Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
Systkin-
um vísað úr
strætisvagni
„Vagfnstjórinn hefur sýnt mik-
ið dómgreindarleysi með því að
kanna ekki hvort börnin voru að
fara að heiman cða heim o g þetta
mál verður rætt við hann,“ sagði
Sveinn Björnsson, forstjóri
Strætisvagna Reykjavíkur. Tíu
ára dreng og Qögurra ára systur
hans var visað út úr strætisvagni
á Teigunum á þriðjudag, vegna
þess að drengurinn var aðeins
með fargjald fyrir sig, en ekki
systur sína.
Drengurinn hefur áður farið með
systur sína í strætisvagna og ávallt
greitt fargjald fyrir sig einan. Þeg-
ar þau systkinin komu upp í vagn
á þriðjudag, á leið frá Gullteig heim
til sín í Vesturbæ, vísaði vagnstjór-
inn þeim út úr vagninum. Drengur-
inn hringdi í föður sinn í vinnuna,
sem náði í bömin og fór með þau
heim.
Sveinn Bjömsson sagði, að eins
og kæmi fram í gjaldskrá sem höfð
væri í öllum vögnum þyrftu böm
innan 4 ára aldurs ekki að greiða
fargjald, ef þau væm í fylgd með
fullorðnum. Ef svo ungt bam væri
hins vegar í fylgd með öðm bami
ættu bæði að borga.
Svartolía
hækkar
Verðlagsráð hefur heimilað
hækkun á verði svartoliu um
3,4% frá og með deginum í dag.
Að sögn Georgs Ólafssonar er
hækkunin til komin vegna geng-
isbreytinga og erlendra kostnað-
arhækkana.
Tonnið af svartolíu kostar nú
7.600 en kostaði fyrir 7.350 krón-
ur. Svartolía hækkaði einnig um
síðustu mánaðamót úr 6.700 krón-
um í 7.350.
Jón Ólafsson framkvæmdastjóri
Félags íslenskra fiskmjölsframleið-
enda segir að þessi hækkun skipti
ekki sköpum fyrir mjölverksmiðj-
urnar, sem nota mikla svartolíu.
Þó sé hún bagaleg eins og allar
kostnaðarhækkanir.
Smáýsa veld-
ur veiðibanni
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
gefið út reglugerð um bann við
tog- og dragnótaveiðum frá Þor-
lákshöfn til Hrollaugseyja út að
fjórum sjómOum frá landi.
Reglugerðin gildir frá og með
3. mars í óákveðinn tíma.
Ástæðan fyrir banninu er sú að
rannsóknaskipið Dröfn fann nýlega
mikið af smáýsu á þessu svæði en
mest virtist vera af henni á svæðinu
frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja.
Morgunblaðið/Kristján Jónsson
Isbrjóturinn Otto Schmidt I ísnum norður af Horni.
Rússneskur ísbrjótur
fastur í hafísnum
RÚSSNESKI ísbijóturinn Otto
Schmidt er nú fastur í hafísnum
um 95 sjómUur norðnorðaustur
frá Horni. ísbijóturinn var á leið
frá Scoresbysundi til Reykjavík-
ur.
í gærdag fór flugvél Landhelgis-
gæslunnar, TF-SYN, í ískönnunar-
flug vestur af Vestfjörðum. Kristján
Þ. Jónsson skipherra um borð segir
að hafísinn sé nú að hopa frá
landinu. Hann sagði skilyrði til
ískönnunar hafa verið góð. Fyrir
utan meginjaðarinn var töluvert um
ísrastir og staka jaka á öllum fiski-
miðunum út af Vestfjörðum. Á sigl-
ingaleiðinni frá Straumnesi að
Hornvík voru þunnar og krapa-
kenndar ísrastir með stærri jökum í.
Landfastur ís nær frá Furufirði
til norðurs, um 5 sjómflur austan
við Hombjarg og þaðan í vesturátt
um 2 sjómflur norður af Homi og
inn í Homvík. Gera má ráð fyrir
að sigling fyrir Hom verði varasöm
lóni þessi ís frá landi.
