Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 29
Gunnar Þ. Þorsteins- son - Minningarorð Fæddur 28. ágúst 1923 Dáinn 22. febrúar 1989 Þegar ég heyrði lát Gunnars í útvarpinu setti mig hljóða. Ég var búin að vinna lengi á Reykjalundi og umgangast svo marga einstakl- inga sem voru þama heimilismenn að það fer ekki hjá því að maður beri hlýhug til vistmanna. Gunnar var einstakur. Hann færði okkur á deildinni dásamlega falleg blóm, bæði á mæðradaginn og á páskun- um og einnig þegar önnur tækifæri gáfust. Þá sá hann ekki eftir kon- fektinu eða súkkulaðinu handa okk- ur. Hann átti líka þessi feikn af bókum, þær voru allar velkomnar ef okkur vatnaði lesefni. Við munum sakna hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Guðrún Gísladóttir Faðir; Þorsteinn f. 25.11. 1873, d. 9.11. 1940 Gíslason, Þorsteins- sonar í Stykkishólmi og konu hans Ingveldar Jónsdóttur. Móðir: Alvilda María Friðrika f. 1887, d. 22.3. 1955 Bogadóttir f. 8.3.1858, d. 23.6.1930 kaupmanns Sigurðssonar, Finnbogasonar á Sæunnarstöðum í Hallárdal, síðast í Búðardal, og kona hans Elísabet Bjömsdóttir frá Þverá Þorlákssonar var við verslun í Flatey um skeið og síðan verslunarstjóri í Skarðs- stöð 1891—1899 og átti þar heima til æviloka. Rak jafnframt búskap á Fjósum. Póstafgreiðslumaður mörg hin síðari ár og símstjóri, er þau störf vom sameinuð. Mikil- hæfur og vel að sér, einkum í þjóð- legum fræðum. Böm Þorsteins og Alvildu sem eftir lifa eru Ragnar kennari, Ing- veldur á Vallá á Kjalamesi, Bogi Ingiberg yfírflugumferðarstjóri, Sigvaldi Gfsli lögfræðingur og Elfs Gunnar á Hrappstöðum í Laxár- dalshrepp. Gunnar fæddist í Ljárskógarseli í Dalasýslu. Þar var faðir hans bóndi frá árinu 1913 og til ársins 1927 að jörðin fór í eyði. Talið er að byggð hafi aðeins staðið í Ljárskógarseli frá árinu 1833, heyskapur hefur eflaust verið smár og aðallega treyst á beit. Alvilda og Þorsteinn flytja þá í Þrándarkot og em þar fram undir 1932 að þau hætta alveg búskap, vegna heilsubrests Þorsteins. Ing- veldur tekur Gunnar sem er aðeins á níunda árinu og ræður sig með hann að Oddsstöðum í Miðdölum. Þetta reyndist vera gott fólk, því þegar heyskapnum lauk um haustið og Ingveldur var laus, tóku þau drenginn í sínar hendur og þar var hann fram undir tvítugt. Síðar meir flutti Gunnar til Ing- veldar systur sinnar suður á Kjalar- nes. Alla tíð var mjög kært með þeim systkinum og hún var honum sem vemdarengill. Hann vann f vegavinnu á summm og hjálpaði til við búskapinn á vetmm. Eða var vetrarmaður þar sem þess var þörf. Gunnar las mikið og hafði yndi af góðum bókum. Það má segja að það hafí verið eini munaðurinn sem hann veitti sér því hann var stakur reglumaður og hvers manns hug- ljúfi. Það em mörg ár síðan fundum okkar bar saman í fyrsta sinn. Þá var ég nýflutt í byggðarlagið og þekkti ekki nokkra sál. Gunnar átti þá heima í Hjarðamesi hjá systur sinni og hennar Qölskyldu. Fljótlega tókst kunningsskapur sem leiddi til vináttu sem alla tíð hefur haldist og