Morgunblaðið - 04.03.1989, Side 4

Morgunblaðið - 04.03.1989, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 4 Reglugerð um afurðastöðvar í matjurtarækt: Ekki ætlunin að koma upp einokunaraðstöðu - segir Páll Guðbrandsson formaður Landssambands kartöflubænda „SÚ gagnrýni sem fram hefur komið á þessari reglugerð á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við erum fyrst og fremst að reyna að koma stjóm á sölumálin til þess að bændur geti lifað af þessari atvinnugrein, en alls ekki er verið að tala um að koma upp neinskon- ar einokunaraðstöðu. Það eina sem verið er að gera er að skapa meiri stjórn á þessum málum bæði gagnvart framleiðendum og neyt- endum, og það mun leiða til lækk- unar á vöruverði," segir Páll Guð- brandsson, formaður Landssam- bands kartöflubænda, en hann á sæti í nefiid sem unnið hefur að samningu reglugerðar um afurða- stöðvar fyrir kartöflur, nýtt græn- meti og sveppi. í reglugerðardrögunum er kveðið á um að öll sala á kartöflum, nýju grænmeti og sveppum sé óheimil nema í gegnum afurðastöð, sem hlot- ið hefur starfsleyfi landbúnaðarráðu- neytisins. Afurðastöðvar skulu hlýta afsetningarreglum á kartöflum og grænmeti, sem Landssamband kart- öflubænda og Samband garðyrkju- bænda setja og landbúnaðarráðherra staðfestir. Gert er ráð fyrir að stofn- uð verði sérstök samtök afurðastöðva sem skuli skuldbinda sig til að sjá svo um að jafnan sé nægjanlegt framboð á 1. flokks kartöflum, græn- meti og sveppum. Þá segir i reglu- gerðardrögunum að afurðastöðvam- ar hafí einar rétt á innflutningi kart- aflna þegar innlend framleiðsla næg- ir ekki, og uppboðsmarkaður Sölufé- lags garðyrkjumanna fái einn að flytja inn grænmeti og sveppi þegar innflutningur og innlend framieiðsla skarast að mati innflutningsnefndar. Tólf samtök og fyrirtæki hafa mótmælt reglugeraðardrögunum, en þar er um að ræða Verslunarráð ís- lands, Hagkaup, Neytendasamtökin, Kaupmannasamtökin, dreifmgarfyr- irtæki og einstaka framleiðendur. Á blaðamannafundi sem þessir aðilar boðuðu til var lögð fram greinargerð þar sem meðal annars segir að sam- kvæmt drögunum væri stefnt að óviðunandi takmörkunum á við- skiptafrelsi og samkeppni, auk þess sem afurðastöðvamar muni óhjá- kvæmilega hafa i för með sér hækk- un á vöruverði. Einokun leiðir til hærra verðs og lakari gæða „Með þessari reglugerð er verið að færa sig mörg ár aftur í tímann þegar Sölufélag garðyrkjumanna og Grænmetisverslun landbúnaðarins / DAG kl. 12.00. ':r Heimild: Veðurstofa Islands ^ (Byggt á veðurspá ki. 16.15 í gær) VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 4. MARS VFIRLIT I GÆR: Norðaustangola eða -kaldi víðast hvar á landinu. Sunnanlands og vestan var léttskýjað en við norður- og austur- ströndina voru él. Við suðausturströndina var hiti nálægt frost- marki en um mestan hluta landsins var 4ra-10 stiga frost. SPÁ:Austan- og norðaustanátt, hvöss á Vestfjörðum og við suður- ströndina en annars talsvert hægari. Slydda eða rigning og 1-3 stiga hiti allra syðst á landinu en snjókoma eða él með skafrenningi í öðrum landshlutum. Vægt frost um landið norðanvert. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG NIÁNUDAG:Norðaustanáu, snjókoma og frost um norðvestanvert landið en austlæg átt í öðrum lands- hlutum og hiti líkiega nálægt frostmarki. Snjó- eða slydduél víða um landið. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El == Þoka = Þokumóða ’, 5 Súld CXD Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 ígæraðísl.tíma Akureyri Reykjavík hm +S +6 veóur snjóél Mttskýjað Bergen 4 akýjað Helsinki 1 þokumóða Kaupmannah. 6 alskýjað Narssarssuaq +1 lóttskýjað Nuuk +13 léttskýjað Ósló 2 snjókoma Stokkhólmur 2 þokumóða Þórshöfn 3 skýjað Algarve 18 hálfskýjað Amsterdam 10 skýjað Barcelona 6 þokumóða Berlfn 13 heiðskfrt Chicago +2 frostúði Feneyjar 8 rignlng Frankfurt 9 rlgning Glasgow 7 mistur Hamborg 4 súld Las Palmas 21 hsiðskfrt London 10 skýjað Los Angeles vantar Lúxemborg 6 skúr Madrfd 15 léttskýjað Malaga 20 hálfskýjað Mallorca 21 lóttskýjað Montreal +18 léttskýjað New York 2 8kýjað Orlando 18 þrumuveður Parfs 10 skýjað Róm 16 skýjað San Diego 11 rigning Vfn 7 rignlng Washington 2 alskýjað Wlnnipeg +27 léttskýjað voru með einokun," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. „Reynsla neytenda af þeirri einokun var með þeim hætti að við erum sannfærðir um að það er vart til sá neytandi í landinu sem óskar eftir að sú saga endurtaki sig. Einokun mun leiða til verðhækkunar á vörunni og lakari gæða, en það er megineinkenni þar sem einokun ræður ríkjum. Þá gagnrýnum við að