Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 28
o _ MORQUIjBLAÐIÐ LAUGARP/tGUR 4. MARZ ,1989 Minning: mér þégár'ljóst vár áff annaí ung- skípti af öllum gerðum, hann var Gunnar Haralds- son, Sauðárkróki Fæddur 15. febrúar 1938 Dáinn23. febrúarl989 Þau sorgartíðindi bárust mér að áliðnum degi, þann 22. febrúar, að mágur minn, Gunnar Haraldsson hefði látist skyndilega við vinnu sína. Ég fann snöggan sviða gegn- taka mig, svo kom lamandi tilfinn- ing, nánast uppgjöf. Ennþá einu sinni hafði maðurinn með ljáinn verið á ferð, og að þessu sinni lagt að velli góðan dreng, langt fyrir aldur fram. Gunnar hef ég þekkt allt frá bernskuárunum þegar ég fór í sveit til móðursystur hans, Margrétar Jónsdóttur, og frænda míns, Víglundar Péturssonar í Ásgeirs- brekku. Samgangur var mikill milli bæja og leiðir okkar Gunnars lágu oft saman. Minningar frá þeim tíma eru mér ljúfar í huga, og voru oft rifjaðar upp á árum áður, þegar við Gunnar áttum tíma aflögu. Það er sárt að missa þennan félaga og vin með svo sviplegum hætti, og fjöl- skyldunni mikið áfall. Missir Láru systur minnar er þó mestur svo og Kristjáns og Jóns er sjá á bak föður og stjúpföður. Þau hjónin hafa lengst af búið á Sauðárkróki, þar sem Gunnar stundaði verzlunarstörf af stakri lipurð og trúmennsku. Við mágam- ir vorum nánir og góðir vinir, og nutum stuðnings hvor frá öðrum ef á þurfti að halda. Gunnar var drengur góður í þess orðs beztu merkingu og átti fáa sína líka. Þeir sem nærri honum stóðu hafa því mikið misst. Gunnar var alinn upp í Viðvíkur- sveitinni og átti Skagafjörður sterk ítök í honum alla tíð. Það fer því vel á því að velja honum legstað í kirkjugarðinum á nöfunum, þar sem víðsýni er um allan Skagafjörð, og þar sem hann sem kirkjugarðsvörð- ur snyrti og fegraði leiði samborg- ara sinna um árabil. Foreldrar mínir, þau Bára og Angantýr sem látin eru fyrir nokkru, nutu margs góðs frá þeim Láru og Gunnari og vil ég koma á framfæri þökkum fyrir þá um- hyggju og góðvild sem þau sýndu þeirn. í dag verður Gunnar kvaddur hinstu kveðju frá kirkjunni sinni, sem hann mörg undanfarin ár starf- . aði fyrir og mat svo mikils, og þeg- ar við kveðjum þennan heiðurs- mann, eru okkur efst í huga öll árin sem hann hefur verið tengdur fjölskyldunni í Hólmagrund 1 og þau sterku vináttubönd sem ætíð hafa ríkt í öllum okkar samskiptum. Við sem eftir lifum förum ríkari af hans fundi, návist hans var mann- i bætandi og gaf deginum lit. Áhugamál átti Gunnar mörg, en tómstundir fáar, hann gaf sér þó tíma til að syngja í kirkjukór Sauð- árkróks mörg undanfarin ár. í dag munu kórfélagar hans kveðja góðan félaga og vin. Þannig er gangur ; lífsins. Það er trú mín og vissa að líf sé að loknu þessu, þar fóru skoðan- * ir og hugmyndir okkar Gunnars ; saman, báðir áttum við þá reynslu í að hafa augum barið æðri heima, i eitt augnablik eða tvö. Ég veit að \ Gunnari er ætlaður staður nærri i almættinu. