Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 15
■r MORGUNBIAÐID LAUGAHPAGUíi 4í| MARZ 1989 hn.5 í staðinn fyrir eina ritvél, Réttinda- skrifstofa stúdenta stofnuð, samn- ingaviðræður við borgina um dag- vistarheimili á Háskólalóðinni séu byijaðar, lögð hafi verið hálf milljón í Byggingarsjóð stúdenta . . . — Þetta hljómar vel, en engu að síður var lagt fram vantraust á þig og stjómina þína um daginn. Röskvumenn segja að það sé fyrst og fremst tilkomið vegna afstöðu ykkar í lánamálum stúdenta. „Gott að þú minntist á þetta," segir Sveinn. „Það gerist ár eftir ár að vinstrimenn í Stúdentaráði reyna að þyrla upp moldviðri í kring um lánamálin mánuði eða svo fyrir kosningar til ráðsins. Vantrausts- tillagan er ekkert annað en stormur í vatnsglasi og sýndarmennska, sem á að vera til þess fallin að sverta Vökumenn og draga athygli stúd- enta frá því sem raunverulega er verið að gera. Fæ ekki viðtal hjá Svavari Á valdatíma síðustu ríkisstjómar vomm við í samningaviðræðum við stjómvöld um leiðréttingu á náms- lánunum, en hvorki gekk né rak. Síðan settist í stól menntamálaráð- herra maður, sem hefur lofað meim í lánamálunum en nokkur stjóm- málamaður annar. Við ákváðum að minna hann á loforðin, sem hann hafði gefið, og reyna að knýja hann til efnda. Það er hins vegar athygl- isvert að þegar Svavar Gestsson tók við, kynntu fulltrúar Röskvu í stjóm LÍN og lánasjóðsnefnd SHÍ fyrir honum mjög hóflegar hugmyndir um litla hækkun handa þröngum hópi. Þetta var reyndar kynnt fyrir ráðherra án þess að bera það undir Stúdentaráð. Röskvumenn hafa síðan verið tregir í taumi, þegar Vaka hefur viljað knýja ráðherrann til að standa við loforð sín. Svavar kom fyrst með þessar yfirlýsingar um að það væm ekki til peningar, að það væri launastöðvun í landinu og svo framvegis, nýlega búinn að lýsa þvf yfir að skerðing námslána væri lögbrot! Það heyrðist ekki múkk M Röskvu. Svavar lét loks undan þrýstingi og setti af stað vinnuhóp um námslánin. Hann gerðist þá hins vegar svo ósvífinn að skipa fulltrúa Stúdentaráðs í hópinn án þess að óska tilnefningar M okkur. Ráðuneytið sendi okkur ekki einu sinni bréf um þetta. Og það sem meira er, þegar Svavar Gestsson tók við, óskaði ég viðtals við hann eins og eðlilegt getur talizt. Hann virðir mig hins vegar ekki viðlits og ég hef aldrei fengið viðtal hjá honum, þótt ég sé form- legur fulltrúi stúdenta. Hann talar bara við stjómarandstöðu Röskvu og „sína menn í Stúdentaráði" — hafðu það ( gæsalöppum." Sveinn segir það fjarstæðu að Vaka sé á móti bráðabirgðaálitinu, sem hvellurinn varð út af í Stúd- entaráði. „Við vildum að hækkun tekjutillitsins kæmi ekki til Mm- kvæmda fyrr en öll skrefin hefðu verið stigin í því að leiðrétta náms- lánin. Það hefiir komið fram að 75% stúdenta em á móti því að námslán- in lækki ef sumartekjumar hækka. Þess vegna vildum við ekki gleypa bráðabirgðaálitið hrátt — við sýnum stúdentum trúnað, en ekki ráð- herra. Þegar við lögðum Mm tillög- ur í þessa vera á fundi Stúdenta- ráðs, hafnaði Röskva þeim alger- lega. Við sögðum þá að við skyldum bera álitið upp í ráðinu, og fómm fram á það við „fulltrúa Stúdenta- ráðs“ i vinnuhópnum að hann bæri upp álitið. Það var ákaflega eðlilegt að hann gerði það, enda búinn að skrifa upp á það sem fulltrúi ráðs- ins. Hann neitaði, og þar við sat. Bergmálið í lána- málabaráttunni Þegar þama var komið varð allt vitlaust. Röskvumenn fóm skyndi- lega að saka okkur um að rjúfa trúnað við menntamálaráðherra og sögðu að það væri til þess fallið að spilla vinnufriðnum að kmkka í bráðabirgðaálitið! Menn em famir að taka vinnufrið í einhveijum vinnuhópi fram yfir hagsmuni stúd- enta!