aldrei borið skugga á. Heilt sum- ar dvaldi Gunnar á heimili okkar og betri heimilismann er vart hægt að hugsa sér, alltaf var hann boðinn og búinn til þess að taka af manni snúning, þó honum hafí í fyrstu ekki verið ætlað það. Og hvað hann var geðprúður og laginn að eiga við strákana sem vom að komast á legg. Allt vom þetta eins og bestu vinir, aldrei þurfti hann að byrsta sig eða hasta á liðið, allir þrír dreng- imir hlýddu og tóku það sem sjálf- sagðan hlut en enga kvöð. Fyrir rúmum þijátíu ámm komst Gunnar í vinnu á Reykjalundi. Það var mikið lán fyrir hann, því þar eignaðist hann jafnframt gott heim- ili. Á Reykjalundi var þá mikil þörf fyrir góðan vinnukraft og Gunnar uppfyllti áreiðanlega þær kröfur sem gerðar vom til hans. Fýrir nokkmm ámm fékk Gunn- ar áfall og var frá vinnu um tíma, hann náði sér þó aftur og gekk ótrauður að verki. Veikindin bærðu þó aftur á sér og þá svo að hann gat ekki stundað vinnu en heimilis- maður fékk hann að vera áfram. Um miðjan febrúar veiktist hann og var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann andaðist 22.2. 1989. Guð blessi minningu hans. Hulda Petursdóttir, Útkoti. Góður vinur er horfínn á braut. Við höfum þekkst lengi, allt frá unglingsámnum fyrir um það bil hálfrí öld; Já, dagar koma ár og aldir líða ... Og Gunnar hefur aldrei neitt breyst, ætíð jafn stillilegur og traustur, hlýr og glaðlegur í við- móti eins og svo margir af hans skyldmennum, úrvalsfólkið úr röð- um Dalamanna vestra. Fáir stóðu hjarta móður minnar nær en Dala- menn. En Ásta móðir mín var yngsta bam frú Ingibjargar Páls- dóttur, og Ólafs Ólafssonar prests og prófasts í Hjarðarholti í Dölum á fyrri hluta þessarar aldar. Móður- afí Gunnars, Bogi Sigurðsson, kaupmaður og athafnamaður í Búð- ardal, og séra Ólafur þekktust vel, enda samtíðarmenn þar vestra. Gunnar var fæddur í Ljárskóga- seli í Laxárdal, sonur hjónanna Al- vildu Bogadóttur og Þorsteins Gíslasonar, bónda. Ljárskógasel var heiðarbýli sem er löngu komið í eyði. Þau hjónin eignuðust sex böm. Þau em: Ragnar, fyrrverandi kennari, giftur Sigurlaugu Stefáns- dóttur, Ingveldur, búsett á Vallá á Kjalamesi ásamt dóttur sinni Al- vildu Gunnhildi, Bogi, fyrrverandi flugumferðarstjóri í Keflavík, Sig- valdi, lögfræðingur giftur Ingi- björgu Halldórsdóttur, Elís Gunnar, fyrrverandi vegaverkstjóri, giftur Emilíu Lilju Aðalsteinsdóttur. Tvö hálfsystkini átti Gunnar, þau Guð- laugu Þorsteinsdóttur, er Þorsteinn eignaðist fyrir hjónaband, og Magn- ús Rögnvaldsson í Búðardal, er var af fyrra hjónabandi Alvildu. Árið 1927 fluttust Alvilda og Þorsteinn með bamahópinn sinn að Þrándarkoti í Laxárdal og bjuggu þar til ársins 1932, er þau urðu að hætta búskap sakir vanheilsu Þor- steins, og fjölskyldan dreifðist. Ing- veldur fór að Brautarholti á Kjalar- nesi til foreldra minna Ástu, og Ólafs, og var þar í sex ár, sannköll- uð stoð og stytta móður minnar og einlægur vinur fjölskyldunnar síðan. Alvilda flutti einnig suður með yngsta soninn, Elís Gunnar. Var