Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989 39 tímabili til þess að ræða málin, snæða saman inni eða úti eftir því hvernig veðrið hefur verið og hefur þá oft verið glatt á hjalla, jafnframt því að oft hefur alvara lífsins verið krufin til mergjar og ýmsar meiri háttar ákvarðanir teknar, sem snert hafa hið daglega líf fyrr og síðar. Fjölskyldan var ekki stór. Hjömý var einkabam foreldra sinna, Elín- borgar Sigurðardóttur og Friðriks Ottóssonar, og ekki eignuðust þau bam, Hjömý og Minni, en vinahóp- urinn var stór og fóru bömin okkar ekki varhluta af góðsemi Hjömýjar og Minna. Frá Hjömýju stafaði festa og hlýja, handtakið var þétt og lýsti skapgerð hennar. Hún lífgaði upp á umhverfíð, því í kringum hana var ætíð líf og fjör og þótti eigin- mönnum okkar við stundum all háværar og var þá því við borið, að við væmm báðar ættaðar að vestan. Við hjónin vottum foreldmm hennar, Elínborgu og Friðriki, svo og eiginmanni hennar, Jóni Hilm- ari, okkar dýpstu samúð um leið og við biðjum alla góða vætti að styðja þau og styrkja í sorg þeirra. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Ellý og Bjarni Líkt og rótföst angan er imynd þín í hjarta mér. Minning þína þar ég geymi, þinni mynd úr huga mér aldrei gleymi, öðru gleymi - ekki þér. Annar maigt sig minnir á, margar stundir liðnar hjá gægjast fram með foma kynning, flöktir mér í huga þá hugljúf minning: Hvikul minning hvarflar frl (Arthur Symons, þýð. Yngvi Jóhannesson.) Okkur langar í örfáum orðum að minnast vinkonu okkar, hennar Hjömýjar sem við höfum verið svo heppnar að hafa þekkt frá því að við vorum litlar telpur. Allt frá því að við fluttum út á Barðaströnd fyrir um átta árum, höfum við get- að leitað til Hjömýjar með ýmis mál. Aldrei stóð á svari hjá henni, þó að hreinskilin svör hennar vom kannski ekki alltaf þau vinsælustu, þá brást ekki að þau vom hin réttu þegar upp var staðið. Við höfum alltaf fundið fyrir mikilli umhyggju hennar í okkar garð. Hún leit á okkur hálfpartinn sem sínar eigin dætur og kom fram við okkur sem slíkar. í hennar mörgu utanferðum vomm við oft í huga hennar og kom hún færandi hendi til baka, nú síðast í haust. Þó við höfíim vitað að hveiju stefndi síðastliðið ár, báðum við þess ávallt að læknavísindin gætu fundið leið til að lækna hana Hjömýju okkar, en okkur varð ekki að þeirri ósk. Elsku Minni, Elínborg og Friðrik, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Guðrún Helga og Regína. Við Hjömý vinkona mín áttum oft tal saman í garðhúsi þeirra hjóna út á Seltjamamesi. Ég sé fyrir mér sumarkvöld eitt fyrir nokkmm ámm. Það hafði rignt allt vorið en loksins stytti upp. Þá hringir Hjömý og segir: „Komdu, sumarið er komið." Þegar ég kom fann ég að það var satt, rósirnar hennar stóðu í blóma, hi- minninn var heiðskír og það sást til Jökulsins. Kvöldið var vandlega undirbúið að venju og matargerðar- list þeirra hjóna naut sín til fulln- ustu. Eftir matinn settumst við í garðhúsið, ræddum starfið, lífið og tilvemna og gott ef sólin var ekki komin upp þegar við skildum. Við áttum mörg slík kvöld og þau vom okkur báðum mikils virði. Við Hjömý kynntumst áður en tölvuvæðing hélt innreið sína í ferðaiðnaðinn. Hún vann þá hjá farskrárdeild Loftleiða í Reykjavík, ég hjá sama fyrirtæki í New York. Eg þurfti að vonum að hafa mikið samband við höfuðstöðvamar í Reykjavík. í þá daga tíðkaðist ekki að hringja milli heimsálfa, svo sam- skiptin