hjón með allt að 1,066
millj. greiða 30% af fasteignaskatti
og hjón með allt að 1,2 millj. greiða
70% af fasteignaskatti.
Hafriargörður:
Afsláttur af fasteignaskatti
i/ Vidtalstími borgarfulltrúa ^ J f Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík '%
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laug- ardögum íveturfrá kl. 10-12. .... Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum Wf ^ jN og ábendingum. 1 Allir borgarbúareruvelkomnir. ^ A ÆgT Laugardaginn 4. mars verða til viðtals Vilhálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar, varaformaður stjórnar sjúkrastofna í hafnarstjórn, og Ingólfur Sveinsson, í stjórn heilbrigðisráðs og S Reykjavíkur. •''' .ap-' ' íborgarráði, na í Reykjavík c Jjúkrasamlags >9
K.d'* %.,jP (\.d # Jk JfN gN % •' w w w