Morgunblaðið - 04.03.1989, Síða 39

Morgunblaðið - 04.03.1989, Síða 39
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 39 Mm FOLX ■ JOHAN Kaggestad, lands- liðsþjálfari Noregs í langhlaupum er væntanlegur til íslands á næst- unni ásamt konu sinni Janette, en þau munu standa að fyrirlestrum og námskeiði um hlaupaþjálfun. Þau verða með sinn hvorn fýrirlest- urinn föstudaginn 10. _mars kl. 19.30 í íþróttamiðstöð ÍSÍ. Kagge- stad verður jafnframt með tveggja daga námskeið fyrir þjálfara og keppnismenn sem hefst 9. mars kl. 19.30 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Kaggestads hefur starfað við langhlaupaþjálfun í mörg ár og síðustu fimm árin hefur hann verið landsliðsþjálfari Norðmanna. Hann er sennilega þekktastur fyrir að hafa þjálfað Ingrid Kristánsen og Gretu Waits. Nánari upplýsing- ar og skráning á námskeiðin fer fram í síma 685525. ■ MAJUA-LIISA Kirvesniemi frá Finnlandi sigraði í 10 km göngu kvenna á heimsbikarmóti sem fram fór i Osló í gær. Anne Jahren frá Noregi varð önnur og Tamara Tikhonova, Sovétríkjun- um, varð þriðja. ■ SVIÁR sigruðu á sama móti í Osló í 4x10 km boðgöngu karla. Sovétmenn urðu í öðru sæti, rúm- lega mínútu á eftir Svíum. Norð- menn höfnuðu í þriða sæti og ítal- ir í fjórða. ■ MARK Hateley, enski lands- liðsmaðurinn sem leikur með Móna- kó, verður frá knattspymu í minnst tvo mánuði vegna uppskurðar á ökkla sem hann gekkst undir í gær. Hateley meiddist eftir að hann lenti í samstuði við markvörð- inn júgúslavneska, Zoran Simovic, í Evrópuleiknum gegn Galatasary frá Tyrklandi á miðvikudagskvöld. Mark Hately leikur ekki með Mónakó næstu tvo mánuði. ■ NEWCASTLE hefur fengið til liðs við sig annan Dana, lands- liðsmanninn Björn Kristensen, sem á að hjálpa liðinu við að halda sæti sínu í 1. deild. Kaupverð Dan- ans, sem leikur með Árhus, er 250 þúsund pund. Kristensen mun þó ekki byija að leika með Newcastle fyrr en eftir síðari leik Árhus og Barcelona í Evrópukeppninni 15. mars. Áður hafði Newcastle keypt Frank Pingel frá sama félagi fyrir 200 þúsund pund. ■ JEAN Tigana hefur ákveðið að draga sig úr franska landsliðinu í knattspymu. Michel Platini, landsliðsþjálfari Frakka, valdi Tig- ana fyrir leik gegn Skotum í heims- meistarakeppninni í næstu viku. Ekki var gefín ástæða fyrir ákvörð- un Tigana og ekki verður valinn annar leikmaður í stað hans. Jouse Toure gefur ekki kost á sér og Daniel Bravo tekur sæti hans í franska liðinu. ■ HERRAKVÖLD Þróttar verður í kvöld í Viðeyjarstofli í Viðey. Rútuferð verður frá Þrótt- heimum niður á Sundahöfij kl. 18.00. HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN Víkingar áfram Víkingar tryggðu sér sæti í 8- liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í gær er þeir sigmðu Framara 31:22 í Laugardalshöll. Leikurinn var ann- ars slakur og bæði liðin gerðu sig sek um furðulegustu mistök. Víkingar tóku afgerandi forystu í síðari hálfleik en sá fyrri var í jafnara lagi. Landsliðsmennimir Guðmundur Guðmundsson og Bjarki Sigurðsson léku með Víking- um þrátt fyrir meiðsli og gerðu nær helming marka liðsins. Þá átti Sig- urður Ragnarsson góðan