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldu hans, ættingjum og / vinum sendum við hjónin innilegar * samúðarkveðjur og biðjum þeim * Guðs blessunar. Anton Angantýsson i Gamalt máltæki segir, að það sé stutt ögurstundin. Vafalaust má víða heimfæra þessa myndrænu > samlíkingu, en óvíða á hún betur \ við en um bilið milli lífs og dauða. Hversu örskammt getur það verið, hversu skjótt getur verið skorið á lífsþráðinn. Starfsmaður hugur og hönd er skyndilega óvirkur, andinn og efnið aðskilið. Miðvikudaginn 22. febrúar sl. vorum við, sem vinnum í aðalstöðv- um Kaupfélags Skagfírðinga á Sauðárkróki, óþyrmilega minnt á þessar staðreyndir. Skyndilega var einn úr hópnum burtu kallaður, „meira að starfa Guðs um geirn" bókstaflega talað í miðju verki. Það er á slíkum stundum, sem okkur mönnunum er hvað ljósust smæð okkar og vanmáttur andspænis staðreyndum tilverunnar. Vinnustaðurinn er annað heimili okkar flestra. Við eyðum þar svo miklum hluta af vökutíma okkar, að hlutur hans í tilverunni hlýtur að vera stór. Þótt samfélagið á vinnustaðnum sé allt annars eðlis en heimili okkar, fer ekki hjá því, að þar knýtast mörg bönd kunn- ingsskapar og vináttu. Samvistir okkar með vinnufélögunum eru svo mikill hluti af heildarmynd til- verunnar, að öll röskun á þeirri mynd hlýtur að hafa veruleg áhrif á líf okkar. Sumt af þvi er auðvelt að skilja og ásættanlegt, fólk flytur sig milli starfa og staða af ýmsum ástæðum, en þegar einn úr hópnum er endanlega burtu kallaður á miðj- um starfsdegi lífs síns fer ekki hjá því, að flestir fínni til óvissu og tómarúms í huga sínum, sem oft þarf langan tíma til að sætta sig við. Svo mun okkur vinnufélögum Gunnars heitins flestum farið þessa dagana, og skyldi engan undra. Gunnar Haraldsson var búinn að vinna lengi hjá Kaupfélagi Skag- fírðinga og góðan tíma sem verslun- ar- og deildarstjóri. Honum voru verslunar- og þjónustustörf einstak- lega vel lagin, og hafði þennan eig- inleika, sem alltof fáir íslendingar eiga til, að líta á ánægðan viðskipta- vin sem árangur af vel unnu verki. Gunnar var einstaklega lundgóður og viðmótsþýður maður og umtals- frómur svo af bar. Það fór ekki hjá því, að maður slíkrar gerðar yrði vel þokkaður af samstarfsfólki sínu og yfirmönnum, jafnt sem við- skiptavinum, og öfundarmenn átti hann enga. Gunnar var kirkjuræk- inn maður og starfaði mikið að málefnum Sauðárkrókskirkju, bæði með þátttöku í kór kirkjunnar sem og safnaðarstarfí, og voru þau hjón- in, hann og kona hans, Lára Angan- týsdóttir, samstíga í því sem öðru. Þau störf voru oft unnin í hljóði og án þess að mikið bæri á. Þar er sjaldnast um að ræða endurgreiðslu á veraldarvísu, en því meiri og betri hjá þeim, sem endanlega greiðir öll verklaun. Við samstarfsmenn Gunnars Haraldssonar kveðjum hann að leið- arlokum með virðingu og þökk. Á okkar smáa, mannlega mælikvarða fínnst okkur kveðjustundin alltof snemma upp runnin, en verðum að sætta okkur við þessa staðreynd sem aðrir, er í þeim sporum standa. Við vottum eiginkonu hans og son- um okkar innilegustu samúð og biðjum þann, sem ræður ögurstund- inni, að styðja þau og vemda. Guðbr. Þorkell Guðbransson Jón Gunnar Haraldsson, verslun- armaður á Sauðárkróki, var skyndi- lega úr heimi kvaddur þann 23. febrúar sl., fímmtíu og eins árs gamall, og kom ljáfar dauðans öll- um að óvörum í hans húsi. Jón Gunnar fæddist á Fjalli í Kolbeinsdal þann 15. febrúar árið 1938. Foreldrar hans voru Guðný Jónsdóttir, húnvetnsk að ætt, og Haraldur Bjömsson, búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Nokkurra mánaða gam- all fluttist hann með móður sinni að Kýrholti í Viðvíkursveit og ólst þar upp til fullorðinsára. Þegar Jón Gunnar kom inn á heimili mitt í Kýrholti var ég sjö ára snáði og eins og títt er um böm á þeim aldri heimarfkur og þess lítt búinn að taka