hún fyrst á Úlfarsá og Blikastöðum, en kom að Brautarholti 1939 og var þar í sex ár eða þar til hún flutt- ist til Magnúsar sonar síns í Búð- ardal. Böm Alvildu og Þorsteins vom við nám og störf á ýmsum stöðum. Gunnar var fyrst á Oddsstöðum, en fluttist með fólkinu þar að Litlu- Skógum í Borgarfírði, og var þar fram til 19 ára aldurs. Fór þá fyrst vestur í Dali í vegavinnu, en síðan suður á Kjalames. Vann þá lengst við vegavinnu, en átti heimili hjá Ingveldi, systur sinni. Gunnar kom oft í Brautarholt til móður sinnar. Vom böm Alvildu ávallt aufúsu- gestir og var ætíð tilhlökkunarefni að fá þau til lengri eða skemmri dvalar, ekki síst á hátíðum, og var mikið spilað, hlegið og farið í leiki. Um 1954 gerist Gunnar starfs- maður á Reykjalundi og átti ætíð heima þar síðan. Undi hann þar hag sínum vel. Gunnar var ekki langskólageng- inn eins og kallað er, en var greind- ur og hefði auðveldlega getað farið námsleiðina, ef efni og ástæður hefðu verið fyrir hendi. Hann hafði áhuga á bóklestri og fylgdist vel með því, sem var að gerast, ekki síst í Dölunum. Var hann áskrifandi að Dalablaðinu sem hann ávallt lánaði mér, og hafði ég gaman af. Á Reykjalundi átti hann góða samstarfsmenn og vini. Hann varð fyrir heilsubresti upp úr árinu 1980 og vinnuþrek hans minnkaði. Varð hann því að hægja á sér, en aldrei var kvartað og undi hann vel sínum hag, ávallt sá sami. — Jafnlyndur og hvers manns hug- ljúfi, enda veitandi á báða bóga gjöfum og hlýju. Er því skarð fyrir skildi meðal ættingja og vina. Góð- ur og vammlaus drengur er genginn sinn veg. í dag fer útför hans fram frá_ Lágafellskirkju. Ég og fjölskylda mín þökkum honum samfylgdina gegnum árin og biðjum honum velfamaðar á nýjum leiðum. Blessun guðs sé með honum. Systkinum hans og öðrum vanda- mönnum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði. Ingibjörg Ólafedóttir Minning: Guðni Guðmunds- son, Súgandafírði Þann 26. febrúar sl. varð mágur minn, Guðni Guðmundsson, bráð- kvaddur á heimili sínu Aðalgötu 23 á Suðureyri við Súgandafjörð. Guðni fæddist 1. nóvember 1922 á Suðureyri og voru foreldrar hans hjónin Elín Magnúsdóttir og Guð- mundur Kr. Guðnason. Elín var dóttir Magnúsar Öm- ólfssonar skipstjóra á ísafirði og Jóhönnu Pétursdóttur. Guðmundur var sonur Guðna Egilssonar bónda að Bæ í Súgandafirði, Guðmunds- sonar hreppstjóra á Laugabóli í Ögursveit. Móðir Guðmundar vom Guðrún Sigurðardóttir bónda í Botni í Súgandafirði. Systkini Guðna em: Kristín, sem er látin, Jóhann, Þorvarður, Guð- rún, Kristrún, Guðmunda, Fanney, Jakobína og Kristjana. Guðrún Sigurðardóttir, amma Guðna, missti mann sinn Guðna Egilsson í sviplegu sjóslysi, sem varð í áhlaupaveðri 28. febrúar 1898, en þá fómst tveir sexæringar frá Vestfjörðum, annar úr Bolung- arvík, en hinn úr Súgandafirði. Með bátnum úr Súgandafírði fórst mannvalið úr Staðardal og Vatnadal. Formaður var Sturla Jónsson bóndi að Stað og hásetar vom bændurnir Guðni Egilsson í Bæ, Jón Guðmundsson í Bæ, Magn- ús Jónsson á