Morgunblaðið - 04.03.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989
19
V estur-Þýskaland:
Tölvuþrjótar sakaðir
um njósnir fyrir KGB
Bonn. Reuter.
ARD-sjónvarpið í Vestur-Þýska-
landi skýrði frá því í fyrrakvöld
að fimm tölvuþijótar hefðu verið
handteknir fyrir að selja sovésku
leyniþjónustunni KGB lykilorð,
hemaðar- og iðnaðarleyndarmál
úr tölvukerfum í Bandaríkjun-
um, Vestur-Evrópu og Japan.
Talsmaður saksóknara staðfesti
fréttina að hluta til en sagði þó
að eingungis þrír tölvuþrjótar
hefðu verið handteknir.
ARD-sjónvarpið skýrði frá því
að tölvuþijótamir hefðu meðal ann-
ars komist inn í tölvukerfí banda-
ríska vamarmálaráðuneytisins (OP-
TIMIS), bandarísku kjarnorkurann-
sóknastofnunarinnar í Los Alamos
í Nýju-Mexíkó, og bandarísku
geimvísindastofnunnarinnar
(NASA). Tölvuþijótamir notuðu
heimilistölvur og komust einnig inn
í tölvubanka fransk-ítölsku vopna-
verksmiðjunnar Thomson, kjam-
orkurannsóknastofnunar Vestur-
Evrópu í Genf (CERN), Geimvís-
indastofnunar Evrópu (ESA) og
Max Planck-kjameðlisfræðistofn-
unarinnar í Vestur-Þýskalandi.
Ennfremur komust þeir inn í tölvu-
kerfí í Bretlandi, Ítalíu og Sviss.
Að sögn sjónvarpsins gerði vest-
ur-þýska öryggislögreglan hús-
rannsókn á sex heimilum í Vestur-
Berlín, Hanover og Hamborg til að
leita að sönnunargögnum. KGB
fékk upplýsingar hjá tölvuþijótun-
um árið 1985 greiddi þeim nokkur
hundmð þúsund mörk (milljónir ísl.
kr.) Útsendarar KGB fluttu upplýs-
ingamar til Austur-Berlínar, þar
sem leyniþjónustan er með stórt
útibú.
Því var haldið fram í sjónvarpinu
að þetta væri alvarlegasta njósna-
málið í Vestur-Þýskalandi síðan
árið 1974, er upp komst um Guent-
er Guillaume, austur-þýskan njósn-
ara sem var ráðgjafi þáverandi
kanslara, Willie Brandts.
rainbowÚŒl
NAVIGATIoSr
Beinar siglingar milli Njarðvíkur og Norfolk með
M.v. „RAINBOW HOPE“
Flytjum stykkja-, palla- og gámavöru, frystivöru
og frystigáma.
Aætlun: Lestunardagar
Njarðvík: Norfolk:
6. mars 18. mars
30. mars 10. apríl
22. apríl 7. maí
Umboðsmenn okkar eru:
Guðmundur Guðjónsson sf,
Hafnarstræti 5, pósthólf 290,121 Reykjavík, sími 29200 -
Telex2014
Meridian Ship Agency, Inc,
P.O. Box 3397,101 W. Plume Street, Norfolk. VA 23514
Sími (804)-625-5612 Telex 710-881 -1256 Fax (804) 628-5807
/jfc Rainbow
Navigationjnc.
S Citroen AX er einn sparneytnasti bíllinn á markaðnum en samt glettilega sprækur. Hann
eyðir aðeins 3,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra og kemst því 928 kílómetra á einum bensín-
tanki eða 36 lítrum. SScitroén AX er ekki eingöngu sparneytinn á bensín. Viðhaldskostnaður
er hverfandi og sérstaklega auðvelt er að gera við hann. S Citroen AX er einstaklega léttur
og lipur í akstri enda framhjóladrifinn og með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli. iÍCitroen AX
sló í gegn í Evrópu 1988 og jókst sala hans meira en sala á nokkurri annarri bílategund. Skoðana-
könnun Hagvangs sýnir að íslenskir Citroén kaupendur eru mjög ánægðir með AX-inn sinn eða
93% aðspurðra. Nokkuð sem segir meira en mörg orð. Ecitroén AXvar kjörinn „BESTI BÍLL"
Evrópu 1988 af Sunday Times Magazine og einnig kjörinn „BESTI OG HAGKVÆMASTI" smábíll-
inn af hinu virta breska bílablaði „What car". Scitroén AX fæst bæði þriggja og fimm
dyra. ElCitroén AX kostar aðeins frá kr. 499.000,- Greiðslukjör við allra hæfi.
Ay-og Þú,
Citröé0 AX eoda.
keirist a |e
Opið virka daga frá kl. 9 til 18.
Opið laugardaga frá kl. 13 til 17.
Globusn
Lágmúla 5 sími 681555