Landssamband Kartöflubænda vilji koma á afsetningarreglum, og minn- um á að slíkar reglur voru við líði þegar Grænmetisverslun landbúnað- arins var og hét. Það eína sem þær gerðu þá fyrir neytendur var að skaffa þeim slæma vöru. Þetta mun því draga úr vörugæðum og einnig leiða til kvóta í kartöflurækt. Varð- andi hugmyndir um einkaleyfi á inn- flutningi kartaflna þegar innlendar kartöflur eru ekki fyrir hendi, þá teljum við að það muni leiða til þess að neytendur verða að borða dýrari og hugsanlega lakari vöru. Þarna eru því neytendasjónarmiðin enn einu sinni gjörsamlega sniðgengin." Óeðlilegt og mikill óþarfi „Reglugerðina um afurðastöðvar á að setja undir því yfírskini að eitt- hvað kerfi þurfi að vera til að endur- greiða söluskatt af þessari fram- leiðslu sem um ræðir, en ég tel að einfaldasta leiðin til þess væri að endurgreiða bændum beint sam- kvæmt nótum sem þeir framvísa um sölu á sinum afurðum," segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands. „Ef markmið- ið með því að setja þetta dreifingar- kerfi upp eingöngu í kringum þessa endurgreiðslu þá tel ég það bæði óeðlilegt og mikinn óþarfa. Spurn- ingin er einfaldlega af hvetju fram- leiðendur mega ekki selja beint til verslana ef þeir kjósa það? Þá þýða afsetningarreglumar að Landssam- band kartöflubænda og Samband garðyrkjubænda fá að ákveða hver fær að selja hveijum hvað, þannig að viðskiptasambönd sem komin eru á milli framleiðenda og seljenda verða rofin, og sá möguleiki verður fyrir hendi að einhver þriðji aðili geti ráðskast með þau, sem er mjög óeðlilegt." Opnar mögnleika á endurgreiðslu söluskatts „Við tökum þátt í þessu fyrst og fremst til þess að opna möguleika á því að söluskattur af grænmeti fáist endurgreiddur, og því að innflutning- ur á grænmeti skaði ekki innlenda framleiðslu," segir Bjami Helgason, formaður Sambands garðyrkju- bænda. „Það hefur aldrei hvarflað að okkur að koma á neinni einokun varðandi dreifíngu grænmetis, en nú þegar dreifa 5-6 aðrir aðilar en Sölu- félag garðyrkjumanna grænmeti, og á ég ekki von á að það verði nokkur breyting á því. Varðandi það sem segir um einkarétt uppboðsmarkaðar Sölufélagsins á innflutningi græn- metis þegar innlend framleiðsla næg- ir ekki, þá er þar um að ræða viku eða hálfan mánuð á hveiju ári, og á uppboðsmarkaðinum geta síðan allir keypt þessa vöm til dreifingar. Inn- flutningur á grænmeti hefur skaðað innlenda framleiðslu og við viljum koma í veg fyrir það.“ • • Olduselsskóli: Árshátíðin fór vel fram Vegna frétta í rikisútvarpinu um árshátið Ölduselsskóla hefiir Morgunblaðinu borist eftirfarandi athugasemd. Hún er undirrituð af hópi kennara við skólann ásamt formanni nemendaráðs. „Af gefnu tilefni viljum við starfsfólk Ölduselsskóla koma því á framfæri að árshátíð Öld- uselsskóla fór í alla staði hið besta fram. Um 300 nemendur voru á skemmtuninni ásamt stórum hluta starfsfólks. Ekki var haft vín um hönd. Aðeins einum nemenda með einn bjór var vísað frá. Um 50 nemendur voru á skólalóðinni, þegar fréttamaður var þar og er ekki vitað úr hvaða skólum þeir voru, en algengt er að unglingar úr öðrum skólum og öðrum hverfum hópist saman fyrir utan skóla að afloknum árshátíðum og þá gjarnan í þeim tilgangi að koma af stað ein- hvetjum ólátum, sem ekki urðu í þetta skiptið. Við lýsum vanþóknun okkar á vinnubrögðum fréttamanns ríkisútvarpsins, sem af einhveij- um dularfullum ástæðum var staddur fyrir utan skólann. Okkur er spum: Hefur ríkisút- varpið tekið upp næturvaktir við skóla borgarinnar að afloknum árshátíðum? Var tilgangurinn kannski sá að sverta nemendur og starfslið Ölduselsskóla?" Guðmundur Hansson verslunarmaður látinn Guðmundur Hansson, verslunar- maður, lést í gær, föstudaginn 3. mars. Hann fæddist á Suður- eyri við Súgandaflörð 17. júní 1920, sonur hjónanna Hans Kristjánssonar frá Suðureyri, stofiianda Sjóklæðagerðarinnar, og Maríu Helgu Guðmundsdóttur frá Gelti við SúgandaQörð. Guðmundur stundaði nám við Verslunarskólann í Reykjavík. Hann starfaði um árabil við Gólf- teppagerðina hf. í Reykjavík og rak það fyrirtæki. Undanfarin ár starf- aði Guðmundur á alþjóðasviði Landsbankans. Hann hefur frá upp- hafi starfað fyrir Bústaðakirkju og Bústaðasöfnuð og tekið þátt í öllum þáttum þess starfs, m.a. átt sæti í sóknarnefnd og bræðrafélagi. Guð- mundur tók einnig virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins. Eftirlifandi kona hans er Sigríður Guðmundur Hansson Axelsdóttir. Böm þeirra em fjögur, Jón Steinar, Gunnar Sverrir, Maríá Helga, og Anna Sigríður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.