Langhóli, Marías Þórð- arson í Vatnsdal og einnig Guð- mundur Jónsson lausamaður á Stað. Má nærri geta, hve hörmulegar afleiðingar þessi missir hafði fyrir fjölskyldumar og byggðarlagið. Guðrún Sigurðardóttir var kjark- mikil dugnaðarkona, sem stóð nú ein með 5 böm. Elsta bamið, Vetur- liði, var þá tæpra 12 ára, en það yngsta, Guðmundur Kristján, tveggja mánaða gamall. Hin bömin vom Jóna, Rebekka og Kristján Albert, sem síðar varð landskunnur glímumaður og hlaut viðumefnið „kóngabani". Allt varð þetta dugnaðarfólk, þegar fram liðu stundir, sem á flölda afkomenda á Súgandafírði og víða um landið. Ekkjan bjó í Bæ í tvö ár eftir slysið, en brá þá búi og fluttist til Suðureyrar með böm- in. _ Árið 1911 byggðu synir hennar húsið Aðalgötu 23 á Suðureyri og þar bjó Guðrún til ársins 1920, en þá fluttist hún í Vatnadalinn. Yngsti sonurinn, Guðmundur Kristján, og Elín, kona hans, bjuggu síðan allan sinn búskap í Áðalgötu 23. Guðni Guðmundsson var aðeins þriggja ára gamall þegar hann fór fyrst til sumardvalar til Guðrúnar ömmu sinnar og Guðmundar Andr- éssonar, en þau bjuggu í litlum torf- bæ, sem kallaður var Hraunprýði í Vatnadalnum. Og því var brot úr örlagasögu ömmu hans rakið hér að framan, að Guðni fluttist alfarið til hennar 5 ára gamall og var þar búsettur að miklu leyti allttil 19 ára aldurs. Enginn vafí er á því, að skap- höfn Guðna og lífsviðhorf mótuðust mjög af áhrifum frá ömmu hans og þeirri miklu lífsreynslu, sem hún hafði mátt þola. Guðna þótti afar vænt um ömmu sfna og fóstra, og reyndist hann þeim vel, enda átti hann fagrar endurminningar frá uppvaxtarár- unum. í Vatnadal bjó Veturliði, föður- bróðir Guðna, ásamt Andreu Guð- mundsdóttur konu sinni og bömum. Mikill kærleikur var með Guðna og bömunum í Vatnadal, einkum Guð- rúnu Veturliðadóttur, sem erætti fi«nda síns. Á unglingsárunum fór Guðni að sælqa vinnu til Suðureyrar og eftir að hann fluttist þangað, starfaði hann mest við beitningu á línubát- um, sem varð hans aðalævistarf. Hann reri mörg sumur á trillubát- um, sem hann átti í félagi með öðram. Síðustu árin starfaði hann hjá Fiskiðjunni Freyju hf. Þótt skólaganga Guðna yrði ekki löng, var hann mjög fróðleiksfús og hafði yndi af leiklist og söng. Hann var félagi í Lionsklúbbi Suð- ureyrar. Helsta tómstundagaman hans var að spila brids, enda átti hann marga góða spilafélaga um ævina, og tók oft þátt í bridsmótum á Vestfjörðum í sveit Súgfírðinga. Hann var virkur félagi í Verka- lýðsfélaginu Súganda mörg undan- farin ár í Suðureyrarkirkju. Guðni var trúaður og kirkjuræk- inn og var meðhjálpari mörg undan- farin ár í Suðureyrarkirkju. Guðni var hæglátur maður og traustur og unni mjög heimabyggð sinni, enda vildi hann hvergi annars staðar búa. Hann var ókvæntur og bamlaus og bjó einn í gamla húsinu á Suðureyri. Hann átti jafnan gott athvarf hjá Fanneyju systur sinni og Friðjóni Guðmundssvni manni hennar. oc samneyti við syni þeirra var honum mikils virði, en þau fluttu frá Súg- andafírði á sl. ári. Við