Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
' /
V
HANDKNATTLEIKUR
„Islenska liðið
geysilega sterkt“
- sagði Bogdan Wenta, ■fyrirliði Pólverja
„ISLENSKA liðið lék mjög
vel. Alfreð og Kristján voru
bestu menn liðsins í dag að
mínu mati, en aðal liðsins er
hins vegar geysilega góð liðs-
heild — allir 12 leikmennirnir
eru mjög góðir," sagði Bogd-
an Wenta, fyrirliði Pólverja, í
samtali við Morgunblaðið eft-
ir B-keppnina í Frakklandi.
Islendingar eiga geysilega
r * sterkt lið. Leikmennimir
eru mjög líkamlega sterkir, en líka
mjög teknískir, og eru góðir skot-
menn. Liðið var vel að sigri í B-
keppninni komið. Ég er einnig
ánægður með árangur pólska liðs-
ins. Við komumst í A-keppnina
eins og við stefndum að.“
Pólveijar nota mikið sömu sjö
leikmennina í leikjum sínum og
sagði Wenta það hafa reynst þeim
dýrkeypt í úrslitaleiknum. „Við
Bogdan Wenta
vorum að spila sjöunda leik okkar
á skömmum tíma, og þessir sjö
leikmenn eru því orðnir mjög
þreyttir. íslendingar nota yfirleitt
fleiri menn en við og því voru
þeir ekki eins þreyttir."
FOLK
Alfreö
Gíslason
22 mörk
> JÚGÓSLA VNESKI knatt-
spymumaðurinn Luka Kostic, sem
er miðvallarspilari, er kominn til
Akureyrar til að kanna aðstæður
hjá Þór. Fyrir em tveir landar hans
hjá félaginu - Milan E)juricic,
þjálfari og Bojan Tamavski, fram-
heiji, sem mun leika með Þór í
sumar. Það verður ljóst fljótlega
hvort að Kostic gangi til liðs við
Þór.
9. LEIKVIKA- 4. MARS 1989
Leikur 1 Sheff. Wed. - Charlton
Leikur 2 Southampton - Norwich
TENINGUR
Leikur 3 Birmingham - Oxford
Leikur 4 Bradford - Barnsley
Leikur 5 Brighton
- Blackburn
Leikur 6 C. Palace - Bournemouth
Leikur 7 Hull - Stoke
Leikur 8 Ipswich- Swindon
Leikur 9 Leicester - Walsall
Leikur 10 Plymouth - Portsmouth
Leikur11 Watford - Man. City
Leikur 12 Fulham - Swansea
Símsvari hjá getraunum á laugardögum
eftir kl. 17:T5 er 91-84590 og -84464.
Sala getraunaseðla með ensku
knattspyrnunni lokar á laugardögum
kl. 14:45.
> KAREEM Abdul-Jabbar,
leikmaður körfuknattleiksliðs Los
Angeles Lakers, hefur verið fund-
inn sekur um árás á ítalskan ferða-
mann í Phoenix. Ferðamaðurinn
var á vappi í stórverslun með
myndabandsupptökuvél er hann
rakst á Jabbar. Hann hélt sig hafa
dottið í lukkupottinn og ætlaði al-
deilis að mynda stjömuna í yerslun-
arleiðangri og sýna fjölskyldunni
er hann kæmi heim. Hann óð því
upp að Jabbar með vélina á lofti.
Jabbar, sem var í sakleysi sínu að
kaupa í matin, var ekki hrifinn af
látunum í þeim ítalska og stjakaði
við honum. Nú hefur málið semsagt
farið fyrir dóm og Jabbar verið
fundinn sekur. í versta falli yrði
hann dæmdur í 30 daga fangelsi
og 1.000 dollara sekt. Þó verður
dómurinn líklega vægari en dómar-
inn hefur eitthvað vit á körfubolta.
Þá hefur ítalinn farið í mál við
Jabbar og mun án efa fara fram
á himinháar skaðabætur.
> BOB Paisley, fyrmrn fram-
kvæmdastjóri Liverpool, hefur
fengið ákúmr frá félaginu fyrir að
gagnrýna framkvæmdastjóra liðs-
ins Kenny Dalglish. Gagnrýnin
kom fram í viðtali við Paisley sem
tekið var í tilefni þess að hann hef-
ur verið í 50 ár hjá félaginu. Pais-
ley, sem var framkvæmdastjóri
liðsins 1974 til 1983 með mjög
góðum árangri, hefur beðist afsök-
unar á þessum ummælum og sagt
að blaðamaðurinn hafi ekki haft
rétt eftir sér.