ungbömum með óblandinni blíðu og glaðværð. Hafði ég í raun ýmislegt á hornum viði leitaði réttar síns í mínum eigin hlaðvarpa. Þó er skemmst frá því að ségja að snemma gengum við Jón Gunnar í traust fóstbræðralag og átti hann í upphafi drýgri þátt- inn í þeim gemingi. Ekki var hann fyrr tekinn að vappa um gólf og bera sér orð í munn en í ljós kom skýr hugsun, kurteisi og aðgát í umgengni. Man ég glöggt að sem tveK0a eða þriggja ára bam bað hann fólk gjama um að veita sér áheym áður en hann bæri upp er- indi. Gegn slíkri háttvísi máttu ólund og afgæðingur sín einskis og því sæmst að verða drengilega við málaleitan. Eftir á að hyggja er þetta minn- ingarbrot um bemsku Jóns Gunnars í fullu samræmi við feril hans allan og lífsmynstur. Margvísleg störf innti hann af hendi með hljóðlátri fyrirhyggju og fékk að umbun virð- ingu samferðafólks. Dijúgan hluta ævi stundaði Jón Gunnar verslunarstörf. Um skeið var hann verslunarstjóri hjá Silla og Valda í Reykjavík, gegndi síðar starfí deildarstjóra hjá Kaupfélagi Skagfírðinga á Sauðárkróki og lagði á margt annað gjörva hönd. Jón Gunnar var maður list- hneigður. Einkum bar snemma á söngvísi hans, og var hann virkur þátttakandi í kórsöng á Sauðár- króki í fjölda ára. Hann var maður vinsæll og vinfastur og lá ekki á liði sínu þegar hjálpar var þörf. Við fráfall hans á margur um sárt að binda. Má þar nefna eiginkonu hans Láru Angantýsdóttur, soninn Kristján Jóhann, stjúpsoninn Jón Ingþór Friðbjömsson, sammæðra hálfsystur Fríðu Ólafsdóttur og Elínborgu Bessadóttur og samfeðra hálfsystkin Ingibjörgu, Rannveigu og Þröst. Vottum við öllu þessu fólki sem og frændgarði, sem nú teygist víða um lönd, dýpstu samúð. Við andlát Jóns Gunnars og út- för, sem gerð verður frá Sauðár- krókskirkju í dag, er efst í huga minningin um óvenju traustan mann, sem mátti í engu vamm sitt vita og lauk lífsins skák með sæmd. Haraldur Bessason Kveðja frá systkinum Fyrir um það bil þijátíu árum kom hann inn í líf okkar, hann Gunnar hálfbróðir okkar. Birtist á þröskuldinum í Lyngási með konu og tvo drengi smáa, kominn norðan úr Skagafírði í heldur óskemmtileg- um erindum: hún Lára var með berkla og þurfti að leita sér lækn- inga fyrir sunnan. Lára náði heilsu og um skeið bjuggu þau öll fjögur skammt frá okkur við Laugaveginn. Þá tókust náin kynni sem héldust alla tíð. Þau rofnuðu ekki þótt vík væri milli vina í aldarfjórðung og rúmlega það. Gunnar og Lára fluttu norður á Sauðárkrók með strákana og bjuggu þar upp frá því. Af og til kom hann suður í heimsókn, ýmist einn eða með Láru, og ávallt voru þau aufúsugestir. Lengst af sinni starfsævi var Gunnar verslunarmaður. Fyrir norðan vann hann hjá Kaupfélagi Skagfírðinga og hér fyrir sunnan hjá Silla og Valda. Hann tók sér þó frí frá versluninni um skeið og sinnti ýmsum öðrum störfúm. Hann var símavörður, veðurathugunar- maður og meðhjálpari. Þessi fjölbreyttu störf endur- spegluðu áhugamál Gunnars. Hann var mikill áhugamaður um fíar- trúmaður og gat spjallað tímunum saman um vandamál landsbyggðar- innar, tilganginn með lífínu og hvað sem vera skyldi. Mestur var þó áhuginn á tónlist og þar var hann virkur alla tíð, bæði sem njótandi og iðkandi, í kórum og lúðrasveit- um. Þegar hann kveður núna, allt of snemma, rennur það upp fyrir okk- ur að við eigum ekki eftir að ræða við hann oftar fram eftir nóttu, gleyma okkur í samræðum