Fiskverðshækkunin;
Eykur útgjöld fisk-
vinnslu um 1,5%
- ýmsum mikilvægnm þáttum náð á
móti, segir Bjarni Lúðvíksson hjá SH
„EFTIR þessa hækkun fiskverðs um 9,5%, verður tap fiskvinnslunn-
ar að meðaltali um 2%, en var um 0,4% áður. Þar sem stjómvöld
bæta vinnslunni upp útgjaldaaukninguna sem svarar til 6,5% hækkun-
ar fiskverðs, standa eftir um 3%, sem þýðir um 1,5% útgjaldaaukn-
ingu. Okkur, fulltrúum kaupenda, fannst veijandi að samþykkja
þessa hækkun. Með henni er að auki að miklum hluta verið að stað-
festa raunverulegt fiskverð, sérstaklega á vertíðarsvæðinu. Þannig
verða allar yfirborganir sem í gangi hafa verið, felldar inn í gild-
andi verðlagsráðsverð. Ennfremur töldum við það mikilvægt að
Verðlagsráðið riðlaðist ekki,“ sagði Bjami Lúðvíksson, framkvæmda-
stjóri hjá SH og annar fulltrúa kaupenda i yfirnefhd Verðlagsráðs
sjávarútvegsins, I samtali við Morgunblaðið.
„Hækkunin er mismunandi eftir
tegundum með tilliti til markaðsað-
stæðna og kemur þannig svolítið
til móts við hagsmuni frystingarinn-
ar,“ sagði Bjami. „Beinar aðgerðir
stjómvalda, gengissig og hækkun
endurgreiðslu uppsafnaðs sölu-
skatts, færa okkur tekjuaukningu
sem svarar til hækkunar fiskverðs
um 6,5%. Þá em að meðaltali um
3% eftir af þessari hækkun. Af-
komuútreikningar atvinnugreina í
sjávarútvegi sýndu fyrir þessa
ákvörðun 6% tap á útgerð og 0,4%
Landbúnaðarvörur:
Mjólk og mjólkurvör-
ur hækkuðu um 5-11%
NÝTT verð á mjólk og mjólkurvörum tók gildi í gær, og hækkaði
það um 5-11% frá því 1. desember. Ákvörðun um nýtt verð á kinda-
kjöti og nautakjöti mun væntanlega liggja fyrir í dag, en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins mun hækkun á smásöluverði verða á
bilinu 5-6%. Sexmannanefiid hefur ákveðið verðlagningu búvöru til
bænda, nema hvað hún á eftir að fjalla um verðlagsgrundvöll kart-
öfluframleiðslu. Þá hefur verðlagsgrundvöllur í kjúklingarækt og
eggjaframleiðslu nú verið gefinn út í fyrsta sinn.
Hámarkssmásöluverð á mjólk-
urlítra er nú 60,10 kr., og hækkar
hann um 7,3%. Rjómalítrinn kostar
433,50 kr. og hækkar um 4,6% og
undanrennulítrinn kostar 40,20 kr.
og hækkar um 7,8%. Skyrið kostar
100,80 kr. kílóið og hækkar um
5,7% og smjörkílóið kostar 418 kr.
og hækkar um 10,6%. 45% ostur
kostar 577,60 kr. kílóið og hækkar
um 4,9%.
Mjólkurlítrinn er niðurgreiddur
um 21,87 kr., undanrennulítrinn um
13,02 kr., skyrkflóið um 33,54 kr,
smjörkílóið um 309,80 kr., íjóma-
lítrinn um 36,52 kr. og 45% ostur
um 107,18 kr. kílóið.