> HOLLENSKJ skattstjórinn
segist eiga ýmislegt vantalað við
Sören Lerby, sem lék lengi með
Ajax. Lerby er nú kominn til PSV
Eindhoven, eftir að hafa leikið í
Vestur-Þýskalandi og Frakk-
landi. Á ámnum hjá Ajax var
Lerby víst eitthvað latur við að
telja fram og skattstjórinn vill nú
fá 750.000 dollara (um 38 milljónir
ísl. kr.) frá Lerby. Fleiri leikmenn
Ajax em undir smásjánni hjá skatt-
stjóranum sem segir leikmenn liðs-
ins skulda stórfé.
ALFREÐ Gísason varð fjórði
leikmaðurinn til að ná að skora
fimmhundruð mörk með lands-
liðinu íhandknattleik. Alfreð
skoraði sitt f immhundruðasta
mark gegn Pólverjum - þegar
hann braust inn úr horni og
þrumaði knettinum í netið und-
ir lok leiksins. Hinir þrír lands-
liðsmennirnir, sem hafa skor-
aði 500 mörk, eru Hafnfirðing-
arnir Geir Hallsteinsson,
Kristján Arason og Þorgils
Óttar Mathiesen.
Geir var fyrstur til að skora 500
mörk. Hann skoraði sitt fimm-
hundraðasta mark í leik gegn Fær-
eyingum á Norðurlandamótinu í
Reykjavík 1977. Geir, sem lék sinn
fyrsta landsleik gegn Rúmeníu,
15:16, í Laugardalshöllinni 1966 -
skoraði þá tvö mörk. Hann skoraði
alls 534 mörk í 118 landsleikjum.
Þorgils Óttar Mathiesen skoraði
sitt fimmhundraðasta mark í B-
keppninni í Frakklandi og þá skor-
aði Kristján Arason sitt þúsundasta
mark í B-keppninni, eins og hefur
komið fram í Morgunblaðinu.
Alfreð, sem var útnefndur besti
leikmaður B-keppninnar, lék sinn
fyrsta landsleik 1980 gegn Dan-
mörku í Taastrup, eins og Kristján.
Alfreð náði ekki að skora í leiknum,
en hann skoraði sín fyrstu (þrjú)
mörk í leik gegn A-Þjóðveijum í
Schleife 5. júlí 1980.
106
Skyttunar þijár
Geir, Kristján og Alfreð, ásamt iínumanninum Þorgils Óttar hafa skor-
að flest mörk Islands. Alfreð skoraði sitt 500. mark gegn Pólverjum
Gelr Hallsteinsson í gamalkunnri
stellingu í landsleik - búinn að brjót-
ast í gegnum vöm andstæðingsins og
svífur að marki. Eftirleikurinn var
auðveldur - MARK!
Morgunblaðið/Sverrir
Alfreö Gíslason sést hér í leik gegn Pólveijum í París. Alfreð
átti stórgóðan leik og skoraði sjö mörk.
FráJóni
Halldóri
Garöarssyni
ÍV-Þýskalandi
ítmw
FOLK
> MÓNAKÓ er tilbúið að kppa
danska landsliðsmanninn Flemm-
ing Povlsen frá Köln á 87 millj.
ísl. kr.
> KÖLN hefur
boðið spánska fé-
laginu Logrones
43 millj. ísl. kr. fyrir
^ argentínska lands-
liðsmanninn Óskar Ruggieri, sem
er sterkur vamarleikmaður. Hann
á að fylla skarð Jttrgen Kohler,
sem fer til Bayem. Logrones vill
fá 86 mill. ísl. kr. fyrir Ruggieri.
> STUTTGART er tilbúið að
kaupa vamarleikmanninn Michael
Frontzeck frá Mönchengladbach.
> MIKLAR líkur em á því að
blökkumaðurinn Tony Baffoe hjá
Fortuna Köln fari til Leverkusen.
■ JOHN McEnroe vann á
sunnúdaginn fyrsta tennismót sitt
i árinu er hann sigraði Jakob Hla-
sek frá Sviss, 6:3 og 7:6, í úrslita-
leik á stórmóti í Lyon í Frakk-
landi. Leikurinn stóð yfír í 104
mínútur og fékk McEnroe 52.000
dollara eða um 2,7 milljónir
íslenskra króna fyrir sigurinn.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