“ segir Sveinn. „Það fyndnasta er að þegar það kemur ný ríkisstjóm verða sumar námsmannahreyfingar, hlutar þeirra að minnsta kosti, skyndilega svo óskaplega hógværar. Þegar Sverrir Hermannsson reyndi að setja lög um lánasjóðinn neituðu vinstrimenn algerlega að ræða við stjómvöld og hrópuðu bara og æptu. Stefna Vöku var á þessum tíma að bezta leiðin til að koma í veg fyrir setningu laganna væri að ræða við sijómvöld. Þáverandi for- ystumanni Vöku og stúdenta, Eyj- ólfi Sveinssyni, tókst loks að ijúfa samstöðu stjómarflokkanna í mál- inu og vinstrimenn sátu sneyptir eftir. Núna er hins vegar komið alveg nýtt viðhorf, sem ég kalla „bergmálið í lánamálabaráttunni". Allt, sem menntamálaráðherra seg- ir, bergmálar í ræðum Röskvu á fundum SHÍ.“ — Er það þetta, sem heitir stúd- entapólitík, eða er hún kannski að hverfa með nýjum og ópólitískum vinnubrögðum í Stúdentaráði? „Hugtakið stúdentapólitík verður auðvitað alltaf til. Það sem er að gerast í Stúdentaráði er að sjálf- sögðu hagsmunabarátta og er hægt að kalla það pólitík, rétt eins og verkalýðspólitík eða umhverfispóli- tík. Það sem hefur verið gmnn- punkturinn í hugmyndafræði Vöku M árinu 1984 er að breyta Stúd- entaráði úr þessum æfingabúðum fyrir alþingismenn, sem það hefur oft virzt vera,í alvöm faglegt hags- munafélag. Eg skynja það líka, að það er þetta, sem stúdentar vilja, samanber skoðanakönnunina sem ég talaði um. Þessi stefna hefur hljómgmnn hjá þeim og hefur hljómgmnn úti ( þjóðfélaginu. Mér finnst ég vera að reka smiðshöggið á verkið," segir Sveinn Andri. Umbylting í starfi SHÍ „Það er mín persónulega sann- færing, og það er það sem rekur mig áfiram; að ég finn hvemig okk- ur er að takast að umbylta starfi Stúdentaráðs úr þessum pólitíska sandkassaleik. Ég finn hvemig okk- ur er að takast að skapa samtök allra stúdenta sem sneiða hjá mál- um sem koma stúdentum ekkert meira við en öðmm, samtök sem efla samkennd stúdenta og allir geta við sitt unað, hvar sem þeir standa í pólitík. Ef Vaka fær braut- argengi í næstu kosningum, verður flokkspólitísku þrasi í Stúdentaráði endanlega útrýrnt." Viðtal: ÓÞS Nefnd kannar starfs- skilyrði fyrir iðnað Iðnaðarráðherra hefur skip- að nefiid til þess að kanna starfsskilyrði íslensks iðnaðar og benda á leiðir til þess að tryggja samkeppnisaðstöðu hans, m.a. í ljósi þeirra breyt- inga sem fylgja myndun sam- eiginlegs markaðar Evrópu- bandalagsins. í nefndina em skipaðir dr. Geir Á. Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri, formaður. Halldór Karlsson, trésmiður. Hildur Kjartansdóttir, iðnverkakona. Kristín Halldórs- dóttir, alþingismaður. Ólafur Dav- íðsson, Mmkvæmdastjóri. Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðar- maður fjármálaráðherra og Þor- leifur Jónsson, framkvæmdastjóri. Með nefndinni starfar Halldór J. Kristjánsson, yfirlögfræðingur í iðnaðarráðuneytinu. Iðntækni- stofnun og Þjóðhagsstofnun leggja nefndinni lið varðandi mat á hagfræðilegum og tæknilegum atriðum eftir þvi sem við á. BENIDORM HVÍTA STRÖNDIN Póskaterð í áó£i*u t Brottfarardagar: 23 f 5- i5Mf3/ mws f [tnn IH W „4Í • í 21.112.W JUNÍ / m ]ÚÚ \jIágÚStI A hGÚST I3. | 4. |25. SEPT. \m OKT. m OKT. 1 l BENIDORM ódýrt sumarfrí. Komdu með í sumarið og sólina ó BENIDORM. Bestu fóanlegu gistingar ó sanngjörnu verði. EVAMAR nýtt íbúðahótel og MEDITERRANEO er einnig splunkunýtt og fróbærlega vel staðsett. Verðííbúðfrókr. 27.920,- pr. mann (2 fullorðnir og 2 börn 2ja til 11 óra saman í íbúð). Fyrstu 100 sætin sem bókast fyrir 1. apríl fó kr. 5.000,- í afslótt í 4ra vikna ferð - 5. apríl kr. 3.000,- í afslótt í 3ja vikna ferð - aðrar ferðir kr. 2.000,- í afslótt í 2ja vikna ferð - 23. mars - póskaferð Innifalið: Flug, gisting og akstur til og fró flugvelli í Alicante. Fararstjórar verða Signý Kjartansdóttir og Póll Eyjólfsson sem gjörþekkja BENIDORM og nógrenni. Kynntu þér greiéslukjorin. sími 621490 FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16, Reykjavík, m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.