um það sem máli skiptir. Þótt birtan fari vaxandi í veröldinni er eins og dimmi í sálinni og upp í hugann kemur vísa sem faðir okkar orti árið sem hann Gunnar fæddist: Nú á grænni grundu grösin falla, er stóðust fyrir stundu storma alla. Heilsa hefír þrotið hjá þeim ungum. Lífs þau hafa lotið lögum þungum. Upp úr stendur þakklæti fyrir að hafa kynnst og átt að vini góðan og greindan bróður sem var svo örlátur á það sem mest er um vert í þessu lífí. Ingibjörg, Rannveig og Þröstur. Vinur minn Gunnar Haraldsson, Víðihlíð 1 á Sauðárkróki, hefur kvatt þennan heim. Það gerðist óvænt og erfítt er að sætta sig við þá staðreynd, að samskiptum þessa lífs sé lokið við þann góða dreng. Þegar leiðir okkar í veraldlegu vafstri skildu fyrir mánuði, tókumst við í hendur og þökkuðum hvor öðrum fyrir mikið og gott sam- starf. Mig grunaði ekki þá að það yrði síðasta handtakið okkar. Við horfðumst í augu og ég fann straum hlýju og vinsemdar streyma á milli okkar. Orð voru í raun og veru óþörf til að túlka það sem við vildum segja. Þetta litla atvik er mér mik- ils virði nú, og lýsir einmitt vel þeim hægláta og prúða manni, sem Gunnar Haraldsson hafði að geyma. Gunnar Haraldsson fæddist 15. febrúar 1938 að Fjalli í Kolbeins- dal. Foreldrar hans voru Klem- ensína Guðný Jónsdóttir frá Kambakoti, Skagaströnd, og Har- aldur Bjömsson frá Fagradal á Skarðsströnd, síðar í Reykjavík. Gunnar flutti með móður sinni að Kýrholti 1938, þar sem hann ólst upp á rótgrónu menningar- heimili hjá móður sinni og stjúpa, Bessa Gíslasyni, ásamt bömum Bessa af fyrra hjónabandi og hálf- systur sinni Elínborgu Bessadóttur. Þar vandist Gunnar að sjálfsögðu öllum algengum sveitastörfum. Hann stundaði nám við Bændaskól- ann á Hólum 1953—1954 og í Iðn- skólanum á Sauðárkróki 1956—57. Gunnar var kvæntur Láru Salóme Angantýsdóttir og áttu þau einn son, Kristján Jóhann. Þá átti Lára son áður en þau Gunnar kynntust, Jón Ingþór FViðbjömsson, og gekk Gunnar honum í föðurstað. A sjötta áratugnum þegar Gunn- ar og Lára em að huga að sameigin- legri framtíð sinni var atvinnu- ástand þannig á Norðurlandi, að sjálfsagt þótti að ungir menn sæktu vinnu til verstöðvanna á Suðumesj- um eða til Keflavíkurflugvallar. Gunnar var engin undantekning í þessum efnum. Hann fór eftir nám sitt í Iðnskólanum og vann eitt ár á Keflavíkurflugvelli og eitthvað við fiskvinnu einnig. En er hér var komið stóð hugur hans frekar til verslunarstarfa. Réðst hann til Silla og Valda í Reykjavík og var þar í þijú ár. Hafði hann ekki verið lengi í störf- um hjá því fyrirtæki, er honum vegna trúmennsku sinnar var falin verslunarstjóm. En bæði var það, að ekki hefur lífið í höfuðborginni heiilað Gunnar, og eins hitt að þess var farið á leit við hann að koma til starfa á heima- slóð. Því varð það úr að hann réðst til starfa hjá Kaupfélagi Skagfírð- inga sumarið 1962. Fyrst eftir að Gunnar kom norð- ur aftur vann hann í byggingavöm- deild kaupfélagsins. Þar lágu leiðir okkar fyrst saman. En honum vom ætluð önnur og meiri verkefni. í maí 1963 hóf hann störf í Gránu, sem þá var aðalmatvömverslun fé- lagsins, þar vann hann í 13 ár og lengst af deildarstjóri þessarar umfangsmiklu deildar. Þegar þeim hjónunum Gunnari og Lám bauðst starf hjá Pósti og síma sem næturverðir símstöðvar- innar á Sauðárkróki, tóku þau því. Slík störf höfðu ætíð verið Gunnari hugstæð og ekki