Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 36
36
MORG UNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
Tölvufræðslan og MFA:
Samningnr um endur-
menntun og námskeiðahald
MENNINGAR- og fræðslusam-
band alþýðu og Tölvufræðslan
hf. hafa gert með sér víðtækan
samning, vegna félagsmanna
ASÍ um endurmenntun og nám-
skeiðahald, fyrir árin 1989 og
1990.
Samningurinn var undirritaður
af forráðamönnum MFA og Tölvu-
fræðslunnar á sameiginlegum
blaðamannafundi á fimmtudag. í
samningnum er m.a. kveðið á um
verulega afslætti á námskeiðum
Tölvufræðslunnar fyrir alla félags-
menn Alþýðusambands íslands,
rúmlega 60 þúsund talsins. Á
þetta við um námskeið hvar sem
er á landinu.
Þá kemur Tölvufræðslan til með
að sjá um kennslu á Tölvudögum,
sem MFA mun halda í Ölfusborg-
um 1989 og 1990 auk þess sem
haldin verða sérstök námskeið fyr-
ir þátttakendur á vegum MFA á
tímabilinu frá 10. maí til 25. júní
í húsakynnum Tölvufræðslunnar í
Reykjavík og á Akureyri.
Loks munu félagsmenn ASÍ
einnig eiga þess kost að fá sér-
stakan afslátt fyrir böm sín í sum-
arbúðir Tölvufræðslunnar fyrir
unglinga þar sem tvinnað er sam-
an útiveru og tölvufræðslu.
Forráðamenn Tölvufræðslunnar og Menningar- og fræðslusambands
alþýðu kynna samning um endurmenntun og námskeiðahald.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
I.O.O.F. 5 = 171328V2 = 9.II
Krossinn
Auöbrekku 2,200 Kópavogur
Almenn samkoma í dag kl.
20.30. Róbert Hunt predikar og
Ronnie Eades leikur á saxafón.
Allir velkomnir.
O Síndri 5989327 = 2 í RVÍK
I.O.O.F. 11=170328'/2 = 9.111
□ Helgafell 5989137 IV/V -2
Góðtemplarahúsið
Hafnarfirði
Félagsvistin í kvöld fimmtud.
2. mars. Verið öll velkomin.
Fjölmennið.
IP
í kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þríbúðum, Hverfisgötu
42. Mikill almennur söngur. Kór-
inn tekur lagið. Samhjálparvinir
gefa vrtnisburði mánaðarins.
Allir velkomnir.
Munið opið hús á laugardaginn.
Samhjálp.
Saoracai
W
AD-KFUM
Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt-
mannsstíg 2b. Fundurinn er i
umsjá Friðriks Ó. Schram cand.
theol. Litskyggnur og frásögn frá
Kenýaferð. Hugleiðing: Rikdóm-
ur náðar og gæsku. Kaffi eftir
fund. Allir karlar velkomnir.
Hjálpræðisherinn
í kvöld kl. 20.30 almenn sam-
koma. Flokksforingjarnir stjórna
og tala. Föstudag kl. 20.30 sam-
koma (á Hernum) i tilefni al-
þjóðlegs bænadags kvenna.
Fulltrúar úr ýmsum kirkjudeild-
um taka þátt i samkomunni.
Allir velkomir.
V V*
Frá Sálarrannsóknar-
félagi íslands
í tilefni þess að 70 ár eru liðin
um þessar mundir frá því að
Sálarrannsóknarfélag islands
var stofnað, mun félagsfundur
sá, sem halda hefði átt 2. mars,
flytjast til þriðjudagsins 21.
mars, en þá mun verða haldinn
afmælisfundur í Langholtskirkju.
Nánari upplýsingar síðar.
Stjórnin.
Almenn samkoma
veröur í Grensáskirkju i kvöld kl.
20.30. Ræðumaður: Hafsteinn
Engilbertsson. Allir velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11796 og 19533.
Aðalfundur Ferðafélags
íslands
Aðalfundur Ferðafélags íslands
verður haldinn fimmtudaginn 2.
mars í Sóknarsalnum, Skipholti
50a. Fundurinn hefst stundvís-
lega kl. 20.30. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Mætið á aðalfundinn. Sýnið fé-
lagi ykkar áhuga.
Ath.: Félagar sýni skírteini frá
árinu 1988 við innganginn.
Stjórn Ferðafélags íslands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir sunnudaginn 5.
mars
1) Kl. 10.30. Litla kaffistofan-
Marardalur-Þingvallavegur.
Gengið á skíðum í um 5 klst.
Góð æfing fyrir páskaferðirnar.
Verð kr. 600,-
2) Kf. 13.00. Öxarárfoss ■
klakaböndum.
Ekið að Almannagjá og gengið
eftir henni að Öxarárfossi. Nú
er rétti tíminn til þess að skoða
Öxarárfoss í vetrarbúningi.
Missið ekki af þessari ferð. Verð
kr. 800,-
3) Kl. 13.00. Skíðaganga á
Mosfellsheiði.
Létt gönguferð við allra hæfi.
Verð kr. 600,-
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð-
inna.
Ferðafélag Islands.
Útivist,,
Sunnudagsferðir 5. mars
1. Kl. 10.30 Gullfoss í klaka-
böndum - Geysir o.fl. Nú er
fossinn loks kominn i fallega
klakabrynju. 2. Kl. 13 Land-
námsgangan 6. ferð: Saltvík -
Kléberg. 3. Skiðaganga.
Ný helgarferð 11.-12. mars:
Bláfjöll - Krísuvík, skiðaganga.
Gist í góðum skála.
Myndakvöld verður fimmtud.
9. mars.
Munið páskaferðirnar: Þórs-
mörk og Snæfellsnes - Snæ-
fellsjökull og sérstök skíða-
gönguferö. Sjáumst! Útivist,
Grófinni 1, símar: 14606 og
23732.
Útivist, ferðafélag.
Lærið vélritun
Ný námskeið eru að hefjast.
Vélritunarskólinn, s: 28040.
Viltu virkja
starfsfólkió betur
og spara hundruó
þúsunda?
Næsta STJÓRNUNARNÁMSKEIÐ hefst miðvikudag-
inn 8. mars kl. 9-12 og stendur yfir sex miðvikudags-
morgna.
Rætt verður um SKAPANDI HUGMYNDA-
FLUG - ÁRANGURSRÍKA ÁÆTLUN - AÐ
SKIPULEGGJA MEÐ HAGNAÐI - TÍMA-
STJÓRNUN - VALDDREIFINGU - HVATN-
INGU OG ÁKVARÐANATÖKU.
Kennsla fer fram með virkri þátttöku og hagnýtum
tilraunum í starfi. Er hugsanlegt að þú eigir GULL-
NÁMU ífyrirtækinu, án þess að vita það sjálf(ur)?
Hvernig væri að kanna málið nánar og fræðast
' um það, hvernig þátttakendur fóru að því að spara
hundruð þúsunda í rekstrinum.
Nómskeiö þetta er metið til punkta
í háskólanómi í Bandaríkjunum.
Fjárfesting í menntun skilar þór arði ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma 8 24 II.
STJÓRIMUIMARSKÓLIIUIM
c/o Konráö Adolphsson. Elnkaumboö fyrir Dale Carnegie namskeiðin'
Leitið til okkar:
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 - SÍMI 28300
$»§£**
^'UpnO e"'
eíU 6c.\a tfaf0
_
'e X. 50.99° w
Top'u#-
WW99>n3B’
s\?Sfcí°
^Auglýsinga-
síminn er 2 24 80