vora í gegnum telex, skýr- ustu og fljótustu svörin vora ávallt undirrituð Hjömý. Að ári liðnu skrapp ég heim og gerði mér ferð upp í farskrá til þess að hitta þessa úrræðagóðu Hjömýju. Ég hafði gert mér ákveðna mynd af þessari konu, hún hlaut að vera ákveðin, en full af hlýju og krafti, mér fannst hún geta allt sem hún vildi. Og þannig var hún og mig langaði að kynnast henni betur. Það gerði ég síðar þegar við unnum saman hjá ferðaskrifstofunni Útsýn. Vinskap- urinn rofnaði ekki þótt við hættum að starfa saman og hún stofnaði verslunina Kúnígúnd, sem hún rak af mikilli atorku í nokkur ár. En áhugi hennar á ferðamálum varð samt yfírsterkari, hún seldi búðina og hóf aftur störf hjá Flug- leiðum. Ahugi hennar og alúð í starfí var einstakur, enda urðu margir af hennar viðskiptavinum góðir vinir hennar. Nú er hún fallin frá alltof snemma. Hún háði hetjulega bar- áttu við erfíðan sjúkdóm en varð að jata sig sigraða. Allan tímann hélt hún andlegri reisn, bjartsýni og kjarki. Ég vildi að við gætum enn á ný sest í garðhúsið, rætt um framtíð- aráætlanir í lífí og starfí, gengið út og saman horft í átt til Jökuls- ins, þar sem hann ber við himininn og þar sem fegurðin ríkir ein, ofar hverri kröfu. Minni minn, ég veit að þú hefur misst mikið. Megi Guð styrlqa þig, Elínborgu og Friðrik í sorg ykkar. Gyða Sveinsdóttir Kveðja frá samstarfsfólki Hjömý Friðriksdóttir, skrifstofu- stjóri á söluskrifstofu Flugleiða í Kringlunni, lést að kvöldi þ. 21. febrúar sl. aðeins 47 ára að aldri eftir stutta en átakanlega baráttu við vágestinn sem oft vill hafa síðasta orðið, krabbameinið. Hjömý var ráðin skrifstofustjóri á söluskrifstofunni í Kringlunni fyá því opnað var 13. ágúst 1987 eftir margra ára starf hjá fyrirtækinu, m.a. veitti hún forstöðu söluskrif- stofu Flugleiða í Mjóddinni, en sú skrifstofa var flutt í Kringluna við opnunina. Hjömý átti ekki sístan þátt í því hve vel tókst til með alla tilhögun á hinni nýju og glæsilegu skrifstofu, því hún fylgdist með öll- um undirbúningi af lífí og sál og vissi upp á hár hvemig hlutimir kæmu best út, m.a.s. arkitektamir urðu að viðurkenna hennar sjónar- mið og hagræða málum eftir þeim. Auðvitað kom á daginn að hún vissi nákvæmlega hvað hún söng. Hjömý var nefnilega alveg sér- stakur persónuleiki. Hún hafði ein- stakt lag á að umgangast sitt fólk og stjóma því, hélt uppi aga sem henni tókst vegna þess að hún gerði sömu kröfur til sjálfrar sín og ann- arra og var oftast mjög réttsýn. Ef ekki, var hún fyrst til að viður- kenna það og biðjast afsökunar, svo málið var úr sögunni. Ekki má gleyma mannlega þættinum, ávallt var hún reiðubúin til að hlusta og skilja og vinkona okkar var hún ekki síður en yfírmaður. Hjömý var skemmtileg kona og gerði oft góðlátlega grín að sjálfri sér. Hún geislaði af slíkum lífskrafti að henni tókst að hrífa alla með sér. Hún var jákvæð og hjálpfús, stór og tryggur vinahópur hennar ber vitni um það. Hjömýju var mjög annt um hag Flugleiða og auðvitað viðskiptavin- anna og tókst að skapa rétt and- rúmsloft þar á milli, enda eiga áreiðanlega fáir eins stóran hóp persónulegra viðskiptavina og hún átti. Við emm sammála um það stöllur hennar hér í Kringlunni, að öll fyrirtæki ættu að eiga a.m.k. eina Hjömýju því þá yrði hagur þeirra farsælli. Andi hennar mun svífa hér yfír vötnum um ókomna tíð og við kveðj- um hana með söknuði. Sendum eftirlifandi eiginmanni hennar, Jóni Hilmari, svo