Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989 15 Húsavík: Skíptafund- ur í þrotabúi Sæbliks hf. Húsavík. SKIPTAFUNDUR I þrotabúi Sæbliks hf., Kópaskeri, var sett- ur á þriðjudaginn á skrifstofú sýslumannsembættisins á Húsavík og haldinn af skiptar- áðanda Þingeyjarsýslu, Halld- óri Kristinssyni sýslumanni, að viðstöddum bústjóra, Örlygi Hnefli Jónssyni hdl., og nokkr- um kröfúhöfúm. Bústjórinn, Örlygur Hnefill, lagði fram skrá yfír lýstar kröfur í búið en þær námu samtals 147 milljónum króna og þar af almenn- ar kröfur um 43 miHjónir króna. Stærstu kröfuhafamir eru Fisk- veiðisjóður og Byggðasjóður. Eignir búsins eru skipið Ami á Bakka að tryggingarmati 88,3 miHjónir og fasteignir, vélar og lausafé á bókfærðu verði um 25 milijónir króna, eða eignir sámtals um 113 milljónir króna. Bústjóri hefur leigt skipið Áma á Bakka undanfama 3 mánuði og rækjuvinnslustöð Sæbliks á Kópa- skeri, en á fundinum var honum falið að athuga um sölu eignabús- ins. Næsti skiptafundur var ákveð- inn 18. apríl. - Fréttaritari Sanitas dreifir óáfengum Löwenbrou Traust - nákvæmt -hnitmiðað hrífur augað kannski ekki strax, en hefur alla burði til að vinna á og þá einkum í réttu umhverfi. Veggimir í Galleríi Borg em t.d. of samlitir verkunum, til að þau fái notið sín til fulls. í fljótu bragði og jafnvel eftir endurtekna skoðun þá þykir manni mestur krafturinn í eldri verkunum á sýningunni t.d. hinni stóm mynd „Norðrið" frá 1986, sem er fjöl- þættur og ákaflega formsterkur vefur svo og í hinni keimlíku mynd „Speglun" frá 1987. Undantekning er þó nýjasta verkið, sem er „Jörð“ frá í ár, en þar fer Ásgerður á kost- um í jarðrænni og safaríkri með- höndlan efniviðsins. Og verkin „Fjarlægð" I og II em bæði hlýr og uppmnalegur vefnaður, sem hefur yfir sér bestu einkenni lista- konunnar Ásgerðar Búadóttur. Ás- gerð- ur Búa- dótt- ir: Norð- rið. 1986. 227x- 240 sm. Tryggið ykkur Löwenbrau í tíma ll/lyndlist Bragi Ásgeirsson Okkar nafnkenndasta núlifandi veflistarkona, Ásgerður Búadótdr opnaði sl. fimmtudag sýningu á níu myndverkum í Galleríi Borg og stendur hún til mánaðamóta. Eftir að hafa litið tilraunir nor- rænna textílkvenna á Kjarvalsstöð- um nú nýverið er það óneitanlega nokkur léttir að sjá þráð og vef ríkjandi atriði á þessum vettvangi, og það sem meira er um vert, full- komlega í anda núlista, svo sem maður skilur þær og upplifír. Á stundum nálgast allar þessar tilraunir núlistanna einna vegna að bera meiri keim af útkjálka- mennsku og tilraunum leikmanna, en vinnubrögðum atvinnulista- manna, eins og maður skilur þetta orð. Atvinnulistamaður er alvöru- listamaður, sem sökkvir sér niður í list sína án tillits til þess, hvort hann stundi aðra vinnu. Sköpunin er honum allt, sjálf sköpunin, en ekki endilega þau viðhorf, sem efst eru á baugi í listheiminum hveiju sinni, eða réttara sagt — teljast vera það. Og þannig geta einhæfar tilraunir í núlistum snúist upp í andhverfu sína, í stað þess að menn séu að bijótast út úr meintri ein- angrun. Kannski er þetta angi hinn- ar alþekktu og hvimleiðu minni- máttarkenndar Norðuriandabúa gagnvart umheiminum og mið- stöðvum heimslistarinnar, sem ein- stakir listamenn reyna stöðugt að hamla gegn, en kenningasmiðir að stuðla að. Jafnvel kynni það að vera skýringin á því, að þetta er mest áberandi í einangraðasta landinu, f öllu falli er of sjaldan hægt að kenna upprunalegan neista í norrænum núlistaverkum. En það tel ég hinsvegar vel hægt í verkum Ásgerðar Búadóttur þrátt fyrir hina sígildu formrænu um- gjörð og nákvæmu vinnubrögð, er byggjast á yfiriegu og fagurfræði- legum kenndum. Það er og vissa mín, að þegar margt er gleymt og grafið, sem nú er hampað og trumb- ur eru barðar fyrir, þá munu mynd- listaverk, er slflc vinnubrögð prýða, enn í fullu gildi. Það hefur í öllu falli meiri svip af núinu að mínu mati að upplifa þann tíma, sem eitt sjávarfall stendur yfir, á göngu við ströndina hjá Gróttu, og Ögurstund nefnist, en að lifa sig alfarið inn í það umhverfí og aðstæður, sem útlendir búa við einhvers staðar úti í heimi. Núlistir eru auðvitað það, sem gert er í samræmi við tíman sem viðkomandi listamaður lifír á og endurspeglar hans nánasta um- hverfi og er borið uppi af ótvíræðum listrænum þrótti. Og þetta er einmitt veigurinn í listsköpun Ásgerðar Búadóttur, svo sem hann kemur fyrir í verkunum níu í Galleríi Borg. Listakonan vinn- ur í gamalkunnum formum frá hennar hendi, en eykur við tilbrigði þeirra og litrænan hrynjanda. Það síðasttalda á einnig við, þótt nú takmarki hún sig við hvít blæbrigði í teppunum fjórum, sem nefnast „Ögurstund" (6-9). Slíkur vefnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.