Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 26
26
-
__________________
Royal Jardin del Mar
í Santa Ponsa
íbúðahótelið Royal Jardin del Mar í Santa Ponsa
laðar sömu gestina til sín ár eftir ár. I rúmgóðum
íbúðunum er öllu haganlega fyrir komið, sam-
eiginlegar vistarverur gestanna þægilegar og
veitingarnar Ijúffengar jafnt inni sem úti í fallegum
hótelgarðinum. Örstutt er í alla þjónustu frá Royal
Jardin del Mar.
(ITi(KVTH(
HALLVEIGARSTlG 1, SÍMI 28388
r
Vandað nómskeið fyrir byrjendur í nofkun Macintosh töivunnor.
Dagskrá:
★ Grundvallaratriði við
notkun Macintosh.
★ Stýrikerfið.
★ Ritvinnsla.
★ Töflureiknir.
★ Gagnagrunnur.
I
Tími: 6., 8., 13. og 15. mars kl. 20-23.
Innritun í símum 687590 og 686790.
_©
Tölvufræðslan
Borgartúni 28.
ÚTSALA
Allt að 40%
afsláttur
pílu
gluggatjöld Suðurlandsbraut 6, Sími: 91 - 8 32 15.
1 Itorjpim
Áskriftarsíminn er 83033 l
Reuter
Óþefiir íAþenu
Sorphirðing er nú í lamasessi í höfúðborg Grikklands, Aþenu, vegna verkfalls starfsmanna. Á
myndinni sést ónafiigreindur Aþeningur halda um nefið er hann gengur fram þjá illa þeQandi
sorphaug á gangstéttinni.
Japan:
Neyðist Takeshita til að
efna tilkosning-a í apríl?
Tókíó. Reuter.
Stjórnarflokkurinn í Japan, Frjálslyndi demókrataflokkurinn,
gæti neyðst til að boða til þingkosninga í apríl í stað júlí, sögðu
stjómmálaskýrendur og japanskir þingmenn í gær. Samkvæmt nýrri
skoðanakönnun hefúr fylgi við ríkisstjóm Noborus Takeshita hrun-
ið niður í 19%. Fijálslyndi demókrataflokkurinn, sem hefúr verið
við völd í Japan frá 1955, býst við að tapa fjölda þingsæta í kosning-
um til efri deildar þingsins sem fara fram í júlí næstkomandi. Ástæð-
una má einkum rebja til hneykslis sem tengist útgáfú- og fjarskipta-
fyrirtækinu Recruit, en forsvarsmenn fyrirtækisins buðu a.m.k.
þremur ráðherrum í rikissfjóra Japans hlutabréf til sölu áður en
þau fóru á almennan markað og hækkuðu þar margfalt í verði.
Ráðherrarnir neyddust til að segja af sér þegar uppvíst varð um
þeirra hlut.
Stjómmálaskýrendur telja að
flokkurinn muni tapa umtalsverðum
Qölda þingsæta verði boðað til kosn-
inga á fyrra fallinu en hins vegar
sé afar ólíklegt að hann missi tök
á stjóm landsins. Þeir telja einnig
að verði kosningum frestað gætu
hneykslismál hrannast upp og vald-
ið flokknum óbætanlegum skaða,
einkum ef stjómmálamenn viðriðnir
þau verða handteknir.
„Nú er ekki rétta stundin til að
stinga höfðinu í sandinn og hlaup-
ast undan gagnrýni kjósenda,"
sagði Kunio Hatoyama, þingmaður
frjálslyndra demókrata. „Styrkur
okkar felst í raunsærri efnahags-
stefnu og Japan kemst ekki af án
hennar."
Þingmaður sósíalista, Tomio
Sakagami, sagðist halda að Takes-
hita myndi leysa upp þing um miðj-
Skrifstofutækninám
Betra verö - einn um tölvu
Tölvuskóli íslands
S: 67 14 66
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Á níu ára starfsferli HRAÐLESTRARSKÓLANS hafa
nemendur að meðaltali þrefaldað lestrarhraða sinn og
lesið með betri eftirtekt en þeir hafa áður vanist.
Næsta hraðlestrarnámskeið hefst 15. mars nk.
Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn í hvers kyns les-
efni skaltu skrá þig tímanlega á námskeiðiö.
Skráning öll kvöld kl. 20.00 - 22.00 í síma 641091.
S HRADLESTRARSKOUNN jl E
an apríl þegar hann hefði komið
fjárlagafrumvarpinu í gegn. „Þetta
er auðvitað hrein ágiskun, en hugs-
anlegt er að þingkosningar fari
fram 28. apríl," sagði Sakagami.
Stjómarandstaðan hefur oftsinn-
is krafist þess að Takeshita leysi
upp þing og boði til kosninga svo
að kjósendur geti látið í ljós sína
skoðun á hlutabréfahneykslinu.
Takashita hefur hingað til hafnað
þeirri kröfu á þeim forsendum að
stjóminni beri skylda til að sitja út
kjörtímabilið sem er fjögur ár.
Nicaragua:
Sjötta geng-
isfellingin
á tveimur
T •
mánuðum
Managua. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Nicaragua til-
kynntu á þriðjudag, að gengi
gjaldmiðils Iandsins, cordobans,
hefði verið lækkað um 9,5%.
Gengisfellingin, sem tók gildi í
gær og er hin sjötta i röðinni á
tveggja mánaða tímabili, er liður
í hörðum aðhaldsaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar.
Við gengisfellinguna hækkaði
verð á Bandaríkjadollar úr 3800
cordobum í 4200. Gengi cordobans
var síðast fellt 23. febrúar síðastlið-
inn og nam lækkun hans þá 18,75%.
Sandinista-stjómin hyggst nú
grípa til harðra aðhaldsaðgerða í
efnahagsmálum landsins til að örva
útflutning og vinna gegn óðaverð-
bólgunni, sem var 31.000% á
síðasta ári, að sögn Luis Carrions
efnahagsráðherra.
Stjómin kennir innanlandsátök-
unum um verðbólgubálið. Ætlunin
er meðal annars að fækka opin-
bemm starfsmönnum um 35.000 á
þessu ári og draga stórlega úr
ríkisútgjöldum.