Verðlagsgrundvöllur í sauðfjár-
rækt hækkar um 2,91%, en um
2,55% í nautgriparækt. Verð fyrir
nautgripa- og sauðfjárafurðir eru
framreiknuð til bænda samkvæmt
verðframreikningi Hagstofu íslands
um verðbreytingar á kostnaðarlið-
unum, en að sögn Guðmundar Sig-
þórssonar ritara sexmannanefndar
eru niðurgreiðslur óbreyttar innan
ramma ijárlaganna. Ekki hefur
náðst samstaða í sexmannanefnd
varðandi launalið bænda í hefð-
bundnum búgreinum, en ekki var
heimilt að taka þann lið til með-
ferðar fyrr en að lokinni verðstöðv-
un. Gert er ráð fyrir að nýtt smá-
söluverð á kjöti liggi fyrir í dag.
Verðlagsgrundvöllur í kjúklinga-
rækt og eggjaframleiðslu hefur nú
verið gefinn út í fyrsta sinn, og er
þar um að ræða 5,1% hækkun frá
verðlagi sem reiknað var út í nóv-
ember síðastliðnum, en kom ekki
til framkvæmda vegna verðstöðv-
unarinnar. Samkvæmt verðlags-
grundvellinum er verð á kjúklingum
til bænda 241,05 kr. kflóið og verð
á eggjum 219,43 kr. kflóið.
Verð á hrossakjöti hækkaði í gær
að meðaltali um 2,5% til bænda.
á vinnslu svo augljóst er að þessi
mynd hefur breytzt mikið. Þessi 3%,
sem eftir standa, þýða um 1,5%
kostnaðarauka vinnslunnar og því
verður tapið að meðaltali 2%.
Þessi ákvörðun eykur því tapið,
en að baki hennar stendur að aðilar
að verðlagsráðinu hafa ákveðið,
með fulltingi sjávarútvegs- og ut-
anríkisráðherra, að komið verði
skipulagi á aflamiðlun innanlands.
Verði hún að veruleika, leiðir það
til þess að innlend vinnsla fær tæki-
færi til að kaupa þann afla, sem
nú fer í miklum mæli óunninn úr
landi. Komi aukinn afli til vinnslu
með þeim hætti, eykst nýting á
fastakostnaði, sem er alltaf til stað-
ar. Þennan möguleika meta menn
mikils.
Það var líka viðhorf beggja full-
trúa kaupenda, að rétt væri að
reyna til þrautar að halda ráðinu
saman með samkomulagi nú, því
við sáum ekki fram á að vinnslan
nyti lægra fiskverðs, riðlaðist ráðið.
Við töldum verulega hættu á því’
og þá væri ekkert vitað hvað ætti
síðan að taka við. Það þyrfti einfald-
lega lengri undirbúning til að ná
landi í þeim efnum. Við höfðum líka
talið að með þessari hækkun væri
verið að færa verðlagsráðsverðið
nær því fískverði, sem almennt
hafí verið greitt, að minnsta kosti
hér á vertíðarsvæðinu og þar með
ætti að vera auðveldara að standa
á móti mögulegum kröfum um yfir-
borganir. Að þessu öllu athuguðu
fannst okkur rétt að standa að
þessu samkomulagi,“ sagði Bjami
Lúðvíksson.
Yiðskiptaráðherra um vaxtahækkanir:
„Bankarnir fara
ógætilega fram“
Keflavíkurbær:
Hyg-gst kaupa alla bíla
Steindórs sérleyfíshafa
Keflavik.
KEFLAVÍKURBÆR mun að öllum líkindum kaupa allar fólks-
flutningabifreiðir Steindórs Steindórssonar sérleyfishafa í
Njarðvík og sameina fyrirtækið Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur,
sem bærinn rekur. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarstjóri í Keflavík
sagði að þegar væri búið að gera Steindóri Sigurðssyni tilboð sem
hann hefði gengið að og nú væri aðeins beðið efltir samþykki
bæjarstjórnar. Guðfinnur sagði að ef bæjarstjórnin féllist á þau
samningsdrög sem nú lægju fyrir yrði rekstur fyrirtækjanna
sameinaður frá og með 1. apríl.