og for- eldrum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gróa María, Ásdis, Anna, Kristin og Svanhildur. Sem viðskiptavinur Hjömýjar í nokkur ár vil ég nota tækifærið og þakka henni fyrir ánægjuleg kynni. Hjömý var framúrskarandi starfs- kraftur, einstaklega greiðvikin, dugleg og jákvæð manneskja. Hún var húsbóndaholl, gætti hagsmuna fyrirtækisins í hvívetna og kunni ég það vel að meta. Það era forrétt- indi að hafa slíka manneskju í þjón- ustu sinni og mega Flugieiðir vera stoltir af henni. Ég minnist þess þegar hún birtist eitt sinn á skrif- stofu minni og færði mér flugmiða mína og sagðist hafa „átt leið fram- t Móðir okkar og tengdamófiir, MARGRÉT SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR frá Hofteigi, Deildartúni 2, Akranesi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 26. febrúar, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 3. mars kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness. Jórunn Ármannsdóttir, Sigríður Ármannsdóttir, Armann Ármannsson, Sigvaldi Ármannsson, Guðný Ármannsdóttir, Halldór Ármannsson, Margrét Ármannsdóttir, Sighvatur Bjarnason, Elfas Guðjónsson, Ingella Þórðardóttir, Jóna Guðnadóttir, Þorkell Kristinsson, Sigurður Ólafsson. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, ÞORVALDAR ELÍSSONAR, Sólvöllum 1, Stokkseyri. Edda Björk Hjörleifsdóttir og börn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug með blómum, krönsum, minningarkortum og hlýjum handtökum við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, ELÍSABETAR EINARSDÓTTUR, sem áður bjó á Linnetstfg 9b, Hafnarfirði. Sórstakar þakkir færum við starfsfólki 4. hæðar hjúkrunardeildar Hrafnistu í Hafnarfiröi fyrir frábæra umönnun og alúð í veikindum hennar síðustu vikurnar. Guð blessi ykkur öll. Börn og tengdabörn. hjá“. Þegar um var að ræða flóknar flugáætlanir heyrði ég hana stund- um segja „ég ætla að líta á málið í ró og næði heima í kvöld“. Ekkert þýddi að malda í móinn því metnað- urinn að gera enn betur var ætíð í fyrirrúmi. Þá átti hún það til að hringja í mig eftir viðskiptaferðir og fullvissa sig um að ferðaáætlun- in hefði staðist. Já, þau vora mörg skiptin sem hún kom mér á óvart og er ég þess fullviss að hún hafi þjónað öðmm tryggum viðskipta- vinum á sama hátt og hún þjónaði mér. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til eiginmanns og annarra aðstandenda og kveð Hjömýju á sama hátt og hún kvaddi mig svo oft og óska henni „góðrar ferðar". Kristján Gíslason, Radíómiðun hf. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljðsara í fjarveru hans, eins og íjallgöngumaður sér fyallið best af sléttunni." (Kahlil Gibran) Fyrir hönd fyölskyldu minnar vil ég minnast vinkonu okkar, Hjömýj- ar Friðriksdóttur, er lést í Borg- arspítalanum í Reykjavík hinn 21. febrúar síðastliðinn, eftir afar erfiða sjúkdómslegu. Hjömý bjó jrfir sterkum persónu- leika, miklum starfsáhuga og ein- stöku þreki, sem kom hvað skýrast í ljós í hetjulegri baráttu hennar við veikindi sín. Það væri margt hægt að týna til úr sjóði minning- anna nú er leiðir skilja, en þetta eiga ekki að vera eftirmæli, heldur hinsta kveðja með þakklæti fyrir samfylgd bæði í leik og starfí. Jóni Hilmari og foreldrum henn- ar, Elínborgu og Friðriki, vottum við okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu stundum i lífi þeirra. Sonja Johansen og fjölskylda. Mig langar til að skrifa nokkrar