Morgunblaðið - 04.03.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.03.1989, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 NLFÍ: Ihugar tilboð í Hótel Örk Náttúrulækningafélag- íslands kannar nú möguleika á því að gera tilboð i Hótel Örk sem er í eigu Framkvæmdasjóðs. Að sögn Eiríks Ragnarssonar frain- kvæmdastjóra NLFÍ mun verða haft formlegt samband við Fram- kvæmdasjóð í næstu viku vegna þessa máls. „Við höfum 35 ára reynslu af því að reka heilsuhæli, og þetta er freist- andi mái ef fjármálin í kringum þetta gætu verið viðráðanleg. Undanfarið höfum við gert áform um frekari uppbyggingu og erum nú að skoða hvort við getum náð okkar markmið- um fyrr með því að kaupa þetta hús, sem yrði viðbót við núverandi starfsemi NLFÍ. Á Hótel Örk eru of fá herbergi miðað við stórar þjón- ustueiningar, en vandræðin sem við glímum við á heilsuhælinu eru að við höfum mörg rúm, en of lítið þjónustu- rými. Ef þetta væri rekið sem ein heild væru þannig komin miklu hag- stæðari hlutföll í rekstri heilsuhælis- ins.“ sagði Eiríkur Ragnarsson. Skákmót í Lugano: Morgunblaðið/Ámi Sœberg. Borgarstarfsmenn hafa verið að grisja grenilundi hér og þar í Reykjavík að undanförnu, búa borgarskóginn undir komandi sum- ar. Hvort að kalla má þetta eitt af vorverkunum skal ósagt látið, en það er freistandi, enda fer sól hækkandi með degi hveijum og farið að bóla á fyrstu farfuglunum. Skógargrisjun M^FgGÍr og Fjármálaráðherra leggur fram áætlun um ýmis atriði viðræðna um kjaramál: Karl unnu Samnmgar tfl stvttri tíma um MARGEIR Pétursson og Karl O t/ ákveðin atriði koma til greina °g Þorsteins unnu báðir skákir sínar í fyrstu umferð opna skák- mótsins í Lugano sem nú stendur yfir. Margeir vann Ditzler frá Sviss og Karl vann Fecht frá Vestur-Þýskalandi. Mótið í Lugano er eitt sterkasta opna skákmót sem haldið hefur verið. Á því tefla 30 stórmeistarar, þar af 6 sem tekið hafa þátt í heims- bikarmótum. Meðal skákmanna má nefna Kortsnoj, Nunn, Sax, Larsen og Seiravan. Þau óvæntu úrslit urðu í fyrstu umferðinni að Kortsnoj og Seiravan töpuðu fyrir áður óþekkt- um skákmönnum. Tíminn verði notaður til viðræðna um önnur og flóknari atriði Á ÖÐRUM fundi Samninga- nefiidar ríkisins með aðildarfé- lögum Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna, Hinu íslenska kennarafélagi og Kenn- arasambandi íslands, í gær, lagði fjármálaráðherra fram áætlun um fjölmörg efiiisatriði við- ræðna um launamál og nýja kjarasamninga. Fjármálaráð- Sjópróf vegna strands Alftafells SU: SjáJfetýring hugsan- lega úr sambandi Eskifirði. TOGARINN Álftafell frá Stöðvarfirði var langt frá eðlilegri siglingaleið þegar hann strandaði við Gvendames á milli Stöðv- arfjarðar og FáskrúðsQarðar á mánudagskvöld, að sögn Bene- dikts Sverrissonar, skipstjóra á Hafiiarey, en hann var far- þegi á Álftafellinu þegar skipið strandaði. Benedikt sagði í sjóprófiun vegna strandsins, sem hófiist á Eskifirði í gær, að Alftafellið hefði verið að minnsta kosti hálfri mílu of innar- lega en sker fyrir utan Gvendames, svokölluð Gvendarnes- fles, ná um eina sjómUu á haf út. Skipstjóri Álftafellsins taldi sig hins vegar hafa verið á eðfilegri siglingaleið, eða 0,5 sjómU- ur frá landi. Ragnar Óli Ragnarsson, skip- stjórinn á Álftafellinu, sagði að hann hefði siglt eftir ratsjá á 10 mílna ferð með sjálfstýringuna á. Aðallóran skipsins hefði verið bilaður og slökkt á honum. Ragnar Óli sagði að hann hefði ekki siglt eftir vitunum á Landa- hóli og Kambanesi en sagðist hafa séð vitann á Landahóli. Hann hefði hins vegar ekki horft eftir vitanum á Kambanesi. Ragnar Óli sagði að hugsanlega hefði sjálfstýring Álftafellsins farið af þegar hnútur hefði kom- ið á skipið, skömmu áður en það hefði tekið niður, og taldi það geta verið skýringu á því að skip- ið hefði beygt af markaðri stefnu. Þegar Álftafellið strandaði voru í brú þess, auk Ragnars Óla Ragnarssonar, 1. stýrimaður á Álftafellinu, yfírvélstjóri á skipinu og einn af fímm far- þegum þess. Benedikt Sverrisson sagði að gengið hefði á með éljum þegar Alftafellið strandaði, skyggni hafí ekkert verið og því hefði eingöngu þurft að treysta á tækjabúnað skipsins. Benedikt gerði, ásamt 1. stýrimanni Álfta- fellsins, staðarákvörðun skipsins á strandstað út frá tölum á vara- lóran skipsins. Samkvæmt því var Álftafellið þá 0,47 sjómílur frá landi. Sigurður