Morgunblaðið - 04.03.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 04.03.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 Indland: Gandhi setur fram friðar- tillögur í Punjab-héraði Nýju Delhf. Reuter. RAJlV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti á þingi landsins í gær að hann hyggðist láta lausa fanga sem tilheyra aðskilnaðar- hreyfingu síkka, sem berst fyrir sjálfstæðu riki í Punjab-héraði á Indlandi. Hann aflétti jafhframt banni á ferðum útlendinga til héraðs- ins. Stjórnmálaskýrendur telja að Gandhi vilji með tillögum sínum stuðla að lausn vandans í Punjab því átökin þar hafa skert sigurlík- ur hans í þingkosningum sem fara fram í lok þessa árs. Gandhi afturkallaði sérstakar handtökuheimildir til öryggissveita sem þeim voru veittar fyrir fimm árum þegar lögregla og her lét til skarar skríða gegn síkkum sem tóku Gullna hofið í Amritsar her- skildi árið 1984. Ótilgreindur Qöldi síkka, sem hafa verið í haldi i Rajasthan- héraði frá því 1984, verður látinn Otto von Habsburg: Sér fyrir sér endur- sameiningu Ungveija- lands og Austurríkis Búdapest. Reuter. OTTO von Habsburg, sfðasti krónprins Ungverja, segist binda miklar vonir við, að Ungverjaland verði hlutlaust ríki og kveðst janfvel geta séð fyrir sér endursameiningu ríkjanna, Austurríkis og Ungveijalands. Otto er nú í Ungveijalandi ásamt sendinefod frá Evrópuþinginu og er þetta i annað sinn, sem hann kemur til landsins síðan austurrísk-ungverska keisaradæmið leið undir lok fyrir 70 árum. .Breytingam- ar hér í landi hafa verið svo miklar að und- anfömu, að það getur varla talist skynsamlegt að gerast spámað- ur. Ég verð þó að segja, að ég 0410 von er mjög bjart- Habsburg sýnn á framtíðina," sagði Otto á fréttamannafundi í fyrradag en hann situr á Evrópuþinginu fyrir kristilega demókrata í Vestur- Þýskalandi. Mikla athygli hefur vakið hvað Otto von Habsburg hefur verið vel tekið í Ungveijalandi og er það ekki rakið til áhuga lands- manna á Evrópuþinginu, heldur til þess, að margir Ungveijar horfa með söknuði til keisara- dæmisins. Hefur Otto flutt nokkra fyrirlestra og færri komist að en vildu og í fyrradag, þegar hann hélt fyrirlestur í háskólanum í Búdapest, hlýddu á hann 1.500 manns í 750 manna sal. Þegar hann gekk inn var honum fagnað sem þjóðhöfðingja. Otto var spurður álits á þeim breytingum, sem orðið hafa í Ungveijalandi síðustu árin, og svaraði þá þessu til: „Okkur hefur orðið vel ágengt." Vakti tilsvarið mikinn fögnuð, það að hann skyldi segja „okkur“. Otto er Karlsson, þess, sem síðast stýrði austurrísk-ung- verska keisaradæminu, á árunum 1916-18, en 1964 afsalaði hann sér erfðatilkalli í Austurríki. Hafði honum verið meinað að koma til landsins að öðrum kosti. Á það hefur hins vegar verið bent nokkr- um sinnum í Ungveijalandsheim- sókninni, að hann hefur aldrei afsalað sér rétti til ríkiserfða þar í landi. Lengi var talið, að Otto hefði verið sviptur ríkisborgararétti í Ungveijalandi á árunum 1948-49 en á fréttamannafundinum í fyrradag kvaðst hann hafa rætt við embættismann í dómsmála- ráðuneytinu og hefði hann sagt, að aldrei hefði verið gengið lög- formlega frá sviptingunni. „Eg hef hingað til haft þá sérstöðu á Evrópuþinginu að vera með tvö ríkisföng," sagði Otto, sem er ríkisborgari í Vestur-Þýskaiandi og Austurríki, „en nú er ég kom- in með þijú.“ í framhaldi af þessu var það nefnt, að nú hefði hann jafnt kosn- ingarétt sem kjörgengi í Ung- veijalandi og var hann þá spurður hvort hann hefði hug á forsetá- embættinu. Sagði hann, að það væri „heimskulegt" að sveija fyr- ir eitt eða annað en í hans huga skipti eining Evrópu mestu máli. Símar 35408og83033 GAMLI BÆRINN Hverfisgata 63-115 Óðinsgata Rajiv Gandhi laus og er talið að það muni leiða til viðræðna milli harðlínumanna úr röðum síkka og stjómvalda. 