Morgunblaðið - 04.03.1989, Page 17

Morgunblaðið - 04.03.1989, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 17 Kaffið fyrir lífsins stjörnustundir. HIMINN, HAF OG CAFÉ NOIR Café Noir er kaffið sem þú nýtur á unaðsstundum, með þeim sem þér er annt um. Café Noir er kaffi með mýkt og fyllingu. Café Noir er blandað úrvalskaffi frá bestu kaffisvæðum heims. Café Noir frá Merrild Kristinn Sigmundsson. Tónleikar í Gerðubergi FJÓRÐU og síðustu tónleik- ar í ljóðatónleikaröð Gerðu- bergs, verða Haldnir mánu- daginn 6. mars klukkan 20.30. Á tónleikunum mun Kristinn Sigmundsson bariton syngja lög við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Kristinn mun syngja laga- flokka eftir Vaughan Williams og Mahler svo og ballöður ýmissa höfunda, svo sem Sibel- iuSj Löwe og Schubert. I undirbúningi er önnur ljóðatónleikaröð Gerðubergs, gefinn verður kostur á að kaupa áskrift á þá tónleikaröð. Forsala aðgöngumiða er í Gerðubergi. Fyrirlesturum Platón í HÍ Laugardaginn 4. mars klukkan 14.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands, mun Eyjólfur Emilsson halda fyr- irlestur sem hann nefnir: „Hvað hafði Platón eiginlega á móti skáldskap?" Eyjólfur Kjalar Emilsson er nú lektor í heimspeki við Há- skóla íslands. Hann þýddi Gorgías eftir Platón árið 1977 og sá ásamt Gunnari Harðar- syni um útgáfu á Menón, byggðri á þýðingu Sveinbjamar Egilssonar. Og um þessar mundir er hann að leggja síðustu hönd á Ríkið eftir Plat- ón, en þar setur heimspeking- urinn fram hinar umdeildu kenningar sínar um skáldskap og listir. Basar fær- eyskra kvenna FÆREYSKAR konur taka þátt í starfsemi sjómanna- heimilisins hér i Reykjavík og ætla að halda basar, sunnudaginn 5. mars klukk- an 14.00, til Qáröflunar. Á boðstólum verða hand- pijónaðar peysur, heimabakað- ar kökur, skyndihappdrætti og fleira. Ivan Rebroff til íslands IVAN Rebroff kemur hingað til lands á næstunni, ásamt fimm manna hljómsveit sinni, Balalaika Ensemble Marc de Loutchek. Fimmtudaginn 9. og sunnu- daginn 12. mars verður hann með tónleika á Hótel íslandi, en föstudaginn 10. og laugar- daginn 11. mars í Sjallanum á Akureyri. Þetta er í þriðja sinn sem Ivan Rebroff heimsækir ísland. Forsala aðgöngumiða er hafin á báðum stöðunum. 37. þing Norðurlandaráðs Stúdentum verði auðveldaður aðgangur að háskólum á öðrum Norðurlöndum Stokkhólmi. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. Menntamálaráðherra Dana, Bertel Haarder, segist hlynntur því að rutt verði úr vegi hindrunum fyrir því að norrænir stúdentar geti fengið aðgang að menntastofhunum annars staðar á Norðurlöndum en í heimalandi sínu. Þetta kom fram í svari Haarders við spurningu Ólafs G. Einarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Norðurlanda- ráðsþingi á fimmtudag. Ólafur spurði hvort norræna ráð- herranefndin myndi vinna að því að norrænir stúdentar fengju rétt til aðgangs að menntastofnunum á öðr- um Norðurlöndum eins og innfædd- ir, eða hvort ráðherramir myndu beita sér fyrir því að norrænir stúd- entar fengju sama rétt til að setjast í skóla og þeir útlendir stúdentar sem þegar nytu þar beztra kjara. I máli Ölafs kom fram að spumingin væri sett fram vegna þess meðal annars að samkvæmt dönskum regl- um væru stúdentar frá EB-löndum undir vissum kringumstæðum settir undir sama hatt og Danir hvað varð- aði aðgang að æðri menntastofnun- um í Danmörku. „Þessi sérréttindi EB-borgara hafa í för með sér að aðrir norrænir stúdentar en Danir eiga verri möguleika á að komast inn í danska háskóla en þeir ættu annars að hafa,“ sagði Ólafur. Bertel Haarder sagði að sam- kvæmt menntamálaáétlun Norður- landaráðs væm Norðurlöndin skyld- ug að ryðja úr vegi hindrunum í vegi fyrir því að ríkisborgarar ann- arra Norðurlanda fengju aðgang að æðri menntun. Einnig ætti að endur- skoða takmarkanir á fjölda nor- rænna stúdenta í greinum, þar sem heildarfjöldi stúdenta væri takmark- aður. Þá ætti að gera athugun á því, hvar væm laus pláss í mennta- stofnunum, sem þá væri hægt að bjóða norrænum stúdentum. Ólafur G. Einarsson benti í svari sínu við ræðu ráðherrans á lokaskjal Norðurlandaráðs æskunnar, sem lokið var við á sunnudag. Þar væri farið fram á að norrænir stúdentar, sem leituðu sér menntunar á öðmm Norðurlöndum, fengju sama aðgang og innfæddir, en þyrftu ekki að sætta sig við kvóta fyrir útlenda stúdenta. Ólafur sagðist telja að ráðherranefndin ætti að koma til móts við þessa kröfu. Ólafur lagði til sem bráðabirgðabetmmbót, að Danmörk gæfi norrænum stúdent- um sama rétt og nemum frá EB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.