Eiríksson, sýslumað- ur Suður-Múlasýslu, stýrði sjó- réttinum en meðdómendur hans eru skipstjóramir Garðar Eð- valdsson og Steinn Jónsson. H.A.J. herra sagði að sú afstaða ríkisins væri óbreytt að reyna ætti að verja kaupmátt, eins og hann yrði að meðaltali á fyrsta árs- fiórðungi þessa árs og nefiidi þann möguleika að hægt væri að gera samninga til styttri tíma um ákveðin atriði meðan viðræð- ur um önnur og flóknari atriði, sem krefðust lengri tíma, færu fram. Næsti samningafundur hefiir verið ákveðinn fyrir lok næstu viku, en ekki verið tíma- settur nánar. Auk atriða eins og kaupmáttar, tekjuskiptingar, endurskoðunar á launakerfí ríkisins, starfsmanna- stefnu og samningstíma, eru nefnd atriði eins og atvinnuöryggi, lífeyr- ismál, dagvistunarmál, sérstök at- hugun á Iqörum kvenna og hinna lægst launuðu, sérstök könnun á högum launafólks, sem tekur meðal annars til ráðstöfunartekna, vinnu- tíma heima og heiman og félags- legrar aðstöðu fólks með böm og kröfugerða ólíkra félaga. Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði um þessi efnisatriði að þau breyttu ekki neinu, þar sem ekki væri tekið á því kaupmáttar- hrapi sem orðið hefði. Állt væri gott og blessað að segja um þessi almennu atriði, en það tæki mjög langan tíma að ræða þau. „Við telj- um okkur komin upp að vegg og höfum ekki langan tíma. Eigum við að láta þessa kjaraskerðingu ganga yfír okkur eða eigum við að snúast til vamar? Sú staða hefur ekkert breyst við þennan fund.“ Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur ákveðið atkvæðagreiðslu um verkfall, sem hefjast á þann 6. apríl næstkomandi og er atkvæðagreiðsl- an hafín. Hún er tímafrek, þar sem fólk í félaginu starfar um allt land. Þá hefur fulltrúaráð HÍK veitt stjóm félagsins heimild til að láta fara fram atkvæðagreiðslu um verkfall, en stjómin hefur ekki nýtt sér hana ennþá. Kennarasamband íslands er með fund trúnaðarmanna af Reykjavíkursvæðinu á mánudag klukkan 15 og fulltrúaráð þess, skipað tveimur fulltrúum frá hveiju aðildarfélagi og stjóm sambands- ins, er með fund næstkomandi laug- ardag, þar sem staðan í kjaramál- unum verður til umræðu. Þá var Félag háskólamenntaðra hjúk- mnarfræðinga með fund um kjara- mál í vikunni. Á honum vom engar ákvarðanir um aðgerðir teknar, en búist er við öðmm fundi einhvem tíma á næstunni. Opinberir starfsmenn þurfa að boða verkfall með 15 daga fyrir- vara og meirihluti félagsmanna þarf með meirihluta atkvæða að samþykkja verkfall. Verkfall sem hæfíst þann 6. apríl þarf að boða ekki seinna en þriðjudaginn 21. mars. Fríverzlun með fisk í EFTA-löndunum: „Áfangi að fríverzlun við Evrópubandalagið“ - segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að fríverzlun með fisk í EFTA-löndunum hafi ekki mikla efiiahagslega þýðingu fyrir okkur íslendinga, en hún geti reynst mikilvægur áfangi að fríverzlun við EB-löndin. Hann er vongóður um að á forsætisráð- herrafimdi EFTA-ríkjanna f Ósló, þann 14. þessa mánaðar, verði tekið af skarið um fríverzlun með fisk innan EFTA. Hann segist reyndar telja málið i höfii. „Vitanlega er ekki hægt að segja neitt ákveðið, fyrr en á forsætisráð- herrafundinum í Ósló, en í Tampara í Finnlandi í fyrra þá fékk ég því framgengt að sett var á stofn nefnd til þess að undirbúa fríverzlun með físk í EFTA,“ sagði forsætisráð- herra. „EB hefur alltaf sagt að það væri mikill áfangi að fullkominni fríverzlun með físk í Evrópu. Fríverzlun með físk innan EFTA hefur litla efnahagslega þýðingu fyrir okkur, því við flytjum sáralít- inn físk þangað. En það hefur mjög mikla þýðingu fyrir okkur þegar við EFTA-þjóðimar komum sam- eiginlega fram gagnvart EB,“ sagði forsætisráðherra. Steingrímur sagði að störf þess- arar nefndar hefðu gengið vonum framar. Svíar hefðu verið „helstu vandræðagemlingamir“ í upphafí, en þeir hafi fallið frá andstöðu sinni. „Þá spruttu Finnar allt í einu upp og sögðust ekki fallast á fríverzlun með tvær fisktegundir, lax og Eystrasaltssíld. Þessar tvær tegundir skipta okkur engu máli, en þá sögðu Svíar að þessar fiskteg- undir væru þær einu sem þeir gætu selt til Finnlands og þvf er kominn hnútur í málið,“ sagði forsætisráð- herra. „Þetta mál tók ég upp á forsætis- ráðherrafundinum nú í Stokkhólmi, og ég leit svo á, eftir þann fund, að máíið væri leyst," sagði Steingrímur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.