367 síkkar, flestir félagar úr námsmannasam- tökunum Allt Ind- land, hafa verið í J odhpur-fangelsi frá því árið 1984. Gandhi sagði í neðri deild þings- ins í gær að þeir sem ættu yfir höfði sér „sérstök ákæruatriði" gætu ekki vænst náðunar. Meðal þeirra sem búist er við að leystir verði úr haldi er Gurcharan Singh, leiðtogi valdamikillar nefnd- ar sem fer með málefni bænahúsa síkka í Punjab. Leiðtogar síkka í Punjab-héraði fögnuðu ákvörðun Gandhis. „Þetta er heillavænlegt skref en því verður að fylgja eftir af einlægni," sagði Suijit Singh Bamala, fyrrum ráð- herra í stjóm Indlands. ERLENT ^________ Venezúela: Reuter Fyrsti fjarskiptahnöttur Japana Ariane 4-geimfeiju verður skotið á loft frá Frönsku Guiana í dag og mun hún flytja fyrsta fjarskiptahnött Japana upp í geiminn. Gervihnötturinn er rúmlega tíu metrar að hæð. Hætta að greiða af er- lendum lánum um sinn Caracas, Brussel. Reuter. FORSETI Venezúela, Carlos Andres Perez, sagði á blaðamanna- fondi í gær að ríkisstjóm landsins hefði ákveðið að hætta að greiða af erlendum lánum þjóðarinnar, sem nema 32 miiyörðum Bandaríkja- dollara, jafovirði 1.700 milljarða ísl. kr., um óákveðinn tíma. Hann sagði að vandamál vegna erlenda skuldabaggans væm undirrótin að blóðugum átökum sem geisað hafo alla sfðustu viku og urðu yfir 300 manns að bana. Stærstu samtök vestrænna verkalýðsfélaga hvöttu f gær til þess að hafin yrði neyðaraðstoð við skuldugar þjóð- ir heims. „Undirrót óeirðanna er efnahags- kreppa. Það sem valdið hefur efha- hagskreppunni rita ég með stórum stöfum. . . erlendar skuldir," sagði Perez á fundi með blaðamönn- um. Hann varaði við þvf að svo gæti farið að þjóðir rómönsku Ameríku Deilan um John Tower: . Sögnsagnir reyn- ast tilhæfulausar Washington. Reuter. JOHN McCain, öldungardeildarþingmaður frá Arizona í Banda- ríkjunum, skýrði frá því í fyrradag að enginn fótur væri fyrir ásök- unum um að John Tower, sem George Bush Bandaríkjaforseti hefúr útnefot f embætti varnarmálaráðherra, hefði áreitt tvær konur er hann hefði komið dmkkinn á Bergstrom herflugvöllinn f Texas fyr- ir rúmum áratug. yrðu stjómleysi að bráð ef vestræn- ar iðnþjóðir sýndu ekki meiri sveigj- anleika í samningum um afborgan- ir á erlendum skuldum ríkja Róm- önsku Ameríku. Þær nema samtals um 400 milljörðum dollara. „Ég tel að á árinu 1989 breytist afstaða vestrænna þjóða til erlendra skuldunauta. Ef ekki þá bíður lýð- ræðið í þessum heimshluta óbætan- legan skaða," sagði Perez. John Vanderveken, aðalritari Al- þjóðasamtaka fijálsra verkalýðs- félaga sem hefur aðsetur í Brussel, sagði að ljóst væri af átökunum í Venezúela að „barátta gegn fátækt og atvinnuleysi yrði að hafa for- gang yfir greiðslur til alþjóðlegra bankastofnana. “ Dagblaðið Washington Post hafði skýrt frá því að fyrrum liðþjálfi, Robert Jackson, hefði sagt banda- rísku alríkislögreglunni og hermála- nefnd öldungadeildarinnar að Tow- er hefði áreitt tvær konur er hann hefði heimsótt herflugvöllinn í tvígang á árunum 1976-78. McCain sagði hins vegar að yfirmaður her- flugvallarins og þrír herforingjar hefðu skýrt frá því að Tower hefði aðeins komið einu sinni á flugvöllinn og það hefði verið á árinu 1975. Hann lagði ennfremur fram bréf frá bandaríska flughemum þar sem fram kemur að Jackson hóf ekki störf á flugvellinum fyrr en á árinu 1976 og var síðan settur á eftirlaun vegna geðrænna vandamála árið 1978. Repúblikanar, sem segja að Tow- er sé fómarlamb ærumeiðandi um- mæla og tilhæfulausra sögusagna í ijölmiðlum, voru fljótir að notfæra sér þessa fregn í baráttunni fyrir því að Bandarílqaþing staðfesti út- nefningu Bush. Barry Goldwater, fyrrum öldungardeildarþingmaður, lét til að mynda svo ummælt að yrði hver einn og einasti maður útilokaður frá ráðherraembætti vegna kvennamála og áfengis- drykig'u yrðu engar ríkistjómir myndaðar. Fjórir flýja vestur Bad Bramstcdt. Reuter. FJÓRIR Austur-Þjóðveijar flúðu til Vestur-Þýskalands i gær morgun. Talsmaður vestur-þýsku landa- mæralögreglunnar sagði að þríi menn, á aldrinum 19 til 22 ára hefðu farið yfir landamærir skammt frá Ratzeborg, 50 kíló- metrum norðaustur af Hamborg 34 ára Austur-Þjóðveiji fór síðar yfir landamærin til Hesse-fylkis og sagði hann lögreglunni að hanr hefði ákveðið að flýja vegnt óánægju með stjómmála- og efna- hagsástandið í Austur-Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.