leik. Birgir Sigurðsson var sprækur framan af og Júlíus Gunnarsson átti ágæta spretti fyrir Framara. Mörk Víkings: Guðmundur Guðmunds- son 7, Bjarki Sigurðsson 7, Jóhann Samúelsson 5, Sigurður Ragnarsson 5, Karl Þráinsson 3, Árni Friðleifsson 2 og Siggeir Magnússon 2. Mörk Fram: Júlíus Gunnarsson 5, Birgir Sigurðsson 4, Agnar Sigurðsson 4, Dagur Jónasson 4, Gunnar Andrésson 2, Tryggvi Tryggvason 2, Sigurður Rúnarsson og Egill Jóhannesson 1. Guðmundur Guðmundsson lék vel! gær og gerði m.a. mark úr vítakasti! LYFJANOTKUN Hræddur við lyfjapróf - segir þjálfarinn um Ben Johnson. Ölf metin ógild? Yfírheyrslur kanadísku rann- sóknamefndarinnar vegna iyfjaneyslu íþróttamanna halda áfram. Charlie Francis, þjálfari Ben Johnsons, hefur verið í vitna- stúkunni og vitnisburður hans hefur ekki bætt stöðu Johnsons. „Ben Johnson var mjög hrædd- ur við lyfjapróf og þegar hann setti heimsmetið í 60 metra hlaupi, í Osaka í janúar 1987, hringdi hann í mig og spurði hvort þorandi væri að fara í prófíð," sagði Francis. „Ég sagði honum að það væri í Iagi að fara í prófið þar sem langur tími hafði liðið frá síðustu meðferð," sagði Francis. Þess má geta að þetta var fyrsta innanhússmótið sem tekin voru lyijapróf af sigurvegurum. Það þykir víst að Ben Johnson hafi verið á lyfjum er hann setti öll sín met. Hann á þó enn heims- met f 100 m hlaupi sem hann setti í Róm 1987 og 50 m og 60 m hlaupi innanhúss. Ekki er víst hvort hann fær að halda þessum rftetum eða hvort alþjóða frjálsíþróttasambandið ógíldi þau. Það verður þó líklega ekki gert nema Johnson játi að hafa tekið lyf. KNATTSPYRNA Ásgeir og Theodór til Rapid Vín Asgeir Elíasson, þjálfari ís- landsmeistara Fram og Theodór Guðmundsson, þjálfari ÍR, eru famir til Austurríkis þar sem þeir fylgjast með æfíngum hjá Rapid Vín í viku. Eins og menn muna þá lék Fram gegn Rapid Vín í Evrópukeppninni um árið og í herbúðum félagsins er Guðmundur Torfason, fyrrum leikmaður Fram. Tryggvi Gunnarsson hefur geng- ið frá félagaskiptum sínum úr Val í ÍR. Tryggvi, sem hefur leikið með KA og Val undanfarin ár, lék áður með ÍR og skoraði 72 mörk í 28 leikjum fyrir ÍR í 3. deildinni. Þrír aðrir leikmenn hafa gengið til liðs við ÍR. Hlynur Elísson, sem kom frá Vestmannaeyjum, Ottó Hreinsson, sem lék með Þrótti og Jón G. Bjamason, sem lék með KR. helgarinnar Handknattieikur: Á morgun eru fjórir leikir f íslands- mótinu f handknattleik, 1. deild karla. Breiðblik og Stjaman leika kl. 14 f Digranesinu og á sama tíma mætast Valur og ÍBV að Hlfðarenda. FH og Víkingur mætast f Hafnarfirði kl. 20 og á sama tfma Fram og KA f Laugar- dalshöllinni. Þá eru tveir leikir f 1. deild kvenna f dag: ÍBV og Stjaman leika f Vest- mannaeyjum kl. 13.30 og Valur og Þór að Hlíðarenda kl. 15. Körfuknattieikur Fjórir leikir eru í íslandsmótinu í körfuknattleik á morgun. Þór og Njarðvfk mætast á Akureyri, Grindvík og Valur f Grindavík, KR og ÍBK í Hagaskóla og ÍR og Haukar f Selja- skóla. Allir leikimir hefjast kl. 20. Hlaup: Skemmtiskokk Háskóla Íslands og Bylgjunnar verður haldið í dag kl. 14. Hlaupið verður frá Háskólanum fimm km og er keppt í