var minna um vert að nú gátu þau hjónin unnið saman. Þau höfðu raunar annað starf sem var þeim ekki síður hug- stætt, það var að vinna fyrir Sauð- árkrókskirkju og að málefnum kirkjukórsins. Eftir 7 ára starf hjá Pósti og síma veiktist Gunnar alvarlega. Eftir að hann hafði náð sér af þess- um veikindum þótti honum heppi- legra að fá sér annað starf og réð hann sig til ÁTVR hér á Sauðár- króki, þar sem hann vann í þijú ár. En 30. júní 1987 réðst hann aftur til kaupfélagsins, enda virtist heilsan vera eins og best varð á kosið. Hann tók við starfí deildar- stjóra matvörudeildar Skagfírð- ingabúðar í árslok 1987 og var þá í raun kominn í sitt gamla starf sem hann þekkti svo vel eftir 13 ára veru í Gránu, eins og fyrr segir. En skjótt skipast veður í lofti. Fimmtudaginn 23. febrúar berst sú harmafregn að Gunnar hafi orðið bráðkvaddur í vinnunni. Hann stóð trúr og tryggur til hinstu stundar og æðraðist ekki þótt á móti blési. Þegar ég hefí sett þessar línur á blað langar mig til að segja eitt- hvað til huggunar þeim er eiga um sárast að binda. En mér verður tregt tungu að hræra. Ég sendi eiginkonunni, Láru Angantýsdóttur, syni og fóstursyni innilegar kveðjur og bið guð að blessa þeim minninguna um góðan eiginmann og föður. Magnús H. Sigurjónsson Mig langar í fáeinum fátækleg- um orðum að minnast Gunnars móðurbróður míns, sem hvarf sjón- um okkar svo allt of fljótt. Það var fjölskyldu minni alltaf sérstakt ánægjuefni þegar Gunnar heimsótti okkur í bæjarferðum sínum. Hann var nefnilega alveg einstakur maður og gat miðlað öðr- um miklu. Mig langar að nefna það sem mér fannst meðal annars svo fádæma gott við Gunnar og sem ég tel mig og aðra hafa lært af. Gunnar var líflegur og athugull. Hann hafði áhuga á flestu í kring- um sig og velti lífínu og tilverunni mikið fyrir sér. Hann var lítið gef- inn fyrir innihaldslaust orðagjálfur og vildi kafa djúpt í hlutina. Fram- koma hans og persónuleiki, þar á meðal hlýleg djúp augu, rólegt en um leið glaðlegt fas og innri ró sem hann bjó yfír, hafði þau áhrif að samræður við Gunnar urðu strax einlægar og djúpar. Hann kunni að hlusta á fólk og það gerði það meðal annars að verkum að hann var sérlega bamgóður, því hann hlustaði á böm og bar virðingu fyr- ir þeim. Litla afastelpan hans á Króknum átti mikið þar sem Gunn- ar var. Ég minnist þess hve ríka áherslu Gunnar lagði á að fólk ynni öll störf vel og af áhuga. Hann sagði að hversdagslegustu störf gætu orðið skemmtileg ef maður gerði sér far um að vera áhugasam- ur og að sjá einhvem tilgang með hlutunum. Því með áhugasemi væri hægt að gæða öll störf lífí. Þetta var eitt af þeim viðhorfum Gunnars sem ég dáðist að. Ég sá Gunnar í síðasta skipti í sumar sem leið. Hann hafði fmm- kvæðið að stefíiumóti við fjölskyldu mína í sumarbústað við Hreðavatn og var fjölskylda hans með honum. Við áttum góðar stundir saman og vitanlega voru málin rædd þar sem Gunnar var annars vegar. Ekki grunaði mig að þetta væri kveðju- stund því Gunnar átti eftir að gera svo margt, af nógu var að taka því hann átti ótal áhugamál. Það er sorglegt að vita að Gunn- ar kemur ekki aftur í heimsókn en við búum að góðum minningum um góðan mann. Við mamma og Halli bróðir minn sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Láru, Nonna, Kidda og annarra aðstandenda. Sirrý Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.