línur til að minnast vinkonu minnar Hjömýjar Friðriksdóttur, sem lést í Borgarspítalanum 21. febrúar síðastliðinn eftir langvarandi veik- indi. Við kynntumst fyrst fyrir 23 ámm, þegar við urðum sambýlis- konur á Unnarbraut hér á Seltjam- amesi. Við voram þá báðar sjó- mannskonur og áttum oft góðar stundir saman þegar karlamir okk- ar vom á sjónum. Varð þá til sú vinátta sem hélst ætíð síðan. Hjömý var mikill vinur vina sinna, ákaflega hreinskilin og ein- læg. Það var alltaf gott að leita ráða hjá henni, því maður gat alltaf - verið viss um hvar maður hafði hana. Hún hikaði aldrei við að segja sína skoðun hreint út, hvort sem manni líkaði betur eða verr. Hjömý var einnig mjög hjálpsöm og ekki var sú stórveisla haldin á okkar heimili að hún mætti ekki með allar sínar skálar og föt, tilbú- in til að hjálpa og stjóma, enda var hún með afbrigðum góður kokkur og margar góðar veislur sátum við hjönin hjá henni og Himma. í haust vomm við Baldur með þeim hjónum á Flórída þar sem V Hjömý ætlaði sér að safna kröftum. Við áttum þar saman góða daga sem við munum ætíð minnast með þakklæti í huga. Þá var Hjömý mjög veik, en alltaf reyndi hún að drífa sig áfram og vera með í öllu. Hjömý barðist eins og hetja við veikindi sín og aðdáunarvert var að fylgjast með dugnaði hennar og metnaði, sem hún sýndi gagnvart vinnu sinni, þrátt fyrir veikindi sín. Söknuður okkar er mikill þegar við kveðjum Hjömýju, en í huga okkar er þakklæti fyrir að hafa átt góða vinkonu og skemmtilegan fé- laga. Ég og fjölskylda mín sendum Himma, Elínborgu, Friðrik og Ingi- björgu innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Hjömýjar. Tóta í fáum orðum viljum við systkin- in kveðja frænku okkar Hjömýju Friðriksdóttur, sem lést 21.febrúar. Hjömý lætur eftir sig eiginmann, Jón Hilmar Bjömsson, og foreldra, Elínborgu Sigurðardóttur og Frið- rik Ottósson. Við kynntumst Hjömýju í bemsku, hún var stóra frænka, allt- af svo glöð og blíð. Það var ávallt mikil tilhlökkun að heimsækja for- eldra hennar á litlu jólunum, þar kenndi Hjömý okkur að skera í laufabrauð og föndra. Við þökkum Hjömýju þær stund- ir, sem við fengum notið með henni. Minning hennar, bros og hlýja, mun lifa áfram í hjörtum okkar um ókomna tíð. Við vottum fíölskyldu Hjömýjar okkar innilegustu samúð. Benjamín, Jóna Guðrún, Birna og Vera Björk. t Þökkum innilega aufisýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för systur minnar og fósturmóður okkar, EINÖRU GUÐBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarheimilisins Sólvangs. Benedikt Björnsson, Elfn Benediktsdóttir, Björn Benediktsson, Guðbjörg Benedlktsdóttir, Björn Jónsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlót og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KARENARANTONSEN. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun. Guðrún Sjöfn Janusdóttir, Viðar Janusson, Guðrún Eiríksdóttir, Þrúður Brynja Janusdóttir, Bjarni Kristinsson, Gerður Janusdóttir, Eiríkur Gylfi Helgason og barnabörn. t Þökkum hjartanlega sýnda samúfi og vinarhug við andlát og út- för elskulegrar ömmu okkar og langömmu, ODDNÝJAR INGIMARSDÓTTUR, Eyrargötu 14, Sigluflrði. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrót Gunnarsdóttir, Oddný Gunnarsdóttir, Sigurlaug Gunnarsdóttir, Svava Gunnarsdóttir, Kolbrún Gunnarsdóttir, Sigrfður Gunnarsdóttir, makarog barnabarnabörn. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.