Kristrún og börn okkar þökk- um Guðna allar liðnar samvera- stundir og munum jafnan minnast hlýju hans og góðvildar. Fari minn vinur í friði. Högni Þórðarson Við bræðumir viljum minnast frænda okkar, Guðna Guðmunds- sonar, sem féll frá þann 26.2. síðastliðinn. Fréttin um andlát hans kom okkur ekki mikið á óvart þar sem hann átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár. Guðni var sonur hjónanna Elínar Magnúsdóttur og Guðmundar Kr. Guðnasonar. Hann ólst upp hjá ömmu sinni í Vatnadal og dvaldi þar til tuttugu ára aldurs, en flutt- ist þá til Suðureyrar og bjó meðal foreldra sinna meðan þeirra naut við. Eftir það bjó hann einsamall fram að dánardægri. Margar minningar eigum við bræður frá uppvaxtarárum okkar og einatt tengist Guðni frændi þeim á einn eða annan hátt. Til hans var jafnan gott að koma því hann var hæfileikaríkur maður á mörgum sviðum og fengum við notið þess óspart. Sérstakt dálæti hafði Guðni af upplestri sígildra leikrita, þá lék hann að jafnaði allar persónur verksins með þvílíkum tilþrifum að unun var á að hlusta. Ekki var hann síðri í ljóðagerð, þar fengu hæfileikar hans notið sín. Orti hann um menn og málefni samtímans af miklu næmi og listilegri samsetn- ingu ríms, stuðla og höfuðstafa. Hann var glæsilegur fulltrúi þeirra er stunduðu þessa göfugu þjóðar- íþrótt svo mjög, hér á áram áður. Guðni stundaði störf bæði til sjós og lands, en lengst af starfaði hann sem beitningamaður. Hann þótti bæði ósérhlífinn og harður af sér, þær spumir höfum við haft af frænda okkar, að beita hafí þurft fortölum til að fá hann heim úr vinnu þegar veikindi steðjuðu að. Við bræðumir voram svo lánsam- ir að kynnast annarri og ekki síðri hlið á frænda okkar, þar kom til cVialnrmn AlHViPitiir ^Vmfri Vianc 6 kennslu og uppfræðslu ýmiss kon- ar. Tók hann til við að kenna okkur hvernig draga mætti til stafs og fræða okkur um lifnaðarhætti manna á hans yngri áram. Þá var hann óþreytandi við að lesa okkur sögur og segja frá spennandi kenni- leitum uppi í Vatnadal. Þar var hann fjölfróður bæði um gróður og staðhætti, þvílíkir tímar, þeir vora hálf draumkenndir, svo fjarri manni var þessi veraleiki sem hann lýsti og bjó við. Hann var einn þeirra síðustu er bjuggu í torfkofa í Vatnadal og minntist hann þessa tíma oft með tregablöndnum sökn- uði. Já, veraldleg gæði skipuðu ekki háan sess hjá þessum góðhjartaða manni, en þeim mun innihaldsríkara var líf hans. Hann var trúr sínum heimaslóðum og vildi hvergi annars staðar vera, einkum þótti honum vænt um Vatnadalinn. Við kveðjum þennan mikilhæfa frænda okkar með söknuði og þökk fyrir allt sem hann gaf frá sér. Heimir, Haraldur, Magnús, Guðmundur og Héðinn. Birting af- mælis- ogminn- ingargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavik og á skrif- stofu biaðsins í Ha&iarstræti 86, Akureyri. f Einn vetur stundaði Odc | nam við Kvennaskólann I var mun meiri en almen r síðar við almenna kenns sunnan Másstaða. Þar Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.