einstaklings- og sveita- keppni. Hlaupið er öllum opið. Skráning er í aðalbyggingu Háskólans milli kl. 12 og 13.30. Álafosshlaupinu, sem vera átti í dag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. í staðinn verður haldið götuhlaup, sem hefst við KR-heimilið kl. 12.00. Karlar hlaupa 12 kílómetra, en konur 6. NBA -úrslit Cleveland — San Antonio..H2: 84 New Jersey - Charlotte...114:103 NewYork-MiamiHeat........132:123 Denver Nuggets - Houston.113:103 Phoenix — Saeramento.....110: 90 Indiana — Golden State...131:127 Portland - L.A. Clippers.119:113 SKIÐI / HEIMSBIKARINN Schneider bætti met Moser-Pröll VRENI Schneider frá Sviss bætti 16 ára gamalt heims- bikarmet kvenna, sem aust- urríska stúlkan Annemarie Moser-Pröll átti, með því að sigra í svigi í Furano í Japan. Schneider var önnur eftir fyrri umferð, en í síðari ferðinni gaf hún í og sigraði, var 0,11 sek á undan Veroniku Sarec frá Júgó- slavíu. Tamara McKinney frá Bandaríkjunum varð þriðja. Þetta var 12. sigur Schneider á keppn- istímabilinu og bætti hún þar með met Moser Pröll frá 1973. Það er aðeins Ingemar Stenmark sem unn- ið hefur fleiri heimsbikarmót á sama keppnistímabili, það var 1979 er hann sigraði 13 sinnum. Schneider hefur svo gott sem tryggt sér heimsbikarinn saman- lagt. Hön hefur hlotið 311 stig. Landi hennar, Michela Figini, á fræðilega möguleika á að ná Schneider að stigum, en hún hefur 239 stig þegar þrjú mót eru eftir. Maria Walliser er þriðja með 224 stig. Heimsmeistarinn austurríski, Vrenl Schneider. Rudolph Nierlich, sigraði í stórsvigi heimsbikarsins í Furano í Japan í gær. Hann var aðeins 0,7 sek á undan Ole Kristian Furuseth frá Noregi, sem varð annar. Pirmin Ziirbriggen varð þriðji og Svíinn Lars Börje Eriksson fjórði. Ingemar Stenmark, sem leggur skíðin á hill- una í næstu viku, varð í sjöunda sæti eftir að hafa náð næstbesta tímanum í síðari umferð. Marc Gira- delli, sem nú þegar hefur tryggt sér heimsbikarinn samanlagt, varð í 9. sæti. Alberto Tomba keyrði I útúr í síðari umferð. ÞJÁLFARANÁMSKEIÐ HELGINA 10.-12. MARS NK. MUN KNATTSPYRNUDEILD V(K- INGS STANDA FYRIR NÁMSKEIÐI FYRIR KNATTSPYRNUÞJÁLF- ARA. LEIÐBEINENDUR Á NÁMSKEIÐINU VERÐA YOURI SEDOV, ÞJÁLFARI, JÓHANN INGl GUNNARSSON, SÁLFRÆÐINGUR, SIGURJÓN SIGURÐSSON, BÆKLUNARLÆKNIR OG EYJÓLFUR ÓLAFSSON, MILLIRÍKJADÓMARI. ALLAR NÁNARI UPPLÝSING- AR Á SKRIFSTOFU FÉLAGSINS I SÍMA 83245 MILLI KL. 9.00- 17.00, Á KVÖLDIN OG UM HELGAR HJÁ BERGSTEINI [ SÍMA 671247 EÐA EGGERTI í SÍMA 33367. KNATTSPYRMIDEILD VÍKIN6S Sala getraunaseðla með ensku knattspyrnunni lokar á laugardögum kl. 14:45. 1 IX 2 Leikur 1 Sheff. Wed. - Charlton Leikur 2 Southampton - Norwich TENINGUR Leikur 3 Birmingham - Oxford Leikur 4 Bradford - Barnsley Leikur 5 Brighton - Blackburn Leikur 6 C. Palace - Bournemouth Leikur 7 Hull__________- Stoke Leikur 8 Ipswich_______- Swindon Leikur 9 Leicester - Walsall Leikur 10 Plymouth - Portsmouth Leikur 11 Watford_____- Man. C'rty Leikur 12 Fulham - Swansea Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 17:f5er 91-84590 og -84464.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.