Steindór rekur 10 fólksflutn- starfa nú 5 menn við akstur.
ingabfla sem taka 433 farþega
og hefur hann sérleyfi á leiðinni
Keflavík — Njarðvík — Grindavík
og Keflavík - Njarðvík. Einnig
hefur hann séð um skólaakstur í
Njarðvík, Sandgerði, Garði og
fyrir Fjöíbrautaskóla Suðumesja.
Steindór hefur stundað fólksflutn-
inga síðan 1970 og hjá honum
Steindór sagði að ef af sölu fyrir-
tækisins yrði eins og flest benti
til myndu hann og bflstjóramir
halda áfram að vinna hjá nýja
vinnuveitandanum fyrst um sinn.
Sérleyfísbifreiðir Keflavíkur
eiga 8 bíla sem taka um 400
manns og mun fyrirtækið því geta
flutt helmingi fleiri farþega ef
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Þessir bílar Steindórs Sigurðs-
sonar sérleyfishafa í Njarðvík
verða væntanlega merktir og
málaðir í litum SBK efltir 1.
apríl.
kaupin ganga í gegn. Steindór
Sigurðsson rekur einnig Hótel
Kristínu í Njarðvík og sagði hann
að hótelið væri einnig til sölu
ásamt aðstöðu til viðgerða á stór-
um bflum sem væri við hótelið.
Steindór sagði að hann væri orð-
inn þreyttur á þeirri miklu vinnu
sem væri samfara því að reka
fyrirtækin og vildu nú aðeins
hægja á ferðinni. gg
„MÉR FINNST sem bankarnir fari þarna nokkuð ógætilega fram í
vaxtahækkunum, og hafi átt að fara hægar í sakirnar," sagði Jón
Sigurðsson viðskiptaráðherra. Hann sagði það vera nákvæmlega
þróun af þessu tagi sem nauðsynlegt væri að snúast gegn, nú um
þessar mundir.
„Með því er ég ekki að segja að
ekki beri að líta á þær ástæður sem
Iiggja að baki hjá bönkunum. Þeir
eiga að sjálfsögðu að gæta afkomu-
sjónarmiða í rekstri bankanna.
Samkvæmt lögum eru þeir skyldug-
ir til þess að halda ákveðnum hlut-
föllum í efnahagsreikningnum og
mér er það ljóst að þeir hafa lent
í svolítilli klemmu, einkum vegna
skiptikjarareikninganna,“ sagði Jón
Sigurðsson.
Ráðherra kvaðst ætlast til þess
að Seðlabankinn tæki sérstaklega
á þessu máli og létti þar með af
þeirri klemmu sem viðskiptabank-
amir væru í, þar sem þeir þyrftu
að tryggja verðtryggingargreiðslur
á sex mánaða fresti á kjörbókar-
reikningunum. Hann kvaðst telja
að verðtryggingarviðmiðanirnar
ættu að vera til lengri tíma en sex
mánaða, án þess þó að hægt væri
að setja slíkt fyrirvaralaust á.
Aðspurður hvort ríkisstjórninni
hefði ekki mistekist það markmið
sitt, að lækka vexti, nú þegar vext-
ir hafa hvað eftir annað hækkað,
frá því að efnahagsaðgerðir stjóm-
arinnar voru ákveðnar í byijun febr-
úarmánaðar, sagði viðskiptaráð-
herra: „Nei, nei. Mín yfirlýsing var
sú að veita þessum ákvörðunum
strangt aðhald, en i því felst ekki
að ríkisstjórnin ætli að ákveða vext-
ina í stóm og smáu. Það er spum-
ing um það hvemig menn meta
raunvextina á hveijum tíma. Það
er vandasamt og þar mega menn
ekki líta of skammt til. Ég hef alls
ekki gefið upp þau áform að ná
betri tökum á þessari vaxtamyndun
með almennum aðferðum, en það
þýðir ekkert að beija höfði við stein,
þegar við höfum lent inni í þessari
verðbreytingakeðju núna, þá er
auðvitað óeðlilegt að peningamir
rýrni í bönkunum," sagði Jón Sig-
urðsson, viðskiptaráðherra.